Morgunblaðið - 22.11.1988, Page 54

Morgunblaðið - 22.11.1988, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 „ Pegar þá ert búwn ah skri-Fa. þe±t(Xj þci gaetirðu kajvnski fundiÁ ul hver þraust ínn í / búóína m'ma i sióusiu viku." POLLUX Ekki skaftpottinn minn, bjálfi . . . Með morgunkaffinu Reyk- eða reiklaust? HÖGISTI HREKKVÍSI „ VILTU LÆKKA l’ þETSSAR/ KATTAðAATAie AUCa LVSINGU ?! Til Velvakanda. Umræður þingmanna og ráð- herra frá Alþingi nýlega í ríkissjón- varpinu vöktu athygli hlustenda enn á ný á óskipulögðum vinnubrögðum og ósæmilegri framkomu ijölda þingmanna. Gera þessir þingmenn sér ekki grein fyrir hvaða ábyrgð og skyldum þeir gegna? Langflestar ræður þingmanna byggjast á órök- studdum slagorðum um pólitíska andstæðinga. Þeir en-reyna sífelit að klóra í bakkann með því að upp- hefja sjálfa sig og réttlæta eigin gjörðir og flokksbræðra sinna. Þeir leita yfirleitt fanga í fortíðinni, vantar alla framtíðarsýn. Af hveiju geta þingmenn ekki verið málefna- legir og viðurkennt mistök sín þeg- ar mál hafa þannig þróast? Hvetja er verið að blekkja? Eru hendur þeirra svo bundnar og hugsanir þeirra svo pólitískt fjötraðar að sjálfstæðar og heiðarlegar skoðanir fái ekki notið sín? Það er sannar- lega illa komið ef þingmenn geta ekki fylgt fram sannfæringu sinni vegna ofríkis flokksvaldsins og sér- hagsmunahópa. Allar þessar hugs- anir sóttu fast á mann þegar hlýtt var á þessar umræður og svo virð- ist sem þar sé að nokkru fengin skýring á því pólitíska og efnahags- lega öngþveiti sem hér ríkir. Að sjálfsögðu bera stærstu stjórnmálaflokkarnir, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn, höfuð- ábyrgð á þeim efnahagsvanda sem við búum við enda setið allra flokka lengst í ríkisstjórn sl. 20 ár, en er þjóðin sammála þeirri niðurstöðu? Svo virðist ekki vera því að skoð- anakannanir sýna að þessir flokkar liafa nú fylgi um 54% kjósenda. Hvaða ályktanir má draga af þess- um niðurstöðum? Geta kjósendur þrátt fyrir allt sætt sig við 130 milljarða erlendar skuldir, árlegan viðskiptahalla, flest útflutningsfyr- irtæki á barmi gjaldþrots, 22% verð- bólgu á ársgrundvelli, minnkandi kaupmátt og tugi þúsunda íbúða- eigenda á vonarveli vegna verð- trygginga lána o.fl. Hvernig er hægt að skilgreina þessa afstöðu kjósenda? Eru þeir illa upplýstir um efnahags- og þjóðmál almennt? Tæpast verður því trúað. Skoðana- kannanir hafa sýnt að um 50—60% landsmanna horfa reglulega á sjón- varpsfréttir og fleiri kaupa hérlend- is dagblöð en tíðkast hjá nágranna- þjóðum okkar. Ekkert einhlítt svar er hægt að gefa í þessum efnum en flestir álykta þó að kjósendur treysti síður sundurleitum smá- flokkum fyrir stjórn landsins og telji því að af tveimur slæmum kost- um sé vænlegra að kjósa Framsókn- ar- eða Sjálfstæðisflokk. Furðulegt má teljast að þrátt fyrir margra áratuga áróður Sjálfstæðisflokksins um sundrung og glundroða vinstri smáflokka hér á landi hafa vinstri menn ekki borið skynsemi og gæfu til að sameinast í einn öflugan flokk, sem er eina raunhæfa leiðin til að skapa lýðræðisleg og jákvæð valda- hlutföll í íslenskum stjórnmálúm. Ef launþegar og félagshyggjufólk ætla í fullri alvöru að hafa afger- andi áhrif í stjórnmálum í náinni framtíð, þá hættið þessum