Morgunblaðið - 22.11.1988, Page 28

Morgunblaðið - 22.11.1988, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 Evrópubandalagið: Fundur Þjóðarráðs Pal- estínu skref í rétta átt Brussel. Reuter. Á FUNDI utanríkisráðherra Evr- Reuter Christina Onassis heldur á barni sínu, Aþenu, á skemmtisiglingu með fjórða eiginmanni sínum, Thierry Roussel, árið 1985. Christina Iést á laugardag og mun Aþena erfa Onassis-auðinn. Christina Onassis: Sögð hafa látist af völdum lungnakvilla Buenos Aires. Reuter. Daily Telegraph. ARGENTÍSKUR dómari skýrði ópubandalagsins í Brussel f gær um deiluna fyrir botni Miðjarðar- hafs var samþykkt ályktun þar sem segir að ákvarðanir Þjóðar- ráðs Palestfnu í ALgeirsborg i sfðustu viku séu skref f átt til frið- Skáldið lýsti jrfir stuðningi sínum við umbótatilraunir Míkhaíls Gorb- atsjovs Sovétleiðtoga og sagði: „Á hverjum degi lærum við eitthvað um lýðræði, stundum þó án sýnilegs árangurs." Jevtúsjenko lagði áherslu á að Sovétríkin yrðu að eiga samstarf við aðrar þjóðir til að samlegrar lausnar deilu araba og Israela. Hins vegar var hið nýja ríki Palestínumanna ekki viður- kennt formlega. í yfirlýsingunni var því fagnað að Þjóðarráðið skyldi fallast á ályktanir Sameinuðu þjóðanna númer 242 og bæta efnahag þjóðarinnar. „Sov- étríkin bjóða upp á ótrúlega mögu- leika til samstarfs þjóða á milli. En til þess að geta talist áreiðanlegir og traustir aðilar að Evrópubanda- laginu verðum við fyrst að geta skipt rúblunni í aðra gjaldmiðla," sagði Jevtúsjenko. 338 sem grundvöll alþjóðlegrar frið- aráðstefnu um Miðausturlönd. Ráð- herramir segja að þessi ákvörðun Þjóðarráðsins sé óbein viðurkenning á tilverurétti ísraels. „Fýrir aðild- arríki Evrópubandalagsins er þetta nauðsynlegt skilyrði fyrir varanleg- um og réttlátum friði í Miðausturl- öndum," segir í ályktuninni. í yfirlýsingunni lýsa ráðherramir ánægju sinni með að Þjóðarráðið skuli hafna hryðjuverkum. Ðeiluaðil- ar em hvattir til að grípa tækifærið og leita friðar á eina mögulegan mátann, þ.e. með því að halda al- þjóðlega friðarráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Lokakafli yfirlýsingár Evrópu- bandalagsins var settur inn að ein- dregnum tilmælum Frakka og ítala. Þar er lýst yfir miklum áhyggjum af ástandinu á hemumdu svæðunum. Þrjátíu og fimm ríki hafa nú viður- kennt ríki Palestínumanna. Kínveijar gerðu það í gær og Egyptar á sunnu- dag. ísraelsk stjómvöld hafa brugð- ist ókvæða við viðurkenningu Egypta á ríki Palestínumanna. Yitzhak Rab- in, vamarmálaráðhera ísraels, sakaði Egypta um að hafa með því brotið Camp David-samkomulagið. í því segir að staða hemumdu svæðanna skuli haldast óbreytt uns samið hafi verið um framtíð þeirra. frá því f gær að Chnstina Onass- ís, sem andaðist á laugardag í Argentínu, hefði látist af völdum lungnakvilla. Krufiiingar og rannsóknar var krafist eftir að annar dómari hafði lýst því yfir að andlátið væri grunsamlegt. Læknir sem Reuters ræddi við sagði að Christina hefði látist eftir að blóð hefði safnast í lungunum. Ættingjar hennar höfðu áður vísað á bug sögusögnum um að hún hefði fyrirfarið sér. Komið var að Christinu meðvit- undarlausri fyrir utan setur vinkonu hennar í einu úthverfa Buenos Air- es. Hún var úrskurðuð látin þegar hún var færð á sjúkrahús í borginni. Christina heimsótti oft vini sína í Argentínu, þar sem faðir hennar hóf viðskiptaferil sinn á þriðja ára- tugnum. Vinir hennar segja að hún hafi ætlað að kaupa eða leigja hús- næði í Buenos Aires. Christina