Morgunblaðið - 22.11.1988, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 22.11.1988, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 I Svíþjóð: AF ERLENDUM VETTVANGI eftír PÉTUR PÉTURSSON Yfirmaður tollgæslunnar verður ríkislögreglustj óri ÞAÐ má með sanni segja að yfirmönnum lögreglu og réttarfars hér í Svíþjóð undanfarin misseri sé vandsetið í embættum sínum. Eins og kunnugt er varð dómsmálaráðherrann, Anna-Greta Lej- on, að segja af sér í vor og hafði hún þá aðeins setið í embætti í nokkra mánuði. Hún leysti Sten Wikbom af en hann varð að víkja vegna almennrar gagnrýni á föryggisgæslu í sænskum fang- elsum. Anna-Greta Lejon varð aftur á móti að víkja vegna hins svokallaða Ebbe Carlsson-máls, sem á rætur sínar að rekja til hinnar árangurslausu leitar að morðingja Olofs Palme, fyrrver- andi forsætisráðherra Svíþjóðar. Kom óorði á verði laganna Ebbe þessi Carlson, sem er bóka- útgefandi að atvinnu, hóf einka- rannsókn á morðmálinu með bréf- upp á vasann frá dómsmálaráð- herranum og með vitund og vitn- eskju fleiri vildarvina úr röðum jafnaðarmanna, sem voru vanir að líta á hann sem bjargvættinn sem var boðinn og búinn þegar vasast þurfti í viðkvæmum málum á bak við tjöldin flokknum í hag. Þessir aðilar, ekki síst dómsmála- ráðherrann fyrrverandi, lögðu hart að yfírmanni ríkislögreglunn- ar Nils Erik Áhmansson að hlusta á hvað Carlsson hafði að segja og nýta hann við rannsókn máls- ins. Vantraust ýmissa forystu- manna innan jafnaðarmanna- flokksins á öryggislögreglunni lá að baki þessari einkarannsókn og gaf hún þeim kenningum byr und- ir báða vængi, að jafnaðarmanna- flokkurinn hefði á sínum snærum óformlega öryggislögreglu sem fremdi persónunjósnir, eða hefði gert það. Þegar stjómarskrámefnd þingsins fjallaði um málið í sumar og yfírmenn lögreglu og fleiri aðilar vom yfírheyrðir, ásamt Ebbe Carlson, hitnaði undir stól- um ýmissa háttsettra embættis- manna, sem sakaðir vom um að hafa vitað um þessa einkarann- sókn án þess að viðhafa viðeig- andi aðgerðir. Ebbe Carlsson hef- ur haldið því fram að yfirmaður ríkislögreglunnar og yfírmaður öryggislögreglunnar hafí verið í vitorði með sér og í raun falið sér að framkvæma þá einkarannsókn sem hann sá um. Hann hefur nú áréttað þessa fullyrðingu sína með Nils Erik Áhmansson, fyrrver- andi ríkislögreglustjóri, valdi að lokum að segja af sér eftir mánuði í sviðsljósinu. því að senda ríkislögreglustjóm- inni reikning upp á útgjöldin, sam- tals 1,2 milljónir sænskra króna, þar af em rúmlega 900 þúsund fyrir hin ólöglegu hlemnartæki sem tollverðir í Gautaborg upp- götvuðu þegar smygla átti þeim inn í landið. Þessu hafa yfírmenn lögreglunnar neitað, en allt þetta mál hefur komið óorði á lögreglu- stjómina og skaðað tiltrú almenn- ings á vörðum laganna. Kaldhæðni örlaganna í stjórnmálum Sjálfur yfírmaður öryggislög- reglunnar Sune Sandström var hætt kominn, en hann fékk sér bestu lögfræðinga sem völ er á og bjargaði sér fyrir hom. Svo virtist sem yfírmaður ríkislögregl- unnar Nils Erik Áhmansson mundi einnig sleppa með skrekk- inn, en sú varð þó ekki raunin. Fyrir nokkmm dögum neyddist hann til að segja af sér vegna þess að hann hafði ekki tiltrú ríkisstjómarinnar. Það er kald- hæðni örlaganna að hér er nánast Bjöm Eriksson, nýi ríkislög- reglustjórinn, var í Kenýu þeg- ar hann frétti af ráðningunni. um að ræða sömu ríkisstjóm sem meðvitað og ómeðvitað hafði lagt blessun sína yfír einkanjósnarann. Sjálfur forsætisráðherrann, Ing- var Carlsson, leit ekki mistök dómsmálaráðherra síns alvarlegri augum en það, að hann lýsti því yfir að hann ætlaði henni nýtt ráðherraembætti ef flokkur hans myndaði stjóm að kosningum loknum. Jafíiaðarmenn mynduðu aftur stjóm, eins og kunnugt er, en Ingvar Carlsson neyddist til að ganga á bak orða sinna varð- andi Önnu-Gretu Lejon þar sem Ijóst var að meirihluti þingsins var tilbúinn til að styðja