Morgunblaðið - 22.11.1988, Síða 20

Morgunblaðið - 22.11.1988, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 Verðum að snúa frá ey ðslustefnunní Ræða Einars Odds Kristjánssonar á flokksráðsfundi Sjálf- stæðisflokksins Allt frá stofnun hefur Sjálfstæð- isflokkurinn verið ötull og einarður í baráttunni fyrir íslensku atvinnu- lífí. Atvinnulífi sem er nægilega traust og öflugt til að kaupa þegn- um þessa lands lífsafkomu sem er ekki lakari en meðal nágrannaþjóð- anna. Um leið er framleiðslumáttur atvinnulífsins og samkeppnishæfni þess sá homsteinn sem sjálfstæði okkar litla eyríkis byggist á. For- ráðamenn íslensks atvinnulífs hafa alltaf verið sér vel meðvitaðir um þá þýðingu sem slíkur flokkur hefði. Ég veit að atvinnurekendur þessa lands jafnt fiskverkendur sem kaupmenn, jafnt iðnrekendur sem útgerðarmenn, hafa verið boðnir og búnirtil að styrkja Sjálfstæðisflokk- inn bæði með ómældri vinnu og ijár- framlögum hvenær sem þörf hefur krafið. þetta hefur verið gæfa okk- ar lengi vel og það er hollt að rriinn- ast þess í dag að þegar verst horfði fyrir atvinnulífinu í þessu landi, þegar forheimskun sósíalismans ætlaði að tröllríða öllu hjá þessari þjóð, þá var það einmitt gæfa okk- ar að Sjálfstæðisflokkurinn gat bjargað því sem bjargað varð. Það er því ekki að ástæðulausu sem bæði ég og fjöldi annarra hafa í dag af því þungar áhyggjur að svo virðist sem nú þverri mjög til- trú íslenskra atvinnurekenda á getu og vilja Sjálfstæðisflokksins til að beijast fyrir heilbrigðu efnahagslífi. Það er mjög áberandi að mínum dómi hve mikill fjöldi fólks í at- vinnulífinu lætur sig málefni Sjálf- stæðisflokksins minna varða þótt þetta fólk í hjarta sínu og sannfær- ingu sé eindregið fylgjandi þeim meginhugmyndum sem flokkurinn hefur alltaf fylgt. Þetta er mikill voði sem við skulum ekki líta fram- hjá, heldur skulum við hugleiða hvað þessu valdi. Ég trúi því ekki að það sé hin yfirlýsta stefna flokksins sem þessu valdi. Reyni maður að átta sig á þeirri stefnumótun í atvinnumálum sem átt hefur sér stað á vegum Sjálfstæðisflokksins á undanföm- um ámm, svo sem með því að fletta Landsfundarályktunum, þá er sama hvar niður er borið. Stefna flokksins er skýr og hún er afdráttarlaus varðandi öll þau atriði sem nú hrjá svo mjög íslenskt atvinnulíf og íslensk atvinnufyrirtæki, þá er sama hvort um er að ræða halla ríkissjóðs eða hallann við útlönd, hvort það er skuldasöfnunin erlend- is eða gengismálin, afkoma at- vinnuveganna eða þróun þeirra byggða sem tilveru sína eiga undir útflutningsframleiðslunni, þá er sama hvar niður er borið, stefna Sjálfstæðisflokksins er alveg dag- ljós. Tökum dæmi, á landsfundi flokksins árið 1981 mörkuðum við stefnu í atvinnumálum sem bar yfir- skriftina „Leiðin til bættra lífs- kjara“. Þar stendur meðal annars: „Gengisskráning miðist fyrst og fremst við almennar breytingar á framleiðslukostnaði hér á landi og í samképpnislöndunum. Skráning krónunnar tryggi jafnframt að út- flutningsatvinnuvegimir og sam- keppnisgreinar skili nægilegum hagnaði í meðalárferði til að standa undir eðlilegri uppbyggingu og full atvinna haldist. Verðjöfnunarsjóð- um verði beitt til að draga úr af- komusveiflum sjávarútvegsins.