Morgunblaðið - 22.11.1988, Side 24

Morgunblaðið - 22.11.1988, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐ.IUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 36. þing Alþýðusambands íslands: Samnmgsréttur, mannréttindi og skipulag fyrirferðarmest Búist við að Ásmundur Stefánsson leiti endurkjörs sem forseti sambandsins Barátta gégn afhámi samnings- réttarins, mannréttindamál og innri skipulagsmál ASÍ verða meðal helstu mála 36. þings sam- takanna sem hófst í gær. 467 fulltrúar höfðu komið til þingsins í gær, en það er að þessu sinni haldið í íþróttahúsi Digranes- skóla í Kópavogi. Forseti, vara- forsetar og miðstjóm verða kos- in á morgun miðvikudag og er búist við að Ásmundur Stefáns- son núverandi forseti leiti eftir endurkjöri, en hann hafði ekki tilkynnt það I gær. Asmundur Stefánsson flutti ræðu við setningu þingsins og gagmýndi þar harðlega afnám samningsrétt- arins og stjómun eftiahagsmála síðustu misseri. Ennfremur gagn- týndi hann mjög áætlanir stjóm- valda um launaþróun á næsta ári, eins og fram koma í fjárlagaffum- varpinu. Þar er gert ráð fyrir 2-3% kauphækkunum á árinu. Hann hvatti til sóknar og öflugri sam- stöðu verkalýðsfélaga og sambanda til að ná fram bættum kjörum og að vemda réttindi sín. A morgun, miðvikudag, verður kosið í helstu trúnaðarmannastöður ASÍ. Þar á meðal verða kjömir for- seti og varaforsetar. Heimildar- menn Morgunblaðsins á þinginu töldu allar líkur benda til að Ás- mundur Stefánsson núverandi for- seti sambandsins leitaði eftir endur- kjöri, en hann hefur hins vegar ekki tilkynnt það formlega enn. Báðir varaforsetar munu láta af störfum, þau em Bjöm Þórhallsson og Guðríður Elíasdóttir. Þá mun kosið í miðstjóm á morgun og er fyrirsjáanlegt að allmikil endumýj- un verður, þar sem nokkrir núver- andi miðstjómarmenn hafa lýst því yftr að þeir muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Helstu mál þingsins, auk samn- ingsréttarins, em mannréttinda- og friðarmál og innri skipulagsmál, en auk þeirra liggur fjöldi tillagna fyr- ir m.a. um lagabreytingar. Endur: flutt er tillaga frá 35. þingi ASÍ um innra skipulag þar sem hvatt er til aukins hiutverk landssam- banda og stoftiunar fagfélaga í ríkari mæli en nú er, auk þess sem hvatt er til deildaskiptingar ein- stakra félaga þar sém því verður við komið. Þing ASÍ stendur fram á föstu- . dag. virða hann ekki. Hann sagði frá lögum sem stefnt hefur verið gegn kjarasamningum og sagði síðan: „Pyrsta skref núverandi ríkisstjóm- ar veit ekki á gott. Það var ekki að fella úr gildi bann við gerð kjara- samninga. Þvert á móti festi hún það í sessi og lagði þar að auki bann við samningsbundnum kaup- hækkunum nú í haust. Það er því eðlilegt að við spyijum: Hvað næst? Verða sett lög á verkfall sjómanna í febrúar, verkfall flugfreyja í mars og verkfall fískverkafólks í aprfl?" Ásmundur sagði síðan frá for- sendum fjárlaga og gagnrýndi ríkis- stjómina fyrir að binda þar hendur verkalýðshreyfingarinnar. „I fjár- lagaraeðu sinni sagði flármálaráð- herra litlu skipta hvort þær áætlan- ir stæðust eða ekki. Hann skýrði það út með því einfaldlega að segja okkur að ef við næðum fram meiru en 2-3% kauphækkun mundu verð- hækkanimar bara verða þeim mun meiri og allt þar með jaftiast út.