Morgunblaðið - 22.11.1988, Side 13
13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988
RYKSUGA-VIFTA
I KAUPBÆTI.
Efþu kaupir innréttingu + heimilistœki
fyrir t.d. kr.2MMr eða meira,fœrðu
10% afSÍátt sem samsvarar
verði ryksugu ogvrfta...
Vereladu þar sem sameínast
hagstættverð ogvandaðarvðrur
LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI 50022
reynslan látið skera úr um rétt-
mæti ólíkra skoðana. Til að fá nið-
urstöðu þarf svo misjafnlega flókn-
ar aðferðir eftir greinum vísindanna
og misjafnlega nákvæman reikning.
En það er ekki ofmælt að segja að
eðlisfræði sé sú grein, sem hafi
mótað hugmyndir manna um eðli
vísinda umfram aðrar greinar. Enda
er hún óneitanlega fáguðust af
greinum náttúruvísinda, en stærð-
fræði telst ekki til þeirra. Þá grein
hafa Newton og Einstein mótað
umfram aðra menn. Rit þeirra,
Stærðalögmálin og Afstæðiskenn-
ingin, eiga sér engan líka í vísinda-
sögunni nema rúmfræði Evklíðs,
sem hefur mótað hugmyndir okkar
um nákvæmni í framsetningu og
rökfærslum fram á þennan dag.
Frásögnin hefst á lýsingu á við-
brögðum við kenningum Kóper-
nikusar og greint er frá ítalanum
Gíordanó Brúnó, sem boðaði að al-
heimurinn væri óendanlegur og
jörðin snerist kringum sólina. Hann
boðaði líka ýmsar sérkennilegar
kenningar um guðfræði um eðli
heilagrar þrenningar. Þar er einnig
sagt af þeim merkilega Dana, Týc-
hó Brahe, sem taldi réttast að fara
milliveg í þessum deilum um sam-
band sólar, jarðar og himinhvolfs-
ins. Jóhannes Kepler kemur einnig
við þessa sögu, eins og óhjákvæmi-
legt er. Hann setti fram þijú lög-
mál, sem reyndust mikilsvert fram-
lag til stjömufræða.
Mestu púðri er eytt á Galíleó
Galílei og Isaac Newton og sýnast
mér liggja til þess ólíkar ástæður.
Galfleó er merkur fyrir framlag sitt
til athugana á himingeimnum og
að smíða nákvæmari og betri tæki
en aðrir á þeim tíma, sem hann var
á dögum. Hann hélt líka fram þeirri
skoðun að taka bæri meira mark á
reynslunni en fornum fræðiritum.
En merkastur er hann fyrir átök,
sem hann lenti í við kaþólsku kirkj-
una. Isaac Newton er fyrst og
fremst merkur fyrir að fella saman
í eina órofa heild alla þekkingu
manna á stjörnufræði og eðlis-
fræði, uppgötva þyngdarlögmálið
og örsmæðareikninginn. Newton
lenti ekki í útistöðum við kirkjuna
í Bretlandi eða veraldleg yfirvöld
vegna þess að mótmælendakirkjan
hafði ekkert sambærilegt vald við
kaþólsku kirkjuna.
Kaflarnir eru yfirleitt byggðir
þannig upp að sagt er nokkuð frá
ævi og umhverfi vísindamannsins
og síðan rakin helztu atriðin í kenn-
ingum hans. Sagan er sögð í
klassískum íslenzkum sögustíl. Þótt
Þorsteinn segist vera mótfallinn
persónusögu get ég ekki betur séð
en hann segi sögu vísindanna þann-
ig. Og þetta er alls ekki löstur á
bókinni. Hún er ómótmælanlegt
brautryðjendaverk á íslenzku og
það er eðlilegt að sagan sé sögð
með einföldum og skýrum hætti,
án þess að verið sé að leiða rök að
sérstakri kenningu um eðli vísind-
anna eða rás sögunnar. Þegar þessi
bók, og sú fyrri, er sæmilega lesin,
kemur í ljós innra samhengi í þróun
vísindanna. Það nægir ekki til að
skýra viðburðarásina, en það gerir
þó ljóst að þróun vísindanna lýtur
að einhveiju leyti eigin lögmálum.
