Morgunblaðið - 22.11.1988, Page 49

Morgunblaðið - 22.11.1988, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 49 Bréf til ríkissaksóknara: Kvikmyndin um Krist er alvariegt guðlast I TILEFNI af því að Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari sá ekki ástæðu til að stöðva sýningu myndarinnar „Síðasta freisting Krists“, og að hún nú hefiir ver- ið tekin til sýninga í hérlendu kvikmyndahúsi, förum við undir- ritaðir fram á að bréf okkar til ríkissaksóknara verði birt í fjöl- miðlum. Háttvirtur ríkissaksóknari. Undirritaðir fara þess á leit við yður, háttvirtur ríkissaksóknari, að þér hlutist til um að stöðva sýningu og útbreiðslu kvikmyndarinnar „Síðasta freisting Krists", sem er væntanleg til sýninga í Laugar- ásbíói. Við teljum að myndin feli í sér alvarlegt guðlast, auk þess særir hún trúarskoðanir okkar. Myndin er mikil fölsun og afskræming á lífi og persónu Jesú Krists, eins og hann er kynntur í Nýja testament- inu. Þessu til áréttingar viljum við tilgreina eftirtalin dæmi úr mynd- inni: 1. Jesús kemur að þar sem nokkrir menn bíða þess að drýgja hór með Maríu Magdalenu. Hann horfir á Maríu Magdalenu í sam- förum. I myndinni er látið sem hann leggi blessun sína yfir slíkt athæfi. I Fjallræðunni segir Jesús: „Hver sem horfir á konu í girndarhug, hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu.“ (Matteus 5:28.) Hór- dómur og girndarhugur er synd, og eru þess engin dæmi að Jesús Kristur hafi lagt blessun sína yfir slíkt. 2. í myndinni er Jesús látinn tala við óþekktan mann í eyðimörk. Útdráttur úr samtalinu fer hér á eftir í lauslegri þýðingu: Jesús segir: „Eger lygari, hræsn- ari, ég óttast allt... Þegar ég lít konu, gimist ég hana, en ég tek hana ekki — guðs vegna. Það gerir mig stoltan og stoltið brýtur Magdalenu niður. Ég stel ekki, ég slæst ekki, ég drep ekki, ekki vegna þess að ég vilji það ekki, heldur vegna þess að ég er hræddur... Viltu vita hverjir foreldrar mínir eru? Viltu vita hver guð minn er? Þau eru ótti... Lúsifer er í mér. Hann segir mér að ég sé ekki mað- ur, heldur Mannssonurinn, meira en það, sonur guðs, miklu heldur, Guð.“ Samkvæmt Nýja testamentinu segir Jesús berlega að hann sé son- ur Guðs, Mannssonurinn. Hann var ekki ráðvilltur né í vafa um sjálfs- ímynd sína, auk þess er það hreint guðlast að hann hafí verið undir áhrifum Lúsifers (Satans), sbr. orð Jesú: „Vík brott, Satan! Ritað er: Drottinn Guð þinn skalt þú tilbiðja og þjóna honum einum." (Matteus 4:10.), Fyrirlestur á vegum við- skipta- og hagfræði- deildar HÍ FRANZ Blankart prófessor, ráðuneytisstjóri í svissneska ut- anríkisráðuneytinu, flytur fyrir- lestur í boði viðskipta- og hag- fræðideildar miðvikudaginn 23. nóvember nk. kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn fjallar um efnið „Milli einangrunar og aðildar: Hug- leiðingar um Evrópustefnu Sviss- lendinga". 3. í myndinni er Jesús látinn verða fyrir freistingu þegar hann hangir á krossinum. Freistingin er m.a. í því fólgin að Jesús hafi sam- farir við Maríu Magdalenu og eigi barn með henni. Jafnframt er gefið í skyn að hann hafi átt börn með systrunum Maríu og Mörtu, að Maríu Magdalenu látinni. 3. Í myndinni er Jesús látinn verða fyrir freistingu þegar hann hangir á krossinum. Freistingin er m.a. í því fólgin að Jesús hafi sam- farir við Maríu Magdlenu og eigi barn með henni. Jafnframt er gefið í skyn að hann hafi átt börn með systrunum Maríu og Mörtu, að Maríu Magdalenu látinni. í ljósi þess, sem vitnað er til úr Fjallræðunni í 1. lið þessarar grein- argerðar, þá eru syndsamlegar hug- renningar jafn alvarlegar og beinn verknaður. Jesú var freistað, en án syndar, sbr. Hebreabréfið 4:15. 