Morgunblaðið - 22.11.1988, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.11.1988, Qupperneq 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 268. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 Prentsmiðja Morgunbláðsins Efrurefiiahneyksli í Björgvin: Hefði getað deytt alla borgarbúa Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. ið með 1.800 lítra af blásýru í geymslum sínum en hefði komið upp eldur í þeim eða blásýran komist í snertingu við aðrar sýr- ur í geymslunum, hefði það getað valdið dauða allra ibúanna, 200.000 manns. Það, sem þykir þó enn verra, er, að blásýran var márgflutt í gegnum miðborg Björgvinjar á opnum vöru- bílum án þess, að bflstjórarnir eða aðrir starfsmenn fyrirtækisins Wergelans Transport vissu hvað þeir væru að flytja. Auk blásýrunn- ar voru 7.000 lítrar af öðrum eitur- efnum geymdir hjá fyrirtækinu og hefði þetta eitur allt komist í snert- ingu hvað við annað hefði blásýru- ský lagst yfir bæinn með skelfíleg- um afleiðingum. Blásýran er komin frá fyrirtæk- inu Bergen Galvaniske, sem varð gjaldþrota 1986, en seinna komst hún í eigu manns, sem segir, að hún sé ekki lengur á sínum vegum. í dag hefst - lögreglurannsókn á þessu máli, sem valdið hefur gífur- legri hneykslun meðal Norðmanna. I Björgvin hefúr orðið uppvíst um mesta eiture&iahneyksli í norskri sögu. í eitt ár hefiu- flutningafyrirtæki í bænum ver- Mikilvægnr OPEC-fimdur V£n. Reuter. Olíuráðherrar OPEC, Samtaka oliuútflutningsrikja, hófú í gær mikilvægan fúnd i Vin i Aust- urríki. Hafa þeir gefið sjálfúm sér fyo sólarhringa tii að leysa deilur írana og íraka en segjast ella verða að horfast í augu við nýtt olíuverðhrun. Viðfangsefni fundarins er að koma í veg fyrir offramleiðslu en samningar þar að lútandi stranda á þeirri kröfu íraka, að þeim verði leyft að framleiða jafn mikið og íranir. Segja markaðssérfræðingar, að tak- ist ekki að setja niður þessar deilur muni offramleiðslan halda áfram og olíuverðið lækka enn. Sjá „Skammtíma bls. 28. Veturíbæ Reuter Þótt veturinn hafí verið einmunagóður hér á landi til þessa er hagn kominn með fjúki og frosti á meg- inlandi Evrópu. Grimmdargaddur hefur verið á Norð- urlöndum síðustu daga og aðfaranótt mánudagsins gerði áhlaupsveður allt suður í Bæjaraland í Vestur- Þýskalandi. Bfleigendur í Munchen máttu því byija daginn með því að sópa snjóinn af rúðunum. .nftlil Reuter Tvísýnar kosningar Kanadamenn gengu að kjörborðinu í gær í einhveijum tvísýnustu kosn- ingum, sem þar hafa lengi verið haldnar. Hafa verið miklar svipting- ar í fylgi flokkanna í skoðanakönn- unum en undir það síðasta virtist íhaldsflokkur Brians Mulroney for- sætisráðherra vera kominn með nokkurt forskot. Nýgerður fríversl- unarsamningur við Bandaríkin var helsta kosningamálið og kosninga- baráttunni lauk með því, að John Tumer, leiðtogi Fijálslynda flokks- ins, skoraði á stuðningsmenn ný- demókrata að fella hann með því að snúast á sveif með fijálslyndum. Myndin var tekin af Mulroney for- sætisráðherra þegar hann kaus í gærmorgun og það var að sjá hann væri sigurviss. Búist var við mikiili kjörsókn. Eystrasaltsríkin: Reynt að lægja ólguna með málamiðlunum Moskvu. Reuter. UMFERÐ stöðvaðist í gær i mið- borg Vilnius, höfúðborg Lithá- ens, þegar fjöidi manna safiiað- ist þar saman til að kreQast þess, að þingið iýsti yfir fúll- veldi ríkisins. Sovésk þingnefind hefúr ákveðið að stokka veru- lega upp fyrirliggjandi drög að stjómarskrárbreytingum í von um að firiða með þvi Eistlend- inga og aðrar Eystrasaltsþjóðir. Fjöldi manna safnaðist í gær saman í Vilnius, höfuðborg Lithá- ens, og hafði fólkið uppi kröfur um, að þingið og ríkisstjómin færu að dæmi Eistlendinga og lýstu yfír fullveldi landsins. Á föstudag sam- þykkti þingið að mótmæla fyrir- huguðum breytingum á sovésku stjómarskránni en gekk þó ekki svo langt að lýsa yfír fíillveldi. Olli það mikilli óánægju meðal margra og um helgina urðu marg- ir til að hvetja til 10 mínútna alls- heijarverkfalls í gær, mánudag. Pravda, málgagn sovéska kommúnistaflokksins, skýrði frá því í gær, að verulegar breytingar yrðu gerðar á tveimur greinum, sem gagnrýnendur segja, að skerði sjálfsákvörðunarrétt einstakra sovétlýðvelda. Með annarri voru kommúnistaflokknum og öðmm samtökum tryggð ákveðin þing- mannatala en í hinni sagði, að fyr- irhugað fulltrúaþing gæti gert samþykktir um innri málefni allra Sovétríkjanna. í núverandi stjórn- arskrá Sovétríkjanna hafa einstök lýðveldi rétt til að segja sig úr ríkjasambandinu þótt sá réttur sé raunar aðeins að nafninu til. í dag mun þingið í Lettlandi koma saman og hefur þjóðfylking- in þar hvatt það til að lýsa yfír fullveldi þjóðarinnar. Ekki þykir þó líklegt, að það verði gert enda em leiðtogar lettneska kommún- istaflokksins miklu íhaldssamari en þeir í grannríkjunum. Moskva: Beðið fyrir fórn- arlömbum Stalíns Moskvu. Daily Telegraph. BÆNASTUND var haldin f Moskvu á sunnudag og beðið fyrir sálum þeirra, sem létu lífið í ofsóknaræði Stalínstimans á ofan- verðum fíórða áratugnum. Fór athöfnin firam í Kalítníkovskoje- kirkjugarðinum þar sem mörg fómarlamba einræðisherrans voru husluð í fjöldagröf. Við bænastundina vom engir fulltrúar kommúnistaflokksins ef undan em skildir öryggislög- reglumenn, sem höfðu vakandi auga með því, sem fram fór. Kirkjan sjálf, sem setur sig sjald- an upp á móti flokki og ríki, lét hana líka afskiptalausa en henni stjómaði andófspresturinn Gleb Jakúnín, sem var látinn laus í fyrra eftir átta ára vinnubúða- vist. Þátttakendur, sem vora um 300, vom flestir böm þeirra, sem Stalín lét taka af lífi, og að lok- inni bænastundinni spurðu ræðu- menn þessarar spumingar: „Hveijum var um að kenna?“ Svörin vom öll á þá lund, að Stalín hefði ekki verið einn að verki; kúgunina mætti rekja til sjálfs kerfísins. Rithöfundurinn Feliks Svyet sagði, að grimmdar- æðið hefði hafíst með Lenín og byltingunni árið 1917 og staðið fram á níunda áratuginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.