Morgunblaðið - 22.11.1988, Qupperneq 56
,56
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988
Flokksþing Alþýðuflokksins:
Utanríkisstefiia Alþýðuflokksins:
SUJ á öndverðum
meiði við flokks-
formanninn
Prá þingi Alþýðuflokksins á Hótel íslandi. Morgunblaðið/Þorkell
Jarðvegur fyrir stóran jafiiaðarmannaflokk:
Veit ekki hvenær hef-
ur verið betur plægt
- sagði Árni Gunnarsson
ÞAÐ kom skýrt fram á flokksþingi Alþýðuflokksins, sem haldið var
á Hótel íslandi um helgina, að flokksmenn eru ekki allir ánægðir
með stefnu flokksforystunnar. Menn gerðu að umtalsefni að flokkur-
inn hefði týnt uppruna sínum og væri orðinn með kerfis- og hag-
fræðibrag, í stað þess að vera baráttuflokkur launþega. í stjórn-
málaályktun þingsins og ræðum forystumanna kom fram að flokka-
kerfið væri úrelt orðið og þörf fyrir nýtt forystuafl í stað Sjálfstæð-
isflokksins. Hugmyndin um stóran jafnaðarmannaflokk og samein-
ingu félagshyggjuflokka átti greinilega fylgi að fagna. Árni Gunnars-
son alþingismaður orðaði það svo að ef nú væri ekki jarðvegur fyr-
ir stóran jafnaðarmannaflokk, vissi hann ekki hvenær hefði verið
betur plægt.
Jón Baldvin gagn-
rýndur fyrir af-
stöðu á þingi SÞ
ÁGREININGUR er milli hóps
ungra jafriaðarmanna og Jóns
Baldvins Hannibalssonar, for-
manns Alþýðuflokksins og ut-
anríkisráðherra. Á þingi flokks-
ins um helgina var lögð fram
tillaga í nafiii Sambands ungra
jafnaðarmanna, þar sem meðal
annars var lagt til að bandarískt
herlið færi úr landi í áföngum,
dregið yrði úr hernaðarumsvif-
um hér á landi og þingið lýsti
hernaðarbandalög óþörf. Þá
urðu ýmsir þingfúlltrúar til þess
að gagnrýna stefiiu utanríkis-
ráðherra varðandi atkvæða-
greiðslur á þingi Sameinuðu
þjóðanna.
Guðmundur Ámi Stefánsson,
bæjarstjóri í Hafnarfírði, kallaði
afstöðu utanríkisráðherra til til-
lagna á þingi SÞ skyndiákvarðan-
ir, og sagðist vilja líta á þær sem
slys, sem ekki myndi henda aftur.
Ásthildur Ólafsdóttir sagði að fjöl-
margir þingfulltrúar væru
„hundóánægðir“ með afstöðu
flokksformannsins til tillagnanna,
en vildu ekki gagnrýna hann upp-
hátt vegna misskilinnar tillitssemi.
Elín Harðardóttir, úr röðum
ungra jafnaðarmanna, kvað fast
að orði í gagnrýni sinni á utanríkis-
ráðherra. Hún sagði að það væri
slæmt að utanríkisstefna
Steingríms Hermannssonar hefði
að mörgu leyti staðið nær ungum
jafnaðarmönnum en stefna flokks-
formannsins sjálfs, er hann hefði
komið í utanríkisráðuneytið. „Frá
sjónarhóli SUJ hefði hann betur
setið áfram í íj'ármálaráðuneyt-
inu,“ sagði Elín, og kallaði Jón
Baldvin „kaþólskari en páfann"
þvað varðaði afstöðuna til kjarn-
orkuvopnalauss svæðis á Norður-
löndum.
Jón Baldvin svaraði fyrir sig og
sagði að það hefði verið fastur lið-
ur á flokksþingum að SUJ hefði
flutt tillögur af þessu taginu, en
það bæri vott um einkennilega
íhaldssemi að flytja nú tillögu, sem
varla hefði komið fram á Alþýðu-
bandalagssamkundu lengur. Til-
lagan gæti tæplega verið flutt í
alvöru. Hann kallaði ákúrur Elínar
sleggjudóma í Þjóðviljastíl. Ut-
„Ailir stjórnmálaflokkarnir,
nema ef til vill Kvennalistinn, eiga
í dag við verulega fjárhagserfíðleika
að etja vegna kosninganna 1987,“
sagði Geir. Hann sagði að í fyrsta
skipti hefði kosningabaráttan farið
anríkisráðherra rakti síðan ástæð-
umar fyrir afstöðu sinni til tillagna
á þingi SÞ um frystingu kjama-
vopna og fordæmingu á framferði
Israela á hernumdu svæðunum.
