Morgunblaðið - 22.11.1988, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988
Nýjar sögur um Kugg
BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hcfur
sent frá sér bókina Kuggur til
sjávar og sveita eftir Sigrúnu
Eldjárn. Bókin hefur að geyma
nýjar sögur um snáðann Kugg
Sigrún Eldjárn
og um 40 litmyndir eftir höfúnd-
inn
í fréttatilkynningu frá Forlaginu
segir m.a.: „Kuggur til sjávar og
sveita segir frá kostulegum ævin-
týrum sem þau lenda í — Kuggur
og vinir hans. Það eru þær Málfríð-
ur og mamma hennar — kostulegar
kerlingar sem ekki kalla allt ömmu
sína þegar taka skal til hendinni,
að ógleymdum Mosa — glaðlyndu
og hrekkjóttu kríli sem býr yfír
ótrúlegum hæfíieikum. Þau eru á
eilífum þeytingi til sjávar og sveita,
bregða sér í útilegu, fara á skak
og stunda umsvifamikil garðyrkju-
störf — þó meir af kappi en forsjá.
Og síðast en ekki síst bregða þau
sér í geimferð til annarrar stjömu
þar sem Málfríður giatar pilsinu
sínu og kemur aftur til jarðarinnar
á brókinni.
Kuggur til sjávar og sveita er
32 biaðsíður. Prentsmiðjan Oddi hf.
prentaði.
Úrval ljóða
Sigurðar
A. Magnús-
sonar
HJÁ MLÁLI og menningu er
komin út bókin Hvarfbaugar —
Úrval ljóða 1952—1982 eftir
Sigurð A. Magnússon. í henni
er að finna úrval úr ljóðabókum
hans, Krotað i sand (1958), Haf-
ið og kletturinn (1961), Þetta
er þitt líf (1974) og í Ijósi næsta
dags (1978).
í fréttatilkynningu frá útgef-
anda segir, að bókinni sé ætlað
að bregða upp heillegri mynd af
þróun Sigurðar sem ljóðskálds á
tuttugu ára tímabili. Þetta sé
ástríðufullur og hispurslaus kveð-
skapur hvort sem um er að ræða
Sigurður A. Magnússon
ádeilukvæði eða persónuleg ljóð.
Bókin er 182 blaðsíður, prentuð
í Prentsmiðjunni Odda. Hilmar Þ.
Helgason gerði kápumynd.
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Bryndís Ólafsdóttir sundkona tekur fyrstu skóflustunguna að nýju iþróttahúsi í Þorlákshöfh.
Þorlákshöfn:
Fyrsta skóflustungan
tekin að nýju íþróttahúsi
Þorlákshö&i.
BRYNDÍS Ólafsdóttir sundkona tók fyrstu skóflustunguna að
nýju íþróttahúsi í Þorlákshöfii laugardaginn 12. nóvember. Lengi
hefúr verið rætt um íþróttahús hér en lítið verið gert fyrr en
hreppsnefhd setti nýskipaðri undirbúningsnefhd starfsreglur í
október 1986.
Þessi undirbúningsnefnd skil-
aði hreppsnefíid áliti sínu síðast-
liðinn vetur og upp úr því hófust
viðræður við verkfræði- og teikni-
stofuna á Akranesi ásamt fleiri
verkfræðistofum. Gengið var til
samstarfs við Verkfræðistofuna á
Akranesi sem tók að sér að hanna
og teikna mannvirkið í tímavinnu.
Stuðst var við íþróttahúss-
byggingu íþróttabandalags Akra-
ness sem sömu aðilar hönnuðu.
Að mati allra hefur tekist mjög
vel til að tengja hið nýja hús sund-
lauginni og búningsklefunum sem
fyrir eru.
Kostnaður við undirbúninginn
er einn sá allra lægsti sem heyrst
hefur um slík mannvirki.
Húsið verður stálklætt límtrés-
hús, 1.522 fermetrar, með 10
metra lofthæð og salurinn er
20x40 metrar.
Teikningar voru samþykktar í
byggingamefnd 19. apríl sl. og
verkið boðið út í haust. Alls bár-
ust átta tilboð og var munur á
hæsta og lægsta tilboði nokkuð
mikill eða um 20 milljónir.
Lægsta tilboðinu var tekið og
kom það frá Trésmiðju Heimis
Guðmundssonar í Þorlákshöfn og
hljóðaði það upp á tæpar 40 millj-
ónir. Verkinu á að skila fyrir 15.
