Morgunblaðið - 22.11.1988, Side 34

Morgunblaðið - 22.11.1988, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKIPri/AIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 j325S2S2T Hótel Nes í Ólafsvík auglýst til sölu FYRIR skömmu var Hótel Nes í Olafsvík auglýst til sölu. í húsinu eru 38 tveggja manna herbergi, þriggja herbergja íbúð og mat- salur fyrir hundrað manns auk alls búnaðar til hótelrekstrar. Hótelið hefiir verið opið ferða- mönnum á sumrin en á veturna nýtist það sem verbúð fyrir að- komuverkafólk og sjómenn. Eig- endur eru 7 fyrirtæki í Ólafsvik auk Ólafsvíkurbæjar sem á 13% hlutafjár. Að sögn Péturs S. Jó- hannssónar, framkvæmdastjóra hjá Sjóbúðinni hf., sem er rekstraraðili hússins, stendur fyrirtækið vel fjárhagslega en vegna breyttra útgerðarhátta vilja fyrirtækin losa sig út úr þessum rekstri. Pétur S. Jóhannson, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að reksturinn hefði verið leigður út á sumrin und- anfarin ár en húsið verið í fullri notkun fjóra mánuði á ári yfir vetr- armánuðina undanfarin ár sem ver- búð. Frá byggingu hússins árið 1975 hefðu útgerðarhættir tekið breytingum. Þá hefðu bátar stund- að línuveiðar en með minnkandi um herbergjum og 100 manna sal. Pétur sagði að nokkrir aðilar hefðu sýnt áhuga á hótelinu. Fjár- hagsleg staða þess væri góð og til greina kæmi að núverandi eigendur tækju þátt í að reka það með öðrum. Bankamál Nýr bæklingur um alþjóðaviðskipti LANDSBANKINN hefur gefið út vandaðan kynningarbækling þar sem vakin er athygli á sérhæfðri þjónustu Landsbankans við fyrir- tæki í alþjóðaviðskiptum. Þar á meðal eru ábyrgðir, innheimtur, gjaldeyrisþjónusta, greiðslumiðlun, endurlánuð erlend lán, framvirk gjaldeyrisviðskipti, starfsemi útflutningslánasjóðs o. fl. I inngangi segir m.a. að með auknum inn- og útflutningi og við- skiptum á nýjum markaðssvæðum hafi bankinn fylgt þróuninni og opnað viðskiptareikninga í öllum helstu viðskiptalöndum Íslendinga. Þá segir ennfremur að alþjóðleg bankastarfsemi sé flóknari en svo að víðtækrar þekkingar og sam- banda verði aflað á stuttum tíma. A alþjóðlegum gjaldeyris- og fjár- magnsmörkuðum séu breytingar mjög örar. Ný viðskiptaform séu sífellt að koma fram og eldri að taka veigamiklum breytingum. Landsbankinn hafi sérstöðu á ís- landi á þessu sviði og starfsmenn Alþjóðasviðs Landsbankans hafi langa reynslu í þessum viðskiptum og fylgist vel með breytingum og nýjungum. Fasteignasala dæmd í skaðabætur EIGENDUR fasteignasölu einnar hafa verið dæmdir til að greiða tveimur kaupendum íbúðar skaðabætur vegna tjóns, sem þeir urðu fyrir og fasteignasalan var talin bera ábyrgð á. Segir í forsendum dómsins, að við milligöngu sína við sölu fasteignarinnar hafí fast- eignasalan komið fram sem sjálfstæður miðlari og því beri hún beina abyrgð á tjóni kaupendanna. Bótakröfur sínar byggðu kaup- endur íbúðarinnar á því, að kaup- samningurinn var þannig útbúinn, að þeir voru ekki tryggðir fyrir hugsanlegum vanefndum af hálfu seljenda við að aflétta þeim skuld- um, sem þeir lofuðu. Fasteignasöl- unni hafi borið að afla upplýsinga um kvaðir og veðskuldir á eigninni og miðla þeim til kaupenda, enda hafi kaupendurnir ekki haft sér- þekkingu og aðstöðu til að afla þessara upplýsinga. Vinnubrögð fasteignasölunnar hafí verið með þeim hætti, að annað hvort hafi staða áhvílandi lána á eigninni ekki verið könnuð af henn- ar