Ekki virtust allir ungir jafnaðar-
menn á eitt sáttir hvað varðaði til-
löguflutning SUJ. Öm Karlsson,
stjómarmaður í Félagi ungra jafn-
aðarmanna í Reykjavík, kvaddi sér
hljóðs og Iýsti fíillum stuðningi
félagsins við utanríkisstefnu Al-
þýðuflokksins og sagði unga jafn-
aðarmenn í Reykjavík bera fullt
traust til stefnu flokksformannsins
í utanríkismálum.
Svo fóru leikar að utanríkis-
málanefnd þingsins undir forystu
Kjartans Jóhanssonar lagði til að
tillögu SUJ yrði vísað frá. í hennar
stað lagði nefndin fram almennari
tillögur, þar sem lagt er til að
verktakastarfsemi á Keflavíkur-
flugvelli verði endurskoðuð og
minnt á að nauðsynlegt sé að fylgj-
ast vel með framkvæmd vamar-
samningsins, þannig að íslensk lög
séu virt í samskiptum vamarliðs
og íslenskra aðila. Þá lagði nefnd-
in fram tillögu að ályktun um af-
vopnunarmál, þar sem árangri í
afvopnunarmálum er fagnað og
lagt til að næstu skrefum afvopn-
unarviðræðna verði hraðað.
Nefndin lagði til að vísað yrði
frá tillögu frá þeim Hauki Helga-
syni, Herði Zóphaníassyni og Guð-
mundi Áma Stefánssyni, um að
þingið fordæmdi hrottalega fram-
komu ísraelskra hermanna við al-
menning á hemumdu svæðunum
og styddi sjálfsákvörðunarrétt Pal-
estínumanna. í staðinn lagði
nefndin fram tillögu, að ályktun,
þar sem Alþýðuflokkurinn for-
dæmir ofbeldi, kúgun og mannrétt-
indabrot hvar sem þau birtast. í
tillögunni eru voðaverk beggja
aðila í deilu ísraelsmanna og Pal-
estínumanna fordæmd og lýst yfir
því að þingið telji eðlilegt að bæði
sjálfsákvörðunarréttur Palestínu-
manna og tilveruréttur Ísraelsríkis
verði virtur.
Bjarni P. Magnússon, borgar-
fulltrúi, hafði lagt fram tillöjgu um
að þingið styddi inngöngu Islands
í EB. Bjarni dró tillöguna til baka
eftir að utanríkismálanefndin hafði
lagt til að henni yrði vísað frá. í
hennar stað var samþykkt tillaga
um áframhaldandi stefnumótun
gagnvart EB.
að verulegu leyti fram með auglýs-
ingum í dagblöðum, sjónvarpi og
útvarpi. Er nær hefði dregið kjör-
degi og skoðanakannanir sýndu
fallandi fylgi, hefði baráttan flust
yfír í sjónvarp með þeim afleiðing-
Björgvin Guðmundsson, fyrrum
borgarfulltrúi, gagnrýndi stefnu
flokksforystunnar og þingliðsins í
langri ræðu og neitaði staðfastlega
að yfirgefa ræðustólinn, þótt fund-
arstjóri væri farinn að beija ótæpi-
lega í húsbúnað. Björgvin leit yfir
farinn veg og rifjaði upp markmið
Alþýðuflokksins er hann settist í
ríkisstjóm á síðasta ári. „Það hefur
sorglega lítið miðað í því að koma
stefnumálum Alþýðuflokksins í
framkvæmd, sagði Björgvin. Hann
taldi upp baráttumálin; einn lífeyr-
issjóð fyrir alla landsmenn, afnám
tekjuskatts af almennum launatekj-
um, skilvirkara húsnæðislánakerfi,
kjör hinna lægst launuðu og íjár-
magnsflutninga frá hinum efna-
meiri til hinna efnaminni. Taldi
Björgvin lítið hafa miðað í þessum
málum.
Megintilgangurinn
gleymdur
„Mér finnst Alþýðuflokkurinn
stundum gleyma því hvert eru hans
meginhlutverk, til hvers hann var
í raun stofnaður,“ sagði hann. „Að-
alhlutverk Alþýðuflokksins er að
um að kosningabarátta, sem átti
að kosta nokkrar milljónir, hefði
kostað á annan tug milljóna.
Geir sagði að það væri íhugunar-
efni hvort allur fjárausturinn hefði
svarað kostnaði, hvort allar milljón-
irnar skiluðu sér í fleiri þingmönn-
um. „Hvernig stendur á því að fylgi
Kvennalistans vex, þótt þær hafi
lítið sem ekkert auglýst í síðustu
beijast fyrir bættum kjörum launa-
fólks... Alþýðuflokkurinn er og á
að vera verkalýðs- og íaunþega-
flokkur."
Björgvin ræddi sérstaklega um
skerðingu samningsréttar, sem ráð-
herrar Alþýðuflokksins stóðu að.
„Það hljómar ótrúlega að Alþýðu-
flokkurinn skuli taka þátt í slíku,“
sagði Björgvin. „Rök ráðherra Al-
þýðuflokksins eru gömlu íhaldsrök-
in, sömu rökin og íhald og fram-
sókn hafa notað. Hvað ætlum við
Alþýðuflokksmenn að segja næst
þegar Sjálfstæðisflokkurinn ræðst
á kjör verkafólks og afnemur samn-
ingsréttinn tímabundið?
