Morgunblaðið - 22.11.1988, Page 60

Morgunblaðið - 22.11.1988, Page 60
Rynkeby HREINN APPELSÍNUSAFI ÁN ALLRA AUKAEFNA ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Málsókn vegna mis- ræmis við mælingar MISMIJNANDI aðferðir við mælingu á möskvastærð valda nú ágreiningi milli Landhelgisgsezlunnar annars vegar og sjómanna og útgerðarmanna r hins vegar. Mælingar Gæzlunnar gefa til kynna minni möskva en mæling- ar netagerðarmanna og Hampiðjunnar og eiga af þessum sökum tveir skipstjórar málsókn yfir höfði sér. Ennfremur hefur formiega verið kvart- að yfir starfeaðferðum Gæzlunnar og þvi hreyft við dómsmálaráðherra, að nefiid viðkomandi aðila endurskoði starfereglumar. Fyrir nokkru fór Gæzlan um borð í Kambaröst SU og mældist möskvi í veiðarfærum skipsins of smár. Hið sama átti sér stað síðastliðinn föstu- dag, er skipstjóranum á Skipaskaga AK var vísað til hafnar vegna of smás möskva í þoka. Gylfi Hallgrímsson, markaðsfull- trúi hjá Hampiðjunni, sagði að hér sé hvorki um svindl né ólöglegt at- hæfi að ræða, heldur aðeins misræmi í mælingum, sem verði að linna. Helgi Hallvarðsson, skipherra hjá Gæzlunni, segir að mælitæki Gæzl- unnar sé löggilt. Það sé notað þann- ig að ákveðnum og alltaf sama þrýst- ingi sé beitt, þegar mælinum sé þrýst inn í möskvann. Með þessu móti verði mælingin áreiðanlegri, en hins vegar sé það sjálfsagður hlutur að sam- ræma þessar mælingaraðferðir. Sjá nánar á bls. 2-3. Forsætisráðherra um varaflugvöll: Rétt að kanna aðra möguleika 'STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra segir það Ijóst að ekki verði samið um gerð vara- flugvallar með þátttöku NATO á kjörtímabilinu, hins vegar segir hann rétt að kanna aðrar leiðir. í samþykkt flokksþings Framsókn- arflokksins er áréttað ákvæði stjórnarsáttmálans um að ekki verði ráðist í nýjar meiriháttar framkvæmdir á vegum Vamar- liðsins. „Ég er ekki sammála þess- ari . túlkun," segir Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra í samtali í gær. „í stjómarsáttmálanum er kveðið á um það að ekki verði um meirihátt- ar framkvæmdir að ræða á vegum Vamarliðsins," sagði Jón Baldvin. „Framkvæmdir á vegum Vamarliðs- ins eru undirbúnar með nokkurra ára Kóngafólk í heimsókn fyrirvara og búið var að samþykkja taka næstu þijú ár í framkvæmd. Það var allt tíundað og upptalið hvað þar væri um að ræða.“ Um gerð varaflugvallar sagði Jón Baldvié: „Hér er ekki um að ræða framkvæmd í þágu Vamarliðs á friðartímum, þetta er lífsnauðsynleg framkvæmd í þágu þjóðarinnar." Steingrímur Hermannsson sagði rétt að kanna aðra möguleika. „Það er annað mál hvort til eru leiðir til að byggja stóran flugvöll, sem yrði algerlega undir okkar stjóm og byggður eftir íslenskum kröfum, en herflugvélar fengju aðgang að í neyðartilfellum og útá það fengjum við kannski einhvem styrk. Þetta hefur mér heyrst að kæmi til greina," sagði forsætisráðherra. Jón Baldvin sagði að engir skilmál- ar yrðu settir um rekstur flugvallar- ins á friðartímum af hálfu NATO. „Einu skilmálamir em að flugvöllur- inn sé til reiðu fyrir Atlantshafs- bandalagið ef til ófriðar kemur,“ sagði utanríkisráðherra Sjá fréttir bls. 56-59. Morgunblaðið/RAX Stokksey ÁR með Áskel ÞH í togi á