Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.11.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1988 > MORGUNBLAÐIÐ RÆÐIR VIÐ ÖNNU GRETU LEIJON, FYRRVERANDI DÓMSMÁLARÁÐHERRA SVÍÞJÓÐAR SALARHEHL SVIA IVEÐI Við veröum aÖ upplýsa moröiö ftlht.d, áPalme eftir Jóhönnu Kristjonsdottur „ÉG GERÐI ein mistök, ég skrifaði undir eitt bréf. Bréf sem átti að gera auðveldara að fínna einn mjög mikilvægan hlekk varðandi Palme-morðið, sem talinn var raunhæfur. Ég ræði ekki nánar um hvaða atriði málsins þetta er, enda hefur það ekki upplýstst. Ég hef reynt að forðast að gaspra um alls konar atriði sem eru ekki rannsókn Palme-morðsins til framdráttar. Það hefiir verið of mikið um slíkt gaspur hjá mörgum. Og ekki orðið málinu til framdráttar. Það hefur svo mörgu verið ruglað saman, svo margt rangtúlkað, óteljandi gróur samdar. Það ríður á mestu að þetta verði upplýst, ég tel það skipti beinlínis sköpum fyrir sálarheill Svía, að það takist. Ég trúði því að Ebbe Carlsson gæti hjálpað lögreglunni — og ég ítreka að hann vann allan tímann í samvinnu við lögregluna — eftir því sem ég best veit. Og það er engin ný bóla að borgarar gefi sig fram við lögreglu og hafi haft upp á vitneskju og upplýsingum. Lögreglan hundsar ekki slíkt, allra síst, þegar upplýsingarnar virtust vera jafh traustar og í því tilviki, sem hér um ræddi.“ etta sagði Anna Greta Leijon, fyrrverandi dómsmálaráðherra Svíþjóðar í samtali við Morgunblaðið á föstu- dagskvöld, en hún kom hingað í boði Alþýðuflokksins og situr þing hans., Hún varð fyrst ráðherra árið 1973 og fór með málefni inn- flytjenda. Meðan jafnaðarmenn voru í stjómarandstöðu gegndi hún auk þingstarfa ýmsum trún- aðarstörfum fyrir flokk sinn á sviði verklýðs- og félagsmála. Síðan varð hún atvinnumálaráð- herra er jafnaðarmenn tóku við stjórn á ný. „Þar til 1987,“ segir hún og brosir dauflega, „að ég varð dómsmálaráðherra stutta hríð 1987, hálft ár, að ég varð að segja af mér.“ Tildrög afsagnarinnar vom að lífvörður bókaútgefanda Ebbe nokkurs Carlssons var handtekinn er hann reyndi að smygla full- komnum hlemnarbúnaði inn í landið. Við athugun kom í Ijós að Ebbe Carlsson hafði um tíma ver- ið önnum kafinn að rannsaka morðið á Palme forsætisráðherra _og virtist hafa til þess aðstoð og blessun háttsettra aðila. Það upp- lýstist, að Ebbe Carlsson hafði undir höndum bréf, undirritað af Önnu Gretu Leijon, dómsmálaráð- herra. Þetta bréf hefur aldrei ver- ið birt og sagði Leijon að það væri og yrði trúnaðarmál. Heim- ildir hermdu, að í bréfinu hefði hún lagt til að Ebbe Carlsson nyti í hvívetna aðstoðar við rannsókn sína. „Auðvitað upplýsi ég ekki hvað stóð í bréfinu," sagði Anna Greta. „Það hefur verið fleiprað meira um Palme-málið en gegnir nokkm hófí. Ég lít á þetta sem trúnaðar- mál. En það var ekki hjá því kom- ist að horfast í augu við, að með því að ljá undirskrift mína að þessu bréfí hafði ég sýnt dóm- greindarskort. Ég hef viðurkennt það eftir að hafa kynnt mér ýtmstu málavexti. Nei, það þýðir ekki að spyija hvort ég myndi gera þetta aftur hefði ég séð fyr- ir afleiðingamar. Það er búið og gert. Moldviðri hefur verið þyrlað upp sem á sér ekki fordæmi. Við bættist, að kosningar vom í nánd og þar sem stjómarandstaðan var málefnasnauð urðu lyktir þær að þetta var eitt helsta mál kosning- anna.