“ Eftir að hafa rakið þetta ástand og gagnrýnt það, blés Ásmundur til sóknar. Til þess sagði hann í fyrsta lagi þurfa samhentari vinnu- brögð, m.a. til þess að hafa vald á atburðarásinni, „... að við látum ekki leiða okkur heldur leiðum við aðra þangað sem við teljum réttast að fara.“ I öðm lagi þarf skipulags- breytingar á innra starfí verkalýðs- sambandanna, í þriðja lagi að móta skýra stefnu í atvinnu og efnahags- málum, í fjórða lagi að reka öflugt áróðursstarf. „í fimmta lagi verðum við að gera okkur grein fyrir því að innbyrðis deilur færa okkur ekk- ert áleiðis. Auðvitað höfum við ekki öll sömu skoðun. En við verðum að leggja áherslu á allt það sem er okkur sameiginlegt.“ Gjaldþrot þráhyggjunnar Ásmundur vék að efnahasmál- um: „Ástandið er augljóslega alvar- legt. kannski er það ekki undarlegt * Nokkrir þingfúlltrúar fylgjast með ræðu forseta samtakanna. Ætlum við að láta allt þetta yfir okkur ganga, lengi enn? - sagði Ásmundur Stefánsson í setningarræðu um af- skipti stjórnvalda af kjarasamningum „Okkur er það áhyggjuefhi þegar lagðir eru fjötrar á pólsku verkalýðssamtökin Solidarnos. Stjórnvöld á íslandi lýstu einnig áhyggjum sínum og fordæmdu mannréttindabrot pólskra stjórn- valda. Á hinn bóginn virðast þessi sömu stjórnmálaöfl telja það einfalt smekksatriði hvort samningar stéttarfélaga á ís- landi séu virtir, þeim rift eða þeir bannaðir með lögum. Ætlum við að láta allt þetta yfir okkur ganga lengi enn? Ég segi nei. Nú er fjandinn hafiþað nóg kom- ið.“ Þannig fórust Ásmundi Stef- ánssyni forseta Alþýðusambands Islands orð í setningarræðu á 36. þingi samtakanna. Þungamiðjan í ræðu Ásmundar var hörð gagn- rýni á stjómvöld fyrir afskipti af kjarasamningum og á efha- hagssfjórn undanfarinna miss- era. Ásmundur hóf mál sitt með því að lesa upp ímyndaðan kafla úr íslandssögubók á næstu öld, þar sem segir af því að ASÍ hafí verið lagt niður árið 2000 í framhaidi af afnámi samningsréttar. Bann á kjarasamninga árið 1988 hafi leitt til þess að verkföll voru bönnuð og kjarasamningar hafí misst gildi sitt. Síðan sagði Ásmundur: „Verður hann svona kaflinn um starfsemi verkalýðsfélaga sem böm okkar og bamaböm munu læra í íslandssög- unni sinni upp úr næstu aldamót- um? Er þetta sú framtíðarsýn sem við okkur blasir? Munu stjómvöld eyðileggja grundvöllinn að starf- semi allra stéttarfélaga með stöð- ugum íhlutunum í málefni þeirra á næstu árum?“ Hann ræddi síðan gildi samn- ingsréttarins og sagði frá gagnrýni á stjómvöld annarra ríkja fyrir að Moigunbíaðið/Ámi Sæberg ' Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ flytur ræðu sína. að æðstu ráðamenn þjóðarinnar tali um að þjóðin sé nánast gjald- þrota, það blasir við gjaldþrot. Það er hins vegar rangt að þjóðin sé gjaldþrota. Við stöndum frammi fyrir gjaldþrotiu þeirrar þráhyggju, að allur vandi verði alltaf leystur með kjaraskerðingu. Við stöndum frammi fyrir gjaldþroti þeirrar þrá- hyggju að kjaraskerðing sé lausn á rekstrarvanda atvinnulífsins, kjara- skerðing sé lausn á verðbólguvand- anum og viðskiptahallanum. Sú