Morgunblaðið - 24.11.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.11.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988 21 í grófum dráttum Bókmenntir Erlendur Jónsson Úlfar Þormóðsson: ÞRJÁR SÓLIR SVARTAR. Skáldsaga. 192 bls. Útg. höfundur. 1988. »Nú eru sólarlitlir dagar, pilt- ar.« Svo mæla þjóðsögur að Axl- ar-Bjöm hafi sagt. En þá skein sól í heiði og bar það upp á páska- dag. Slík var illska hans að hann sá ekki til sólar á hátíðinni. Heiti þessarar skáldsögu mun skírskota til áðurgreindra orða. í kápuaug- iýsingu er bókin kynnt sem »sögu- leg skáldsaga«. Efnið er meðal annars sótt í þjóðsögur tvær: Sög- una af Axlar-Birni og söguna af Sveini skotta. Sveinn var sonur Axlar-Bjamar. Er honum svo lýst í Þjóðsögum Jóns Ámasonar að hann »fór víða um land eftir að hann komst á legg, bæði stelandi og stijúkandi, gat böm víða og þótti djarftækur til kvenna; nálega var hann kunnur að illu einu, en enginn var hann hugmaður eða þrekmaður.« Fróðlegt væri að bera þetta skáldverk Úlfars Þormóðs- sonar saman við þjóðsögurnar, sem og fleiri heimildir frá 16. og 17. öld. Út í þá sálma verður þó ekki farið hér. Enda má söguþráð- urinn allt eins vera af fleiri toga spunninn því bókin er í áður- nefndri auglýsingu talin »eftir- minnileg þjóðlífslýsing þar sem máttarstoðir þjóðfélagsins eru séð- ar með augum utangarðsfólks.« Auðvitað kann að vera álitamál og háð mati hvers og eins hvemig sagan kemur svo heim og saman við þessi fyrirheit. Þegar öllu er á botninn hvolft sýnist þjóðlífslýs- ingin ekki vera þarna neitt aðalat- riði né heldur virðist þetta vera nein úttekt á kjörum utangarðs- fólks á téðum öldum. Skírskotun til félagslega sinnaðrar samtíðar virðist því vera næsta óljós. Ef til vill er ekki út í hött að segja að þetta sé einna helst tilbrigði við stef: leikur með gamlar sagnir; tilraun til að skoða liðnar aldir í nýju ljósi? Söguáhugi höfundar mun ótvíræður. Þarna koma fyrir mörg nöfn úr íslandssögunni. Hrottafengnum atburðum er lýst. Margt er það tekið beint upp úr þjóðsögunum; einnig ummæli sem lögð em í munn sögupersónum, meðal annars þau sem skírskotað var til hér í upphafi. En frásagnar- aðferðin er önnur. Höfundur fym- ir málfar sitt með þeim hætti að athyglin hlýtur jafnan að vera bundin við stílinn ekki síður en efnið, sögumanninn fremur en söguna. Vafalaust hefur höfundur lesið bæði íslandsklukkuna og Gerplu; og þá líka fomrit ýmis. Hins vegar hermir hann lítið eftir annálum né öðmm ritum frá 16. og 17. öld sem hann hlýtur þó að hafa kynnt sér rækilega fyrir ritun sögunnar. Ekki líkir hann heldur eftir tungutaki þjóðsagnanna. í fyrri hluta sögunnar, þeim sem segir frá Axlar-Bimi, reynir höf- undur lítt að kafa ofan í sálarlíf þessarar alræmdu þjóðsagnaper- sónu. Síðar lætur hann að vísu ekkju óbótamannsins, þegar hann er sjálfur genginn, segja við son þeirra: »Ekki fann hann það sem hann var að leita að, enda vissi hann ekki hvers hann var að leita frekar en svo margur.« Þetta er í raun eina útskýringin á ódæmun- um. Nema hvað höfundur rekur ósjálfræði þeirra feðga að nokkm til umróts þess sem siðaskiptunum fylgdi. Er sú söguskýring hreint ekki fráleit. Allar byltingar losa um hömlur, líka þær trúarlegu. Þá er sonurinn, Sveinn skotti, orð- inn fulltíða, en frá honum segir í síðari hluta sögunnar. Að mínum dómi er sá hlutinn betur skrifaður þrátt fyrir æmar ýkjur og stílbrögð ýmiss konar og nokkuð svo groddafengnar frásögur af kvennafari Sveins. Inn á milli bregður þar fyrir ljóðrænum köfl- um þar sem frásögn kemst næst því að samhæfast efni. Þar mun líka gerð alvarlegasta tilraunin til að skoða »máttarstoðir þjóðfélags- ins . . . með augum utangarðs- fólks.« Hins vegar láist höfundi sem fyrr að útlista orsakimar fyr- ir óhemjuskap þeim sem öðm hveiju grípur söguhetjuna. Þegar öllu er á botninn hvolft finnst mér Úlfar Þormóðsson vanta í þetta nærfæmari aldar- farslýsingu, sem og dýpri drætti í svipmót aðalsögupersónanna, svo dæmið gangi að lokum upp. Frásögnin er víða hröð. En trauðlega lifir maður sig fyrir- hafnarlaust inn í sögu þessa með svipuðum hætti og fólk naut þjóð- sagnanna á sinni tíð. Kannski var ekki heldur til þess ætlast. Til að svo mætti verða vantar fínu blæ- brigðin. Þetta er saga sögð í gróf- um dráttum. Nærgætnina vantar. Alúðina. Að mínum dómi er þetta of mikið í hvítu og svörtu. Axlar-Bjöm var uppi á síðari hluta 16. aldar. Sveinn skotti, son- ur hans, var hengdur 1648. Auð- vitað er þetta engin sagnfræði þótt höfundur byggi verk sitt á sögulegum heimildum. Til dæmis leyfír hann sér að láta persónur sínar hressa sig á kaffi. En kaffi var óþekkt hér á þeim tíma sem sagan á að gerast, tók ekki að flytjast fyrr en hálfri annarri öld síðar, um eða upp úr 1760, og var nær óþekkt á borðum alþýðu þar til á 19. öld. í síðasta hluta sög- unnar fer höfundur að dæmi Lax- ness og útmálar dökkum litum réttarfarið á 17. öld. Er ófögur lýsing sú sem hann dregur upp af alþingi við Öxará sem var að vísu lítið annað en áfrýjunarréttur á þessum öldum og réttarfars- hugmyndir vitaskuld fmmstæðar á okkar mælikvarða. Ætli megi ekki segja um sögu þessa eins og stundum er sagt um íþróttirnar: krafturinn er nógur en mýktina vantar? hi Wilr tfti ai slnta lilinu -mnraeftiKitl! MetsöluUaó á hverjum degi! Ef þú ert meðal þeirra, sem óttast áhrif vaxandi verðbólgu en veist ekki hvað þú átt að gera, er mál til komið að fá ráðleggingar og aðstoð hjá Fjárfestingarfélaginu. Það er óráðlegt að stinga höfðinu í sandinn og bíða eftir betri tíð. Þetta á sérstaklega við þá, sem þurfa að geyma peninga í skemmri tíma, peninga sem ættu að bera háa vexti, en það gera Skyndibréf Fjárfestingarfélagsins. Skyndibréfm bera nafn sitt með rentu! Þeim er ætlað að leysa vanda þeirra, sem þurfa að ávaxta fé til skamms tíma með hæstu mögulegum vöxtum. Þessi bréf henta því bæði fyrir- tækjum og einstaklingum. Skyndibréf eru tilvalin fyrir þá sem þurfa t.d. að geyma og ávaxta peninga á milli sölu og kaupa á fasteignum. Skyndibréfin eru sem sagt ætluð til skammtíma fjármála- lausna. Ávöxtun þeirra er á bihnu 7-9% umfram verð- bólgu. Skyndibréf eru að jafnaði innleyst samdægurs, - án innlausnargjalds. Kostir þeirra eru óumdeilanlegir. FJÁRFESTINGARFÉIAGIÐ Hafnarstræti - Kringlunni- Akureyri Aöili aö Verðbréfaþingi íslands Hluthafar: Verslunarbankinn, Eimskip, Tryggingamiöstöðin, Líleyrissjóður Verslunarmanna auk rúmlega 400 fyrirtækja og einstaklinga, Fjármál þín — sérgrein okkar ■__________________• ' i §S S HB .... —- ■ ■ VISPPSO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.