ágúst 1989 og á húsið þá að vera
fullfrágengið að utan og fokhelt
að innan.
Það hefur verið stefna sveitar-
stjóma hér undanfarin ár að þeg-
ar verk er hafið náist best hag-
kvæmni með því að byggingartími
sé sem stystur. Þetta reyndist vel
þegar hér var byggð sundlaug á
18 mánuðum 1981 og því er stefnt
að sem stystum byggingartíma
nú.
Þó Þorlákshöfn sé aðeins 1.200
manna byggðarlag hafa margir á
orði að í raun megi segja að verið
sé að byggja fyrir allt að 2.500
manns því með tilkomu Óseyrar-
brúar muni Eyrarbakki og
Stokkseyri nýta sér þetta íþrótta-
hús á næstu árum.
Skólaböm frá Stokkseyri eru
nú í skólasundi í sundlaug Þor-
lákshafnar þannig að þessi full-
yrðing er ekki Qarri lagi.
- J.H.S.
Morgunblaðifl/Eyjólfur M. Guðmundsson
Þingmenn Reykjaneskjördæmis ásamt sveitarstjóraarmönnum í Vogum.
Þingmenn Reykjaneskjör-
dæmis í heimsókn
Vogum.
Alþingismenn Reykjaneskjör-
dæmis heimsóttu sveitarstjórann
í Vogiun fyrir skömmu. Þing-
mennirnir voru í árlegri ferð
sinni um kjördæmið.
Ómar Jónsson oddviti greindi
þingmönnum frá stöðu fjármála
sveitarfélagsins og þeim erindum
sem sveitarstjóm hefur sent §ár-
veitinganefnd Alþingis. Vilhjáimur
Grímsson sveitarstjóri gerði grein
-fyrir atvinnumálum. Þá greindi
hann frá laxeldisfyrirtækjunum og
vonum sínum um atvinnurekstur
er byggi á úrvinnslu framleiðslu
laxeldisfyrirtælq anna.
í heimsókninni var þingmönnun-
um sýnd nýja þjónustumiðstöðin og
vakti oddvitinn athygli á stöðu
bankamála í hreppnum eftir að
Útvegsbankinn hf. lokaði afgreiðslu
í Vogum
sinni um síðustu mánaðamót. Síðan
þurfa hreppsbúar að fara til ann-
arra byggðarlaga til að sinna sínum
bankaerindum, en í þjónustumið-
stöðinni stendur tómt húsnæði sem
var sérstaklega hannað fyrir banka
eftir kröfum Útvegsbankans.
Miklar vonir eru bundnar við að
fá banka til starfa á þessum stað.
- EG
Ráðstefiia um flár-
mál sveitarfélaga
JÓHANNA Sigurðardóttir félags-
málaráðherra flytur ávarp og
Ólafur Ragnar Grímsson Qár-
málaráðherra framsöguerindi um
Qármálaleg samskipti ríkis og
sveitarfélaga á ráðsteftiu sem
Samband íslenskra sveitarfélaga
efnir til um Qármál sveitarfélaga
á Hótel Sögu í dag og á morgun.
Einnig hefur Gunnar Hilmarsson,
formaður stjóraar Atvinnutrygg-
ingarsjóðs, framsögu um sveitar-
félögin og atvinnurekstur.
Á ráðstefíiunni verður einnig rætt
um álagningu og innheimtu f stað-
greiðslu, um verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga og um breytingar á
lögum um telq'ustofna sveitarfélaga.
Einnig verða að vanda kynntar for-
sendur fjárhagsáætlana sveitarfé-
laga fyrir komandi ár.
Unglingabók eftir
Andrés Indriðason
Andrés Indriðason
MÁL OG menning hefúr gefið
út nýja unglingabók, Alveg
milljón, eftir Andrés Indriða-
son.
í kynningu útgefanda segir:
„Sagan er um 14 ára strák sem
verður vitni að ráni á Laugavegin-
um. Hann hikar við að láta lögg-
una vita og tekur málin í sínar
hendur þegar hann kemst á slóð
ræningjanna. Sagt er frá átökum
stráksins við skúrkana en jafn-
framt kemur skólalífíð og fjöl-
skyldan við sögu og síðast en ekki
síst vinkona sem hann eignast
óvænt."
Bókin er 190 blaðsíður, unnin
í Prentsmiðrjunni Odda. Kápumynd
gerði Brian Pilkington.