Morgunblaðið - 22.11.1988, Síða 16

Morgunblaðið - 22.11.1988, Síða 16
16________________MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988_ Fjárlögin og efnahag'slífið eftir Ólaf * Isleifsson Umsvifum ríkisins og áhrifum þeirra á efnahagslífið er æ meiri gaumur gefinn í allri umræðu um efnahagsmál. Samt sem áður virð- ist langt í land með að sameiginleg niðurstaða fáist meðal þeirra sem tekið hafa til máls um þessi efni. Þannig orkar mjög tvímælis sögu- skýringin sem birtist í athuga- semdum með fjárlagafrumvarp- inu. Þar segir að því hafi verið haldið fram að vöxtur ríkisútgjaida eigi stærstan þátt í þenslunni und- anfarin ár. Þessu er mótmælt og sagt að samneysla og fjárfestigar ríkisins hafi vaxið hægar en aðrar útgjaldastærðir. Viðskiptahallann megi því fyrst og fremst rekja til aukinnar einkaneyslu og fjárfest- ingar einkaaðila. Jafnframt segir að aukning samneyslu hafi ekki verið stór liður í þeirri útgjalda- þenslu sem ríkt hefur í efna- hagslífinu. Þessum staðhæfíngum ber ekki saman við nýjustu upplýsingar sem birtar hafa verið um þetta efni nema fyrir árið 1987. Þessar upplýsingar er að fínna í Þjóð- hagsáætlun fyrir árið 1989, sem forsætisráðherra lagði fyrir Al- þingi fyrir tíu dögum. Þar kemur fram að í fyrra, á árinu 1987, jókst samneysla um 5,5% meðan einka- neysla og íjárfesting jukust um 14—16% að raungildi. En öðru máli gegnir um árin 1986, 1988, sem og spá fyrir árið 1989. Á árinu 1986 óx samneysla að raun- gildi um tæp 7%, einkaneysla óx heldur minna eða um 6,5% og fjár- festing dróst saman um ríflega 2%. I ár er því spáð að samneysla aukist um 2% en að bæði einka- neysla og fjárfesting dragist sam- an um 1—3%. Hvað varðar fjár- festingu í ár sérstaklega áætlar Þjóðhagsstofnun að íjárfesting hins opinbera aukist um 4—5% en íjárfesting atvinnuveganna drag- ist saman um tæp 9%. í þjóð- hagsspá fyrir næsta ár sem fylgir þjóðhagsáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að einkaneysla, Qárfesting og landsframleiðsla dragist saman en samneysla auk- ist að raungildi um 0,5%. Allar þessar tölur, sem taka verður með venjulegum fyrirvara þegar um spár eða áætlanir er að eftir Arinbjörn Arnason Seljaútgáfan, sem er nýtt útgáfu- fyrirtæki hefur sent frá sér fyrstu bók sína er nefnist: Leyndarmálið í Engidal. Höfundur bókarinnar er þekktur rithöfundur. Hann hefur gefið út bækur sínar undir höfund- arnafninu Hugrún. Bókin er 140 blaðsíður, prentuð á góðan pappír og öll hin vandaðasta að útliti. Á kápuforsíðu er skemmtilega teiknuð sveitalífsmynd, sem unnin hefur verið af Sveinbirni Einarssyni listmálara. Leyndarmálið í Engidal er vel skrifuð bók og forvitnileg. Stíllinn áferðargóður og efnið klætt í létta og lifandi frásögn. Þetta er spennu- saga og Qallar um átök á milli þess mögulega og ómögulega, glímuna við hið óyfírstíganlega um ástir og örlög. Sagan er einnig um leit mannsins að lífsfyllingu, en þó um leið lýsir hún misskilinni ályktun á þörf svölunar til fullnægju. Þeirrar meðfæddu eðlishneigðar er viðkom- andi elur með sér og síðar lokast inni í togstreitu utanaðkomandi áhrifa, milli slefmælgi og trúverð- ugs manndóms. ívafið í þeim vef er þankagangur milli hugtaka kristilegrar siðmenn- ræða, bera með sér að sú skoðun þeirra sem fara með ríkisfjármál um þesar mundir að ríkisbúskap- urinn sé stikkfrí og frjáls af allri synd fær ekki staðist og er var- hugaverð. I fyrmefndum inngangi er þó viðurkennt að hallarekstur ríkissjóðs undanfarin tvö ár hafi tvímælalaust stuðlað að aukinni þenslu í þjóðarbúskapnum eins og það er orðað. Markmið fiár- lag’afrumvarpsins I fjárlagafrumvarpinu