Morgunblaðið - 24.11.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.11.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988 36. þing Álþýðusambands íslancte Þá verðum við að fara út til fólksins - segir Vilborg Þorsteinsdóttir „EF MENN mæta ekki á félagsfundi til dæmis, þá auðvitað verður að fara út á vinnustaðina og hitta fólkið þar. Ef fólkið kemur ekki til okkar, þá verðum við að fara til fólksins," sagði Vilborg Þor- steinsdóttir þegar hún var spurð hvernig ætti að auka tengsl verka- Iýðsforystunnar og hinna almennu félaga. Þau tengsl hafa verið til umræðu á þingi ASÍ, ásamt nauðsyn aukinnar samstöðu innan hreyf- ingarinnnar. Vilborg er formaður verkakvennafélagsins Snótar í Vestmannaeyjum. Hún var í kjöri til 2. varaforseta ASI, eftir að hafa verið tilnefnd gegn Erni Friðrikssyni, sem kjörnefhd til- nefiidi. Örn sigraði í þeim kosningum, fékk um þijá fjórðu atkvæða en Vilborg um fjórðung. Morgunblaðið spjallaði við Vilborgu eftir að úrslit kosninganna urðu kunn og áður en kosið var til miðstjórnar í gær. Mjög ánægð með hlut okkar kvenna - segir Guðríður Elíasdóttir „Ég ber fýllsta traust til Amar og auðvitað tók ég þátt í að kjósa Rögnu. Þetta er vilji þingsins og ekkert meira um það að segja" sagði Vilborg um kosningaúrslitin. Gerðir þú ráð fyrir að fá betri kosningu? „Néi, ég er raunar dálítið undr- andi á að hafa þó náð þessum flórð- ungi atkvæða. Öm er það vel kynnt- ur, um leið og ég vissi hver var í framboði, þá vissi ég að hann mundi ná góðri kosningu." Munt þú gefa kost á þér í mið- stjóm? „Ég veit það ekki, kjömefnd hef- ur ekki lagt fram neinn lista, þann- ig að enginn veit hvaða menn eru þar í framboði." Hvemig líst þér á næstu framtíð í verkalýðsbaráttunni? „Þetta lítur ekkert mjög vel út í augnablikinu. Astandið gefur það til kynna að það sé ekki bjart fram- undan og þá verður forystan að vera samstillt." Ert þú bjartsýn á að takast muni að efla samstöðu innan verkalýðs- hreyfíngarinnar? „Það fer svolítið eftir því hvað við eigum við þegar við tölum um samstöðu. Þegar menn tala um samstöðu finnst mér oft að þeir eigi við að allir séu undir einum hatti. Eins og Ásmundur benti á í ræðu sinni við upphaf þingsins, er það ekkert endilega meiri sam- staða, frekar en að menn viti hveij- ir af öðrum. Það verður auðvitað að markast svoh'tið af því hvað hin- ar einstöku starfsgreinar ákveða að gera. Eins og þetta hefur verið núna undanfarið, hafa menn verið að semja á vettvangi Alþýðusam- bandsins um ýmis kjaraleg atriði sem hafa yfir alia gengið og það hefur verið í nokkuð langan tíma. Á meðan hafa safnast upp mál, sem einhvem tíma verður að taka á. Það hefur núna gerst að minnsta kosti Blomberq vaskar í stáli og hvítu. 15gerðir. Hagstætt verð. Góð greiðslukjör. __________íM— Einar Farestvett&Co.hf. BORQARTÚNI28, SÍMI1699B. Loið 4 stoppar vlð dymar einu sinni, að menn hafa ákveðið að taka það upp á vettvangi sérsam- bandanna. Ef góð samvinna er á milli sérsambandanna er það að mínu mati líka góð samstaða." Hvemig á að fara með lægstu launin? „Auðvitað er það mál númer eitt, tvö og þijú, að hækka lágu launin. Það er aldrei hægt að ljúka þessu máli eins og það er núna, það er endalaust verkefni." Vilborg leiddi harða baráttu síns félags síðastliðið vor, þegar verka- konur í Vestmannaeyjum fóm í verkfall. Sér hún fram á áfram- haldandi átök heima, eða er frekar að vænta kyrrðar á þeim vettvangi? „Það er vont að spá í framtíðina þar. í augnablikinu er næg vinna. En, ástandið er viðkvæmt, það þarf ekki mikið að gerast til þess að fari að bera á atvinnuleysi þar. Það er sfldin sem hefur, eins og svo oft ÁSMUNDUR Stefánsson var kjörinn forseti Alþýðusambands íslands til næstu Qögurra ára á 36. þingi sambandsins í gær. Ragna Bergmann var kosinn 1. varaforseti og Orn Friðriksson 2. varaforseti. Kjömefnd tilnefndi Ásmund og komu engar uppástungur um aðra í embættið. Hann var því sjálfkjör- inn og fögnuðu þingfulltrúar með Iófataki. Kjömefnd lagði til að Ragna Bergmann formaður Sóknar yrði kjörin 1. varaforseti. Hún var sömuleiðis sjálflrjörin. Loks var lagt til að Öm Friðrikssori formaður Landssambands málm- og skipa- smiða yrði 2. varaforseti. Tillaga kom úr sal um Vilborgu Þorsteins- dóttur formann Snótar í Vest- mannaeyjum. Öm sigraði í kosn- ingu á milli þeirra, hlaut 73% at- kvæða, Vilborg 27%. Ásmundur var nú kjörinn form- aður Alþýðusambandsins þriðja kjörtímabilið í röð. Hann flutti þing- heimi þakkir að loknu kjöri fyrir að sýna sér traust til að gegna starf- inu áfram og sagði þá meðal ann- ars: „Það hvemig verkalýðshreyf- ingunni vegnar núna á næstu árum er undir því komið að við vinnum öll saman að því að gera hana sterka. Alþýðusamband íslands er ekki fáir í forystu. Alþýðusamband íslands er allir félagsmenn og við þurfum að gera þá alla virka. Ég ákvað að gefa kost á mér til endur- kjörs í trausti þess að við næðum öll að vinna saman og ég þakka ykkur það traust sem þið hafið sýnt mér og ég treysti því að við eigum eftir að vinna vel, öll saman.“ Ragna Bergmann var ein í kjöri til embættis 1. varaforseta. Henni var vel fagnað og fráfarandi 2. varaforseti, Guðríður Elíasdóttir, Vilborg Þorsteinsdóttir. áður, bjargað okkur. Undanfarin tvö, þijú ár hefur vinna dregist svo mikið saman að fólk hefur nær ein- göngu dagvinnuna." Getur þú séð fyrir þér hvort verkalýðshreyfíngin á batnandi tíð í vændum? „Maður sér það nú kannski ekki svo vel. Það sem við þurfum að huga að er að skapa betri tengsl út í hreyfínguna, til hinna almennu félagsmanna. Og, að þeir komi líka til móts við hreyfinguna og fari að skipta sér meira af henni. Við þurf- um að reyna að hafa samráð hvert við annað þannig að forystan ein- angrist ekki frá því sem er að ger- ast í grasrótinni. Slíkt megum við ekki láta gerast," sagði Vilborg Þorsteinsdóttir. færði henni blómvönd í tilefni af kjörinu og sagði við það tilefni að hún fagnaði því innilega að kona var kjörin í þetta embætti, þar með væri fylgt eftir þeim sigri sem unn- ist hefði á síðasta ASI þingi þegar hún sjálf var fyrst kvenna kjörin varaforseti sambandsins. Þegar kjömefnd hafði tilnefnt Öm Friðriksson til embættis annars varaforseta kom fram uppástunga um Vilborgu Þorsteinsdóttur frá Vestmannaeyjum. Kosið var leyni- legri kosningu á milli þeirra. Öm sigraði íþeim kosningum, hlaut 73% atkvæða, Vilborg hlaut 23%. „ALVEG ljómandi vel,“ sagði Guðriður Elíasdóttir þegar hún var spurð hvemig henni litist á hina nýju forystusveit ASÍ. Guðríður varð fyrst kvenna til að vera kosin varaforseti Al- þýðusambandsins fyrir fjórum ámm og lætur af því embætti nú að eigin ósk. „Eins og ég sagði við Rögnu, þegar ég færði henni blómin áðan, með mér var stigið eitt skref og nú hefúr annað skref verið stigið með henni. Ég er mjög ánægð með að við konur skulum vera komnar með 1. vara- forseta.“ Guðríður er formaður verkakvennafélagsins Framtíð- arinnar í Hafiiarfirði. Morgun- blaðið ræddi við hana að aflokn- um forsetakosningum á þinginu í gær. Guðríður segist hafa verið ákveð- in í því þegar fyrir fjórum ámm að sitja aðeins eitt kjörtímabil. „Af því að mér finnst að það ætti að gefa yngri konum kost á að taka við. Þetta var þá nýtt embætti og Ragna er mikið yngri en ég og vel við hæfi að hún komi inn í þetta næsta kjörtímabil. Þannig að ég er reglulega hreint ánægð með þetta., Mér líst líka ákaflega vel á Öm. Hann er maður sem ég er búin að vinna með í mörg ár í Straumsvík. Ég er ein af samningsaðilunum í Straumsvík fyrir verkakvennafé- Báðir varaforsetarnir em nýir í þessum embættum. Fráfarandi