Morgunblaðið - 22.11.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 22.11.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 57 Kjartan Jóhannsson: Styð ekki stjórnina ef hún klúðrar álmálinu KJARTAN Jóhannsson, þingmaður Alþýðuflokksins, ítrekaði á flokksþingi um helgina þá afstöðu sína að hann myndi ekki styðja ríkisstíórnina áfram ef henni tækist ekki að koma því í höfii að nýtt álver yrði reist í Straumsvík „Tækifærin gefast ekki alltaf og alls staðar til að koma á fót iðjuver- um af þessu tagi. Tækifæri til að nýta orku fallvatnanna gefast bara stundum og sums staðar og þá verða menn að vera reiðubúnir að grípa tækifærin þegar þau gefast," sagði Kjartan. Hann sagði að álmál- ið varðaði einnig álit Islendinga á alþjóðavettvangi. „Það má ekki henda að við kippum að okkur hend- inni, drögum lappirnar eða klúðrum þessu máli, því að þá verðum við ómerkingar á erlendum vettvangi og spillum möguleikum okkar ára- tugi fram í tímann. Þá verður litið á okkur sem hvert annað banana- ríki sem ekki veit hvað það vill,“ sagði Kjartan. „Engir minnihlutahópar mega verða til þess að kúga okkur í þessu máli,“ sagði Kjartan. Hann sagði að þingflokkur Alþýðuflokksins hefði beitt styrk sínum til þess að stöðva öfgamenn innan Alþýðu- bandalagsins í því að setja inn í stjómarsáttmála ákvæði, sem þeir hefðu túlkað sem hindrun í vegi Jón Baldvin Hannibalsson form- aður Alþýðuflokksins á flokks- þingi alþýðuflokksmanna. fyrir byggingu nýs álvers. „Ef ríkis- stjórnin klúðrar þessu máli er hún ekki traustsverð og ég styð hana ekki lengur," sagði Kjartan. Konur og Reyknesing- ar með sterka stöðu Rannveig Guðmundsdóttir efst IKJÖRI til flokksstjórnar Alþýðuflokksins fékk Rannveig Guðmunds- dóttir úr Kópavogi flest atkvæði eða 163. Annað kynið á samkvæmt lögum flokksins að eiga að minnsta kosti 40% fulltrúa í stjórnum og ráðum. Nokkrir karlar komust því ekki í stjórn, þótt þeir hefðu fleiri atkvæði að baki en konur, sem hrepptu þar sæti. Hitt vakti athygli að Reyknesingar náðu einstaklega góðum árangri í kjörinu. Sjö stjórnarmenn aftíu atkvæðahæstu koma úr Reykjaneskjördæmi. Auk Rannveigar voru þessi kjörin í flokksstjórn, eftir atkvæðaröð: Guðmundur Árni Stefánsson Hafn- arfirði, Alda Möller Kópavogi, Helga Möller Garðabæ, Bjami P. Magnússon Reykjavík, Guðfinnur Sigurvinsson Keflavík, Guðmundur Oddsson Kópavogi, Arnór Benónýs- son Húsavík, Stefán Gunnarsson Hofsósi, Jóna Ósk Guðjónsdóttir Hafnarfirði, Gylfi Þ. Gíslason Reykjavík, Þorlákur Helgason Sel- fossi, Björn Friðfinnsson Reykjavík, Elín Harðardóttir Hafnarfirði, Gunnar Eyjólfsson Reykjavík, Her- mann Ragnarsson Keflavík, Sveinn Elínbergsson Húsavík, Jón Bragi Bjarnason Reykjavík, Magnús H. Magnússon Vestmannaeyjum, Hreinn Pálsson Akureyri, Helgi Skúli Kjartansson Hafnarfirði, Kristín Ólafsdóttir Akranesi, Val- gerður Guðmundsdóttir Hafnar- firði, Guðmundur Ólafsson Vest- mannaeyjum, Ásthildur Ágústs- dóttir Patreksfirði, Margrét Pálm- arsdóttir Hafnarfirði, Sjöfn Sigur- björnsdóttir Reykjavík, Birgir Dýr- fjörð Reykjavík, Guðríður Elías- dóttir Hafnarfirði og Margrét Hein- reksdóttir Reykjavík. Tíu varamenn voru kjörnir. Þeir voru Geir Gunnlaugsson, Skúli G. Johnsen, Helgi Hálfdánarson, Haukur Helgason, Árni Sædal Geirsson, Gylfi Þ. Gíslason, úr röð- um SUJ, Guðrún Óladóttir, Birna Eyjólfsdóttir, Kristín Viggósdóttir og Gréta Aðalsteinsdóttir. í framkvæmdastjórn vom kjörnir sex fulltrúar, auk Elínar Ölmu Art- húrsdóttur formanns. Þeir em Aðal- heiður Alfreðsdóttir, Birgir Áma- son, Eiríkur Briem, Guðfinna Vig- fúsdóttir, Rannveig Edda Hálf- dánardóttir og Tryggvi Harðarson. Forsætisráðherra á flokksþingi Alþýðuflokks: Legg áherslu á samstarf bræðraflokka STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins ávarpaði flokksþing Alþýðuflokksins síðdegis á laug- ardag. Steingrímur lagði þar áherslu á sögulegan skyldleika flokk- anna og kallaði þá bræðraflokka. Jón Baldvin Hannibalsson, formað- ur Alþýðuflokksins, þakkaði Steingrími ræðuna með því að gefa honum vönd af rauðum „kratarósum“ og bókina „Bryndís“, sem Qall- ar um lífshlaup konu Jóns Baldvins, Bryndísar Schram. „Þetta vekur eins mikla athygli og að Shamir og Arafat hefðu ákveðið að takast í hendur,“ sagði Steingrímur. „Þeir ættu kannski að taka okkur sér til fyrirmyndar.