er því lýst að meginmarkmið fjárlaga fyrir árið 1989 sé að ríkissjóður skili umtalsverðum tekjuafgangi í því skyni að hamla gegn viðskipta- halla. Ég dreg alls ekki í efa góð- an ásetning ráðamanna í fjármál- um að þessu leyti og fagna við- leitni þeirra til að beita ríkissjóði til að stuðla að betra jafnvægi í efnahagslífinu. Hins vegar virðist mér vafasamt að það frumvarp sem lagt hefur verið fram sé til þess fallið að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. Þvert á móti er með frumvarpinu stefnt að aukn- um umsvifum ríkisins, og kemur það skýrt fram í athugasemdum með frumvarpinu. Ríkisstjóminni virðist því ekki sýnt um að halda aftur af útgjöldum ríkissjóðs, enda hóf hún feril sinn með því að heim- ila með bráðabirgðalögum 600 m.kr. útgjaldaauka án þess að skera niður önnur útgjöld á móti. Fyrirsjáanlegur er umtalsverður halli á ríkissjóði í ár þrátt fyrir að skattar hafa verði hækkaðir í fyrra. Tekjuskattur einstaklinga virðist skila mun meiri tekjum en ætlað var. Samdráttur er að hafj- ast í efnahagslífinu. Með hliðsjón af þessum atriðum hefði mátt ætla að hin eðlilegu og raunhæfu markmið í ríkisfjármálum á næsta ári væru í meginatriðum tvö. Ann- ars vegar að stöðva aukningu ríkisútgjalda að raungildi og hins vegar að ná jafnvægi í ríkisbú- skapnum. Enda þótt þessi mark- mið virðist ekki eins háleit og markmiðið um afgang á ríkissjóði, bendir allt til, að hvorugt náist. Eins og áður segir áætlar Þjóð- hagsstofnun að samneysla aukist um 2% að raungildi á næsta ári. I frumvarpinu sjálfu er áætlað að ríkisútgjöld aukist í hlutfalli við landsframleiðslu og að sú aukning ingar og yfirskilvitlegri ígrundun á forsjón þess óþekkta. I heild er bókin myndræn í frásögn sinni. Annars vegar lýsir hún manngildi og trúverðugheitum, hins vegar flá- ræði og dómhörku. Aðalpersóna sögunnar er unga konan Áróra, hún er innflutt í sveit- ina gift bóndasyninum í Skjól- brekku. Hún er margslungin að eðli og upplagi, ber með sér per- sónutöfra og líkamsfegurð, sem hún geldur fyrir þó óafvitað í dómum sveitunganna. Nágrannakona hennar, Ásta í Hvammi, er ólík henni í mótvægi. Hún er vel þenkj- andi ástundar biblíulestur og and- legar hugrenningar en ýmsar henn- ar aðgerðir álítast þó í vissu tilfelli vafasamar. Hún er vel gift og nýtur bónda síns, sem er staðfestur þó innra beri hann með sér mannlegar tilfínningar sem vilja freista. Árni gamli í Skjólbrekku, tengdafaðir Aróru hefur miklar áhyggjur og á margt vantalað við son sinn og þau ungu hjónin, því jörðin má ekki ganga úr ættinni. Allt er málið því ekki auðrakið þó Vilfríður gamla sem er margráð og „orðvör" þar sem það á við og segir ekki nema það sem „sannast er“ sem er hennar orðtæki þá á hún marga trúnaðarvini eins og gömul svari til um 0,3% eða 0,8% hækk- unar að raungildi. Þessar tölur verður að telja mjög varlega áætl- aðar þegar af þeim ástæðum að útgjaldahlið fjárlagafrumvarps hækkar yfirleitt í meðförum Al- þingis og að hætta er á að launaút- gjöld ríkissjóðs séu vanmetin um allt að 600 milljónum króna, enda virðast engar fastmótaðar hug- myndir uppi um hvernig áformuð- um sparnaði í þessum efnum skuli náð. Óljós skattaáform Ýmis áform ríkisstjórnarinnar um aukna skattheimtu eru harla óljós. Þannig eru i fjárlagafrum- varpi reifaðar hugmyndir um hækkun skatthlutfalls í tekjuskatti einstaklinga en ekki upplýst hver sú hækkun verði. Þá er sagt að til athugunar sé að taka upp sérs- takt skattþrep á háar tekjur. Ástæða er til að vara sérstaklega við þessari hugmynd enda myndi nýtt skattþrep spilla einföldu tekjuskattskerfí, gera það mun flóknara