Morgunblaðið - 24.11.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988 UNGUR píltur, ökumaður bifhjóls, slasaðist í umferðarslysi síðdegis í gær. Pilturinn lenti í hörðum árekstri við Lada-bifreið á mótum Furumels og Hagamels. Hann slasaðist meðal annars á fæti og var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Slæmt skyggni var þegar slysið varð. Vélhjólið er mikið skemmt en lítið sá á bílnum. Ekki fengust upplýsingar um aðdraganda óhappsins í gær. Ríki og sveitarfélög: Samið um verkaskiptingu NÁÐST hefur samkomulag um verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, og að sögn Sigur- geirs Sigurðssonar, formanns Sambands íslenskra sveitarfé- laga, eru líkur á að gengið verði frá samkomulagi um tekjuskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga í INNLENT næstu viku. Jóhanna Sigurðar- dóttir, félagsmálaráðheiTa, sagði á ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga að stefnt væri að því að leggja fram frumvarp um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga mjög Qjótlega ásamt frumvarpi um tekju- stofha sveitarfélaga. Sigurgeir Sigurðsson sagði í samtali við Morgunblaðið að milli sveitarfélaganna hefði tekist gott samkomulag um þessi mál, en helst hefði þurft að vinna að samræm- ingu í sambandi við tekjustofnana. „Þama er verið að flytja tii fjár- magn á milli sveitarfélaga og í framtíðinni verður jöfnunarsjóður- inn notaður svo til alfarið til jöfn- unar, og þá til þeirra sveitarfélaga sem eru það óheppilegar rekstrar- einingar að þau standa ekki undir þeirri lágmarksþjónustu sem hægt er að gera kröfur til, og eins þeirra sem eru með lélegri tekjur en meðaltalið sýnir. Um leið og geng- ið hefur verið frá samkomulagi um ijármálahlutann í þessu verður þetta lagt fram á Alþingi til um- fjöllunar, en varðandi ijármálahlið- ina hefur náðst samkomulag um öll aðalatriðin, en einungis á eftir að gera tillögur um formsatriði," sagði Sigurgeir. Fjármálaráðherra: Fellur frá áfrýj- un í máli Sturlu ÓLAFUR Ragnar Grímsson Qár- málaráðherra hefur ákveðið að falla frá áfrýjun til Hæstaréttar i máli Sturlu Kristjánssonar fyrr- um fræðslustjóra Norðurkinds eystra. Sturla höfðaði mál gegn menntamálaráðherra vegna brott- rekstrar úr starfi og i undirrétti voru honum dæmdar bætur, en Jón Baldvin Hannibalsson, þáver- andi Qármálaráðherra, áfrýjaði til Hæstaréttar. „Þetta mál var sérkennilegt og um það spunnust mjög miklar póli- tískar og persónulegar deilur. Það 33% hækkun á miðaverði hjá HHÍ MIÐAVERÐ í Happdrætti Há- skóla íslands hækkar úr 300 krónum í 400 á næsta ári. Það jafngildir 33% hækktin. Hækkun- in hafði verið samþykkt fyrir verðstöðvun. „Hæstu vinningam- ir verða þeir sömu á næsta ári og í ár,“ sagði Jón Bergsteinsson skrifstofustjóri happdrættisins í samtali við Morgunblaðið. „Hæsti vinningur á trompmiða í desember verður 25 milljónir króna en aðra mánuði 5 milljónir króna,“ sagði Jón. „Lægsti vinningur hækk- ar hins vegar á næsta ári úr 7.500 krónum í 10 þúsund krónur. 