“ Steingrímur lagði áherslu á sögu- leg tengsl Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks. Hann sagðist ekki vera kominn á flokksþing Alþýðu- flokksins til þess að bjóða samein- ingu flokkanna. Hann sagði slíkt ekki tímabært nú, hvað sem yrði síðar. „Ég er kominn hingað til þess að leggja ríka áherslu á sam- starf þessara bræðraflokka. Ég kom hingað til að minna á það að þessir flokkar eiga sér mjög skyldan grundvöll," sagði Steingrímur og rifjaði upp að Jónas Jónsson frá Hriflu hefði lagt grundvöll að báð- um flokkum. „Ég held að það sé rétt sem Jónas taldi þá að báðir flokkamir hefðu mjög miklu hlut- verki að gegna í þessu þjóðfélagi." Steingrímur ræddi síðan sam- starf flokkanna í síðustu ríkisstjórn og að þeir hefðu ekki viljað hlaupa frá þeim vanda, sem að steðjaði. Hann lagði áherslu á að nú hefði hann fundið að Jón Baldvin Hannib- alsson væri maður, sem hægt væri að treysta. „Ef við höldum dreng- skapnum þá munum við leysa vand- ann, sem er framundan," sagði Steingrímur. Hann lauk ræðu sinni á því að nefna þann möguleika að þeir flokksformennirnir, jafnvel allir formenn stjómarflokkanna, færu saman um landið og töluðu við fólk- ið, eins og gert hefði verið á árum áður. Ekki vom allir þingfulltrúar jafnhrifnir af komu forsætisráð- herra á þingið. „Ég verð satt að segja að játa að ég er dálítið ruglað- ur í ríminu,“ sagði Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafn- arfirði. „Ég hygg að fyrir tveimur ámm hefði þeim ágæta manni, sem við klöppuðum og stóðum upp fyrir Morgunblaðið/Bjami Steingrímur Hermannsson talar yfir kratarósinni. áðan sennilega verið hent út af flokksþingi okkar öfugum.“ Guð- mundur sagði að almenningur hlyti einnig að verða mglaður í ríminu af þessum atburðum. Hann sagðist ekki gera lítið úr samstarfi á vinstri vængnum, en þessi kúvending formanns Alþýðuflokksins kæmi sér á óvart. Fleiri sögðust vera undrandi á heimsókn Steingríms. Árni Hjör- leifsson sagði að forsætisráðherra væri pólitískt kameljón. „Ég tek Steingrím Hermannsson með öllum fyrirvara. Það verður langt þangað til ég trúi honum,“ sagði hann. Birgir Ámason, formaður Sam- bands ungra jafnaðarmanna, tók í sama streng. „Þessi sjónvarpsþátt- ur með Steingrími Hermannssyni í aðalhlutverki var fyrir neðan allar hellur," sagði hann. Ráðherrar segi af sér þingmennsku: Tillagan felld naumlega TILLAGA að ályktun um að ráðherrar segi af sér þingmennsku á meðan þeir silja í ráðherrastóli var naumlega felld á flokksþingi Alþýðuflokksins. Atkvæðagreiðsla um tillöguna fór fram tvisvar. I fyrra sinnið munaði einu atkvæði og var atkvæðagreiðslan þá endur- tekin. 56 voru á móti, en 53 með tillögunni í seinni atkvæðagTeiðsl- unni. Aðrar tillögur nefndar, sem fjall- aði um stjórnkerfisbreytingar, voru samþykktar með þorra atkvæða. Þær voru þær helstar, að alþingis- menn sitji ekki í stjórnum og ráðum á vegum framkvæmdavaldsins, að nefndum Alþingis verði veitt víðtækari heimild til eftirlits með störfum framkvæmdavaldsins og að reglur verði settar um upplýs- ingaskyldu stjómvalda og meðferð upplýsinga hjá hinu opinbera. Þá er lagt til að settar verði reglur um hagsmunaárekstra í opinberu lífi. Samþykkt var að álykta að landinu verði með lögum skipt í stjórnsýslueiningar með samein- ingu sveitarfélaga. Þessar stjórn- sýslueiningar taki síðan að veruleg- um hluta yfir verkefni og tekju- stofna ríkisins. Ályktun um jafnt atkvæðavægi í Alþingiskosningum, óháð búsetu, var einnig samþykkt. Þá heyrðist hins vegar hljóð úr horni frá landsbyggðarmönnum, þar sem þinghaldið hafði dregist verulega og var komið hálfan annan tíma fram yfir áætluð þingslit þeg- ar tillagan var samþykkt á sunnu- deginum. Sveinn Hálfdánarson ' •— kvaddi sér hljóðs og sagði marga landsbyggðarmenn hafa neyðst til þess að yfirgefa þingið vegna þess að þeir þyrftu að ná flugvélum. „Ég tek þess vegna ekkert mark á þess- ari samþykkt," sagði Sveinn og klöppuðu landsbyggðarmenn, sem eftir voru í salnum, honum lof í lófa. „Boðað verði til sérstaks stjóm- lagaþings til að gera endurbætur á stjórnarskránni í samræmi við breyttar þjóðfélagsaðstæður," var lokaliður ályktunarinnar um stjórn- kerfismál, og var hann samþykktur í einu hljóði. OST AUSTURBÆR Sóleyjargata o.fl. Lindargata 39-63 o.fl. Óðinsgata o.fl. JIUfgniilribiMfe
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.