Morgunblaðið - 24.11.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.11.1988, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 270. tbl. 76. árg. FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Neyðarástand víða í Azerbajdzhan: Hermenn gæta heimila Armena Moskvu. Reuter. ÞRÍR sovéskir hermenn létust og1 126 manns særðust í átökum sem brutust út á milli Azerbajdzhana og Armena í borginni Kírovobad og nokkrum þorpum i Nakhítsjevan-héraði í Azerbajdzhan á þriðjudag, að sögn yfirvalda í landinu í gœr. Neyðarástandi hefiir verið lýst yfir viða í Azerbajdzhan og útgöngubann er í gildi i borginni Kírovobad. Um 400.000 manns söfnuðust saman í Baku í Azerbajdzhan í gær og verkfall var í flestum verksmiðjum borgarinnar. Að sögn útvarpsins í Baku versnaði ástandið til muna í héraðinUjNakhítsjevan og Kírovobad í Azerbajdzhan í gær. „Oþjóðalýður skeytti skapi sínu á byggingum Suður-Afríka: Þyrma sex- menningnm Jóhannesarborg. Reuter. P. W. BOTHA, forseti Suður- Afríku, ákvað i gær að afturkalla dauðadóma yfir svonefiidum sex- menningum frá Sharpeville, fimm körlum og einni konu, og dæmdi þá í langa fangavist. Botha tilkynnti þessa ákvörðun aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hæstiréttur í Suður-Afríku hafði hafnað síðustu áfrýjun sexraenning- anna. Skýrði hann jafnframt frá því, að þeir yrðu að sitja í fangelsi í 18 til 25 ár. Voru þeir upphaflega dæmdir fyrir að hafa ásamt mörgum öðrum gert aðsúg að og drepið svart- an bæjarfulltrúa árið 1984 en það undarlega er, að þeir voru ekki sak- aðir um að hafa drepið manninn eig- in hendi, heldur að hafa, ásamt öðr- um, borið „sameiginlega ábyrgð" á dauða hans. Alls var fallið frá dauðadómi yfir 13 mönnum auk sexmenninganna og voru þeirra á meðal fjórir hvítir lögreglumenn. Er talið, að með því hafí Suður-Afríkustjóm viljað koma til móts við samtök hægrimanna í landinu. stjómsýslunnar . . . Hafnar eru að- gerðir til að halda uppi lögum og tryggja öryggi borgaranna," sagði útvarpið. Hermenn stóðu vörð við heimili Armena í Baku í gær en ekki var greint frá því að mannfall hefði orð- ið þar. Talsmaður kommúnista- flokksins í Nakhítsjevan neitaði að gefa frekari upplýsingar þegar fréttamaður Reuters hafði samband við hann. „Skiptið ykkur ekki af inn- anríkismálum okkar,“ sagði hann. Þátttakendur í mótmælunum kröfðust þess að leiðtogi kommúni- staflokksins í Nagomo-Karabakh og margir aðrir leiðtogar Armena yrðu dregnir fyrir rétt fyrir „að efna til þjóðfélagslegrar sundrungar“. Meðal þeirra sem eru tilnefndir er Abel Aganbegjan, hagfræðingur og ráð- gjafí Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleið- toga. Hermdarverk ílndlandi Reuter Ofstækismenn úr röðum síka á Indlandi myrtu á þriðjudag 22 ibúa og særðu tugi í viðbót í markaðsbænum Kaithal í Haryana-ríki á Ind- landi. Tilræðismennirnir, fjórir eða fimm tals- ins, óku í jeppa umhverfis bæinn. Skutu þeir af vélbyssum á vegfarendur og stóð árásin í nær hálfa klukkustund. Kaithal er um 40 km frá landamærum Haryana og Punjabs þar sem síkar berjast fyrir því að fá að stofiia sjálfstætt riki. Lögregla hefiir slegið hring um bæinn og nær- liggjandi svæði til að reyna að hafa hendur í hárí morðingjanna. A myndinni sjást ættingjar fórnarlambanna harma hina látnu. Sænska ríkisstjórnin vill umbyltmgu í skattheinitu Samkvæmt tillögunum verður þorri launþega laus við tekjuskatt innan þriggja ára Stokkhólmi. Reuter og Erik Liden, fréttaritari Morgunblaðsins. INGVAR Carlsson forsætisráð- herra Svíþjóðar og Kjell-Olof Feldt Qármálaráðherra kynntu í gær hugmyndir að gjörbreyttu skattakerfi í landinu en skatta- Reuter Leynivopn