Þetta samhengi má til dæmis sjá í
viðaukum þessarar bókar.
Myndin, sem dregin er upp af
Newton, og matið, sem lagt er á
hann, virðist mér vera skynsam-
legt. Hins vegar sýnist mér margt
vera umdeilanlegra um Galíleó. Sú
mynd, sem dregin er af honum
hér, er sú, að hann hafi verið ein-
þykkur og sérlyndur vísindamaður,
sem hafi næstum því slysazt inn í
átök við kaþólsku kikijuna. Hann
hafi í rauninni ekkert annað viljað
en fá að sinna sínum rannsóknum
óskiptur. En er nú víst að þetta sé
rétt? Hvað gekk Galíleó til í þessum
átökum? Var hann til dæmis að
reyna að sannfæra kirkjuna um að
hún hefði á röngu að standa? Og
er víst að málstaður kirkjunnar
hafi á sínum tíma verið eins réttlát-
ur og við teljum hann vera nú?
Kann það ekki að vera að Úrban
8. hafi orðið að draga Galíleó fyrir
Rannsóknarréttinn vegna valda
Kristmunka innan kirkjunnar? Sé
það rétt, þá er vart hægt að áfell-
ast páfa fyrir það að hann hafi
kosið þann kostinn, sem var skástur
bæði fyrir kirkjuna og Galíleó.
Mér finnst Þorsteini iáta vel að
segja frá fræðilegum efnum þannig,
að vel ætti að vera skiljanlegt flest-
um lesendum. En stfll hans hæfir
síður þeim hlutum frásagnarinnar,
sem eru dramatískar frásagnir, eins
og í kaflanum af Galíleó. Hann er
of þunglamalegur þá. Sum smáat-
riði felldi ég mig illa við eins og
að tala um frumsendur í staðinn
fyrir forsendur eða frumhæfingar
og að nefna afleiðslu útleiðslu, en
afleiðsla er sú tegund ályktana, sem
leiðir nauðsynlega til niðurstöðunn-
ar, sé rétt að farið. Ég var hissa á
að sjá rita Brynjólfs Bjarnasonar
að engu getið í ritaskránni, sérstak-
lega þar sem hann hefur glímt af
verulegri íþrótt við vanda nauð-
hyggjunnar, sem rætt er um á bls.
292-293. Það er fengur að fræði-
orðaskránni, sem er mjög vel unn-
in. Þessi bók eins og sú fyrri er
mjög glæsilega úr garði gerð. í
henni eru vandaðar töflur og skýr-
ingamyndir og góður myndakostur.
Það er fyrirsjáanlegt að þessi bók
verður víða notuð til kennslu í
vísindasögu, hugmyndasögu og
vísindaheimspeki og má vel nota
hluta úr henni í almennri mann-
kynssögu. Til slíkra nota væri hent-
ugra að hún væri í einu bindi, hvort
sem það er fjárhagslega mögulegt
eða ekki.
Það er ævinlega virðingarvert,
þegar íslenzkir fræðimenn koma
fræðum sínum á læsilegt íslenzkt
mál almenningi til fræðslu og upp-
lýsingar. En hér þarf ekki að taka
viljann fyrir verkið. Bókin hefur að
flestu leyti heppnazt mjög vel og
hefur áreiðanlega veitt fleiri lesend-
um en mér ánægjustundir.
FYRIR ALLAR
SNEIÐAR
Fullkomin brauðrist með stillingu
fyrir þykkt sneiðanna.
Einangraðar hliðar sem hitna
ekki. Stílhreint og fallegt tæki frá
Morphy Richards.
Fæst í næstu raftækjaverslun.
Fæst í öllum helstu raftækjaverslunum og
kaupfélögum. Heildsölubirgóir:
JÚHANN ÚLAFSSON & C0. HF.
43 Sundaborg 13- 104 Reykjavík - Sími 688 588
Bjart skrifborðsljós,
heima og á vinnustað:
DULUX®TABLE
— Fallegur skrifborðslampi
með sparnaðarperunni
DULUX® S 11W; sem jafn-
gildir birtu 75W glóperu.
— Hreyfanlegur í allar
stellingar.
— Litir: svartur, hvítur.
OSRAM
Ijóslif andi
orkusparnaður