Morgunblaðið - 22.11.1988, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988
Góð loðnuveiði
við Kolbeinsey
— GÓÐ loðnuveiði hefur verið fyr-
ir austan Kolbeinsey að undan-
förnu. Á miðnætti í fyrrinótt
var búið að tilkynna um 122.250
Gæsluvarð-
hald í 60 daga
SAKADÓMUR Reykjavíkur
hefur úrskurðað að Bjarni
Bernharður Bjarnason, 38
ára gamall Reykvíkingur,
skuli sæta gæsluvarðhaldi í
60 daga, til 20. janúar næst-
komandi, og gangast undir
geðrannsókn.
Úrskurðurinn tengist rann-
sókn morðsins á Jóhanni Jú-
líussyni, 67 ára gömlum
manni. Við yfirheyrslur hefur
Bjarni játað á sig verknaðinn.
tonna afla en 118.320 tonna
afla á sama tíma í fyrra, að
sögn Ástráðs Ingvarssonar
starfsmanns loðnunefndar.
Síðdegis í gær höfðu 5 skip til-
kynnt um afla: Albert 750 tonn
óákveðið hvert, Súlan 750 til
Krossaness, ísleifur 740 til Fær-
eyja, Sunnuberg 630 til Grindavík-
ur og Dagfari 520 óákveðið hvert.
Á sunnudaginn tilkynntu 18
skip um afla: Guðmundur Ólafur
600 tonn til Raufarhafnar, Bergur
520 til Siglufjarðar, Skarðsvík 640
til Raufarhafnar, Öm 750 til Fær-
eyja, Harpa 620 til Siglufjarðar,
Huginn 550 til Sigluíjarðar,
Keflvíkingur 500 til Raufarhafnar,
Hilmir II 590 til Raufarhafnar,
Húnaröst 600 til Hafnarfjarðar,
Valaberg 450 til Grindavíkur,
Hilmir 1.300 til Noregs, Björg
Jónsdóttir 470 til Þórshafnar,
Þórshamar 550 til Raufarhafnar,
Gullberg 580 til Bolungarvíkur,
Unnið við loðnufrystingu.
Víkurberg 580 til Siglufjarðar,
Fífill 400 til Raufarhafnar, Höfr-
ungur 430 til Raufarhafnar og
Erling 600 til Raufarhafnar.
VEÐUR
VEÐURHORFUR í DAG, 22. NÓVEMBER
YFIRLIT í GÆR: Yfir (rlandi er 1033 mb hæð sem þokast suður,
hægðardrag fyrir Norð- og Norðausturlandi á hreyfingu suðaustur.
Um 600 km suösuðaustur af Hvarfi er 988 mb lægö á leið norð-
norðvestur. í innsveitum á Norðaustur- og Austurlandi verður hiti
um eða rétt undir frostmarki, en 3—6° hiti í öðrum landshiutum.
SPÁ: Á morgun verður vestan- og suðvestanátt á landinu, sums
staðar stinningskaldi nyrst á landinu, annars gola eða kaldi. Dálítið
súld við vesturströndina; en þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 3 til
7 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Suðvestanlægátt,
súld eða rigning á Suður- og Vesturlandi, en þurrt og oftast bjart
veður um norðaustanvert landið. Hiti 3—7° suövestan til, en ná-
lægt frostmarki á norðaustan- og austanlands.
TAKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
œm Alskwað
y, Norðan, 4 vindstig:
U vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ r / r Rigning
r r r
* r *
r * r * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—4- Skafrenningur
fT Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hiti veftur
Akureyri 4 hálfskýjað
Reykjavík 4 alskýjað
Borgen +1 skýjað
Helsinki +8 léttskýjað
Kaupmannah. vantar
Narssarssuaq 13 skýjað
Nuuk 2 rigning
Osló +4 skýjað
Stokkhólmur 8 léttskýjað
Þórshöfn 5 skýjað
Algarve 18 skýjað
Amsterdam 3 léttskýjað
Barcelona 11 mistur
Chicago +1 alskýjað
Feneyjar 4 rigning
Frankfurt +1 iéttskýjað
Glasgow 2 léttskýjað
Hamborg +1 léttskýjað
Las Þalmas 22 léttskýjað
London 3 skýjað
Los Angeles 10 helðskirt
Luxemborg +3 léttskýjað
Madrid 7 þokumóða
Malaga 1B rigning
Mallorca 13 alskýjað
Montreal 0 snjókoma
New Vork 8 skýjað
Parfs 2 léttskýjað
Róm 14 rigning
San Diego 9 heiðskfrt
Winnipeg +8 sakfrenningur
Ungfilí heimur í sviðsljósinu:
Tekjur Lindu
gætu orðið
yfir 8 milljónir
LINDA Pétursdóttir, hin nýkrýnda Ungfrú heimur, er fúllbókuð
hvern einasta dag fram í miðjan næsta mánuð og hefúr ekki tíma
til að koma heim til íslands fyrr en fer að líða að jólum. Lindu
eru tryggðar lágmarkstekjur af fyrirsætu- og auglýsingastörfúm
fyrir 25.000 ensk pund, eða rúmar tvær milljónir íslenskra króna,
fyrir utan verðlaunin, sem eru 5.000 pund. Bresku blöðin segja
þó að tekjur Lindu kunni að verða yfir 8 milljónir króna þegar
upp er staðið eftir 12 mánaða „valdatíma" hennar sem fegurðar-
drottningar.
