Morgunblaðið - 24.11.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.11.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988 5 Attunda þing BHM hefst á morgun 8. ÞING Bandalags háskóla- manna verður haldið dagana 25. og 26. nóvember í Borgartúni. Þingið sitja um 150 fulltrúar frá 27 aðildarfélögum bandalagsins, en í bandalaginu eru um 7.000 félagsmenn. Þingið verður sett kl. 13.30 á föstudag og að lokinni þingsetningu ávarpar Svavar Gestsson mennta- málaráðherra þingið. Bandalagið er 30 ára um þessar mundir og verður fyrsti hluti dag- skrár þingsins helgaðar afmælinu. í þeim hluta dagskrárinnar ræðir Ólafur Steinar Valdimarsson um fyrstu starfsár bandalagsins og Halldór Guðjónsson, kennslustjóri Háskóla íslands, ræðir um alþjóða- samstarf háskóla. Starfshópur á vegum bandalags- ins hefur á síðustu vikum unnið greinargerð um spuminguna: „Hvers vegna virðist menntun og menning í varnarstöðu í íslensku samfélagi?" Niðurstöður starfs- hópsins verða kynntar á þinginu. í sumar og haust hefur farið fram jafnréttiskönnun meðal félags- manna í BHM. Þorgerður Einars- dóttir félagsfræðingur hefur haft umsjón með könnuninni og gerir hún grein fyrir helstu niðurstöðum á þinginu. Auk framangreindra dagskrár- liða verða föst þingstörf á dagskrá s.s. skýrsla stjómar, reikningar, stjórnarkjör og lagabreytingar. Þá er gert ráð fyrir sérstökum umræð- um um framtíðarhlutverk banda- lagsins. Formaður Bandalags háskóla- manna er Grétar Ólafsson, læknir og varaformaður Páll Bjamason, menntaskólakennari. (Fréttatilkynning) Þjóðvinafélagið: Almanak Þjóðvina- félagsins komið út ALMANAK Hins íslenska þjóð- vinafélags um árið 1989 er kom- ið úr. Útgefandi er Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafé- lagsins. Aðalhluti ritsins er Al- manak um árið 1989, sem dr. Þorsteinn Sæmundsson sljarn- fræðingur hefur reiknað og búið til prentunar. Annað efni ritsins er Árbók ís- lands 1987 sem Heimir Þorleifsson menntaskólakennari tók saman. Þetta er 115. árgangur Þjóðvina- félagsalmanaksins. Ritið er að þessu sinni 216 blaðsíður að stærð og prentað í Odda. Umsjónarmaður þess er Jóhannes Halldórsson, for- seti Þjóðvinafélagsins. Forstöðu- menn félagsins em kosnir af Al- þingi. Þeir em, auk Jóhannesar: dr. Jónas Kristjánsson, sem er varafor- seti; dr. Guðrún Kvaran orðabókar- ritstjóri; Heimir Þorleifsson sagn- fræðingur og Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður. Höfðar til .fólksíöllum starfsgreinum! Sæmileg loðnuveiði SÆMILEG loðnuveiði var í fyrri- nótt og síðdegis í gær höfðu 8 skip tilkynnt um afla, að sögn Ástráðs Ingvarssonar starfsmanns loðnunefiidar. Víkurberg tilkynnti um 520 tonn til Þórshafnar, Skarðsvík 640 til Raufarhafnar, Börkur 1.200 til Nes- kaupstaðar, Erling 550 tii Siglufjarð- ar, Guðmundur 800 til Vestmanna- eyja, Helga II 1.000 óákveðið hvert, Beitir 350 til Neskaupstaðar og Þórs- hamar 380 til Siglufjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.