Morgunblaðið - 22.11.1988, Side 3

Morgunblaðið - 22.11.1988, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 3 Hveragerði: Skot hljóp úr byssu inni í heimahúsi Flying Tigers vill millilenda í Keflavík: Fundið fé ef af áformum verður - segir Pétur Guðmundsson flugvallarstjóri BANDARÍSKA flutningaflugfé- lagið Flying Tigers hefiir óskað eftir upplýsingum um möguleika á að vélar þess geti millilent á Keflavíkurflugvelli. Pétur Guð- mundsson flugvallarstjóri segir að það sé fundið fé ef af þessum áformum verður. Gylfi Sigurlinnason hjá Flugleið- um segir að í skeyti Flying Tigers hafi eingöngu verið um að ræða fyrirspurn um hvemig þeir ættu að bera sig að við að fá nauðsynlega þjónustu. Ennfremur væri gert ráð fyrir að vélar Flying Tigers hefðu hér viðkomu þrisvar til ellefu sinn- um í viku á leiðinni milli Evrópu og Japan. Gylfi segir að hann hafi bent þeim á að hafa samband við flugvallaiyfírvöld í Keflavík og hafí hann ekki heyrt frá Flying Tigers aftur. Pétur Guðmundsson segir að lendingargjald fyrir hverja vél í Keflavík sé nú 2000 dollarar og afgreiðlugjald 800 dollarar. Við þetta myndu svo bætast eldsneytis- kaup og taldi hann að þau yrðu dijúg þar sem um breiðþotur er að ræða. Gjaldeyristekjur af þessum millilendingum, utan eldsneytissöl- unnar, yrði því 380.000 krónur til 1,4 milljón krónur eftir tíðni lend- inganna. Pétur segir að vélar frá Flying Tigers hafi að undanfömu millilent á Keflavíkurflugvelli á leiðinni Evr- ópa-Japan. Ekkert vandamál sé að taka á móti þessum vélum og veita þeim nauðsynlega þjónustu. Þá munu forráðamenn Flying Tigers hafa óskað eftir því að fá að koma upp gagnasendingarbúnaði á flug- vellinum. Hann reiknaði með að Flying Tigers myndi nota sama varaflugvöli á leiðinni hingað og Flugleiðir, það er Prestwick á Skotl- andi. Gylfí Sigurlinnason segir að von sé að mönnum frá Flying Tigers hingað til lands seinna í vikunni til skrafs á ráðagerða. Flying Tigers er stærsta frakt- flugfélag í heimi. Höfuðstöðvar þess eru í Los Angeles en það hefur skrifstofur í öllum heimshlutum. Flugvélafloti þess samanstendur af 27 Boeing 747 breiðþotum og 28 DC-8 breiðþotum. Það starfar svo til eingöngu í fraktflugi en býður einnig þotur til leiguflugs með far- þega. Nú starfa um 6000 manns hjá Flying Tigers, þar af 4500 í Bandaríkjunum. SKOT hljóp úr haglabyssu í húsi í Hveragerði á laugardags- morgun, þegar ungir menn, sem höfðu setið að drykkju um nótt- ina, voru að kljást um vopnið. Engan sakaði þó. Lögreglunni á Selfossi barst til- kynning um það á laugardags- morgni að skot hefði hlaupið úr byssu í íbúð í Hveragerði. Þegar málið var kannað kom í ljós að þrír ungir menn höfðu setið að drykkju í íbúðinni um nóttina. Húsráðandi hafði sýnt gestum sínum nýja haglabyssu, sem hann hafði fest kaup á. Undir morgun fóru tveir mannanna að kýta og greip sá þriðji þá haglabyssuna og beindi að þeim. Eigandinn greip um hlaup byssunnar og beindi henni frá, en um leið hljóp skot úr henni. Skotið olli smátjóni í eld- húsi íbúðarinnar. Sá sem hélt á byssunni gisti hjá lögreglunni á Selfossi fram á sunnudag, en var þá sleppt að lok- inni yfírheyrslu. Ljóst er að illa hefði getað farið og bendir lögregl- an fólki á að vera ekki að leika Tveir prest- ar vígðir BISKUP íslands, herra Pétur Sig- urgeirsson, vígði tvo guðfræðik- andídata við guðsþjónustu i Dóm- kirkjunni síðastliðinn sunnudag. Nýju prestarnir eru konur sem voru vígðar til aðstoðarþjónustu vegna veikindaforfalla. Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir var vígð aðstoðarprestur í Seljapresta- kall og séra Sjöfn Jóhannesdóttir aðstoðarprestur í Kolfreyjustaðapre- stakall. Séra Ólafur Skúlason vígslubisk- up lýsti vígslu og var vígsluvottur ásamt séra Þorleifi Kristmundssyni á Kolfreyjustað og séra Gunnlaugi Stefánssyni í Heydölum. Séra Hjalti Guðmundsson dómkirkjuprestur þjónaði fyrir altari. Séra Gunnlaugur í Heydölum er eiginmaður séra Sjafnar og verða þau grannprestaf og þriðju hjónin í þjónustu kirkjunnar. Morgunblaðið/Bjami Eftir vígsluathöfnina í Dómkirkjunni, fremri röð frá vinstri: Séra Gunnlaugur Stefánsson, séra Sjöfii Jóhannesdóttir, herra Pétur Sig- urgeirsson biskup íslands, séra Irma Sjöfii Óskarsdóttir og séra Ólafúr Skúlason. í aftari röð eru frá vinstri talið: Séra Þorleifúr Kristmundsson, séra Hjalti Guðmundsson og séra Valgeir Ástráðsson. sér með skotvopn og meðhöndla byssur ætíð sem væru þær hlaðn- ar. BMW og Ren- ault-umboðin: Ekki seld NÚ er ljóst að ekki verður af samningum milli fyrirtækisins Véla og þjónustu og helstu hlut- hafa Kristins Guðnasonar hf. um kaup á því fyrirtæki ásamt BMW og Renault bílaumboðunum. Virð- ist ljóst að samningar hafi gengið til baka eftir að 10 mánaða upp- gjör fyrir Kristin Guðnason hf. lá fyrir. Ólafur Kristinsson, framkvæmda- stjóri Kristins Guðnasonar sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri unnt að tíunda þær ástæður sem orðið hafi þess valdandi að samning- ar tókust ekki en kvaðst mundu reka fyrirtækið áfram með áþekku sniði og verið hefði. Pétur Óli Pétursson, fram- kvæmdastjóri Véla og þjónustu, stað- festi að samningar hefðu ekki náðst. Búið hafi verið að gera ákveðinn rammasamning milli fyrirtækjanna, þar sem miðað hafi verið við ákveðn- ar fjárhagslegar forsendur. Þegar hins vegar 10 mánaða upp- gjör fyrir Kristinn Guðnason hafi legið fyrir, hafi komið á daginn að ekki hafi verið fjárhagslegur grund- völlur af Kristins Guðnasonar hálfu til að ganga til þessara samninga á grundvelli þess rammasamkomulags sem fyrir lá. Lánskjaravísitalan hækkar um 0,09% SAMKVÆMT útreikningi Seðla- bankans verður lánskjaravísitala fyrir desember 2274 stig, en það jafngildir 0,09% hækkun frá lánskjaravísitölu fyrir nóvember. Hækkun lánskjaravísitölunnar jafngildir 1,1% árshækkun. Breyt- ing vísitölunnar síðustu 3 mánuði jafngildir 3,6% árshækkun, og síðustu 6 mánuði jafngildir hún 22,9% árshækkun. Síðustu 12 mán- uði jafngildir breytingin 20,6% árs- hækkun lánskjaravísitölunnar. að ganga greiðlega í gegnum möskvann. „Ekki hægt að vinna undir þessum kringumstæðum“ „Þetta eru sóðaaðferðir," sagði Þórarinn í samtali við Morgunblað- ið. „Þessari aðferð hefur ekki verið beitt áður og í reglugerð um mæl- ingu á möskva er hvergi minnst á 5 kílóa þunga. Hann samsvarar því að ýtt sé með einum fingri á mæl- inn. Ég er þrumu lostinn yfir þess- um aðferðum og fékk menn frá Hampiðjunni til að koma vestur og mæla pokann og hann stóð mál. Það er ekki hægt að vinna undir þessum kringumstæðum. Auðvitað á að vera eftirlit með veiðunum, að menn séu ekki með ólögleg veið- arfæri og þung refsing á að vera við vísvitandi brotum. Ég var hins vegar með löglegan poka, sem hafði í engu verið breytt frá því við feng- um hann. Trollin eru sett upp fyrir okkur í Nótastöðinni á Akranesi og netið kemur frá Hampiðjunni. Það er því eins og verið sé að gera mig að blóraböggli fyrir Hampiðjuna, ekki getum við verið með mælinn uppi alla daga og staðið í stöðugum mælingum á möskvastærð. Það er furðulegt að framleiðendur netanna og Gæzlan skuli ekki fá sömu niður- stöðu úr mælingunum," sagði Þór- arinn. Misræmi í mælingn Gylfi Hallgrímsson, markaðsfull- trúi hjá Hampiðjunni, sagði í þessu máli væri ekki um svindl eða ólög- legt athæfi að ræða. Um væri að ræða misræmi í