Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐŒ) FÓLK í FRÉTTUM %X If SUNNUDAGUR 20. NOVEMBER 1988 35 BrúöhjóninÁsdís Geirsdóttir og Jón Páll Vignisson, og Þórdís Geirsdóttir og Guð- brandur Sigurbergsson ásamt brúðarmeyjum og litlum sonum. Ljósmyndastxifan Mynd Brúðhjón vikunnar Hvora hittu þeir hér um árið? Brúðhjón vikunnar eru að þessu sinni tvenn. Þetta var systrabrúðkaup og fór athöfnin fram þann 12. nóvember í Garðakirkju á Álftanesi. Séra Rögnvaldur Finnbogason gaf saman þau Ásdfsi Geirsdóttur og Jón Pál Vignisson og þau Þórdísi Geirsdóttur og Guð- brand Sígurbergsson. Þær eru eineggja tvíburar, svo líkar í tali og háttum og lífshlaup þeirra svo líkt að það lætur nærri að einu gildi hvora ég spjalli við! Ef ég færi með þær á golfvöllinn mætti líklega þekkja þær í sundur, önnur þeirra ber sig fagmannlegar að við kylfukas- tið. Það er Þórdís, íslandsmeistari í golfi síðastliðið ár, og spyr ég hana um fyrstu kynni af eigin- manninum. „Það má segja að ég hafi slegið tvær flugur í einu höggi þegar ég kynntist Guðbrandi. Hann var verkstjóri í golfklúbbnum og þetta var ást við fyrstu sýn. Bingó! Þetta þróaðist, og ég hef ekki lit- ið á aðra karlmenn síðan þá og það eru komin fimm ár“ segir Þórdís. —En Ásdís? „Ég kynntist mínum í Klúbb- num 1. des ’84. Ég var að rífast við vinkonu mína, þá kom hann askvaðandi og fór að skipta sér af. Við fórum að dansa og þegar ég uppgötvaði að vinkona mín hafði stungið af fékk ég lánað hjá honum fyrir leigubíl. Ég þurfti auðvitað að hitta hann aftur til þess að borga honum. Fljótlega fórum við á bíó og svo bara þróað- ist sambandið" segir Ásdís. Það má méð sanni segja að þær systur séu samtaka í öllu sem þær gera. Til dæmis opinberuðu þær trúlofun sína sama dag án vitund- ar hinnar. — Barneignir? Jú þær eiga báðar litla syni fædda með fimm vikna millibili. En hvaða gildi hefur hjónabandið í þeirra augum? „Hjónaband er trygging og ætti að koma næst á eftir bameignum, ef það hefur þá ekki komið þar á undan“ segir Þórdís og systir hennar samþykkir það. Og hvemig finnst eiginmönnun- um að vera kvæntir svo samrýnd- um systmm? „Þeir hlæja oft að okkur, sérstaklega þegar önnur fer í ferðalag og liggur í símanum hálfan daginn að tala við hina. Þeir gantast svosem með það stundum hvor okkar það hafi ver- ið sem þeir hittu hér um árið“ segir Ásdís að lokum. Þau sem giítu sig ■ Jón Páll Vignisson og Ásdís Geirsdóttir ■ Guðbrandur Sigurbergs- son og Þórdís Geirsdóttir ■ Fannar Jónasson og Hrafnhildur Rósa Kristjáns- dóttir ■ Eiríkur Karlsson og Ragnhildur Pétursdóttir ■ Ingþór Karlsson og Elísa Baldursdóttir ■ Ásmundur K. Ólafsson og Sigrún Jóna Andradóttir Hópurinn á Hressingarská- lanum var fámennari en venja er, tveir vom erlendis. Einhveijir þeirra höfðu eytt hádegishléi á „Skálan- um“ í yfir 30 ár, flutt sig yfir á Hótel Borg fyrir tæpum tveimur ámm og aftur vom þeir mættir hressir og kátir. Þeir tóku sérstaklega fram að sjaldnast væm þeir sammála þegar stjórnmál bæri á góma en var það ekki uppgefíð hvar hver og einn stóð í pólítík. Frá vinstri á mynd- inni: Kristján Sigurðsson, sölumað- ur, Magnús Valdimarsson, iðnrek- andi, Jón Ágústsson, prentari, Örn Scheving, fasteignasali og Pétur Guðjónsson, rakari. Á Borginni sátu nokkrir sóma- menn og höfðu sumir þeirra verið þar fastagestir í yfir 30 ár. Var gott hljóð í mönnum, og er blaða- maður var í þann mund að kveðja var honum bent á borð sem stóð autt, og honum tjáð að þarna hefðu nú félagarnir setið. Frá vinstri á myndinni em: Halldór Snorrason, bílasali Aðalbflasölunni, Júlíus Haf- stein, borgarfulltrúi og formaður íþróttaráðs, Egill Snorrason, star- far hjá Lýsi hf., Ragnar Ingólfsson, framkvæmdastjóri, Indriði G. Þor- steinsson, ritstjóri Tímans og Krist- inn Finnbogason, framkvæmda- stjóri Tímans og bankaráðsmaður Landsbankans. Víkm Okkar landsþekkta iríkingaskip erhlaðið gómsætum réttum þannig að allir finna eitthvað Ijúffengt við sitt hæfi. ... I 'á f 1 : V Þegarþú borðar af víkingaskipinu, þá stjórnar ÞÚ þjónustuhraðanum. Hi laðborðið samanstendurafeftirtöldum réttum: Hreindýrapaté, graflambi, síldarsalati, kryddsíld eða marineraðri síld, blönduðu sjávarréttapaté, sjávarréttum í hlaupi eða súrsætum rækjum, marineruðum hörpu- diski, ostafylltum silungsflökum, reyksoðn- um laxi, gröfnum silungi, reyktum laxi, laxa- salati íbrauðkollum, hangikjöti, pottrétti, hvítum kartöflum, heitu grænmeti, heitum sjávarréttum íhvítvínssósu, hrútspungum, sviðasultu, lifrarpylsu og blóðmör, lunda- böggum, hákarli, ostabakka, ananastertu, harðfiski, úrvali af meðlæti, brauði, smjöri, ostum, kexi, ávöxtum o.fl.,o.fl. Föstudaga, laugardaga og sunnudaga bjóðum viðaukþess gómsæta íslenska heiðalambið af siifurvagnl YÍKINGABÁTURINN Barnahlaðborðið, þar sem börnin velja sér að vild á sunnudögum: Heitir kjúklingar, coctailpylsur, franskar, lamba- kjöt, meiriháttar ís frá kokknum. Öll börnin fá óvæntan glaðning frá starfsfólkinu. Verð fyrir börn að 12 ára aldri kr. 500.- Frítt fyriryngstu börnin. Á kvöldin býður Blómasalurinn uppá fjölda sérstæðra sérrétta sem allir sannir sælker- ar ættu að bragða. Borðapantanirí síma 2 23 22. st skipinu. „Heimur út af fyrír sig “ HÚTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA OBF HÓTEL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.