Onassis varð ein af ríkustu konum heims þegar hún erfði eigur foður síns, gríska skipa- kóngsins Aristotelesar Onassis, árið 1975. Hún átti fjjögur mislukkuð hjónabönd að baki og átti við offitu að stríða, þyngdist til að mynda um rúm átta kfló á „megrunarstöð“ í Sviss. Hún var annað bam skipakóngs- ins og Aþenu Livanos, dóttur ann- ars skipakóngs, en þau skildu vegna sambands Onassis við óperusöng- konuna Maríu Callas. Bróðir Christ- inu fórst í flugslysi í Aþenu árið 1973, ári síðar lést móðir hennar og árið þar á eftir andaðist faðir hennar. Christina giftist tvítug miðaldra Bandaríkjamanni, Joseph Bolker fasteignasala, sem var fráskilinn og átti fjögur böm frá fyrra hjóna- bandi. Árið eftir skildu þau. Síðan giftist hún Alexander Andreadis, erfingja skipakóngs, og þau skildu árið eftir. Arið 1978 játaðist hún Sovétmanninum Sergej Kaúzov, starfsmanni sovéskrar skipamiðlun- ar, og þau bjuggu í lítilli íbúð í Moskvu þar til þau skildu eftir tveggja ára hjónaband. Hún var gift Thierry Roussel, frönskum fjár- málamanni, frá 1984 til 1987, og eignuðust þau bam, Aþenu, sem erfir Onassis-auðinn. írak: Sonur forset- ans sakað- ur um morð Bagdað. Reuter. SADDAM Hussein forseti íraks lét þau boð út ganga í gær að elsti sonur hans yrði sóttur til saka fyrir að ráða ráðgjafa for- setans af dögum. í tilkynningu frá forsetanum seg- ir að 18. október síðastliðinn hafi kylfuhögg orðið ráðgjafanum að bana. Uday, elsti sonur Husseins, situr nú í fangelsi og hefur þrisvar reynt að svipta sig lífí. Hann hefur verið sviptur formennsku í Ólympíunefnd íraks og Knatt- spymusambandi landsins. Fundiir samtakáolíuútflutningsríkja: Skammtímahagsmunir kunna að hafa hættur í för með sér SÉRFRÆÐINGAR telja að takist samtökum olíuútflutningsríkja (OPEC) ekki að ná samstöðu um leiðir til að draga úr ofifram- leiðslu í þeim tilgangi að ná fram hækkun olíuverðs megi gera ráð fyrir frekara verðhruni. Fulltrúar aðildarrikjanna funda þessa dagana I Vínarborg og þrátt fyrir ákafar tilraunir hefur ekki tekist að sætta sjónarmið fjandrikjanna tveggja, írana og íraka. Dr. Subroto, framkvæmdastjóri OPEC, sagði er hann var á ferð í Noregi nú nýverið að undirrituðu Irakar samning um takmarkanir olíuframleiðslu teldi hann góðar líkur á þvi að oliu- verð færi hækkandi á ný. Reynslan sýnir hins vegar að Qölmörg riki OPEC láta fyrst og fremst stjórnast af skammtimahagsmun- um en þetta sjónarmið kann að hafa hættur í för með sér. Þá snertir fundurinn einnig hag olíuframleiðslurikja sem standa utan samtakanna, ekki síst Sovétmenn. Deila írana og íraka hefur spillt mjög fyrir þeirri viðleitni aðildarríkja OPEC að takmarka olíuframleiðslu. frakar krefjast þess að framleiðslukvóti þeirra verði hinn sami og frana en þeir síðamefndu hafa þráfaldlega vísað kröfu þessari á bug. Undanfarin tvö ár hefur OPEC-ríkjunum í raun ekki tekist að ná samkomulagi um neitt það sem gæti haft hækkun olíuverðs í for með sér. Þótt aðildarríkin taki öll undir nauðsyn þess að gripið verði til samræmdra að- gerða í þessu skyni hefur raunin orðið sú að framleiðslan hefur jafnan orðið meiri en um var sa- mið. Hvert einstakt ríki horfir með hryllingi til þess að olíutekjur dragist saman og af þessum sök- um hafa gerðir samningar verið hundsaðir, sem aftur hefur orðið til þess að verðið hefur lækkað. OPEC-ríkin hafa því þurft að glíma við vítahring offramleiðslu og verðlækkunar. Óttast írani Þess er og að gæta að nokkur OPEC-ríki telja það beinlínis þjóna