“ Og einnig: „Eitt mikilvægasta skilyrði þess að sjávarútvegurinn geti starfað með viðhlítandi árangri er að gengi krónunnar sé skráð þannig að fyrir- tæki í sjávarútvegi geti í meðal- áferði greitt laun til jafns við aðrar atvinnugreinar og skilað hagnaði til uppbyggingar. Sjálfstæðisflokkurinn varar ein- dregið við millifærslukerfi, þar sem það leiðir til mismunar milli at- vinnuvega, fyrirtækja og einstakra byggðarlaga." A landsfundinum 1983 gerðum við einnig samþykktir sem báru yfirskriftina „Fyrir framtíðina“, þar segir: „Af fullri einurð verður að koma verðbólgunni, þegar á næsta ári, niður á það stig; sem er í helstu viðskiptalöndum Islendinga. þannig skapast gmndvöllur fyrir enn frek- ari vaxtalækkun, bættri afkomu heimila og atvinnuvega og heil- brigðu efnahags- og þjóðlífi.“ Og ennfremur: „Atvinnuvegunum verður ávallt að búa þau starfsskilyrði að fram- leiðsla og framleiðni geti aukist og góður rekstur skilað arði. Með því móti verður atvinnuvegunum gert kleift að ná því réttmæta og eðli- lega markmiði, að dagvinnulaun einstaklings nægi til framfærslu meðalfjölskyldu." í ályktun okkar frá landsfundin- um árið 1985 stendur: „Búið verði þannig að útgerð og fiskvinnslu að þessar greinar geti haldið áfram að vera undirstöður velmegunar í landinu. Eiginfjár- staða fyrirtækja í sjávarútvegi verði treyst m.a. með skattalegum að- gerðum til sveiflujöfnunar milli ára og verðjöfnunarsjóðum gert kleift að rækja hlutverk sitt. Fjölbreytni verði aukin við veiðar og vinnslu og markaðsleit efld.“ í fyrra héldum við síðast lands- fund. Þar var enn mörkuð stefna í efnahags- og atvinnumálum sem bar yfírskriftina „Á réttri leið“. í kaflanum um atvinnumál segir: „Framfarir og aukin verðmæta- sköpun er grundvöllur þess að unnt sé að-efla menntakerfið, bæta heil- brigðisþjónustu og tryggja öldruð- um og öryrkjum viðunandi lífsskil- yrði. Markmiði aukinna framfara og velferðar verður ekki náð nema fylgt sé samræmdri og stöðugri efnahagsstefnu. Halda verður þenslu innanlands í skefjum og tryggja jafnvægi í viðskiptum út á við.“ í setningarræðu sama lands- fundar vék formaður flokksins, Þorsteinn Pálsson, að byggðamál- unum og sagði: „Engum vafa er undirorpið að höfuðforsendan fyrir því að skapa viðunandi aðstæður til búsetu, hvar sem er á landinu, er að við varðveit- um þann árangur sem náðst hefur í baráttunni við verðbólguna. Stöð- ugleiki í verðlagsmálum er fyrsta skilyrði raunhæfrar byggðastefnu. Annað skilyrði er jafnvægi í við- skiptum við útlönd, því langvarandi viðskiptahalli er í raun ekkert annað en skattheimta á útflutningsfram- leiðsluna, sem flutt er til þjón- ustunnar. Með öðrum orðum verður atvinnulífið á landsbyggðinni að búa við sömu almennu sk.lyrði og aðrar atvinnugreinar landsmanna. Þar verða að myndast sömu mögu- leikar til framleiðniaukningar og í öðrum atvinnugreinum." Það má því öllum vera ljóst að stefna flokksins er og hefur alltaf verið skýr og afdráttarlaus varð- andi atvinnumál þessarar þjóðar. Það er því ekki stefna flokksins sem slík sem er orsök þessarar dvínandi tiltrúar meðal atvinnurekenda, heldur hlýtur það að vera hitt, hvemig til hefur tekist við fram- kvæmd þessarar afdráttarlausu stefnu. Nú eftir fimm ára stjómarsetu flokksins stendur íslenskt atvinnulíf frammi fyrir hrikalegum vandamál- um. Þetta á jafnt við útflutnings- greinar, samkeppnisgreinar og verslun og þjónustu. Þessi vandi er svo hrikalegur að