mælingu, sem svo sannarlega væri nauðsynlegt að koma í veg fyrir. Nú notuðu allir nema Gæzlan gömlu mælispjöldin og til þessa hefði enginn ágreining- ur verið um notkun þeirra. Ráðu- neytið yrði því að taka af skarið og svo gætu menn unnið eftir því, sem ákveðið yrði. „Við getum hnýtt möskvann í hvaða stærð sem er. Það er ekkert vísvitandi svindl á ferðinni, heldur virðast þessi mál byggð á misskilningi," sagði Gylfi. „Danski mælirinn er löggilt tæki“ Helgi Hallvarðsson, skipherra hjá Gæzlunni, sagði ætlunin að fulltrú- ar frá Gæzlunni, Hafrannsókna- stofnun og Hampiðjunni færu vest- ur á ísafjörð til að fara yfír po- kann. Ennfremur færu menn frá Gæzlunni í Hampiðjjuna með danska mælinn til að mæla möskva. Þessi danski mælir væri löggilt tæki og ákveðinn þrýstingur notaður, alltaf sá sami, til að forðast misræmi í mælingum. Hins vegar þyrfti vissu- lega að samræma mælinguna svo menn væru örugglega að tala um sama hlutinn. í því skyni mætti vel hugsa sér að skipa til starfa ein- hveija samráðshefnd hagsmunaað- ila. ■ Gæzlan er að dæma Hampiðju- netin ólögleg, segir Snorri Snorrason skip- sljóri Óánægja með starfsaðferðir Jónas Haraldsson, lögfræðingur LÍÚ, segir að upp á síðkastið hafi gætt nokkurrar óánægju meðal út- gerðarmanna og sjómanna með starfsaðferðir Gæzlunnar og hafi meðal annars verið kvartað undan því bréflega. Svo virtist sem starfs- menn Gæzlunnar vissu ekki alltaf nógu vel eftir hvaða reglum þeim bæri að starfa. Lögin um starfsregl- ur Gæzlunnar væru ófullnægjandi og þau þyrfti því að endurskoða. Menn yrðu að taka afleiðingum gerða sinna, yrðu þeir uppvísir að ólöglegu athæfi, en það, sem nú hefði verið að gerast, væri einungis til að skapa óþarfa leiðindi. Farið hefði verið fram á það við dóms- málaráðherra, Halldór Ásgrímsson, að skipuð yrði nefnd allra viðkom- andi aðilja til að endurskoða þessar reglur og hefði hann tekið því vél. Snorri Snorrason, skipstjóri á Dalborg EA, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann hefði fyrir nokkru fengið menn frá Gæzlunni um borð. Þeir hafí þá ekki þekkt starfssvið sitt betur en svo að þeir hafi ætlað að vísa honum í land fyrir að vera með húðir á pokanum. Fyrir einum og hálfum mánuði hefðu þeir mælt hjá sér möskva í poka. Útkoman hefði verið 170 millimetar og hann að sjálfsögðu kvartað undan því við Hampiðjuna. Þegar hann hefði komið í land, hefðu Hampiðjumenn mælt þennan poka og annan. Báðir hefðu þeir staðið mál og annar verið heldur rúmur. Hjá öðrum skipstjóra hefði Gæzlan mælt pokann og skipað honum að skipta um, þar sem möskvinn væri of lítill. Hann hefði hins vegar orðið að fara í land, því hann hefði auðvitað ekki verið með annað net um borð en frá Hampiðj- unni. „Gæzlan er í raun aðeins að dæma Hampiðjunetin ólögleg eins og þau leggja sig með því að breyta mælingum á möskvastærð. Skip- stjórar verða líklega að fá löggilta aðila til að taka út netin áður en farið er með þau út. „Hefur bara öfiig áhrif ‘ Ég vil ekki sitja undir því ásamt öllum flotanum að við séum að drepa smáfisk og gerum það, líklega vísvitandi, með því að vera með ólögleg net frá framleiðandan- um, eins og 1 til 4 millimetrar skipti höfuðmáli. Gæzlan á að snúa sér að raunverulegum aðgerðum. Þeir finna ekkert ólöglegt með því að vera innan um skipin á miðunum eins og minkur í hænsahúsi. Það dýfir þá engin ólöglegum veiðarfær- um í sjó á meðan. Það væri miklu nær fyrir þá að fylgjast með því hvemig fiski skipin landa. Strangt eftirlit er nauðsynlegt svo og viður- lög við brotum, en svona vitleysa hefur bara öfug áhrif,“ sagði Snorri Snorrason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.