70% af innkomunni fer í vinninga eins og á þessu ári,“ sagði Jón Berg- steinsson. getur þurft að fara í prófmál til að fá úr því skorið hvar takmörkin á valdi embættismanna eru og hveijar hlýðniskyldur þeirra eru gagnvart ráðherrum og ráðuneytum. Eg tel hins vegar mjög mikilvægt að ef í slík prófmál sé farið þá eigi þau sér eðlilegan aðdraganda og þau séu ekki flækt í mjög viðkvæmar pólitísk- ar deilur," sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra. „Allur aðdragandi verður að vera með þeim hætti að enginn geti dreg- ið í efa að prófmálið sé byggt á eðli- Iegum siðferðilegum grunni. Þess vegna vildi 'ég sem ráðherra ekki taka við agavaldi sem jafnvel Hæsti- réttur úrskurðaði mér á grundvelli forsögu þessa máls. Það þyrfti að eiga sér annars konar aðdraganda. Jón Baldvin Hannibalsson áfrýjaði þessu máli þegar hann var fjármála- ráðherra og það hefur verið hans persónulega mat að vilja taka við agavaldinu með þessum hætti ef Hæstiréttur úrskurðaði á þann veg að hann fengi það. Ég taldi að vand- lega athuguðu máli að það væri ekki rétt að gera það, og tel betra að byggja upp eðlileg samskipti milli embættismanna annars vegar og ráðuneyta og ráðherra hins vegar með öðrum hætti en með hatrömm- um deilum og illvígum persónulegum átökum. Þetta mál er ekki komið til meðferðar í Hæstarétti og kannski hefði gegnt öðru máli ef Hæstiréttur hefði verið búinn að ijalla um málið, og ég væri beinlínis að grípa inn í störf réttarins," segir Ólafur Ragnar Grímsson. Þess má geta að í gær létu tveir skólastjórar flagga við skóla sína á Akureyri, þeir Sverrir Pálsson, Gagn- fræðaskóla Akureyrar, og Benedikt Sigurðsson, Bamaskóía Akureyrar. Tilefnið var að sögn endir svokallaðs Sturlumáls. Tap gegn Frökkum ÍSLENSKA sveitin tapaði fyrir hinni frönsku, IV2-2V2, í tíundu umferð Ólympiumótsins í gær- kvöldi. Jóhann Hjartarson tapaði fyrir Spasskíj á 1. borði en öðrum skák- um lauk með jafntefli. íslenska sveitin hefur nú 23 vinninga. Sovét- menn hafa örugga forystu en stað- an á mótinu er um margt óljós vegna biðskáka. Islensku skákmennimir eiga frí í dag. Sjúkraflutningamenn færa piltinn í sjúkrahílinn. Bifhjól í árekstri Morgunblaðið/Júlíus Ráðstefiia um nýtt álver: Tími ákvarðanatöku er núna - sagði dr. Jóhannes Nordal formaður sljórnar Landsvirkjunar DR. JÓHANNES Nordal sagði á ráðstefiiu um nýtt álver í gær- kvöldi að tími ákvarðanatöku um byggingu nýs álvers á íslandi væri núna. Ráðstefiian var haldin á vegum Sjálfstæðisfélaganna í Hafiiarfirði og orkunefiidar Sjálfstæðisflokksins. Dr. Jóhannes Nor- dal var fyrstur frummælenda. Hann rakti fyrst í ítarlegu máli þróun- ina á álmörkuðum frá árinu 1957 til dagsins í dag. Síðan vék hann að stöðunni nú og því sem er framundan. „Umframeftirspum fer nú vax- andi á áli og útlit er fyrir að skort- ur verði á áli um nokkum tíma í náinni framtíð," sagði dr. Jóhannes Nordal. „Verðið er hátt og mun haldast svo. Tímabil sem þessi koma ekki nema á einu ári af sjö, og á þeim taka álfyrirtæki ákvarðanir um fjárfestingar í nýjum álverum. íslendingar verða að huga að því nú að innan eins til tveggja ára breytist þessi markaður að nýju, þannig að ef til vill verður búið að taka það miklar ákvarðanir um nýjar álbræðslur að fyrirtækin leggi ekki í meira." Evrópubandalagið sýnir málinu áhuga Garðar Ingvarsson fram- kvæmdastjóri Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Lands- virkjunar ræddi um Atlantal-verk- efnið. í máli hans kom fram að er frumhagkvæmniathugunin fyrir verkefnið lá fyrir í byijun ársins hafi framkvæmdanefnd Evrópu- bandalagsins fengið eintak í hend- ur. „Evrópubandalagið hafði sýnt þessari vinnu mikinn áhuga og keypt sér aðgang að frumhag- kvæmniathuguninni. Þessi áhugi Evrópubandalagsins er vel skiljan- legur og stuðningur þess við aukna