Selvogsgrunni í gær- morgun. Vestmannaeyjalóðs- inn fylgir þeim eftir. Á neðri myndinni er Flóvent Jóhanns- son í faðmi fjölskyldunnar í Grindavík, f.v.: Helga Björg, María Óladóttir, Harpa, Fló- vent og Óli Stefán. Brunmn í Áskeli ÞH: „Olían kraumaði sjóðheit uppá dekkið“ Grindavík. „ELDURINN teygði sig upp með olíutönkunum svo að sjóð- heit olían kraumaði upp um öndunaropin á dekkinu, en við vorum komnir fram á. Þá leist mér hreint ekki á blikuna en við gátum lítið gert úr því sem komið var nema yfirgefa bát- inn,“ sagði Flóvent Jóhannsson skipstjóri á Áskeli ÞH eftir að hann var kominn heim til Qöl- skyldu sinnar í Grindavík í gær. Eldur kom upp í bátnum á Selvogsgrunni í gærmorgun. „Stýrimaðurinn var á togvakt en við sváfum þegar hann varð eldsins í vélarrúminu var. Eldur- inn var þá orðinn svo magnaður að ekki varð við neitt ráðið fyrir reyk og eiturgufum," sagði hann. „Ég er þeim mjög þakklátur sem komu okkur til bjargar því staðan var orðin mjög tvísýn,“ sagði Flóvent. Kr.Ben. Sjá frétt á bls. 2. Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra: Frumvarp um nýtt álver ef kannanir verða jákvæðar Samþykkt frumvarps um álver þýðir nýjan þing-meiri- hluta segir Olafiir Ragnar Grímsson ALEXANDRA prinsessa, frænka Bretadrottningar, og eiginmaður hennar komu til íslands í þotu bresku kon- ungsfjölskyldunnar í gær- kvöldi og fara aftur héðan í dag. Um 20 manns eru í fylgdarliði prinsessunnar, sem dvelst á Hótel Sögu og hefúr þar 20 herbergi til umráða. Aléxandra er dóttir hertog- ans af Kent. Hún er á leið heim til Bretlands úr ferðalagi um eyjar í Karabíska hafinu. Morgunblaðið/Sverrir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að stj ómarfrumvarp um nýtt álver í Straumsvík liti ekki dagsins ljós nema með samþykki stjórnarflokkanna allra. Jón Sig- urðsson iðnaðarráðherra sagði hins vegar að ef niðurstöður kannana á rekstrargrundvelli nýs álvers og þjóðhagslegum áhrifúm þess reyndust jákvæðar yrði leitað heimilda Alþingis vegna slíkrar framleiðslu og um nauðsynlegar virkjanir vegna hennar, annaðhvort með heimild- arlögum eða þá að leitað yrði staðfestingar Alþingis á gerðum samningum. Ólafúr Ragnar Grímsson fjármálaráðherra sagði að flutningur og samþykkt frumvarps um nýtt álver í Straumsvík jafhgilti því að myndast hefði nýr meirihluti á Alþingi. Yfírlýsingar forsætisráðherra, iðnaðarráðherra og fjármálaráð- herra, sem að framan getur, komu fram í utandagskrárumræðu í Sam- einuðu þingi í gær, sem Friðrik Sophusson hóf. Bar hann fram spumingar til ráðherranna, sem leiddu til þessara svara. Iðnaðarráðherra sagði ekki hægt að tímasetja hvenær frumvarp yrði borið fram, ef niðurstöður kannana reyndust jákvæðar, en lét að því liggja, að það yrði einhvern tíma á næsta ári. Talsmenn Sjálfstæðis- flokks, Alþýðuflokks og Borgara- flokks, sem þátt tóku í umræðunni, studdu hugmynd um nýtt álver, að því tilskildu, að niðurstöður kann- ana reyndust þjóðhagslega jákvæð- ar. Sama má segja um Guðmund G. Þórarinsson, þingmann Fram- sóknarflokks. Talsmenn Alþýðu- bandalags og Samtaka um kvenna- lista mæltu hins vegar gegn henni. Sjá nánari frásögn á þingsíðu bls. 37.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.