Keppnin í ár verður líklega sú
síðasta sem haldin verður í Bret-
landi og því er Ungfrú heimur
ennþá ásetnari en venjulega. Linda
hefur aðallega komið fram fyrir
Top Shop verslanimar hingað til,
en mun ferðast um Bretland í
„embættisskyldum" þangað til
hún kemur heim í jólafrí. Á næsta
ári hefjast svo ferðalögin fyrir al-
vöru og mun Linda þá meðal ann-
ars fara um Evrópu og til Afríku
og Austurlanda fjær.
Bresku blöðin fjölluðu töluvert
um keppnina og birtu myndir af
Lindu í hásætinu og frá blaða-
mannafundi morguninn eftir. Þar
hélt „ísdrottningin" eða „Jarðar-
berjaljóskan", eins og breska
pressan kýs að kalla Lindu, upp á
sigurinn með ferskum jarðarbeij-
um og kampavíni og skrifaði und-
ir samninginn um skyldur sínar
og tekjur sem Ungfrú heimur
næsta árið.
Mikil óvissa ríkir um framhald
keppninnar þar sem samningur
aðstandenda hennar og Thames-
sjónvarpsstöðvarinnar rennur út
um áramótin. Það þykir þó víst
að keppnin muni halda áfram,
annaðhvort utan Bretlands eða
með aðstoð gervihnattarsjónvarps.
„Það eru alltaf einhveijar sjón-
varpsstöðvar til sem hafa áhuga
á keppni sem 700 milljónir manna
í 60 ríkjum horfa á,“ hafði eitt
bresku blaðanna eftir Eric Morley,
formanni dómnefndar.
Þannig fjölluðu bresku blöðin um
sigur Lindu. Einnig eru hér úr-
klippur úr svissneska blaðinu
Blick, sem birti mynd af Ungfrú
heimi á forsiðunni.
Morgunblaðið/Emilla
Kári Arnórsson, skólastjóri Fossvogsskóla, í tónmenntastofúnni, sem
er mikið skemmd eftir eldinn á laugardagskvöld.
íkveikja í Fossvogsskóla
TÖLUVERÐAR skemmdir urðu
á Fossvogsskóla þegar eldur kom
upp í kjallara hans á laugardag.
Talið er víst að um íkveikju hafi
verið að ræða.
Slökkviliðinu barst tilkynning um
eldinn um kl. 23 á laugardags-
kvöld, frá íbúa í Kópavogi, sem sá
reyk leggja frá skólanum. Þegar á
staðinn var komið var mikill reykur
í stofu í kjallara, þar sem kennd
er tónmennt. Þrír reykkafarar réð-
ust strax til atlögu við eldinn og
gekk greiðlega að ráða niðurlögum
hans. Miklar skemmdir urðu á tón-
menntastofunni og eru hljóðfæri illa
farin, ef ekki ónýt. Þá komst reyk-
ur og sót um skólann og olli tölu-
verðu tjóni.
Talið er fullvíst að um íkveikju
hafi verið að ræða. Rúða á stofunni
var brotin þegar að var komið.
Góð sfldveiði í Mjóafírði
MJÖG GÓÐ sildveiði var í Mjóa-
firði í fyrrakvöld og -nótt, að
sögn Kristjáns Jóhannessonar
birgða- og söltunarstjóra síldar-
útvegsnefndar. Reiknað var með
að búið yrði að salta í um 197.000
síldartunnur i gærkvöldi en í
fyrrakvöld hafði verið saltað í
192.845 tunnur.
I fyrrakvöld hafði verið saltað í
33.870 tunnur á Eskifirði, 32.257
tunnur á Höfn í Homafirði, 23.576
tunnur á Seyðisfírði, 19.240 tunnur
í Grindavík og 19.049 tunnur á
Reyðarfirði. Þá hafði verið saltað í
19.562 tunnur í Fiskimjölsverk-
smiðju Homafjarðar, 13.881 tunnu
í Pólarsíld á Fáskrúðsfirði, 12.738
tunnur í Strandarsíld á Seyðisfirði,
12.576 tunnur í Skinney á Höfn í
Hornafirði, 10.838 tunnur í Norð-
ursíld á Seyðisfirði og 10.111 tunn-
ur í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar.