Morgunblaðið - 22.11.1988, Side 30

Morgunblaðið - 22.11.1988, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 70 kr. eintakið. Flokksþingin og fortíðin Bæði Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur héldu flokksþing um helgina. Það var ekki norðangarrinn á þingunum þeim, heldur hauststillur. For- maður Alþýðuflokksins flutti einhvers konar „höfuðlausn“ á þingi Framsóknarflokksins. Formaður Framsóknarflokksins fór með svipaða rullu á krata- þinginu. „Ekki eru allir viðhlæjendur vinir.“ Engu að síður vöktu þessar gagnkvæmu heimsóknir flokksformannanna athygli. Þær gefa og tilefni til þess að horfa um öxl á samþættingu þessara flokka á liðinni tíð. Maður hét Jónas Jónsson frá Hriflu og kom mjög við sögu íslenzkra þjóðmála um áratuga- skeið. Hann stóð að stofnun tveggja stjómmálaflokka árið 1916: Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins. Skyldi annar hazla sér völl við_ sjávar- síðu, hinn til sveita. A ýmsu hefur gengið á langri leið þess- ara rúmlega sjötugu stjóm- málaflokka og stundum verið vík á milli vina, en „römm er sú taug sem rekka dregur föð- urtúna til“. Það kom f ljós við síðustu stjómarmyndun. Samstarf Alþýðuflokks og Framsóknarflokks hefur senni- lega aldrei verið nær því sem til var stofnað í upphafi en í hræðslubandalaginu 1956. Þá efndu flokkamir til sérstæðra kosningasamtaka. Alþýðuflokk- urinn bauð ekki fram gegn Framsóknarflokki, þar sem sá síðamefndi hafði meira kjör- fylgi en sá fyrrnefndi, heldur studdi frambjóðendur hans. Og Framsóknarflokkurinn veitti Alþýðuflokknum sams konar stuðning þar sem hann stóð betur að vígi. Tilgangurinn var að ná þingmeirihluta með minnihluta atkvæða. Það tókst ekki. Og mikill styrr stóð um lögmæti þessa fóstbræðralags. En tilraunin talar sínu máli. Enginn íslenzkur stjómmála- flokkur hefur verið jafnlaginn við að tryggja sér völd og áhrif með stjómaraðild og Framsókn- arflokkurinn, þótt á ýmsu hafi gengið um kjörfylgi hans. Hæst ber þijár langlotur flokksins í stjómarráðinu. Fyrsta langlota Framsóknarflokksins í stjómar- ráðinu stóð frá árinu 1927 allar götur til ársins 1942, eða í hálf- an annan áratug. Þetta vóm ár kreppu, hafta, skömmtunar og miðstýringar. Þá lágu stjóm- málamennimir yfir reikningum einstakra fyrirtækja eins og nú skal gera í gegnum „Stefáns- sjóðinn", ef marka má orð for- sætisráðherra. Hvers konar op- inber ofstjóm tafði fyrir hlið- stæðum framfömm hér og áttu sér stað víða erlendis. Onnur stjómarlota Framsóknarflokk- ins stóð í tólf ár, frá 1947 til 1958. Þá hófst viðreisnin, sem skilaði þjóðinni vel á veg til fijálsræðis og stöðugleika í þjóðarbúskapnum. Þriðja þrá- seta Framsóknarflokksins í ríkisstjóm hófst síðan 1971 og stendur enn. Þetta tímabil spannar m.a. „verðbólguáratug- inn“. Framsóknarflokkurinn hefur nú setið samfellt í stjórnarráð- inu í 17 ár — í 7 ríkisstjómum. Steingrímur Hermannsson, formaður flokksins, hefur verið ráðherra í áratug og í tvígang forsætisráðherra. Framsóknar- flokkurinn hefur oft og lengi á þessu tímabili borið stjómar- farslega ábyrgð á tveimur at- vinnumálaráðuneytum: sjávar- útvegsráðuneyti og landbúnað- arráðuneyti. Ekki er hægt að segja, þegar horft er til þessara málaflokka á líðandi stund, að verkin lofi meistarann. Þegar Framsóknarflokkurinn fékk fyrst forsæti í ríkisstjórn árið 1927 var það fyrir atfylgi Alþýðuflokksins. Að því leyti hafði ekkert breytzt á rúmum sextíu ámm þegar núverandi stjóm var mynduð. Þeir em kokhraustir foringjar félagshyggjunnar um þessar mundir. Og raunar engu líkara en þeir telji dagdrauma sína pólitískan vemleika! En rósir fölna fyrr en varir, ekki sízt pólitískar rósir. Þetta nýja „hræðslubandalag“, sem telur sig, að því er virðist, hafa í öll- um höndum við Sjálfstæðis- flokkinn á eftir að súpa marga fjöruna. 