“ — Ingvar Carlsson, forsætis- ráðherra, lýsti því yfir þegar þú varðst að segja af þér, að hann bæri fullt traust til þín og myndi skipa þig ráðherra á ný ef hann myndaði ríkisstjóm að kosningum loknum. Hvað varð um þá yfirlýs- ingu? „Það verður að hafa í huga að stjórn jafnaðarmanna er minni- hlutastjóm og því átti Carlsson óhægt um vik. Stjómarandstaðan setti honum stólinn fyrir dyrnar og hótaði að bera fram vantraust á stjómina, ef ég yrði ráðherra. Mér var því fullkomlega Ijóst að það var óhugsandi. Á hinn bóginn er ég áfram þingmaður og er nú meðal annars formaður fjárveit- inganefndar, svo og sérstaks vinnuhóps sem gerir tillögur að framtíðamppbyggingu flokksins, svo að ég hef yfrið nóg að gera.“ — Svo að við snúum okkur aftur að „einkarannsókn" Ebbe Carlssons. Því hefur verið haldið fram, að hann hafí álitið kúr- danska eða íranska innflytjendur viðriðna morðið á Palme. „í fyrsta lagi endurtek ég, það er misskilningur að Ebbe Carísson hafí verið með einhveija einkar- annsókn í gangi. Hann sneri sér til lögreglunnar, nánar tiltekið yflrmanns sænsku ríkislögregl- unnar Nils Eriks Ahmansson og skýrði frá vitneskju sem hann taldi sig búa yfir. Ahmansson taldi að það væri þess virði að kanna þessi atriði og því var leitað eftir því að liðkað yrði fyrir á hærri stöðum. Það er rangt að Ah- mansson hafl verið meira og minna ókunnugt um málið, hann verður að taka sinn hluta ábyrgð- arinnar. Varðandi gmnsemdir um aðild kúrdískra eða íranskra inn- flytjenda, veit ég ekki um það. Og þó svo að ég vissi það, myndi ég vitanlega ekki skýra frá því.“ — En hefði ekki verið eðlilegra að ríkislögreglan nyti þess trausts stjómvalda að rannsaka morðmál- ið án þess að þurfa að leita á náðir áhugamanns?" „Við leituðum ekki til Ebbe Carlssons. Eins og ég sagði, hann sneri sér til lögreglunnar. Óbreyttir borgarar verða að koma til liðs við lögregluna. Það gerist á hveijum degi og hvar sem er. Þeir geta veitt ómetanlega hjálp og ég leit svo á að það væri þess virði að kanna þetta. En ekki með hlemnarútbúnaði! Ég hef heldur aldrei verið sökuð um að hafa haft vitneskju um þau áform hans, enda fór hann þar út fyrir öll mörk. Þegar hér var komið sögu var enn ríkari ástæða til að hlusta á fleiri en starfsmenn innan lög- reglunnar. Svo mörg mistök voru gerð, strax frá fyrstu mínútunum eftir að morðið var framið. Svo miklar mótsagnir, rangtúlkanir og ósamræmi í vinnubrögðum lög- reglunnar hafa verið alla tíð, að það tekur engu tali. Þetta hefur allt skapað sjúkt andrúmsloft í Svíþjóð, vantrú á lögreglunni, al- mennt öryggisleysi fólks sem á stundum nálgast ofsóknaræði. Það er mál málanna að morðið á Palme upplýsist, sænskt samfélag verður ekki samt fyrr en það er komið á hreint." — Hvað um vinnubrögð Hans Holmers, sem síðan varð að hætta við rannsóknina — nú kom fram að hann og Ebbe Carlsson voru Ljósmynd Mbl. Bjarni Anna Greta Leijon vinir. Einhver tengsl