Morgunblaðið - 24.11.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FíMMTUPAGUR’ 24. (NÓVEMBER 1988
£o35
Tveir slösuðust í
hörðum árekstri
HARÐUR árekstur tveggja fólksbifreiða varð á mótum Elliðavogs
og Kleppsmýrarvegs um kl. 13 í gær. Ökumenn beggja bifreiðanna
slösuðust, en ekki alvarlega.
Annarri bifreiðinni var ekið
norður Elliðavog, en hinni í suður.
Ökumaðurinn, sem fór í suðurátt,
ætlaði sér inn á Kleppsmýrarveg,
beygði til vinstri og í veg fyrir hinn.
Áreksturinn var harður og
skemmdust báðar bifreiðirnar mik-
ið. Ökumenn, sem voru einir í bif-
reiðum sínum, slösuðust báðir, en
ekki alvarlega þó.
Tunglið;
Bubbi Morthens
BUBBI Morthens heldur trúba-
dor-tónleika í Tunglinu við Lækj-
argötu í kvöld, fímmtudags-
kvöld. Tónleikarnir verða siðustu
sóló-tónleikar Bubba um hrið, þvi
í næstu viku kemur út hljómplata
hans og Megasar, „Bláir draum-
ar“, og verður henni fylgt eftir
með annars konar uppákomum.
Bubbi hefur að undanfömu hald-
ið tónleika í skólum á höfuðborgar-
svæðinu, en annars spilað fremur
lítið hérlendis á síðustu mánuðum.
Ástæða þess hefur einkum verið
annir vegna útkomu hljómplötunnar
„Serbian flower" á Norðurlöndun-
um. Upptökum skífunnar lauk í
vor, en nokkru síðar, eða í kjölfar
útgáfu smáskífunnar „Moon in the
gutter", hófst hljómleikaferð Bubba
um Norðurlönd.
Bubbi Morthens
FiskverA á uppboðsmörkuðum 23. nóvember.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 44,00 30,00 41,29 105,285 4.347.870
Þorskur(ósL) 35,00 30,00 33,56 1,409 47.287
Smáþorskur 14,50 14,50 14,50 0,900 13.050
Ýsa 71,00 35,00 61,61 12,688 781.742
Ýsa(ósL) 50,00 35,00 42,69 1,756 74.960
Smáýsa 15,00 15,00 15,00 0,118 1,778
Karfi 15,00 15,00 15,00 0,291 4.372
Ufsi 15,00 13,00 14,89 11,118 165.497
Steinbítur 20,00 20,00 20,00 0,214 4.290
Langa 20,00 20,00 20,00 1,841 36.835
Keila 10,00 10,00 10,00 0,691 6.914
Samtals 41,25 137,569 5.675.743
Selt var aöallega úr Viði HF, Óskari Halldórssyni RE, Ljósfara
HF, Björgu ÞH, frá Sæfangi hf. ó Grundarfiröi, Hraöfrystihúsi
Hellissands og Nesveri hf.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 43,00 43,00 43,00 0,356 15.308
Þorskur(ósL) 43,00 43,00 43,00 2,670 114.810
Undirmál 12,00 12,00 12,00 1,852 22.225
Ýsa 41,00 35,00 37,93 4,060 154.018
Ýsa(ósl.) 50,00 34,00 48,54 1,182 57.372
Ýsa(umálósL) 10,00 10,00 10,00 0,111 1.110
Ufsi 12,00 12,00 12,00 4,995 59.937
Lúða 150,00 150,00 150,00 0,023 3.450
Hlýri+steinb. 15i00 11,00 12,46 0,294 3.662
Blálanga 15,00 15,00 15,00 0,483 7.245
Blandað 25,00 25,00 25,00 0,021 525
Samtals 27,40 16,047 439.662
Selt var úr Höfðavik AK og ýmsum bátum. ( dag veröur selt
úr Hjörleifi RE og bátum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 44,50 41,50 43,50 2,800 121.800
Ýsa 55,00 15,00 38,66 4,041 156.245
Karfi 20,50 20,50 20,50 2,880 59.040
Ufsi 18,00 15,00 16,19 0,829 13.422
Steinbítur 15,00 15,00 15,00 0,184 2.760
Lúða 189,00 159,00 172,98 0,086 14.790
Langa 20,50 20,50 20,50 0,050 1.025
Blál.+langa 18,00 18,00 18,00 0,220 3.960
Keila 8,00 8,00 8,00 0,300 2.400
Síld 8,07 8,00 8,06 164,800 1.327.786
öfugkjafta 5,00 5,00 5,00 0,153 765
Skata 60,00 60,00 60,00 0,180 10.800
Skötuselur 325,00 325,00 325,00 0,033 10.725
Samtals 9,77 176,556 1.725.518
Selt var meðal annars úr Þorbirni II GK, Geirfugli GK, Baröanum
GK og Sigurði Þorleifssyni GK. ( dag verður aö öllum likindum
selt úr dagróöra- og síldarbátum.
Grœnmetisverð á uppboðsmörkuðum 23. nóvember.
SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA
Tómatar 104,00 1,032 107.070
Sveppir 450,00 0,543 244.350
Paprika(græn) 100,00 0,220 22.000
Gulrætur(pk.) 127,00 5,540 702.660
Gulræturfópk.) 117,00 2,030 238.160
Rófur 48,00 6,725 319.800
Steinselja 31,00 1,331 41.261
Grænkál 27,00 0,080 2.160
Kínakál 133,00 6,786 904.560
Rauðkál 86,00 0,210 18.060
Hvítkál 75,00 15,380 1.168.660
Samtals 3.760.601
Moigunblaðið/Sverrir
Frá heimsókn lögreglumanna í Gerðuberg.
Umferðarfræðsla lögreglunnar;
Nýfimdin kvikmynd Oskars
Gíslasonar sýnd öldruðum
Endurskinsmerkjum dreift og góð ráð gefin
LOGREGLAN í Reykjavík heimsækir um þessar mundir félag-
smiðstöðvar eldri borgara i Reykjavík og ræðir þar um umferðar-
mál við viðstadda. í farteskinu hafa lögreglumennirnir meðal
annars eintak af fyrstu og einu kvikmyndinni sem gerð hefúr
verið um umferðarfræðslu hérlendis. Hana gerði Óskar Gíslason
fyrir Slysavarnafélag íslandi í Reykjavík og Hafnarfirði árið 1951.
Þorgrímur Guðmundsson lög-
regluvarðstjóri fann frumeintak
myndarinnar í geymslu hjá Slysa-
varnafélaginu. Það var þá ekki
sýningarhæft og lá undir
skemmdum en með aðstoð Erlend-
ar Sveinssonar hjá Kvikmynda-
safni íslands var myndin send til
Bretlands þar sem hún var lag-
færð og hreinsuð á kostnað lög-
reglustjórans í Reykjavík og Um-
ferðarráðs. Að sögn Þorgríms og
Ómars Smára Ármannssonar að-
stoðaryfirlögregluþjóns hafa und-
irtektir við myndinni verið góðar
enda gamlar myndir úr bæjarlíf-
inu ávallt vinsælt myndefni.
Auk myndasýningarinnar ræða
lögreglumennirnir í heimsóknum
sínum um umferðarmál almennt,
veita ráðleggingar og gefa hvetj-
um viðstaddra tvö endurskins-
merki. Einnig er lögð sérstök
áhersla á mikilvægi vandaðs skó-
fatnaðar og mannbrodda í vetrar-
færðinni en að vetrarlagi verður
jafnan nokkur fjöldi roskins fólks
fyrir meiðslum vegna hálku á
gangstéttum.
Að sögn Ómars Smára og
Þorgríms verður eldri borgurum
boðið í bæjarferð í rútu í desemb-
ermánuði. Þar verður vakin at-
hygli á helstu hættum í umferð-
inni og boðið upp á kaffiveitingar
á lögreglustöðinni. Eftir áramót
munu lögreglumenn svo gera
víðreist meðal eldri borgara í safn-
aðarheimilum í borginni.
Strax á ferð um landið
Frá hádegistónleikum Strax £ Verslunarskólanum.
HLJÓMSVEITIN Strax er að
leggja upp í tónleikaferðalag
um landið með nýja meðlimi inn-
anborðs. Fyrstu tónleikarnir
verða á afmælishátíð Félagsmið-
stöðvarinnar í Bústöðum á
morgun, föstudagskvöld, en á
laugardagskvöldið leikur hljóm-
sveitin á Hótel Selfossi.
Eftir það heldur Strax á Blöndu-
ós, Sauðárkrók, Akureyri,
Húsavík, Egilsstaði, Neskaupstað
og víðar. í frétt frá hljómsveitinni
segir að tónleikar, dansleikir og
aðrar uppákomur verði nú á ólíkle-
gustu tímum sólarhrings, en kostir
morgun- og hádegistónleika hafí
runnið upp fyrir meðlimum Strax
er þeir voru á ferð í Kína.- Áfram
verður þó leikið á hinum hefð-
bundnu miðnæturtónleikum milli
12 og þrjú á nóttunni, einkum um
helgar.
Auk Ragnhildar Gísladóttur og
Jakobs Magnússonar eru nú í
hljómsveitinni gítarleikarinn Sig-
urður Gröndal úr Rikshaw, auk
eyfirsku tónlistarmannanna Sigf-
úsar Óttarssonar, trommuleikara
og Baldvins Sigurðssonar, sem
léku með Bara-flokknum og síðar
með Grafík og Rikshaw.
Fyrirlestur um lagasmíð
um Q ár magnsmarkað
Lögfræðingafélag íslands
heldur almennan félagsfúnd í
stofú 101 í Lögbergi, Háskóla
Islands, fimmtudaginn 24. þ.m.
kl. 20.30. Fundarefhið er Laga-
smíð um flármagnsmarkað.
Frummælandi verður Bjöm
Líndal, ráðunautur bankastjórnar
Landsbanka íslands, og mun hann
í erindi sínu fjalla um þtjú stjórnar-
frumvörp, sem nú liggja fyrir Al-
þingi og varða innlendan fjár-
magnsmarkað. í erindinu verður
leitað svara við þeirri spurningu
\
hvort lögfesting þessara fmm-
varpa muni stuðla að auknu öryggi
í verðbréfaviðskiptum og eignarlei-
gustarfsemi eins og að er stefnt.
Að loknu erindi frummælanda
verða almennar umræður.