Morgunblaðið - 22.11.1988, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 22.11.1988, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 Húsavík: Þrír bílar í árekstri á Mýrarkvísl •• Okumaður eins þeirra fluttur á sjúkrahús Ökumaður jeppabifreiðar var fluttur í sjúkrahús í fyrrakvöld, töluvert slasaður, eftir að þijár bifreiðir skullu saman á brúnni yfir Mýrarkvísl, _ sem rennur í Laxá í Aðaldal. Óhappið átti sér stað á þjóðveginum um tíu km sunnan við Húsavík. Á þessum slóðum eru tvær brýr, en þó nokkur hæð á milli þeirra. Vörubifreið var á leið norður til Húsavíkur og stefndi niður á þessa tilteknu brú. Jeppabifreið var hins- vegar á leið frá Húsavík til suðurs og skullu bifreiðimar saman á miðri brúnni. Töluverð hálka var á þessum slóðum þegar slysið átti sér stað um kl. 20.00 á sunnudagskvöld. Síðan lenti þriðji bíllinn, fólksbíll, inn í áreksturinn, en hann var á sömu leið og jeppabifreiðin, frá Húsavík til suðurs. Okumaður jeppans var í fyrstunni fluttur í sjúkrahúsið á Húsavík og síðar um kvöldið í Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. Jeppinn og vörubíllinn voru mikið skemmdir og óökufærir. Minna sá á fólksbíln- um. Farþegar voru í jeppanum og vörubílnum. Allir nema ökumaður jeppans voru í bílbeltum og sluppu aðrir en hann óslasaðir úr árekstrin- um, að sögn Þrastar Brynjólfssonar yfirlögregluþjóns á Húsavík. Teclinics HLJÓMTÆKJASAMSTÆÐA MEÐ ÞRÁÐLAUSRI FJARSTÝRINGU Technics X 800 er hágæða hljómtækjasamstæða með ótrúleg hljómgæði, glæsilegt útlit og framúrskar- andi endingu. Þessi þrjú atriði koma í raun engum á óvart þegar Teclmics á í hlut. Vegna hagstæðra samninga og skilnings framleið- anda á erfiðu ástandi hér heima getum við boðið þessa samstæðu á hagstæðara verði en nokkru sinni fyrr Kr. Kr. 34.950.- ____ _____m/ skáp kr. 39.940,-st.gr.__ JAPISS • BRAUTARHOLT 2 ■ KRINGLAN ■ • SÍMI 27133 ■ ■ AKUREYRI ■ SKIPAGATA 1 ■ ■ Sl'MI 96-25611 ■ Morgunblaðið/Rúnar Þór Araar Sigfússon uppboðshaldari veifar hér bijóstahaldara, en 115 slikir fóru á 600 krónur. Gestir geta ekki leynt kátinu sinni. Uppboð bæjarfógetaembættisins á Akureyri; 90 karlmaimauær- buxur á 3500 kr. 115 bijóstahaldarar slegnir hæst- bjóðanda á 600 krónur ÞAÐ VAR fuilt út úr dyrum í lögreglustöðinni á Akureyri síðastliðinn laugardag þar sem fram fór uppboð á ýmsum hlut- um. Bílar, bátur, sjónvarp, mynd- bandstæki, reiðhjól, bijóstahald- arar og karlmannanærbuxur var á meðal þess sem boðið var upp í lögreglustöðinni og það gekk bókstaflega allt út. Til dæmis fóru 115 stykki af brjóstahöldur- um á 600 krónur og 90 karl- mannanærbuxur voru slegnar á 3.500 krónur. í fyrstunni voru boðnar 100 krónur i þær, þá 200, svo 500,1.000 kr., 2.000 kr., 2.500 kr., 2.600 kr., 2.700 kr., 3.000 kr., 3.200 kr. og að lokum 3.500 krónur. Amar Sigfússon fulltrúi hjá bæj- arfógetanum á Akureyri var upp- boðshaldari að þessu sinni. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta uppboð hefði verið óvenju ijörugt og mikið um vörur. Abyrgðir vegna Kaupfélags Svalbarðseyrar: Fimm ára gamlir óútfyllt- ir og ódagsettir víxlar Akaflega vafasamir innheimtu- pappírar, segir Guðmundur Þórisson Lögfræðingar bændanna á Svalbarðseyri sem gengu í per- sónulegar ábyrgðir fyrir Kaup- félag Svalbarðseyrar telja að kröfúr Samvinnubankans á hend- ur bændunum séu fyrndar og því komi ekki til mála að þær verði greiddar. „Því á ég ekki von á því að við göngum að tilboði Sam- bandsins sem gerir ráð fyrir að Sambandið taki á sig þriðjung ábyrgðanna, Iðnaðarbankinn, Samvinnubankinn og Sparisjóður Glæsibæjarhrepps taki á sig þriðj- ung skuldanna og þeir láni bænd- unum þriðjung á hagstæðum kjör- um,“ sagði Guðmundur Þórisson bóndi i Hléskógum í samtali við Morgunblaðið. „Ef tilboði Sambandsins verður ekki tekið, reikna ég með að Sam- vinnubankinn fari einfaldlega út úr myndinni með sínar kröfur. Þær eru taldar ákaflega vafasamar þó ekki sé meira sagt. Kröfumar eru orðnar mjög gamlar og tryggingavíxlarnir, sem bankinn hefur undir höndum, eru bæði óútfylltir og ódagsettir. Þeir áttu að hafa verið trygging fyrir erlendu láni, sem Útvegsbank- inn veitti Kaupfélagi Svalbarðseyrar fyrir einum sex ámm þegar vélarnar vom keyptar í nýju . kartöfluverk- smiðjuna. Síðan féll lánið á Sam- vinnubankann, sem ekki innheimti féð,“ sagði Guðmundur. Fjórir ábyrgðarmenn skrifuðu upp á þessa tryggingavíxla í Samvinnu- bankanum, þeir Ingi Þór Ingimars- son, Neðri-Dálgsstöðum, Jón Laxdal í Nesi, Bjami Hólmgrímsson á Sval- barði og Jón Sólnes, sem látinn er fyrir rúmum tveimur ámm. Krafa Samvinnubankans stendur nú í um 26 milljónum króna. „Þeir lögfræð- ingar, sem við höfum leitað til, telja þessa pappíra vonlausa innheimtu- aðferð þar sem pappíramir hafa verið látnir liggja þetta lengi. Þeir telja að slíkir pappírar fyrnist á tveimur ámm.“ Hann sagði að því miður hefðu þessir viðskiptahættir mikið verið notaðir hér áður fyrr. „Menn gáfu út alls kyns víxla án þess þó að setja á þá upphæð eða dagsetningar. Bankarnir tóku gjarnan við þessum víxlum og settu sjálfir á þá kostnað eftir eigin höfði og innheimtu síðan. Hinsvegar skilst mér að tekið hafi verið algjörlega fyrir slík viðskipti á síðasta ári,“ sagði Guðmundur. Hann bjóst við að bændumir myndu leita samninga við Iðnaðarbankann um að kröfumar yrðu jafnaðar út. Samið yrði um einhverja heildampp- hæð í stað þess að hanga í því hvaða krafa sé lögleg og hver ekki. Sam- vinnubankinn, álít ég, að muni aldr- ei leggja út í málaferli með svo hæpna innheimtupappíra í vasanum. Hinsvegar tel ég að Sambandið muni styrkja Samvinnubankann með þeim fjármunum, sem það ætlaði okkur,“ sagði Guðmundur. Krafa Iðnaðarbankans er upp á um 22 milljónir sem skiptist á milli Jóns Laxdal, Bjarna Hólmgrímsson- ar, Inga Þórs, Guðmundar Þórisson- ar, Karls Gunnlaugssonar fyrrver- andi kaupfélagsstjóra og Tryggva Stefánssonar á Hallgilsstöðum. Tveir menn, Hjalti Kristjánsson og Hallur Jósepsson, em ábyrgðarmenn fyrir mun lægri upphæðum hjá Iðn- aðarbankanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.