hagsmunum sínum er til lengri tíma er litið að olíuverð fari ekki hækkandi. Ríki þessi óttast efnahagslega endurreisn írans og vaxandi áhrif öfgafullra múslima í arabaheiminum. Þá telja mörg stærri ríkin að lágt olíuverð geti orðið til þess að styrkja mjög stöðu þeirra á stjóm- málasviðinu þar eð smærri ríki muni að líkindum neyðast til að ganga mjög á olíuauðlindir sínar og að lokum fallast á pólitískar tilslakanir vegna efnahagskrepp- unnar. Efiiahagskreppa og stjórnmálaólga Stærri og auðugri ríki svo sem Kuwait og Saudi-Arabaía kunna að telja að þetta gæti þjónað hags- munum þeirra en þessi þróun gæti haft víðtækar afleiðingar. Efnahagskreppa í smærri ríkjun- um við Persaflóa myndi án nokk- urs vafa hafa stjómmálaólgu í för með sér. Hreyfingar vinstri manna myndu að líkindum treysta sig í sessi og örvænting í röðum almennings gæti víða leitt til stjómarskipta. Yrði raunin þessi er ennfremur hugsanlegt að óvin- veittar ríkisstjómir í smærri ríkjunum tækju á endanum að hyggja á landvinninga í því skyni að koma á framleiðslueinokun. Að auki myndi öfund og óvild í garð hinna íhaldssömu nágranna þeirra reynast þung á metunum. Reuter Undanfarin tvo ár hafe aðgerðir OPEC-ríkjanna reynst gagnslitl- ar þrátt fyrir áköf fundahöld. Myndin var tekin er fulltrúar aðild- arríkjanna, sem eru 13 að tölu, komu saman í Genf árið 1986. Hagsmunir Sovétmanna og Norðmanna Það em ekki einungis mikil- vægt fyrir OPEC-ríkin að bmgð- ist verði við vandanum á skynsam- legri og ábyrgari hátt en hingað til hefur verið gert. Undanfarin tvö ár hafa Norðmenn, sem ekki eiga aðild að OPEC, takmarkað olíuframleiðslu sína. Framleiðslan hefur verið rúmum sjö prósentum undir fullri framleiðslugetu en fer engu að síður vaxandi þar sem nýir olíuborpallar hafa verið tekn- ir í notkun. Fjárfestingin hefur verið gífurleg og mikilvægt er að nýta tækjabúnaðinn þó svo ágóð- inn verði ekki í samræmi við von- ir manna. Sovétmenn eiga einnig mjög mikið undir því að olíuverð hækki á ný. Þá vantar sárlega erlendan gjaldeyrir til að unnt reynist að íjárfesta í nauðsynlegum tækja- búnaði ætli stjómvöld sér að reisa hagkerfíð við og auka vömfram- boð. Framleiðsla Sovétmanna hef- ur aukist á undanfömum ámm en verðmæti hennar hefur ört farið minnkandi. Sérfræðingar telja að meðalverð á olíufati frá Úral-svæðinu verði 13,70 Banda- ríkjadalir í ár, samanborið við 17,80 á síðasta ári og 27,30 árið 1985. Það ár vom tekjur Sovét- manna af olíuútflutningi áætlaðar 33,4 milljarðar Bandaríkjadala (rúmir 1.500 milljarðar ísl. kr. miðað við núverandi gengi) en tekjumar í ár verða að líkindum aðeins 19 milljarðar dala (um 950 milljarðar ísl. kr.). Þá er þess að geta að víða f Sovétríkjunum er olíuvinnslan nú rekin með tapi sökum þess hve framleiðslukostn- aðurinn er hár. Þannig er talið að víða kosti það 13 til 15 Banda- ríkjadali að framleiða hvert olíu- fat. Nái OPEC-ríkin ekki sam- stöðu um aðgerðir á fundinum í Vfn og falli verðið í kjölfar hans verða Sovétmenn illa á vegi stadd- Heimildir: Swiss Press Review and News Report, Reuter og Norinform. Jevgeníj Jevtúsjenko: Sovétríkin gangi í Evrópubandalagið Princeton. Reuter. í RÆÐU sem sovéska skáldið, Jevgeníj Jevtúsjenko, hélt í Prince- tonháskóla í Bandaríkjunum á miðvikudag sagði hann að lands- feðurnir ættu að breyta rúblunni (sovéska gjaldmiðlinum) í skiptan- lega mynteiningu til að búa Sovétríkin undir það að ganga í Evrópu- bandalagið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.