hátfu eða upplýsingum, sem hún aflaði, ekki komið á framfæri við kaupendur. Slík vanræksla hljóti að leiða til bótaábyrgðar fasteigna- sölunnar vegna gáleysis ef ekki vegna ásetnings. Kaupendur héldu því ekki fram, að beint samningssamband væri milli þeirra og fasteignasölunnar. I stað þess byggðu þeir rétt sinn á því, að skylda fasteignasala væri að gæta hagsmuna bæði seljanda og kaupanda. í löggildingunni fæ- list viðurkenning á tiltekinni sér- þekkingu og aðilar að fasteignavið- skiptum yrðu að geta treysta á fag- leg vinnubrögð fasteignasala. enda, að ábyrgð fasteignasalanna gæti hugsanlega komið til álita. Niðurstaða dómsins, sem var kveðinn upp í bæjarþingi Reykjavík- ur, var sú, að vegna skorts á upplýs- ingum, hefði þess ekki verið gætt við gerð kaupsamnings að kveða á um, hvernig vanskilum áhvílandi veðskulda yrði komið í skil af hálfu seljendanna. Jafnframt bar fast- eignasölunum að leiðbeina aðilum um val á dagsetningu til að aflétta áhvílandi veðskuldum, þannig að kaupendur hefðu fullnæjandi trygg- ingu þar til lánunum yrði aflétt. Með vanrækslu sinni hefði fast- eignasalan fellt á sig bótaábyrgð. Úrslit málsins urðu þau, að eig- endur fasteignasölunnar voru dæmdir til að greiða íbúðarkaup- endunum kr. 147.578 auk vaxta og kr. 60.000 í málskostnað. Morgunblaðiö/Emilía LEIKFONG — Margrét Pálsdóttir hefur keypt verslunina Liverpool, en faðir hennar, Páll Sæmundsson átti hana um árabil hér áður fyrr. HEILBRIGÐISSTETTIR — Fynrtækið GK-Hönnun sf., Háholti 14, Mosfellsbæ er útgáfu-, dreifingar- og hönnunarfyrirtæki, sem sérhannar og framleiðir vinnufatnað fyrir heilbrigðisstéttina und- ir vörumerkinu Dent og Med. Efnið í flíkurnar er úr 100% bómull og er flutt inn frá V-Þýskalandi. Hægt er að velja um ýmsa liti. Eigend- ur fyrirtækisins eru tannlæknarnir Gunilla Skaptason og Kristján Kristjánsson. Markaðs- og sölustjóri er Gerður Hannesdóttir. afla og breyttum veiðiskap hefðu fyrirtækin minni þörf fyrir þessa aðstöðu. Þau vildu því losa sig út úr rekstri hússins og teldu það hlut- verk annara að sjá um hann en myndu þó áfram skipta við þann aðila sem tæki við. Komið hefði til tals að byggja ofan á húsið hæð og samkvæmt teikningu sem iægi fyrir væri gert ráð fyrir 15 vel bún- Vanræksla olli bótaábyrgð Sýningin Betri brú ’89 SAMTÖK seljenda skipatækja, sem samanstanda af fyrirtækjum á sviði sölu og þjónustu á skipa- tækjum, halda dagana 15.-r8- des. nk. sýningu þar sem leitast vérður við að sýna nýjungar, að þvi er segir í frétt frá aðstandendum sýningarinnar. Hún mun bera yfirskriftina Betri brú ’89. í fréttinni segir einnig að tækni- þróun í siglinga- og fiskileitartækjum sé mjög ör um þessar mundir, og því sé mikilvægt að hlutaðeigandi aðilar séu vel upplýstir. Ferðaskrif- stofan Saga mun bjóða upp á sér- stakan ferða- og gistipakka vegna sýningarinnar. Fyrirtæki Liverpool aftur í Ijölskylduna LEIKFANGAVERSLUNIN Liverpool opnaði nýlega undir stjórn nýs eiganda, Margrétar Pálsdóttur. Hún er þó ekki ókunn rekstri verslun- arinnar, því faðir hennar, Páll Sæmundsson var aðaleigandi hennar um margra ára skeið, eftir að hafa verið verslunarstjóri hjá fyrri eigendum. Það var á stríðsárunum sem hann keypti verslunina, og árið 1955 byggði hann svo húsið að Laugarvegi 18a þar sem verslun- in er til húsa enn þann dag í dag, og hefiir húsið verið í eigu Qöl- skyldunnar síðan. Hins vegar hefur rekstur