Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ VERÖLD/HLAÐVARPININl SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER Mædur, staðir og gælur Lokapistill um borgfirska lensku frá landnámi Nokkrir Borgnesingar hafa verið kenndir við mæðiir sínar frekar en feður. Sá þekkt- asti er líklegast Trausti veðurfræðingur Jóns- ^ son, hann var kallaður Trausti Öbbu. Jón faðir Trausta er kallaður Jón Kr. og stundum Kr-ingurinn. Jón Jónasson heitir maður sem hér áður fyrr var kallaður Nonni Göggu Jón- asar. Þannig var hann kenndur við móður sína og móðir hans við foður hans. Faðir Nonna, Jónas Þórólfsson, var hins vegar aldr- ei kallaður annað en fullu nafni. Steini Jóru og Stebbi Jóru eru bræður og kenndir við Jórunni móður þeirra. Annars heitir Stebbi Jóru fullu nafiii Stefán BorgQörð Pétursson. Hljómsveitin Chaplin kom saman nýlega til að halda upp á 10 áraafmæli hljómsveitarinn- ar. Þama er Chaplin á fullri keyrslu frá vinstri: Höddi Óttárs á hljóm- borð, KW Bögg- les syngur, Dóri Belló á tromm- um, ÆvarUndri á bassa og Stjáni á gítar. Hljóm- sveitin Chaplin var ein af þeim hljómsveitum innfæddra sem náði hvað lengst hvað varðar vin- sældir og áhrif. Frá Theodór Þórðarsyni í BORGARNESI "sjr Menn og konur kennd við hús Nokkuð er um að fólk sé kennt við hús, bæjarnöfn eða heimaslóðir og á það jafnt við um konur sem karla. Tökum dæmi, Doddi í Dal og Eyja í Dal, Ási á holtinu, Baddi í fjörunni, Unnur í hallanum, Ragga og Jói í Kletti. Og Bragi í Stjörnunni, sem reynd- ar var verslun sem heitir í dag Húsprýðí. En það skiptir engu, Bragi er áfram kallaður Bragi í Stjömunni. Upp úr 1970 fluttist til Borgarness um tíma maður að nafni Karl. Keypti hann sér hús og skírði það Krap. Að eigin sögn valdi hann nafnið til að hann yrði örugglega kallaður Karl í krap- inu . .. Gösli, Basli og Drasli Fyrir kemur að uppnefni eða gælunafn er svo allsráðandi að raunverulegt nafn viðkomandi manns gleymist nærri því, a.m.k. þurfa margir að hugsa sig um hvað hann Gösli heitir í raun og vem. Fleiri vita hvað bróðir hans heitir, sem stundum hefur verið kallaður Basli. Um tíma var þriðji bróðirinn nefndur Drasli. Vinnufé- lagi þeirra Gösla og Basla var um tíma Kári Waage poppsöngvari með meiru. Kári var lengi vel kall- aður Böggles. Úr því minnst er á Böggles þá má ekki gleyma einum sem var vinnufélagi hans um tíma og var kallaður Úði Breiðdal. Eða poppuranum Vigga Pauta, Sveini Beiker, Didda dasaða, Gúa Ringsted, Undra, Dóra Belló, nú eða Sigga Felló. Ég læt þessari upptalningu hér með lokið. Auðvitað hefur hér að- eins verið stiklað á stóra og mun fleiri viðurnefni og uppnefni eru við lýði en þau sem hér hafa verið nefnd og sum hver mun kræfari. Ég vona að þessi skrif komi ekki illa við neinn. Þessum pistli er ein- ungis ætlað það hlutverk að berg- mála nokkur viður- og uppnefni liðins tíma og líðandi stundar. Hlýleg, íslensk jólagjöf handa námsmönnum, vinum og œttingjum erlendis íslensk Álafossvœrðarvoð er góð hugmyndþegar velja skal fallega og vandaða jólagjöf handa œttingjum ogvinum erlendis. Notaleg jólakveðja, sem kemur sér vel, hlý, mjúk og endist lengi. SÖLUSTAÐIR: Álafossbúðin, Vesturgötu 2. Islenskur heimilisiðnaður, Hafnarstræti 3. Rammagerðin hf., Hafnarstræti 19. Ullarhúsið, Aðalstræti 4. Fordómar í frystikistum Nokkur dönsk böm vom að leika sér í bakgarði á Norðurbrú í Kaupmannahöfii. Allt í einu sjá þau að tveir litlir negrastrákar em að lokka Labradorhund með kjötbeini inní stigagang á húsalengj- unni. Bömin gmnar starx að hræðileg örlög bíði hundsins á heimili innflytjendanna á jarðhæðinni. — Og jújú, vissum við ekki: þegar þau gægjast innum baðherbergisgluggann er negramamma að raka öll hárin af hundinum, sem bryður alsæll og saklaus beinið sitt, á meðan negrapabbi er að skerpa bitið á stórri frumskógasveðju. Börnin flýta sér til húsvarðarins, sem kallar á lögregluna og hún kemur á vettvang, rétt í tæka tíð til að afstýra slátruninni. Húsrann- sóknin leiddi í ljós fúlla frystikistu af hár- og hauslausum hunda- líkum. ræktinni í eldhússkápunum. Daginn eftir er búið til salat úr skraut- blómunum í beðinu úti í garði, en moldin flutt inn, blandað saman við parkettöskuna og settar niður kart- öflur. Sögur af þessu tagi lýsa auðvitað fyrst og fremst vanþekkingu á sið- um og venjum fólksins sem þær fjalla um. Vanþekkingu sem skapar öryggisleysi og fæðir af sér for- dóma. Þær era fyndnar, hláturinn slær á óttann við hið ókunna, en þær gera líka sitt til að viðhalda fordómunum Þjóðfræðideild Hafnarháskóla er um þessar mundir að hefja um- fangsmikla rannsókn á gróusögum síðustu ára um flóttafólk og inn- flytjendur til Danmerkur. Eins og kunnugt er fer hér kynþáttahatur vaxandi — kannski er réttara að segja að það birtist í æ ríkara mæli — þeim röddum Ijölgar sem vilja vísa þessu fólki úr landi, enda segja stjórnmálaskýrendur að fylg- isaukning Framfaraflokksins bygg- ; ist ekki einvörðungu á skattapólitík. Þjóðfræðingarnir vona að með því að sýna fólki vísindalega fram á upprana og hlutverk gróusagnanna, Fró Póli Pólssyni í KHÖFN Gróusaga, en hefur farið svo víða og verið sögð svo oft, að margir Danir taka hana sem gott og gilt dæmi um villimennsku flóttafólks og innflytjenda af fram- andi kynþáttum, sem streymt hafa inní landið síðasta áratuginn og mengað háþróaða siðmenningu herra og frú Hansen. Sagan er til í mörgum útgáfum. Frystikistan er oft full af köttum eða dúfum og í þeirri útgáfu finnst hún oftast eftir æsilegan eltingar- leik lögreglunnar við einhvern af skuggalegum veiðiflokkum sem læðast um Ráðhústorgið flestar nætur. Margar gróusögur um flóttafólk og innflytjendur snúast um mis- notkun þeirra á lúxusíbúðum sem Félagsmálastofnun fær þeim til umráða. Fínu parkettgólfin eru brotin upp og yfir bálinu í stofunni era grillaðir kjúklingar úr hænsna-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.