Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER V HÚSGANSflR okkar á milli. .. I Anker Jörgensen, þáverandi forsætisráðherra Dana kom eitt sinn til Húsavíkur og var að sjálfsögðu boðið í mat af bæjar- stjórninni. Á matseðlinum var ljúffengt og safaríkt hreindýra- kjöt, og segir ekki meir frá þeirri veislu. En fjórum áðum síðar kom annar danskur for- sætisráðherratil Húsavíkur, Paul nokkur Schliiter, og bæjar- stjórn bauð honum að sjálf- sögðu einnig í mat. Og enn var hreindýrasteik á matseðlinum, en nú brá svo við að kjötið var heldur þurrt að margra dómi. Skýringin á þessu var sögð sú að svokallað forsætisráðherra- hreindýrakjöt eða sambærilegt gæðakjöt væri ekki auðfengið og þess vegna væri Schliiter að borða restina af hreintarfinum sem Anker át Qórum árum áð- ur! — JS ■ Af einhveijum undarlegum ástæðum er mörgum karlmanni meinilla við það að kaupa dömu- bindi fyrir konur sinar (eða aðrar konur). Einn slíkur þurfti að fara í kaupfélagið og kaupa dömubindi á dögunum og áttu þau að vera af gerðinni Camel- ia 2000. Okkar maður vappar vandræðalegur i kringum dömubindarekkann en kemur hvurgi auga á Camelia 2000 bindin. Eftir nokkrar hring- ferðir um rekkann tekur hann á sig rögg og gengur að af- greiðsludömu og segir: „Hérna, ég, sko, ég meina hérna, eruð þið búin með Caterpillar 2000?“ Afgreiðsludaman vissi nokk hvað klukkan sló, en þóttist ekkert skilja og sagði alvarleg í bragði: „Það hefur aldrei feng- ist neitt frá Caterpillar hjá okk- ur, en þú getur prófað að fara i véladeildina eða tala við vega- gerðina!“ — JS inn til að seija framleiðslu sína. Þangað kemur ævinlega fjöldi listamanna og verk þeirra eru af ýmsum stærðum og gerðum. Flestir eru málarar eða teiknarar, en margs konar aðrir listamenn leynast innan um. „Matrjosh- kurnar“ (trédúkkur, oft 10—12 hver inni í annarri) eru vinsælar, sérstaklega meðal ferðamanna. Margir þekkja þessar rússneskku trédúkkur, sem oftast eru málaðar í rauðu og gulu, en í Izmajlov- garðinum gilda engar slíkar regl- ur. Þar geta dúkkurnar tekið á sig ýmsar myndir og liti og gott ef þær gerast ekki djarfari. Þegar ég lagði leið mína í garðinn fyrir skemmstu ásamt fjölskyldu minni, rákumst við til að mynda á matr- joshkur með btjóstin ber. Gallinn er að verðlaginu er ekki sérlega í hóf stillt. Fyrir litla btjóstabera dúkku vildu menn fá litlar 600 rúblur, eða um það bil þrenn meðalmánaðarlaun í þessu landi. Dýr myndi Hafliði allur. En svo er vitanlega að prútta. Með lagni er hægt að komast niður í tvo þriðju af uppsettu veðri, en mis- vitrum ferðamönnum hættir oft til að taka uppsettu verðin bók- staflega. Innan um málverk, teikningar, dúkkur og ýmsa fal- lega eir- og tinmuni úir og grúir af bölvuðu skrani sem enginn ætti vitanlega að kaupa, en smekkur fólks er misjafn — sem betur fer. Nú eru í tísku bolir með alls kyns áletrunum, meira að segja er hægt að fá andlitsmynd af Gorbatsjov. Mér virðist sem Izmajlov-garð- urinn sé eitt vinsælasta útivistar- svæði í Moskvu, því um hveija helgi leggja tugþúsundir Moskvubúa og gesta leið sína þangað til að njóta útiverunnar og svo auðvitað listarinnar. Það er satt að segja hægt að eyða fleiri klukkustundum í