um allt landið bæði í þéttbýli sem og í dreifbýli má heyra brothljóð hruninna fyrir- tækja nærri daglega og víst er um það að framundan eru gífurlegir erfiðleikar sem bitna munu á öllum landsmönnum til sjávar og sveita. Þetta gerist þrátt fyrir það að ytri aðstæður þjóðfélagsins, þ.e. við- skiptakjör okkar, eru í reynd alls ekki verri í dag en búast má við í meðalárferði. Hvað veldur því að svo er komið? í mínum huga er það engum vafa undirorpið hvað veldur og ég er þess fullviss að það er bæði nauð- synlegt og rétt fyrir okkur sjálf- stæðismenn að viðurkenna það af hreinskilni að við höfum borist af leið. Við höfum borist frá afdráttar- lausri stefnu Sjálfstæðisflokksins og látið glepjast til fylgis við aðra stefnu; „eyðslustefhuna". Það er svo létt og auðvelt að fylgja bara straumnum, það er svo létt og auð- velt að gera allt fyrir alla, alls stað- ar og alltaf. Og vissulega er það hægt um örskotsstund rétt á meðan góðæri ríður yfir okkur sveiflu- kennda þjóðfélag, en við máttum vita betur. Árin 1972 og 1973 reið eitt slíkt góðærið yfir og við sjálf- stæðismenn fordæmdum réttilega vinstri mennina sem þá voru við völd fyrir óhóf þeirra og andvara- leysi. 1979 og 1980 var enn góð- æri og réttilega gagmýndum við sjálfstæðismenn vinstri flokkana sem með völdin fóru, af sömu ástæðum, en þeir þýddust engar aðvaranir og allt fór á sömu leið og fyrr. Svo gerðist það árin 1986 og 1987 að mikil tekjusveifla varð upp á við. Og enn var haldin veisla sem aldrei fyrr og allir tóku þátt í henni. Hið neyðarlega var, að nú áttum við sæti í ríkisstjórn og bárum á því fulla ábyrgð sem gerðist og eig- um ekki að skjóta okkur undan því. Það er eflaust til lítils að leita að einstökum sökudólgum. Allir hljótum við að eiga nokkra hlut- deild að því hvernig til tókst. Allir eiga hér hlut að máli jafnt heimili sem atvinnufyrirtæki, verkalýðs- foringjar sem sveitarstjórnir. Állir tóku þátt í veislunni og þótti harla gott þá stuttu stund sem hún stóð. Verkefnið er miklu frekar hitt að glöggva sig á hver staðan er og hvað okkur megi til varnar verða svo og hitt hvemig í ósköpunum við getum afstýrt því í framtíðinni að slíkir hlutir endurtaki sig sí og æ. Því þetta má ekki endurtaka sig, þetta má ekki gerast oftar. Þessari eyðslustefnu verður að ljúka. Það er ekki eingöngu um að tefla góð lífskjör fólks í framtíðinni og sjálfstæði íslensku atvinnuveg- anna, heldur er hér bókstaflega allt í húfi og þar með talið sjálfstæði þjóðarinnar. Hér verður fyrir allra hluta sakir að takast að búa til stöðugleika, því án hans mun ekkert af framtíð- armarkmiðum okkar nást. Allar svona sveiflur koma harðast niður á útflutnings- og samkeppnisgrein- um. Það eru alkunnar staðreyndir. Og dreifðar byggðir landsins sem eiga líf sitt og tilveru undir útflutn- ingsframleiðslunni munu aldrei ná vopnum sínum; þær eru dæmdar til stöðugs undanhalds og ósigra nema við hverfum frá þessari eyðslustefnu, en einbeitum þess í stað kröftum okkar að þeirri stefnu stöðugleika í efnahagsmálum sem er stefna Sjálfstæðisflokksins. Það er ofureðlilegur og sjálfsagð- ur hlutur að þjóðin geri kröfu til þess að njóta sem allra mests arðs af auðlindum sínum. Það er því eðlilegt og sjálfsagt að slík krafa sé gerð til þess atvinnuvegar, þaðan sem auðsuppsprettan er mest, þ.e. Einar Oddur Kristjánsson