þráhyggja að allt skuli fijálst nema rétturinn til að semja um kaup og kjör, að hið opinbera eigi hvergi að grípa inn nema til þess að skerða kaupið, sú þráhyggja hefur beðið skipbrot. Ranghugfmyndin er gjald- þrota. Þjóðin er hins vegar enn sæmilega megandi." Hann nefndi síðan að uppstokk- unar er þörf til dæmis í sjávarútveg- inum og að með styttri vinnutíma lýma kjörin. „Mér er vandinn ljós. Eg geri ekki lítið úr honum. Ég er hins vegar ekki tilbúinn til þess að leggjast upp í loft og gefast upp. Við emm ósköp einfaldlega ekki í vonlausri stöðu. Þegar röng pólitík verður gjaldþrota hljótum við að hugsa málið upp ánýtt.“ Ásmundur gerði velferðarkerfíð að umtalsefni og gagnrýndi hug- myndir um að markaðsöfl ráði í velfarðarkerfinu. „Við eigum rétt á að fá umönnun á sjúkrahúsi, rétt á að bömin okkar gangi í skóla og við eigum rétt á að hafa að minnsta kosti lágmarks framfærslueyri. Við kaupum okkur ekki aðgang að grundvallarmannréttindum. Við eigum rétt á þeim. Óheft markaðs- hyggja á alls ekkert erindi í mann- legum samskiptum þar sem hver og einn á sinn rétt.“ Máli sínu lauk Ásmundur Stef- ánsson með því að biýna félaga sína til sóknar. „Ef verkalýðshreyf- ingin stendur sameinuð hlýtur hennar viðhorf að vera ráðandi. Við skulum horfa fram á veginn, leita nýrra leiða.“ ísafjarðardjúp: Góður afli hjá línubátum ísafirði. MJÖG góður afli er nú hjá línu- bátum á norðanverðum Vest- fjörðum. Fimmtudagskvöldið 17. nóvember lönduðu 3 linubátar á Isafirði um 60 tonnum eftir tvær legur. Víkingur III var aflahæst- ur en hann var með tæp 30 tonn. Ótið hefúr hamlað veiðum í haust en þegar bátamir komast á djúp- mið er yfirleitt góður afli. Þrír bátar, Guðný, Orri og Víkingur III, hafa stundað línuveið- ar héðan um árabil og hefúr yfír- leitt gengið ágætlega að manna þá. Nú er hins vegar orðið erfítt að fá beitingarmenn og mun því einn bátanna, Víkingur III, hætta veið- um um áramót, en hann fer úr landi í stað nýs báts sem Norðurtanginn hf. er að láta smíða í Noregi. Nýi báturinn er nokkru stærri og ekki er gert ráð fyrir að hann stundi dagróðra. Mestur hluti aflans fer til vinnslu hjá Norðurtanganum hf. en þó setja sjómennimir að jafnaði í nokkra gáma á mánuði til útflutnings. Þannig fer afli Guðnýjar úr þessari veiðiferð í gám og svo væntanlega í næstu viku afli annars hvors hins bátsins. Virðist gott samkomulag hafa náðst þama milli veiða og vinnslu, báðum aðilum til hagsbóta. - Ulfar Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Línubáturinn Orri að landa afla á ísafirði. Línusjómenn á ísafirði setja allan afla um borð í kör og ef þeir landa ekki daglega slægja þeir um borð. Karavæðingin bætir mjög meðferð aflans auk þess sem hún flýtir mjög fyrir við löndun. Fræðslufund- urummatar- æði og heilsu Náttúrulækningafélag Reykjavíkur heldur almennan fræðsluftind þriðjudagskvöldið 22. nóvember. Fundurinn verður haldinn á Hótel Lind við Rauðarárstíg og hefst kl. 20.30 stundvíslega. Örn Jónsson náttúmráðgjafi flytur erindi um tengsl mataræðis og heilsu og orkustreymi yin og yang í fæðunni í tengslum við austræna heimspeki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.