áliðju á íslandi getur haft mikla þýðingu síðar fyrir íslendinga,“ sagði Garðar Ingvarsson. Garðar kynnti álfyrirtækin fjögur sem standa að Atlantal verkefninu, en þau eru auk Alusuisse: Granges Aluminium í Svíþjóð, Alumined BV í Hollandi og Austria Metal í Aust- urríki. Síðan ræddi Garðar stöðu málsins nú, en hún er sú að ráðgjaf- arfyrirtækin Bechtel Inc. í San Francisco og Lavalin í Montreal vinna nú að gerð fullkominnar hag- kvæmniathugunar. Þessir aðilar hafa síðan ráðið Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen sem undir- verktaka varðandi íslenskar að- stæður. „Þess má geta hér að verkefnis- stjóri Bechtel lét þau orð falla við mig fyrir tæpum mánuði, að hann væri mjög ánægður með sína ísiensku samstarfsaðila. Hefði reyndar aldrei átt jafn gott sam- starf við nokkum undirverktaka í sambandi við svona áætlunargerð," sagði Garðar. Gjaldeyristekjur að einum þriðja af orkusölu Jóhann Már Maríusson aðstoðar- framkvæmdastjóri Landsvirkjunar ræddi um orkujöfnuð og virkjunar- áform með og án stóriðju. Hjá hon- um kom fram að ef ekki kemur til ný stóriðja mun núverandi orkuöfl- unarkerfi, ásamt Blönduvirkjun, fullnægja orkuþörf okkar fram yfir næstu aldamót. Ef hinsvegar til nýrrar stóriðju kæmi yrði þess gætt að raforkuverð það sem um semst leiði ekki til hærra raforku- verðs til almenningsveitna en ella. Jóhann Már ræddi nokkuð um þýðingu stóriðjufyrirtækja fyrir íslenskan efnahag. í máli hans kom fram að gjaldeyristekjur þær sem við höfum af stóriðju á íslandi eru ekki nema að einum þriðja fengnar frá orkusölunni. Laun, skattar og aðkeypt innlend þjónusta af ýmsu tagi vega tvöfalt á við orkusöluna í gjaldeyristekjum. Síðan sagði Jó- hann Már: „Það hefur verið áætlað að tvöföldun- þeirrar stóriðju sem við höfum nú komið upp muni geta skilað álíka upphæð af hreinum gjaldeyristekjum og fást af bestu loðnuvertíð. Munurinn á þessum tveimur greinum er hinsvegar sá að hægt er að gera mun áreiðan- legri áætlanir um uppbyggingu og rekstur stóriðju heldur en loðnu- göngur. Því ætti aukning í orku- frekum iðnaði að leiða ti! aukins stöðugleika í þjóðarbúskapnum." Jóhann Már sagði einnig að þótt Atlantal-verkefnið gæti orðið-fysi- legur kostur til aukinnar hagsældar væri of snemmt að fullyrða um slíkt fyrr en að lokinni rækilegri þjóð- hagslegri úttekt sem unnið væri að. Veldur ekki þenslu Guðmundur Ámi Stefánsson bæjarstjóri í Hafnarfirði sagði í er- indj sínu að miðað við reynsluna af ISAL myndi nýtt álver kalla eft- ir 150 starfsmönnum frá Hafnar- firði. Óhætt væri að fullyrða að slíkt myndi ekki hafa veruleg þenslu- áhrif eða rugla þá atvinnustarfsemi sem fyrir er í bænum. Guðmundur rakti ýmis mál varð- andi hið fyrirhugaða álver og tengsl þess við Hafnarfjörð, m.a. umhverf- ismál, hafnarmál og samgöngumál. Hvað umhverfismálin varðar sagði hann sjálfgefið í hugum Hafnfírð- inga að fyllstu umhverfisvemdar og mengunarvama yrði gætt í hinu nýja álveri. Sagði hann ljóst að strangt yrði eftir þessu gengið. Hvað hafnarmálin varðar sagði Guðmundur að um það hefði verið rætt að þörf væri á 100 metra við- legukanti í Straumsvík. Hafa hafn- aiyfirvöld í Hafnarfirði lýst sig reiðubúin að standa að gerð hans enda slíkt eðlilegt. Út frá því væri gengið að eðlileg gjöld yrðu greidd af þeim flutningi sem um höfnina mun fara og þau mál þyrfti að ræða ítarlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.