Morgunblaðið - 22.11.1988, Síða 55

Morgunblaðið - 22.11.1988, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 55 Lausagangur hrossa: ÓRÉTTLÁT LÖGGJÖF Tíl Velvakanda. Þann 4. nóvember sl. lagði undir- rituð af stað áleiðis til Saurbæjar- hrepps í Dalasýslu, þar sem ætlun- in var að halda sundnámskeið fyrir böm í Ungmennafélagi Dala- manna. Ekki er það í frásögur færandi nema það að þegar ég átti u.þ.b. 30 km eftir í Búðardal varð ég fyrir óhappi sem ég er mjög ósátt við og varð þess vald- andi að ég skrifa nú þetta bréf. Ég var eins og áður sagði rétt ókomin til Búðardals, fór svokallað- an Heiðdal þar sem Brattabrekka var illfær. Tekið skal fram að í Heiðdalnum var engin hálka á þess- um tíma. Þar sem ég var að keyra í myrkri, kl. 10.00 að kvöldi þess 4. nóvember, komu á móti mér 5 hestar, tveir hægra megin og þrír vinstra megin við veginn. Þar sem ég er mjög vön að keyra úti á landi hægði ég vel á mér til að vera við öllu búin. En það skipti engum togum að þegar ég var rétt komin að hestunum, þá gekk einn í veg fyrir bílinn og það var engin leið fyrir mig að forðast árekstur nema að ég náði að sveigja aðeins frá hestinum þannig að ég lenti aftan á hægri lend hans. Ég náði að keyra á nsæta sveitabæ og kom í ljós að bóndinn þar átti hestana. Heimafólkið fór út til að athuga með hestinn og kom þá í ljós að hann var ekkert meiddur, aðeins skrámaður og marinn, og létti mér vel við það, en aftur var það verra með bíiinn. Það kom í ljós að hann var mikið skemmdur og algjörlega óökufær. Ég var með dóttur mína 3ja ára gamla með mér og var hún auðvitað mjög skeikuð af því sem komið hafði fyrir. Við vorum svo sóttar af fólkinu sem við ætluðum að gista hjá, en það var um einnar og hálfrar klukkustundar akstur hvora leið. A sunnudeginum kom síðan faðir telpunnar minnar og sótti okkur. Honum tókst að lag- færa bílinn aðeins þannig að hægt var að koma honum suður aftur, en ljóst er að tjónið er talsvert, a.m.k. 150.000 krónur. Þegar ég kom til Reykjavíkur leitaði ég réttar míns og talaði þá fyrst við lögregluna í Stykkis- bólmi. Þeir tjáðu mér að iausa- ganga hrossa væri bönnuð á þessu svæði og þeir myndu sekta bónd- ann fyrir að hrossin hefðu gengið laus, sögðu ennfremur að svona „slys“ kæmu mjög oft fyrir á þess- um stað, en því miður þá yrði ég að bera tjónið ein. Mesta mildi var þó að ekki þurfti að aflífa hrossið því þá hefði tjón mitt orðið mikiu meira 'en raun er á. Ég hafði einn- ig samband við tryggingafélag mitt, Tryggingamiðstöðina, og þeir staðfestu það að því miður yrði ég að bera tjón mitt ein þar sem lög- gjöfin væri þessi, en bentu mér einnig á að tala við Félag ísienskra bifreiðaeigenda sem ég og gerði, en þar var sömu sögu að heyra. Núna vildi ég gjaman bera fram þá spumingu hvemig hægt er að réttlæta svona löggjöf. Lausa- ganga hrossa er bönnuð á þessu svæði, ég verð að bera allt tjónið ein bara af því að einhver bóndi hugsaði ekki nógu vel um að hross- in hans væru inni í girðingu! Mesta mildi var að ekki fór verr því ef ég hefði ekki náð að sveigja nógu vel til hliðar hálfpartinn út af vegin- um, þá hefði ég lent á hestinum miðjum og þá væri hvorki ég né dóttir mín til frásagnar. K. Slæm um- gengni Til Velvakanda. „Hrein borg“ hefir svo oft heyrst á undanförnum ámm og árangurinn er ótrúlegur. Reykjavík, sem fyrir 30 ámm var langt frá því að vera hreinleg, er nú með snyrtilegustu borgum, og á Davíð heiður skilið fyrir. Svo að segja daglega fara ösku- og mslabílar upp