til sjávarútvegsins. Á tímum hækk- andi fiskverðs getur sjávarútvegur- inn bætt á sig auknum kostnaði og það hefur hann gert í stað þess að safna meira fé til megurri tíma. En á tímum fallandi fiskverðs er það gjörsamlega útilokað og þar sem engar fírningar eru til blasir voðinn við. Þrátt fyrir þessar augljósu stað- reyndir er haldið áfram að gera kröfur á hendur útflutningsfram- leiðslunni. í stað þess að viðurkenna að byrðamar sem á framleiðslu eru lagðar eru einfaldlega meiri en svo að atvinnuvegirnir fái undir þeim risið, er sýknt og heilagt klifað á því, að mikið skorti á hagræðingu og sjávarútvegurinn sé illa rekin atvinnugrein og offjárfesting sé þar gífurleg. Meðal annars hafa riokkr- ir reiknimeistarar í Háskóla Islands tekið sig saman og þykjast hafa reiknað út að íslenski fiskveiðiflot- inn sé 40% of stór. Þessu hafa margir tekið við sem góðri og gildri vöm, meðal annars ábyrgir fomstu- menn í Sjálfstæðisflokknum. En sé farið í að skoða nánar útreikninga þeirra háskólamanna og hugað að hvernig þessi tala er fengin kemur í ljós að: reiknimeistararnir bjuggu sér til reiknilíkan og allar forsendur bjuggu þeir til sjálfir en eins og sönnum vísindamönnum sæmir settu þeir óteljandi fyrirvara við hveija þá forsendu sem þeir notuðu við útreikninga sína, svo þeir í sjálfu sér verða ekki sakaðir um óheiðar- leg vinnubrögð. En með nákvæm- lega sömu vinnubrögðum má finna út að fiskveiðiflotinn sé 50% of stór eða 60% of stór eða bara 30% stór eða bara 20% of stór. Það er sannar- lega ástæða til þess að biðja menn að gæta varúðar og gleypa ekki svona útreikninga alveg hráa, því svona framsetning þjónar þeim eina tilgangi að ýta undir óraunsæjar kröfur á hendur atvinnulífínu. Sannleikurinn er sá, að gagnrýn- endur íslensks sjávarútvegs hafa aldrei getað stutt gagmýni sína haldbæmm rökum. Þvert á móti er það staðreynd að verðmætaaukn- ingin hefur hvergi verið meiri og fjárfestingin hvergi skilað betri arði. Fáir hafa sagt þetta á skýrari og betri hátt en dr. Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Versl- unarráðs, en hann hefur einmitt sýnt fram á það að framleiðnistigið í sjávarútveginum sé alls ekki undir- rótin að efnahagsvand.i okkar og að þjóðin býr við jafn góð lífskjör sem raun ber vitni er einmitt vegna þess hve verðmætasköpun sjávarút- vegsins er mikil og að það er þess- ari verðmætasköpun að þakka að þjóðin skuli vera á meðal tíu tekju- hæstu þjóða í heimi. Það er því þyngra en támm taki að hugsa til þess að þrátt fyrir þessa gífurlegu verðmætasköpun skuli sjávarút- vegsplássin út um landið vera á fallanda fæti og að við horfum upp á það að taprekstur sjávarútvegs á þessu ári skuli stefna í þijú þúsund milljónir króna. Og þá peninga verð- ur að borga. Einhvern tíma verður einhver að borga þá. Þetta var nú sjávarútvegurinn, og ef við lítum til samkeppnisiðnað- arins, þá er staðan lítt betri. Hann hefur mátt taka á sig kostnaðar- hækkanir langt umfram það sem gerist í samkeppnislöndunum, rétt eins og sjávarútvegurinn. Síðan var gráu bætt ofan á svart nú nýlega, þegar tekin vom erlend lán til að borga hluta af tapi frystiiðnaðarins og peningamir borgaðir út úr gal- tómum verðjöfnunarsjóði. Slík mis- munun á milli atvinnuveganna er hreinn voði og hlýtur að virka á iðnaðinn eins og frostnótt á ný- græðinginn