Flokkakerfið stofiiar
lýðræði i hættu
Árni Gunnarsson sagði núverandi
flokkakerfi orðið lýðræðir.u hættu-
legt, stofnaði því beinlínis í voða
vegna þess að flokkarnir væru of
margir og almenningur missti trúna
á þeim; segði að það breytti engu
hvaða flokkur væri kosinn. Hann
talaði um hinn gamla draum jafnað-
armanna um stóran og öflugan
jafnaðarmannaflokk og að aðstæð-
kosningabaráttu og hafi ekkert
málgagn?"
Geir sagðist telja að um tvo kosti
yrði að velja, þegar næsta kosninga-
barátta skylli yfir. „Annars vegar
að flokkarnir komi sér saman um
að setja ákveðin mörk á augslýs-
ingakostnað, eða hins vegar að
flokkunum verði aflað nýrrar tekju-
lindar. Verði hvorugt má gera ráð
fyrir því að allir núverandi stjórn-
málaflokkar verði gjaldþrota eftir
núverandi kosningar," sagði Geir.
ur knúðu menn nú til þess að rilja
þann draum upp. Hann lagði mikla
áherslu að ágreiningsefni í núver-
andi ríkisstjórn um álmál, varnar-
mál og fleira yrði að leysa, annars
yrði draumurinn um breytingar á
flokkaskipaninni að engu.
„Meginhlutverk Sjálfstæðis-
flokksins hefur verið að deila og
drottna, að sundra vinstrimönnum
og hafa tauma valdsins í hendi sér.
Nú er hann veikur og sundraður,
uppnám ríkir í stjómmálum al-
mennt og boðuð er stofnun nýrra
flokka," sagði Árni. Hann sagði að
þjóðin vildi nú sterkt pólitískt afl,
sem gæti snúið óheillaþróun efna-
hagslífsins til betri vegar. „Ef þetta
er ekki jarðvegurinn fyrir öflugan
jafnaðarmannaflokk þá veit ég ekki
hvenær hefur verið betur plægt,“
sagði Árni.
Ámi lét þó ekki hjá líða að gagn-
rýna eigin flokk; sagði að félagslegi
þátturinn í stefnu hans hefði orðið
útundan í efnahagsumræðunni.
Kerfisflokkur með slappa
forystu
Guðmundur Árni Stefánsson,
bæjarstjóri í Hafnarfirði, rýndi
einnig í innviði Alþýðuflokksins.
Hann sagði að ímynd flokksins
hefði breyst á þeim nærfellt 16
ámm, sem hann hefði verið utan
ríkisstjórnar. „Ég fullyrði að al-
menningur lítur á Alþýðuflokkinn
sem flokk kerfis og embættis-
manna. Ég segi það fullum fetum
að rhér finnst að forystumenn
flokksins virki út á við sem niður-
njörvaðir embættismenn.“ Guð-
mundi Árna þótti skorta á baráttu-
gleði forystumannanna og kallaði
eftir hugsjónum og eldmóði.
Bæjarstjórinn gagnrýndi það að
í stjómmálaályktun þingsins væri
gengið í þveröfuga átt við jafnaðar-
stefnuna hvað varðaði eign á at-
vinnutækjum. „Stefnumörkunin er
öll í áttina frá ríkisrekstri til einka-
reksturs," sagði Guðmundur Árni.
Hann sagði að undanfarið hefðu
menn séð hvert einkafyrirtækið á
fætur öðru verða gjaldþrota, en
braskara kaupa svo sín eigin fyrir-
tæki aftur á uppboðum. „Tiltrú mín
á einkaframtakinu er nákvæmlega
ekki nein þessa dagana,“ sagði
hann.
Fleiri tóku í þann streng að flokk-
urinn hefði á sér yfirbragð kerfis-
mennsku og virtist jafnvel búinn
að týna uppruna sínum. Tveir ung-
ir menn, þeir Stefán Hrafn Hagalín
og Reynir Harðarson, töluðu báðir
um að flokkurinn hefði fengið á sig
„hagfræði- og skattastimpil", að
hann væri „steingeldur fræði-
mannaflokkur" og báðir lögðu þeir
áherslu á gamlar áherslur og gildi
kjarabaráttu.
Alþýðuflokkurinn í fjárhagskröggum:
Flokkarnir takmarki auglýsinga-
kostnað eða fái nýjar tekjulindir
- sagði Geir Gunnlaugsson ft*áfarandi gjaldkeri
í SKÝRSLU fráfarandi gjaldkera Alþýðuflokksins, Geirs Gunnlaugs-
sonar, kom fram að flokkurinn væri í verulegum Qárhagskröggum
vegna síðustu kosningabaráttu, sem hefði farið langt fram úr kostn-
aðaráætlun.