Artúnsbrekku og dreifa msli um allt umhverfið. Það er dæmalaust hirðuleysi að ganga ekki svo frá þessum flutningi að hann fjúki ekki úr bílunum. Eitt sinn fyrir um ári dreifðist plastein- angrun, sem var í smábútum, svo að segja um allan Vesturlandsveg að Höfðabakka. Oft má sjá spýtnar- usl, bréf og hefilspæni um alla Ár- túnsbrekku og víðar. Ég skora á löggæsluna að fylgj- ast vel með þessum sóðum, sem virðast ekki geta lært af, reynsl- unni. Einnig ættu vegfarendur að skrifa niður númer þeirra bíla sem dreifa msli og láta löggæslumenn vita. Það þarf að taka í lurginn á sóðunum. Gamall Reykvíkingur KLÍKU SKAPUR? Ágæti Velvakandi. Nú er svo komið að undirrituð færi hvergi vinnu hér í Hveragerði og er langþreytt á því. Ég sótti um vinnu hjá Pósti og síma hér á staðn- um. Fékk þetta svar: Búið að ráða í starfið. En það er ekki öli sagan. Sá sem fékk starfið vinnur á öðmm stað einnig og það fyrripart dags. Sá aðili vinnur nú á tveimur vinnustöð- um. Undirrituð er búin að vera 9 ár í Hveragerði. Hvað sem reynt hefur verið hefur undirritaðri ekki tekist að fá vinnu. Og spurningin er. Er rétt að farið að láta eina mann- eskju komast upp með að hafa tvo vinnustaði? Það er grátlegt að fá ekki vinnu, þó ekki væri nema fjóra tíma á dag. Svona er það einnig á öðmm stöðum, klíkuskapurinn er í fyrirrúmi. Búið að ráða, er svarið jafnvel þó svo sé ekki. Finnst símstöðvarstjóranum að þetta sé réttilega gert eða hinum vinnuveitendunum hér í Hvera- gerði? Að sniðganga ritara greinar- innar og neita um vinnu fyrir ein- hvern annan aðila sem hefur aðra vinnu fyrir? Kannski finnst þeim þetta allt í lagi, það er aldrei að vita. Það er greinilegt að það er ekki sama hvor er, séra Jón eða Jón verkamaður. Ágústa Baldvinsdóttir PAPPIRSSTATIV MARGAR GERÐIR KOMNAR AFTUR Óviðeigandi skrif Til Velvakanda. Laugardaginn 12. þ.m. birti Morgunblaðið grein eftir Jón Á. Gissurarson fyrrv. skólastjóra þar sem fjallað er um Albert Guð- mundsson. í greininni hlakkar í honum ef Albert yrði ákærður í sambandi við Hafskipsmálið. Fátt bendir til að „aðvömunarorð“ greinarhöfundar séu af djúpri umhyggju fyrir því að Frakklands- forseti verið ekki móðgaður með þsú að Albert gerist sendiherra Islans í Frakklandi og því síður getur hún verið í þágu Alberts sjáifs eins og Jón lætur að liggja. Það hljóta að hafa oroið greinar- höfundi mikil vonbrigð að settur saksóknari í umrædd- máli skyldi ekki hafa fundið tiiefni til ákæru á hendur Alberti Guðmundssyni. Menn sem afhjúpa innræti sitt og óskhyggju með þeim hætti sem þarna birtist hljóta að vera í meira en lítilli sálarkreppu. Svo mikla umíjöllun er hið svokallaða Haf- skipsmál búið að fá í réttarkerfinu að þeir sem gleðjast yfír óham- ingju annarra í því máli ættu að hafa biðlund og telja púkana í sjálfum sér þar til því lýkur, því vandséð er fyrir endann á því. Guðmundur Jóhannsson GEíSiB H Viðtalstímar alþingismanna Sjálfstæðisflokksins Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins efna til við- talstíma íValhöll, Háaleitisbraut 1, í nóvember. Allir eru velkomnir. Jafnframt er unnt að ná sambandi við alþingismennina í síma 91-82900. Viðtalstímar í dag, þriðjudag, eru sem hér segir. Kl. 10.00-12.00 Þorsteinn Pálsson, þingmaðurSunnlendinga. Ragnhildur Helgadóttir, þingmaður Reykvíkinga Kl. 17.00-19.00 Halldór Blöndal, þingmaður Norðurlands eystra. Eggert Haukdal, þingmaður Sunnlendinga. optibelt viftureimar, tímareimar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.