að vori, og ef við ætlum að halda uppi slíkri mismunun, þá deyr iðnaðurinn hreinlega og það gerist miklu hraðar en menn halda. Og þegar við ræðum um framtíð íslensks atvinnurekstrar er oft á það bent að framundan séu miklar breytingar þegar Evrópa verður að einum markaði árið 1992 og marg- ir okkar bestu menn hafa á það bent, að við þurfum að gera okkur vel ljóst hvers við eigum kost og hvernig við teljum íslenskum hags- munum best borgið í efnahagssam- vinnu við aðrar þjóðir. Þetta er al- veg rétt, en hitt er þó aðalatriðið og það sem öllu skiptir, þegar við semjum við aðrar þjóðir að við höfum um eitthvað að semja. Skuldum vafiiar bónbjargaþjóðir semja ekki um neitt, þurfalingarn- ir semja ekki um neitt, heldur taka aðeins við því sem að þeim er rétt, og það oftast í gustuka skyni. Og þetta skulum við hafa í huga því við okkur blasir að íslensk fram- leiðsla stendur á brauðfótum, ein- mitt núna þegar svo miklu varðar að hún sé sterk. Og íslensk fram- leiðsla stendur á brauðfótum vegna þess að henni er um megn að standa undir þessari gífurlegu eyðslu sem þjóðin hefur tamið sér. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur hér verk að vinna og eins og ég gat um hér að fram- an, þá hafa stefnumál hans alltaf verið skýr, en stefnan er og hefur alltaf verið sú að standa trúan vörð um sjálfstætt heilbrigt efnahagslíf og þó að örlögin hafí hagað því þannig til að flokkurinn sé nú um stundarsakir í stjórnarandstöðu, þá er hér sannarlega verk að vinna. Við verðum að snúa frá eyðslu- stefnunni og flokkurinn getur beitt sér og getur haft úrslitaáhrif í þá átt, þó hann sé í stjómarandstöðu, en ég fullyrði að engin einstök að- gerð á þessu sviði er jafn þýðingar- mikil fyrir íslenskt atvinnulíf eins og nú er háttað og sú að þingflokk- ur Sjálfstæðisflokksins einhendi sér á Alþingi í baráttuna við lækkun ríkisútgjalda á öllum sviðum og er þá ekkert undanskilið, því það er höfuðmál að við lækkum þjónustu- stig ríkisins frá því sem það nú er. Það hefur verið lagt fram fjár- lagafrumvarp fyrir næsta ár. Að- standendur þessa frumvarps kalla það frumvarp aðhalds og sparnaðar en það er að sjálfsögðu hið versta öfugmæli því þetta frumvarp er vígt öllum þeim sjálfsblekkingum sem því miður hafa einkennt slík frumvörp á Islandi allt of lengi, og takist ekki að skera það verulega niður mun eyðslustefna halda hér áfram, og jafnvel verri en nokkurn tíma fyrr, en slíkt er óbærilegt fyr- ir atvinnulífið. Ég veit ósköp vel að það hefur aldrei tíðkast á Alþingi að stjómar- andstaðan gangi fram fyrir skjöldu í að skera niður ríkisútgjöld en það er kominn tími til að bijóta blað í þessum efnum. Því Sjálfstæðis- flokkurinn verður væntanlega ekki lengi í stjómarandstöðu. Hann mun innan tíðar axla ábyrgð á ný á landsstjóminni og þá gildir það, ef farsæld á að fylgja störfum, að hafa verið trúr og hollur stefnu sinni og markmiðum gegn um þykkt og þunnt. Þannig er ég þess fullviss að fólk í atvinnulífinu fái á ný aukna tiltrú og traust á Sjálfstæðisflokkn- um, en á því er höfuðnauðsyn því einmitt með slíkum öflugum stuðn- ingi frá íslensku atvinnulífi mun Sjálfstæðisflokkurinn ná ömgglega sínum fyrri styrk. Þess þarfnast íslenskt atvinnulíf umfram allt. Höfundur er framkvæmdastjóri á Flateyri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.