leikfangaverslunarinnar verið í eigu annarra aðila síðan Páll hætti rekstrinum sjálfur. Innflutningur Tollvörugeymsl- an býður upp á tölvutengingu TOLL V ÖRUGE YMSL AN hefur nú tengst almenna gagnaflutn- ingsnetinu hjá Pósti og Síma. Þetta gefiir viðskiptavinum Toll- vörugeymslunnar möguleika á því að tengjast tölvukerfí Toll- vörugeymslunnar, og stunda þannig Qarvinnslu við það. Þær aðgerðir sem hægt er að framkvæma í fjarvinnslu eru fjórar, gerð úttekta, uppfletting á birgða- stöðu, uppfletting í tollskrá og upp- fletting á nýjum og gömlum gengi- stöflum. Það sem viðskiptavinur Tollvörugeymslunnar þarf til teng- ingarinnar er tölva, mótald og að- gangsorð. Með tengingu við al- menna gagnaflutningsnetið opnast einnig möguleiki á því, að tengjast gagnabönkum um allan heim. Röng málshöfðun sem málsvörn Fasteignasalarnir kröfðust sýknu á þeim forsendum, að málshöfðun- inni væri beint ranglega að þeim. Þannig væru þeir ekki aðilar að kaupsamningi þeim, sem gerður hefði verið. I öðru lagi hefðu kaup- endurnir haft tök á að firra sig tjóni, þar sem komið hefðu framhjá þeim strax í upphafi efasemdir um skilvísi seljenda. Þá héldu fast- eignasalarnir því fram, að staðið hefði verið með venjubundnum hætti að sölunni og gerð kaupsamn- ings. Þannig hefði staða áhvílandi lána, sem átti að yfirtaka, verið til- greind í samræmi við venju og sömuleiðis lán, sem átti að aflétta. Enn báru fasteignasalarnir það fyrir sig, að ábyrgð þeirra, ef hún væri fyrir hendi, hlyti að vera af- leidd en ekki bein. Kaupendunum hefði því verið skylt að staðreyna tjón sitt með innheimtu á hendur seljendum og það væri fyrst, er ljóst væri, hvert tjónið væri og að það myndi ekki fást bætt úr hendi selj- Verslunarnafnið Liverpool hefur reyndar verið í notkun á Islandi síðan árið 1839, en þá keypti mað- ur að nafni Hans Christian Robb verslunarhús Jóns Magnússonar, og hóf að versla þar undir nafninu Liverpool. Verslunin og nafnið voru svo í eigu ýmissa aðila fram til árs- ins 1930, er Mjólkurfélag Reykjavíkur keypti Liverpool, og rak verslunina í húsi sínu að Hafn- arstræti 5. Allan þennan tíma var verslunin rekin sem krambúð og nýlenduvöruverslun, þó svo að í fyllingu tímans hafi vöruúrvalið færst að mestu yfir í leikföng. Árið 1940 tóku svo þeir Gísli Jónsson frá Bíldudal og Ólafur B. Björnsson frá Akranesi við rekstrinum, og jafnframt var Páll Sæmundsson ráðinn verslunarstjóri. Hann keypti síðan verslunina stuttu síðar. Árið 1955 flutti verslunin sem fyrr segir í húsið sem Páll byggði að Laugar- vegi 18a. Margrét Pálsdóttir eignaðist Li- verpool í vor, og byijaði 1. maí með verslunina á jarðhæð hússins, en hefur nú nýverið tekið 2.hæð að auki undir verslunina. „Ég end- urnýjaði innanstokksmuni á jarð- hæðinni fyrir opnunina, en á efri hæðinni eru enn upphaflegu inn- réttingarnar. Það má með sanni segja að þær hafi skilað sínu með sóma, því þær njóta sín afar vel, enn þann dag í dag,“ sagði Margr- ét í samtali við Morgunblaðið. í Liverpool eru á boðstólum ýmiskon- ar leikföng og gjafavörur fyrir yngri kynslóðina, en Margrét sagði að það væri enn algengt að eldra fólk sem hafi þekkt Liverpool sem krambúð á sínum yngri árum liti inn í leit að pottum eða leirtaui. „Slíkt er auðvitað bara skemmtilegt krydd í tilveruna,“ sagði hinn nýi en jafn- framt rótgróni eigandi Liverpool að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.