garðinum við að rölta um og skoða listavek, eða fara með börnin í tívolí eða á leikvöllinn, sem er sérlega skemmtilegur. Öll tækin eru úr tré og í þau eru skornar persónur úr þekktum rússneskum ævintýr- um. Ekki má heldur gleyma sölu- vögnunum sem bjóða upp á mis- jafnlega gómsætan varning. Sér- staklega örvandi fyrir munnvatn- skirtlana er lyktin af „shashlyk“, sem er lambakjöt þrætt á tein og grillað. Enda ekki að sökum að spyija, hið sérstaka yndi Sovét- manna, biðraðimar, myndast á örskammri stund, svo það er best að vera fljótur á sér, vilji maður komast framarlega í röðina. Þannig hafa perestrojka og glasnost glætt hversdagslíf Moskvubúa tilbreytni sem svo sannarlega hefur verið vel þegin. Það má kannski bæta við að ekki veiti af, því umbótastefna Gor- batsjovs hefur enn sem komið er borið lítt sýnilegan árangur í efn- islegum gæðum. Moskvubúar sjálfir taka hins vegar lífinu með stóískri ró og og það er stundum eins og þeir líti á allar betrumbæt- ur sem eins konar sendingu af himnum ofan. Að minnsta kosti finnst þeim rétt að taka þeim með örlítilli varúð, það er ekkert víst að umbæturnar sem koma í dag vari til langframa, það veit enginn hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Orgel- bærinn Nýir siðir með „nýrri hugsun Fyrir nokkrum árum voru sovéskir listamenn sem ekki voru viðurkenndir af hinu opinbera almennt litnir hornauga. Þeir sem sýndu verkum þeirra áhuga máttu hafa sig alla við til að nálgast þau. Þá hétu flokksleiðtogarnir ýmist Stalín, Khrústsjov, Brezhnev eða Tsjernenko. Nú heitir flokksleiðtoginn Gorbatsjov og nú er öldin önnur. Einkunnarorð Gorbatsjovs, glasnost og perestrojka, eru á allra vörum. Þeir sem fyrst tóku við sér þegar Gorbatsjov fór að predika „nýja hugsun" voru, eins og að líkum lætur, þeir sem mest höfðu að vinna á nýrri pólitík, nefiiilega listamenn, rithöf- undar, vísindamenn o.s.frv., sá hópur fólks sem á rússnesku er nefndur einu nafhi „intellingentsija". Öll umræða á sviði bók- mennta, vísinda og lista hefur hingað til orðið opnari með hveiju árinu sem hefúr liðið frá því Gorbatsjov tók við völdum. Fró Áma Þór Sigurðssyni í Listamenn (ég á auðvitað við þá sem ekki eru á opinberum spena) eru sumsé famir að sýná verk sín á almannafæri. Ein elstu götum Moskvuborgar er Arbat. Nær daglega mætir fy'öldi málara og teiknara á Arbat þar sem þeir sýna og selja verk sín. Lífíð vill þá oft verða æði fjöl- skrúðugt þegar listamennimir beijast um viðskiptavinina sem síðan prútta um verð eins og frek- ast er kostur. En eiginlega ætlaði af ég ekki að tala um Arbat heldur Izmajlov-garðinn. Izmajlov-garð- urinn er feiknastórt útivistarsvæði í norð-austurhluta Moskvu. Um hveija helgi, laugardaga og sunnudaga, allan ársins hring, koma opinberir listamann í garð- í Akureyrarkirkju er eitthvert glæsilegasta, stærsta og hljómfegursta orgel landsins. Is- lenskir snillingar og erlendir hafa farið hönd- um um hljómborð þess og töfrað fram dýrðleg- ar perlur tónlistar, áheyrendum til huggunar í sorg og vakningar í gleði. Ómamir úr næstum óteljandi pípum þess, sem em allt frá digmm römm niður í örgranna teina, hafa liðið um þetta glæsilega guðshús og fyllt það yfímátt- úmlegri list. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bjömsson Orgelleikararnir Björgvin við Björgvinsorgelið og Jóhann Bald- vinsson við nýja orgelið í Akur- eyrarkirkju. andi nútímatækni lítur hljóðfærið út eins og ósköp sakleysislegt hljómsveitarorgel. Nú eru ekki allir á einu máli um gerð og gæði hljóðfæra. Til eru svo hreintrúaðir menn að þeir viður- kenna ekki þá nútímatækni sem felst í orgeli eins og því sem síðast var lýst. Virðast með einhveiju móti geta skynjað greinilegan mun á stafrænu hljóðfæri og því náttúru- lega tæki sem líkt er eftir þótt venjulegt mannlegt tóneyra geri það ekki. Hreintrúaðir organistar spila bara ekki á plast. En hinir eru líka til sem líta á stafrænt orgel sem jafnsjálfsagðan hlut og aðra tækniþróun, rétt eins og breyting- una frá hesti í bíl eða flugvél. Menn þurfa náttúrulega ekkert að vara sammála frekar en þeir vilja, en hitt má vera ljóst að Akur- eyringum hafa bæst glæsileg og gagnleg hljóðfæri. Fólk ætti því að geta unað við hinn fjölskrúðugasta organslátt í framtíðinni í orgela- bænum Akureyri — án þess að snúa sig úr hálsliðnum. Fró Sverri Póli Erlendssyní ó AKUREYRI Einn er þó ókostur í allri þess- ari dýrð. Að minnsta kosti hefur mörgum þótt súrt að geta ekki notið þess að horfa á orgelið og listamanninn öðruvísi en að snúa sig langleiðina úr hálsliðnum. Svo háttar nefnilega til að orgelið er, eins og í flestum kirkjum, uppi á sönglofti aftast í kirkjuskipinu, að baki kirkjugestum. Þar uppi er að auki rúm fyrir tiltölulega fámennan kór. Þegar söngflokkar og hljóm- sveitir hafa leikið í kirkjunni hafa listamenn því jafnan stillt sér upp í kórdyrum. Þá hefur hins vegar ekki verið unnt að nota þetta mar- grómaða orgel. Því miður. Nú hefur verið ráðin á þessu mikil bót. Fyrir skemmstu var vígt nýtt orgel í Akureyrarkirkju, og er nærri kórdyrum. Þannig er kirkju- kórinn ekki lengur rígbundinn söng- loftinu og þetta orgel kemur að auki að gagni við að efla safnaðar- söng auk þess að vera mikils virði fyrir allt tónleikahald í kirkjunni. Og eins og fram hef'ur komið í frétt- um er þetta alíslenskt hljóðfæri, handverk ungs íslensks völundar sem nýverið kom heim frá námi í orgelsmíði í útlöndum. Þetta er pípuorgel með hefðbundnu móti, þannig að lofti er veitt í misstórar pípur sem gefa þá frá sér hljóð eins og þegar blásið er í flautu eða lúð- ur. Þannig má segja að orgelin með loftdælu sinni og hijómborði hafí á sínum tíma leyst af hólmi herskara manna. Og Bjöm Steinar Sólbergs- son er allra þeirra manna maki þegar hann sest við hljóðfærin sín og fer um þau fimum fíngrum. En þetta er ekki einasta nýja orgelið á Akureyri. í sumar var vígt nýtt orgel Glerárkirkju. Það var ekki smíðað hér heima heldur vest- ur í Ameríku. Og þar er engu lofti dælt um pípur í fornum stíl heldur notuð fullkomnasta tölvutækni nú- tímans. Jóhann Baldvinsson söng- stjóri lýsti því svo að í orgelinu væri tölva sem stýrt væri af gata- spjöldum. A þessum spjöldum væm stafrænar og nákvæmar upptökur hljóða úr mörgum frægustu og hljómbestu orgelum heims. Og á þetta er svo spilað hér norður á Islandi og þrátt fyrir framúrskar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.