vonlausa einleik og sameinist undir merki jafnaðarstefnunnar. Þar sem jafn- rétti og bræðralag ríkir geta allir búið í sátt og samlyndi. Krislján Pétursson Víkverji skrifar * Aforsíðu Morgunblaðsins síðastliðinn föstudag mátti sjá, að John Sununu, ríkisstjóri, hefði verið skipaður skrifstofústjóri bandaríska forsetaembættisins. Með feitletraða orðinu er vísað til þess embættis í starfsliði forsetans, sem hingað til hefur verið íslenskað með orðinu starfsmannastjóri. Á ensku er talað um chief of staff. Nú á eftir að koma í Ijós, hvort unnt er að tryggja samræmda notk- un á orðinu skrifstofustjóri um þennan embættismann, sem stend- ur næst forseta Bandaríkjanna og ræður miklu um framkvæmd stefnu hans. í raun er furðulegt að orðið starfsmannastjóri skuli hafa verið notað um þetta embætti á íslensku. Ástæðan er sú, að það liggur ekki beint við, hvernig snúa á hinu enska starfsheiti á mál okkar. Það er úr hermáli og er þá íslenskað með orðinu herráðsforingi eða formaður eða forseti herráðs, ef svo ber undir. xxx Raunar er eðli starfs skrifstofu- stjóra forsetaembættisins þannig, að mörgum kann að þykja alltof þröngt að nota þetta starfs- heiti um það, nær væri að tala um framkvæmdastjóra eða jafnvel for- stjóra. Þá var orðið ráðsmaður nefnt þegar málið var rætt meðal blaðamanna Morgunblaðsins. Raunar hefur eðli embættisins verið lýst þannig, að helst mætti bera það saman við stöðu forsætisráð- herra, en eins og kunnugt er það embætti ekki til í Bandaríkjunum. Forsetinn situr í forsæti í ríkisstjórn sinni. Hvort skrifstofustjórinn á eftir að ryðja starfsmannastjóranum á brott, þegar rætt er um þetta háa bandaríska embætti, á eftir að koma í ljós. XXX Vfkveiji hefur áður vikið að því, hvernig unnið er úr forystu- greinum dagblaðanna í hljóðvarpi ríkisins. Enn sér hann ástæðu til aðfinnslu. Á föstudag birtist for- ystugrein hér í Morgunblaðinu, sem hét Gjaldþrot forsætisráðherra. Hún hófst á þessum orðum: „Fyrir skömmu lét Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, stór orð falla um það, að fyrir dyr- um væri stórfellt atvinnuleysi. / fyrradag komst hann síðan þannig að orði, að við hefðum aidrei staðið nær þjóðargjaldþroti. Lét ráðherr- ann einnig í það skína, að þessi staðreynd hefði fyrst blasað við honum fyrir fáeinum dögum, hann hefði ef til vill ekki fylgst nægilega vel með úr fílabeinstumi utanríkis- ráðuneytisins, eins og hann orðaði það.“ I endursögn starfsmanna hljóð- varps ríkisins var þeirri setningu, sem er skáletmð hér að ofan, ein- faldlega sleppt. Þeir sem lásu fyrir- sögn leiðarans og höfðu fylgst með því sem þá var efst á baugi gátu sagt sér að hann væri skrifaður vegna furðulegrar yfirlýsingar sjálfs forsætisráðherra um þjóðar- gjaldþrot. Þó var hoppað yfir þann punkt í hljóðvarpinu. Þessi úrfelling gefur þar að auki ranga mynd af orðum forsætisráðherra, því að hann sagði ekki neitt um setu sína í fílabeinsturninum, þegar hann ræddi um hið stórfellda atvinnu- leysi. Víkveiji ætlar ekki að hafa uppi neinar getsakir í þessu máli. Hann vekur aðeins athygli á, að vinnu- ' brögð af þessu tagi gefa auðvitað ekki rétta mynd af því, sem stóð í forystugrein Morgunblaðsins þenn- an dag. -i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.