þar á rnilli í þínum huga? „Holmer var ekki með í rann- sókninni nóttina sem Palme var myrtur, svo að mistökin6hófust ekki hjá honum. Hann gerði sín mistök, og það hafa greinilega flestir gert sem hafa haft afskipti af þessari rannsókn. Það hefur verið sambandsleysi, skortur á samvinnu, togstreita og rígur jafnvel meðal þeirra sem með réttu hefðu átt að starfa saman. Það hefur skort á að einhveijir væru fullkomlega ábyrgir fyrir framvindu rannsóknarinnar. Ég reyndi að vera sá aðili sem sam- ræmdi sem flesta þætti. En það fór nú eins og það fór. Hvað við- kemur vináttu Hans Holmers og Ebbe Carlssons sem hefur verið gert mikið með, þá er staðreyndin einfaldlega sú, að ég vissi ekki um hana, altjent ekki að þeir væru jafn nánir og síðar kom á daginn. Ég veit ekki, hvort það hefði út af fyrir sig breytt nokkru." — Fyrir nokkru var sú ásökun einnig sett fram á hendur þér, að þú hefðir í dómsmálaráðherratíð þinni misnotað vald þitt með því að hringja í saksóknara sænska ríkisins og krefjast þess að hann stöðvaði yfirheyrslur yfir til- teknum Indveija varðandi vopna- sölu- og mútumálið. > „Gandhi forsætisráðherra Ind- lands var boðið í opinbera heim- sókn á sl. ári, þegar ég var dóms- málaráðherra. Þá hófst umræða um, að lögreglán ætti að grípa tækifærið og yfirheyra ýmsa í fylgdarliði indverska forsætisráð- herrans. Ég hefði ekkert haft á móti því að aðstoða við þetta mái, en mér fannst gersamlega fráleitt að kippa boðnum gestum okkur til lögregluyfirheyrslu. Það náði beinlínis ekki nokkurri átt. En á hinn bóginn bauð ég fram alls konar fyrirgreiðslu við að komast til botns í málinu, til dæm- is með því að menn yrðu sendir til Indlands, málið yrði kannað eftir diplómatískum leiðum og fleira. Én við opinbera, boðna gesti kemur maður ekki fram við eins og ótínda bófa. En það er segin saga að það hefur flest sem mig snertir verið mistúlkað og snúið á hvolf.“ — Þú ert bitur og sár. „Já, ég get ekki neitað því. Þetta hefur verið erfiður tími. Þær sögur sem hafa verið spunnar upp um mig eiga sér engin takmörk. Um tíma var til dæmis staðhæft að ég væri hálfrugluð af hass- neyslu. Ætli ég sé ekki bara ein fárra sem aldrei hef prófað hass! Svona sögur eru ekki svaraverð- ar. En það er ekki alltaf hægt að láta eins og maður kæri sig koll- óttan. Og það hefur allt verið tínt til. Svo að þessi tími hefur verið erfiður fyrir mig og fjölskylduna mína. En samt hef ég fundið mik- inn stuðning og góðvilja, langtum meiri en mig hefði órað fyrir. Svo að þetta er sæmilega í jafnvægi, það vonda og góða. En það væri hlálegt að segja að þetta hafi ekki tekið á okkur. Ég á þijú börn, það yngsta er tólf ára, hin eru rúmlega tvítug og nú á ég meira að segja pínulítinn ömmu- strák. Ég veit að krakkarnir hafa fengið sinn skerf af þessu öllu, en sem betur fer þekkja þau mig og treysta mér til að gera ekki vísvitandi rangt. Ég hef viður- kennt að mér urðu á mistök, þau harma ég. En ég get ekki varist því að hugsa stundum, hvernig sú manneskja er og hvar hún er niðurkomin, sem aldrei hefur orð- ið neitt á.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.