vantrauststil- lögu á hana sem ráðherra, enda hafði stjómarskrámefnd þingsins vítt hana fyrir að hafa lagt bless- un sína yfír Ebbe. Anna-Greta er áfram þingmaður og er nú form- aður fjárveitinganefndar, sem er ein mikilvægasta fastanefnd þingsins. Brostnar vonir Áhmansson er tiltölulega ungur að ámm. Hann er 47 ára gamall og tók við þessari æðstu stöðu í ríkislögreglunni í janúar á þessu ári. Miklar vonir vom bundnar við hann í þessu embætti, ekki síst af hálfti lögreglumanna, sem þekktu hann áður sem duglegan starfsfélaga og áhugasaman yfir- mann í Malmö. Þar var hann lög- reglustjóri á ámnum 1982—1987. Hann er lögfræðingur að mennt, en vann á námsámm sínum sem óbreyttur lögreglumaður. Eftir það fór hann af og til á vakt með undirmönnum sínum til að missa ekki sambandi við þann vemleika sem þeir áttu við að glíma í starfí sínu. Hann boðaði átak í því að bæta vinnuaðstöðu lögreglu- manna, meiri hagræðingu og end- umýjun tækjaútbúnaðar þegar hann tók við stöðu sinni. Ebbe Carlsson niáiög Heyrst hefur að meðal lög- reglumanna sé almenn eftirsjá að Áhmansson þó svo að tiltrú al- mennings á yfirstjóm lögreglu- mála hafí beðið hnekki við af- skipti hans af Ebbe Carlssom- málinu. En það var orðið svo und- ir lokin að hann gat lítt sinnt stjómunarstörfum vegna mála- flækjunnar kringum Carlsson, sem hann þekkti vel frá því að hann var ráðunautur í dómsmála- ráðuneytinu á ámnum 1975— 1982. Þessi kynni af Ebbe Carls- son urðu honum að falli. Á blaðamannafundinum þar sem hann boðaði afsögn sína sagði hann að hann hefði erft Ebbe Carlsson-vandamálið þegar hann tók við embættinu. „Það er eins og það séu ill álög yfír þessu rnáli," sagði hann. „Og þeir sem koma of nærri brenna vængina,“ bætti hann við. Eftir afsögnina er Áhmansson nú aftur ráðunaut- ur varðandi lögreglumál í inn- anríkisráðuneytinu. Það var gagnrýni sérlegs ríkis- saksóknara (justitiekanslem), Hans Starks, sem að lokum gerði Áhmansson óstætt í sínu emb- ætti. Í skýrslu sem Stark lagði fram þann 19. október sl. kemur fram að Áhmansson gerði ekki nægilegar ráðstafanir til að fylgj- ast með aðgerðum Ebbe Carlsson og sannprófa fullyrðingar hans og heimildir. Þetta saksóknara- embætti er í raun undir sjálfri ríkisstjóminni og það þykir nokk- uð hæpið hvemig fjallað hefur verið um þátt ríkislögreglustjór- ans. Þrisvar sinnum áður hefur Stark ríkissaksóknari kannað þátt hinna ýmsu embættismanna og gefíð skýrslur, en ekki fyrr en í hinni seinustu gert hann ábyrgan fyrir því hversu langt Ebbe komst í lögregluleik sínum. Nú hafa komið fram raddir um það að Stark hafi ekki sýnt dómgreind sem skyldi í úttektum sínum á rannsókn morðmálsins. Því hefur jafnvel verið fleygt að hann verði sjálfur næsta fómarlambið í þeirri sökudólgaleit sem einkennt hefur stjómmálin á hærri stöðum und- anfarin misseri. Lítínn áhuga á einni flösku Nýi ríkislögreglustjórinn, Bjöm Eriksson, var áður yfirmaður toll- gæslunnar, þeirrar stofnunar sem kom upp um einkastarfsemi Ebbe Carlsson. Ólíkt fyrirrennurum sínum þekkir Eriksson ekki Ebbe Carlsson, og hefur ekki svo mikið sem drukkið með honum kaffí, hvað þá meira. Eriksson er þekkt- ur fyrir áhuga sinn á því að beina kröftum tollgæslunnar að því að fínna eiturlyf, vopn og ólöglegan tækniútbúnað, fremur en að eltast við skemmtiferðafólk með einni flösku af brennivíni of mikið í farangrinum. Þessi viðleitni hans hefur m.a. gert það að verkum að upp hefur komist um ólöglegar sprengiefna- og vopnasendingar frá sænskum vopnafyrirtækjum. Hann hyggst hefja starfsferil sinn á því að heimsækja hinar ýmsu deildir lögreglunnar og kynna sér aðstöðu lögreglumanna og óskir. Hann leggur áherslu á að sú deild sem sér um rannsókn morðsins á Palme fái vinnufrið og segist hann sjálfur ekki ætla að skipta sér of mikið af þvl hvemig hún hagar verki sínu. „Ég er ekki neinn morðsérfræðingur," segir hann. Höfundur er dósent ílélags- træði við Háskólann íLundi og jafhframt fréttaritari Morgun- blaðsins. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Hilmar Foss lögg. skjalaþ. og dómt. Hafnarstræti 11, símar 14824 og 621464. Vélritunarkennsla Vélritunarskólinn, sími 28040. □ EDDA 598822117 - I.Frl. □ FJÖLNIR 598811227 =2 □ Helgafell 598822117 VI -2 I.O.O.F. R.b. 1.=13811228 - K.k. AdKFUK Fundur í kvöld kl. 20.30 á Amt- mannsstíg 2b. Úr dagbók minni. Margrét Hróbjartsdóttir kemur á fundinn. Munið bænastundina kl. 20.00. Allarkonurvelkomnar. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR 11798 og 19533. Þórsmörk - aðventuferð Sérstök „aðventuferð" til Þórs- merkur verður helgina 2S.-27. nóv. Gist i Skagfjörðs- skála/Langadal, en þar er að- staða fyrir ferðafólk sú besta sem gerist i óbyggðum. Stór setustofa fyrir kvöldvökur, stúk- að svefnloft, tvö eldhús með nauðsynlegum áhöidum, mið- stöðvarhitun, svo að inni er allt- af hlýtt og notalegt. Fararstjóri skipuleggur gönguferðir. Kvöld- vaka og jólaglögg á laugardag. Ferðalög i islensku skammdegi eru öðruvísi, missið ekki af þess- ari ferð. Fararstjóri: Kristján Sigurðsson. Brottför kl. 20.00 föstudag. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Fl, Öldugötu 3. Ferðafélag Islands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. KVÖLDVAKA- Ferðafélagsins Miðvikudaginn 23. nóv. verður fyrsta kvöldvaka vetrarins i Sóknarsalnum, Skipholti 50a og hefst stundvíslega kl. 20.30. Efni kvöldvökunnar verður: Eftir- taka af kvikmynd sem Guð- mundur frá Miðdal tók á árun- um 1944 - 1954 að mestu leyti í Tindfjöllum. Myndin er þögul en Ari Trausti, sonur Guðmund- ar, skýrir það sem fyrir augu ber og svarar spurningum gesta. Hér er um að ræða áhugaveröa heimildarmynd um fjallaferðir og einstakt tækifæri að kynnast ferðamáta á þessum árum. Myndagetraun að loklnnl dag- skrá og verðlaun veitt fyrir réttar lausnir. Allir velkomnir, félagar og aörir. Aðgangur kr. 150.00. Veitingar í hléi. Ferðafélag íslands. m utivist, G_. Aðventuferð f Þórsmörk 25.-27. nóv. Þetta er hln árlega og hefð- bundna aðventuferð I Þórs- mörk. Ferð sem auglýsir sig sjálf. Gist í tveimur skálum Úti- vistar Básum. Ný viöbygging með eldhúsi og borðstofu. Frá- bær gistiaöstaða. Skipulagöar gönguferölr á daginn. Aðventukvöld á laugardags- kvöldinu með dagskrá er skap- ar hlna einu sönnu aðventu- stemnlngu f Mörkinnl. Fararstjórar: Kristán M. Baldurs- son og Fríða Hjálmarsdóttir. Fá sætl laus. Áramótaferðin f Þórsmörk verður 30. des.-2. Jan. 4 dagar með fjölbreyttri dagskrá. Göngu- ferðir. Kvöldvökur. Áramóta- brenna. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, sfmar 14606 og 23732. Gerist Útivistarfélagar og eignist ársrit 1988. Hagstætt tilboö á eldri ársritum til nýrra félags- manna. Sjáumst. Útivist, ferðafélag. I.O.G.T. Stúkan Einingin nr. 14. Allir eru að puða i pólitík.. Stjórn- málin i léttum dúr i Hallarseli I kvöld kl. 20.30. Opinn fundur. Allir velkomnir. ÆT Fræðslufundur ( kvöld þriðjudagskvöld 22. nóv- ember 1988 mun Náttúrulækn- ingafélag Reykjavíkur halda al- mennan fræðslufund í Hótel Lind við Rauöarárstig. Fundurinn hefst kl. 20.30. Erindi fundarins: örn Jónsson náttúruráðgjafi: Tengsl matar- æðis og heilsu. Gospel tónleikar veröa haldnir á Hótel fslandi á morgun miðvikudag 23. nóv. kl. 21.00. Fjöldi listamanna kemur fram og flytur m.a. lög af nýút- kominni safnplötu: Hjálparhönd. Miðasala við innganginn. Miðvaverö kr. 300. ABC hjálparstarf. ÚtÍVÍSt, Crofinn, 1 Miðvikudagur 23. nóv. kl. 20.00 Tunglskinsganga. Gengið um Lækjarbotna og Set- bergshlíð við Hafnarfjörö. Að við kertaljós í Kershelli. Létt ganga. Brottför frá BSl, bensínsölu (i Hafnarfirði v/Sjóminjasafniö). Verð 400,- kr. frítt f. börn m. fullorðnum. Munið aðventuferðina f Þórs- mörk 25. - 27. nóv. Sjáumst! Útivist, ferðafélag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.