0g það á eftir að fara í gegnum kosningar. Þá getur verið að Alþýðuflokkurinn verði spurður um viðreisnaráformin fyrir síðustu kosningar og ýmis- legt fleira. Og kannski verður formaður Framsóknarflokksins einnig spurður um frjálshyggju- tilburðina fyrir síðustu kosning- ar — því ekki vantar fijáls- hyggjumennina í Reykjanes- kjördæmi, þótt gjaldkeri Fram- sóknarflokksins mglist við- stöðulaust á nútímanum og kreppuámnum, ef marka má innantóm glamuryrði hans um sjálfstæðisfólk. Forsetinn tekur við heiðursfélagaskjali íslendingafélagsins í Vancouver úr hendi Róberts Ásgeirsson- ar, formanns íslendingafélagsins. Að koma og sjá tíl að skilja Viðtal við forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, um heimsókn til Vestur-íslendinga og ráðstefnuna „Ferð til friðar“ Það var gaman að vera íslend- ingur í Vancouver í Kanada dag- ana 24.-27. október síðastiiðinn — þar sem fulltrúar 65 þjóðlanda voru samankomnir til að ræða um hvernig „ferðaþjónusta gæti orðið leiðandi afl til alheims- friðar“. Hinn glæsilegi forseti okkar skipaði þar heiðurssæti og tókst — með persónutöfrum, glæsilegri framkomu og snjallri setningarræðu að glæða samko- muna þeim hugblæ, að litla eyjan í norðri var í brennidepli. Hlý- leiki, virðuleiki og létt kímni sameinaðist i einni persónu. Það var stór stund í ráðstefiiulok, þegar allir þjóðarfulltrúar stóðu upp í virðingarskyni og báðu frú Vigdísi og um leið friðelskandi smáþjóð að vera áfram í forsæti undir friðarmerki. Væntanlegt íslendingahús og menningarmiðstöð Forseti íslands lyfti öðru Grettis- taki með heimsókn sinni til Van- couver, en heimsókn hennar var einstök hvatning fyrir vestur-ís- lenska samfélagið. „Allir af íslensku bergi brotnir, jafnt ungir sem gaml- ir, komu til að veita forseta sínum virðingu — ekki aðeins Vestur- íslendingar heldur allir þeim tengd- ir. Vigdís hefur auðgað okkur með lifandi persónuleika og heillandi framkomu. Rætt hefur verið um að koma hér upp íslendingahúsi eða menningarmiðstöð, þar sem íslen- skar útflutningsvörur, bókmenntir og menning yrði kynnt. Okkur vant- aði aðeins eldmóð og sameiningar- afl til að hrinda því í framkvæmd. Heimsókn frú Vigdísar hefur gefið okkur hvorttveggja og núna hef ég trú á, að ekki sé langt í íslendinga- húsið, sagði Róbert Asgeirsson, formaður íslendingafélagsins í Vancouver." hvað hún segir um íslenska menn ingararfinn og skyldur íslending gagnvart vestur-íslenska samfélag inu, sem telur um 50.000 manns Einnig er fróðlegt að heyra, hva henni finnst um mikilvægi ráðstefr unnar — fyrir heimsbyggðina o fyrir ímynd íslands. Frú Vigdís g£ sér tíma til að svara ofangreind yfír morgunkaffí klukkan sjö ■ aðeins klukkutíma áður en hú kvaddi ráðstefnugesti með glæs brag. Að koma og sjá er að skilja — Á íslandi lifír fólk góðu 1 með mikla menningu og í mínu huga gildir hið sama um Kanad En á sama hátt og enginn skil Island að fullu nema að koma þang- að, þá hafa einkenni og svipmót kanadísku þjóðarinnar ekki verið mér ljós fyrr en núna, segir frú Vigdís. Ég gerði mér ekki fulla grein fyrir því stórmerkilega fyrir- bæri, sem Vestur-íslendingar eru — að þeir skuli enn varðveita hin ein- stæðu sérkenni Islendinga „að muna upphaf sitt“. Bláfátækir og snauðir komu þeir til Kanada, en „§ölskyldufortíðina“ tóku þeir með sér og börnin þeirra fá hana í sinn menningarsjóð. „Afi og amma komu frá þessum hluta Islands — ættingjar mínir búa þar enn — árið nítján hundruð og eitthvað flutti pabbi hingað“, en eitthvað þessu líkt hljómaði frá öllum, sem ég hitti. Að muna upphaf sitt — að vita rætur sjnar er mikill styrkur fyrir Vestur-íslendinga — menning- ararfur, sem gefur lífi þeirra lit og gildi. Skyldur íslendinga við Vestur-íslendinga — íslenska þjóðin má vera stolt af íslenska þjóðarbrotinu í Kanada - á að kunna að rækta frændsemi, sem nær vestur yfír haf og meta hana mikils. Vestur-íslendingum er það til dæmis mikið metnaðarmál að skapa í Vancouver íslenska menningar- og verslunarmiðstöð, í svipuðum anda og Norræna húsið í Reykjavík eða Hús Jóns Sigurðs- sonar í Kaupmannahöfn. íslending- Fyrstu hughrif forsetans úr Kanadaheimsókn Frú Vigdís var í fjögurra daga skipulagðri dagskrá á vegum Is- lendingafélagsins í Vancouver áður en ráðstefnan hófst. Þetta var í fyrsta skipti, sem frú Vigdís heim- sækir íslendingabyggðir í Kanada, og gaman að heyra um hughrif hennar í þessari fyrstu heimsókn — Forsetinn, Louis D’Amore og Patrick Reid skemmta sér vel yfir ræi Kanada hjá Sameinuðu þjóðunum og formanns kanadíska stjórnniálaflol

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.