varaforsetar, Bjöm Þórhallsson og Guðríður Elíasdóttir, gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Kjörnefnd gekk fremur seint að komast að niðurstöðu um tilnefn- ingu varaforsetaefna og þurfti að breyta dagskrá þingsins af þeim sökum. Upphaflega átti að kjósa forseta og varaforseta í byijun þingfundar, klukkan 9.00 í gær- morgun. Kosningum var frestað og hófust þær ekki fyrr en á ellefta tímanum og var ekki lokið fyrr en undir hádegi. Guðríður Elíasdóttir. lagið Framtíðina í Hafnarfirði. Hann hefur verið okkar aðal trúnað- armaður í Straumsvík." Heldurðu að góður árangur náist á næstunni í kjarabaráttu? „Maður vonar það alltaf. Ég er ekkert að spá um það, bara vona það að okkur gangi vel. Það er ýmislegt sem þarf að gera, en við emm bundin af samningabanninu og getum ekki gert neitt í dag. Við emm auðvitað öll sár og reið yfir því að hendur okkar skuli vera bundnar á þennan hátt. Ég vona, alveg eins og allir aðrir, að við fáum þennan rétt í okkar hendur aftur.“ Heldur þú að næsta ár verði frið- samt eða átakaár á vinnumarkaði? „Ég veit það ekki. Við höfum nú lesið þannig í spilin að okkur hefur fundist fólk ekki vera tilbúið til að fara í mikinn slag. Þannig höfum við metið það. En, ég veit ekki nema það sé kominn tími til þess að fara í einhverjar aðrar aðgerðir.“ Hvað finnst þér vera mest aðkall- andi í starfi verkalýðshreyfingar- innar? „Það er mjög margt. Til dæmis að taka, að kona sem fer í bams- eignarfrí, hún tapar sínum réttind- um á meðan. Þetta er mál sem við þurfum svo sannarlega að vinna að. Við þurfum líka að fá lengri tíma sem fólk getur fengið til að sinna veikum bömum sínum. Þannig er hægt að halda endalaust áfram, það em ótæmandi verkefni framundan og hefur alla tíð verið,“ sagði Guðríður Elíasdóttir. Sjö nýir fiilltrúar voru kosnir í miðstjórn ASI TILLAGA kjömefiidar um fúlltrúa í 18 manna miðstjóm Alþýðusam- bands íslands var samþykkt óbreytt á þingi ASI i gær. Tillögur bárust um Qögur nöfii að auki, en þær hlutu ekki nægilegan stuðn- ing. Sjö nýir fúlltrúar taka nú sæti í miðstjórninni, sem situr til næstu fjögurra ára fram að næsta þingi ASÍ. Sex konur sitja í miðstjóminni og er sá Qöldi óbreyttur. Nýir fulltrúar í miðstjórninni eru: Grétar Þorsteinsson, Trésmíðafélagi Reykjavíkur; Hall- dór Bjömsson, Dagsbrún; Hrafn- kell A. Jónsson, Verkamannafélag- inu Árvakri, Eskifirði; Sigurður Óskarsson, Verkalýðsfélaginu Rangæingi; Sigurlaug Sveinbjöms- dóttir, Verslunarmannafélagi Reylq'avíkur; Sævar Frímannsson, Einingu, Akureyri og Þórunn Sveinbjömsdóttir, Starfsmannafé- laginu Sókn. Þeir sem eru endurkjömir frá fyrra kjörtímabili eru: Guðmundur Hallvarðsson, Sjómannafélagi Reykjavíkur; Guðmundur Þ. Jóns- son, Iðju, Reykjavík; Hansína Á. Stefánsdóttir, Verslunarmannafé- lagi Ámessýslu; Jón A. Eggerts- son, Verkalýðsfélagi Borgarness; Karvel Pálmason, Verkalýðsfélagi Bolungarvíkur; Kristín Hjálmars- dóttir, Iðju, Akureyri; Magnús Geirsson, Félagi íslenskra raf- virkja; Óskar Vigfússon, Sjó- mannafélagi Hafnarfjarðar; Þóra Hjaltadóttir, Félagi verslunar- og skrifstofukvenna, Akureyri og Þórður Ólafsson, Verkalýðsfélag- inu Boðanum. Fundarmenn stungu upp á þeim Bimu Þórðardóttur, Leó Kolbeins- syni, Sigurði Guðmundssyni og Sigurði T. Sigurðssyni sem mið- stjómarmönnum, en ekkert þeirra hlaut nægilega mörg atkvæði til að komast upp á milli þeirra sem kjömefnd tilnefndi. Þau sjö sem hættá nú í mið- stjóm ASÍ eru: Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir, Benedikt Davíðsson, Guðjón Jónsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Guðrún Thorarens- en, Hilmar Jónasson og Jón Helga- Ásmundur kosinn forsetí ASÍ án mótframboðs Ragna Bergmann og Örn Friðriksson varaforsetar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.