4. í hugrenningum Jesú á kross- inum er hann látinn hitta Pál post- ula. Páll er að prédika það að Jesús frá Nasaret hafi verið sonur Guðs, sem hafi verið krossfestur fyrir syndir mannanna og risið upp á þriðja degi. í samtali milli Jesú og Páls er gert lítið úr og hæðst að prédikun Páls, höfuðpostula kristn- innar. Með þessu er dregið dár að höfuðatriðum kristindómsins og trú Páls postula, sem og annarra krist- inna manna, gerð hlægileg. 5. Þrátt fyrir fyrirvara höfundar myndarinnar, um að hún sé ekki byggð á guðspjöllunum, er augljóst að skáldsagan, sem myndin er gerð eftir, er bein afskræming á frásögn guðspjallanna. Á grundvelli laga um guðlast forum við fram á það við yður, í ólœstSi kl. 19.30 J® óttur Hœsti\ dinningut adiferdmœti loo.ooo TOLVUSKOLI GJJ NÁMSKEIÐ TIL ÁRAMÓTA Kl. 08.30-12.30 Kl. 13.00 -17.00 Kl. 09.00- 16.00 háttvirti ríkissaksóknari, að þér komið í veg fyrir sýningu myndar- innar „The Last Temptation of Christ“, sem og alla dreifingu hennar til kvikmyndahúsa og mynd- bandaleiga hérlendis. Hér er um að ræða kvikmynd, sem á allan hátt særir trú okkar og það sem okkur er heilagt. Öllu trúaruppeldi stafar hætta af þeirri afbökun, rangfærslu og háði, sem kristin trú verður fyrir í þessari kvikmynd. Virðingarfyllst, Sr. Magnús Björnsson, starfsmað- ur Kristilegs fél. heilbrigðisstétta, Garðar Ragnarsson, starfsmaður Fíladelfiusaúiaðarins, Reykjavík, kapteinn Harold J. Reinholdtsen, Hjálpræðishernum, Reykjavík, Ragnhildur R. Engsbraaten, starfs- maður Ungs fólks með hlutverk, Hafiiði Kristinsson, aðstoðarfor- stöðumaður Fíladelfíu, Reykjavík, sr. Ágúst K. Eyjólfsson, sóknar- prestur Maríukirkjunni, Breiðholti, sr. Stefán M. Boriaug, aðstoðar- prestur Mariukirkjunni, Breiðholti, kapteinn Daníel Óskarsson; yfir- maður Hjálpræðishersins á Islandi og í Færeyjum, Sam Daníel Glad, aðstoðarforstöðumaður Fíladelfíu, Reykjavík, Gunnar J. Gunnarsson, framkvæmdastjóri KFUM og K í Reykjavik, Björn Ingi Stefánsson, forstöðumaður Vegarins, Reykjavik, Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, Kópa- vogi, Samúel Ingimarsson, leiðtogi í Veginum, Reylqavik, Snorri Oskarsson, forstöðumaður Betel- safnaðarins, Vestmannaeyjum, Guðni Einarsson, stjórnarmaður Fíladelfiu, Reykjavík, Skúli Svav- arsson, formaður Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, Frið- rik Ó. Schram, formaður Ungs fólks með hlutverk, Reykjavík, sr. Jakob Rolland, kanslari, Landa- koti. NÁMSKEIÐ DAGS WORD 4.0 21.-24. NÓV. FULLBÓKAÐ MULTIPLAN 23.-25. NÓV. FULLBÓKAÐ MULTIPLAN AUKANÁMSKEIÐ 28.-30. NÓV. ÖRFÁ SÆTI WINDOWS 2.1 25. NÓV. MULTIPLAN FRH. 28.-30. NÓV. ÖRFÁ SÆTI ÓPUS FJÁRHAGSBÓKHALD 5. DES. ÓPUS VIÐSK. BÓKHALD 6. DES. ÓPUS BIRGÐIR/SALA 7. DES. WORDPERFECTFRH. 5.-7. DES. LOTUS FRH. 5.-7. DES. WORD 4.0 FRH. 8.-9. DES. ÖRFÁSÆTI WORKS1.0 8.-9. DES. WORDPERFECT 12.-15. DES. FRAMEWORK 12.-16. DES. EXCELFRH. 12.-15. DES. ÖRFÁ SÆTI dBASE III PLÚS FRH. 19.-22. DES. GRUNNNÁMSKEIÐ 19. DES. STÝRIKERFI 20.-21. DES. Allar nánari upplýsingar eru veittar í slma 641222. Athugið möguleika ykkar á að sækja um styrk fyrir námskostnaði úr starfsmenntunarsjóði, ef þið ^ M w k<í ... . . ... SKRi FSTi DFUVÉLAR H.F. -F — -r y § Hverfisgótu 33. sifpi: 62-37-37 GÍSLI J. JOHNSEN n Nýbýlavegi 16, Kópavogi Sími 641222 ' tMa—aaiie—BWW—B—MM————MMÉ—B——M—MM I ■Iflfrife | Gódan daginn! UPPHAF GOÐRAR MALTIÐAR MOULINEX MASTERCHEF 65 HRÆRIVÉL, BLANDARI OG HAKKAVÉL ALLT ( EINU TÆKI! f- (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.