afhjúpað B-2, en svo nefiiist ný, bandarísk sprengjuþota er einnig gengur undir heitinu Stealth, var sýnd völdum hópi gesta og fréttamanna í fyrsta sinn í verksmiðju Northrop-flugvélaverksmiðjanna í Mojave-eyðimörkinni á þriðjudag. Þotan hefur þann eiginleika að ratsjár nema hana varla og mun orsökin vera sérkennileg lögun hennar og jafiiframt þau efiii sem notuð eru til smíðinnar. Sjá frétt og teikningar á bls. 29. álögur í Svíþjóð hafa lengi verið með þeim þyngstu á Vesturlönd- um. Samkvæmt tillögunum verð- ur stefiit að þvi að eftir þijú ár greiði 90% launþega engan tekju- skatt og jafiiframt verður sparn- aður gerður fysilegri kostur en nú; skattaafsláttur vegna vaxta og afborgana verður smám saman afimminn. Skattar á fyrirtæki verða stórlækkaðir en jafiiframt lokað ýmsum smugum, svonefiid- um „skattaskjólum", er margir sjálfstæðir atvinnurekendur hafa notfært sér til að losna við að greiða tekjuskatt. Fjármagnstekj- ur verða skattlagðar eins og aðr- ar tekjur. Feldt sagðist vona að hægt yrði að koma breytingunum á fyrir næstu þingkosningar 1991. Hann sagði að markmiðið með breytingunum væri m.a. að fá alla þá snjöllu viðskipta- fræðinga, er nú strituðu fyrir ýmsa atvinnurekendur í von um að fínna smugur á skattalögunum, til að fínna sér eitthvað þarfara að gera. Ráðherrann sagði ljóst að það skattakerfi sem nú væri við lýði í landinu væri „rotið“. Lækkaðar tekj- ur ríkissjóðs yrðu fyrst og fremst bættar upp með sköttum á fjár- magnstekjur, auðlindaskatti og hækkuðum virðisaukaskatti. Skatta- reglur yrðu einnig stórum einfaldað- ar en sænska skattakerfið er nú ein- staklega flókið og hefur það auðveld- að mörgum leitina að undankomu- leiðum. Svíar hafa að jafnaði greitt sam- anlagt 45% tekna sinna í tekjuskatt og útsvar en þetta hlutfall á að lækka í 30%. Skattar á fyrirtæki hafa verið um 58% en eiga að lækka í 30%. Óljóst er hvert hámarkstekju- skattshlutfall, sem er 80-85%, verð- ur en talið líklegt að það lækki í 60%. Margir þekktir Svíar hafa ver- ið löðrungaðir af skattayfirvöldum og árið 1976 var hinn frægi leik- stjóri Ingmar Bergman handtekinn af skattalögreglunni þar sem hann var að störfum á sviði Konunglega leikhússins í Stokkhólmi; eitthvað hafði þótt óljóst í sambandi við fjár- mál leikstjórans. Eftir atburðinn bjó Bergman lengi erlendis og fór ófög- rum orðum um sænsk yfirvöld. Rit- höfundurinn Astrid Lindgren varð sama ár fyrir því að hún var krafin um rúmlega 100% af tekjum sinum í skatta, þ.e. meira en allar tekjurn- ar það árið! Verðbréf hækkuðu snarlega í verði í kauphöll Stokkhólms eftir að tillögur stjómarinnar höfðu verið kynntar og töldu sérfræðingar að flest fyrirtæki í laudinu og fjár- magnsmarkaðurinn í heild myndu standa betur að vígi yrðu tillögurnar að lögum. „Þeir eru að reyna að færa álagninguna frá launatekjum yfir á óbeina skatta og ætla þannig að vekja aftur hjá fólki hvötina til að starfa,“ sagði Ulf Jakobsson, helsti hagfræðingur Sænska versl- unarbankans. Formaður sænska Al- þýðusambandsins, Stig Malm, sagð- ist ánægður með að stjómin ætlaði aðallega að bæta tekjutapið með skatti á fjármagnshagnað. Á hinn bóginn er álitið að verkalýðssam- bandið verði andvígt því að hámark tekjuskattshlutfalls verði lækkað. Scowcroft öryggis- málaráð- gjafi Bush Washing- ton. Reuter. GEORGE Bush, væntanleg- ur forseti Banda- ríkjanna, skýrði frá því í gær að Brent Scowcroft yrði öryggismála- ráðgjafi hans. Scowcroft er fyrrverandi undirhershöfðingi í flughernum og var öryggismálaráðgjafi Geralds Fords forseta árin 1975-1976. Sjá svipmynd á bls. 29.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.