og þyngra í vöfum og leiða af sér mikið óhagræði fyrir sjómenn og aðrar starfsstéttir, sem búa við sveiflukenndar tekjur. Pólitísk staða ríkisstjórnarinnar á Alþingi og jrfirlýsingar einstakra þingmanna í stuðningsliði hennar gera að verkum að mikil óvissa ríkir um að einstök atriði í nýrri skattheimtu, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, nái fram að ganga. Má þar t.d. nefna áformaðan 12% söluskatt á happdrætti og skatt á orkufyrirtæki. Þá eru áætlanir um einstaka tekjuliði vitaskuld háðar afar mikilli óvissu meðfram öðru vegna þess að ekki er auðvelt að spá af nákvæmni fyrir um áhrif á tekjuhlið ríkissjóðs af samdrætti í kaupmætti ráðstöfunartekna ein- staklinga, innflutningi og veltu. I þessu sambandi skiptir m.a. máli að hve miklu leyti almenningur gengur á spamað til að bregðast við minnkun tekna. Innflutningur bifreiða er nefndur sérstaklega í athugasemdum með frumvarpinu og er áætlað að 13—14 þúsund bifreiðir verði fluttar inn, borið saman við 15 þúsund í ár, og skili ríkissjóði 1,2 milljörðum á næsta ári. Hér er ríflega áætlað fyrir hönd ríkissjóðs, og kæmi á óvart ef bifreiðaumboð þyrðu að leyfa sér svo bjartsýna áætlun. Hugrún frænka hennar Gróa sem margir hafa heyrt um og sumir kynnst. En hér verð ég að sitja punktinn. Svo ég uppljóstri engu um „Leynd- armálið í Engidal". En lesarinn verður sjálfur að ráða framúr því og hafa ekki hátt um. Höfundur er fyrrvcrandi húsvörð- ur. Ólafur ísleifsson „Með hliðsjón af þess- um atriðum hefði mátt ætla að hin eðlilegri og raunhæfu markmið í ríkisQármálum á næsta ári væru í meginatrið- um tvö. Annars vegar að stöðva aukningn ríkisútgjalda að raun- gildi og hins vegar að ná jafiivægi í ríkis- búskapnum. Enda þótt þessi markmið virðist ekki eins háleit og markmiðið um afgang á ríkissjóði, bendir allt til, að hvorugt náist.“ Að öllu samanlögðu verður að telja afar ólíklegt að tekjuafgang- ur verði á ríkissjóði á næsta ári. Að sama skapi er hæpið að takast muni að skila rekstrinum halla- lausum jafnvel þótt öll áform ríkis- stjómarinnar um skattahækkanir næðu frám að ganga. Að jafnaði er sterk sveifla í af- komu ríkissjóðs yfir árið. Þessi sveifla leiðir af sér að fjármagna þarf tímabundinn rekstrarhalla í ríkisbúskapnum. Þessari fjár- mögnun er ekki nægur gaumur gefinn í fjárlagafrumvarpinu, ekki síst með hliðsjón af því hve mikill yfirdráttur ríkissjóðs hefur orðið hjá Seðlabanká í ár. Ríkissjóður þarf að eiga sveigjanlega fjár- mögnunarkosti aðra en yfirdrátt í Seðlabanka, enda fylgir honum seðlaprentun og verðbólguhætta. Verðlagsforsendur fmmvarps- ins gera ráð fyri að gengi krónunn- ar breytist ekki á árinu 1989. Þessi forsenda er vitaskuld í hróp- andi mótsögn við stöðu undir- stöðuatvinnuveganna sem ákveðið hefur verið að halda gangandi fram á vorið með súrefnisdælingu í formi erlendra lána. Ofan á þetta bætist að launaforsendur frum- varpsins gera ráð fyrir því, að at- vinnufyrirtækin taki á sig aukinn launakostnað þótt tekjur eigi að standa í stað eða dragast saman í hátt við aflasamdrátt og almenn- an samdrátt í efnahagslífinu. Atvinnustefna Stefna ríkisstjórnarinnar gagn- vart sjávarútvegi sem er undir- staða atvinnulífs í sjávarplássum hringinn í kring um landið er al- varlegt áhyggjuefni. Ríkisstjórnin skirrist við að búa atvinnurekstri viðunandi rekstrarskilyrði, en leggur þung gjöld á fyrirtækin sem er gert að leita á náðir sjóðakerfis- ins. Hinn nýstofnaði Atvinnu- tryggingarsjóður skal m.a. hafa með höndum skuldbreytingar og lánalengingar sem með réttu eru í verkahring banka og annarra slíkra lánastofnana. Vonandi er ekki ætlunin að hverfa frá eðli- legri afgreiðslu og inn á brautir fyrirgreiðslunnar í þessum efnum. Þessi stefna gagnvart málefn- um atvinnulífsins er síðan áréttuð með ákvörðun um að snuða sjávar- útveginn um endurgreiðslur upp- safnaðs söluskatts. í ár nemur endurgreiðslan ríflega 900 m.kr. en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir óbreyttri krónutölu milli ára. Hér er einfaldlega um það að ræða að hluti ríkishallans er flutt- ur yfir á sjávarútveginn. Þá skýtur skökku við hin aukna erlenda lántaka sem er hornsteinn og undirstaða atvinnu- og byggða- stefnu ríkisstjórnarinnar. Fyrir liggur yfirlýsing af hálfu sjávarút- vegsráðherra um að 800 milljóna króna lán til Verðjöfnunarsjóðs muni falla á ríkissjóð. Hefði því verið eðlilegra að-gera ráð fyrir þessum fjármunum á gjaldahlið frumvarpsins. En af sjálfu leiðir að atvinnu- og byggðastefna sem felur í sér að atvinnulífið sé rekið með lántökum leiðir til aukinnar skuldasöfnunar ríkissjóðs og þjóð- arbúsins gagnvart útlöndum. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að vaxtagreiðslur ríkissjóðs á árinu 1989 muni nema ríflega 7 milljörðum króna og svarar sú fjárhæð nokkurn veginn til alls tekjuskatts einstaklinga á næsta ári að undanskildum áformuðum hækkunum á þeim skatti. Það er því til marks um hversu skuldsett- ur ríkissjóður er orðinn að skatt- greiðendur fá enga þjónustu fyrir þennan skattpening, hvorki á sviði menntamála, heilbrigðismála né af öðru tagi, heldur rennur hann allur í vaxtagreiðslur af lánum. Hin nýja ríkisstjóm boðaði að raunvextir yrðu lækkaðir um 3%. Óskandi væri að ná mætti nýju jafnvægi á fjármagnsmarkaði við lægri vexti. Með hliðsjón af for- ystuhlutverki ríkissjóðs á lána- markaðinum hefði mátt vænta þess að ný útgáfa spariskírteina ríkissjóðs hefði verið boðin fram þegar í haust á 4—5% vöxtum í stað þess að láta lækkun um 0,7% nægja. Hefði þá verið látið á það reyna hvort spariskírteinin, sem eru öruggustu og bestu bréfin á markaðnum, seldust á 3% lægri raunvöxtum en fram til þessa. Ny útgáfa á þessum kjörum hefði verið prófsteinn á það hversu raunhæft fyrirheit ríkisstjórnar- innar í vaxtamálum er. Aðererðir og- aðererða- leysi 1986 Ríkisstjórnin sem sat að völdum þegar uppgangstímar hófust á árunum 1985 og enn frekar 1986, og laut sömu forystu og sú ríkis- stjórn sem nú situr, lét undir höf- uð leggjast að spyrna á móti of- þenslunni. Raunar voru ýmis þeirra vandamála, sem við hefur verið að etja í þessu efni, mögnuð með ákvörðunum, sem teknar voru í tengslum við kjarasamninga í febrúar 1986. Svo sem kunnugt er voru þá m.a. teknar ákvarðanir sem veiktu stöðu ríkissjóðs og komu í veg fyrir að hann gæti verkað til aðhalds í þjóðarbú- skapnum á hinum miklu upp- gangstímum sem í hönd fóru. í framhaldi af þessum kjara- samningum var húsnæðislána- kerfinu jafnframt breytt í sam- ræmi við óskir samningsaðila. Komið hefur berlega í ljós að hér var um afar misráðna aðgerð að ræða. Gagnvart efnahagslífinu snýr kerfið þannig að eftirspurn eftir vinnuafli í byggingariðnaði hefur reynst nær óseðjandi með tilheyrandi yfirboðum og launa- skriði sem mjög hefur truflað vinnumarkaðinn að öðru leyti. Á það ekki síst við um framleiðslu- fyrirtækin á landsbyggðinni sem máttu ekki við að taka á sig auk- in útgjöld, þ.m.t. launakostnað. Fyrir utan gengisfestuna sem fylgt var fram í febrúar á þessu ári stóðu vextirnir því einir eftir til að spyrna á móti útgjalda- þenslu. Fyrir vikið hækkuðu þeir upp úr öllu valdi enda báru þeir hitann og þungann af viðnáminu Leyndarmálið í Engidal

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.