Morgunblaðið - 24.11.1988, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988
Ja,hver
þrefaldur!
Þrefaldur fyrsti
vinningur á laugardag!
Láttu ekki
þrefalt happ úr hendi
sleppa!
Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíöum Moggans!
Hvalir — „terror-
istar“ — fisksalar
eftir Gunnar
Bjarnason
Mér fínnst æði lágt risið á stjórn-
völdum okkar íslendinga í þessu sk.
„hvalamáli" og samskiptum við er-
lenda fisksala og erlend stjórnvöld
í jafn rökþrota og heimskulegri stöðu
þeirra sem raun ber vitni. Stjórn-
málamenn okkar sitja á ómerkileg-
um fundum með öðrum liðleskjum
erlendis um hvalamál eða muldra
hér endalaust sömu tugguna inni á
skrifstofum sínum og ímynda sér
að þeir séu að bjarga málum í land
með endurteknum yfirlýsingum og
skýringum, sem hér á landi eru
hverjum manni augljós sannindi, en
utan landsteina verkar þetta tuldur
á heilar þjóðir sem vandræðaleg af-
sökun útnesjamanna með vonda
samvizku. Það eina sem fæst upp
úr þessum vonlausu tilburðum er að
skemmta skemmdarverkamönnum
(terroristum) hvalfriðunganna. Það
er þeirra lífsstíll og sport að æsa
efnafólk á Vesturlöndum til svona
heimskulegrar „náttúruverndarbar-
áttu“, — fólk sem ber ekkert skyn-
bragð á lífshætti og náttúruverndar-
og stjómunarvinnubrögð þjóða, sem
eiga alla sína lífsafkomu í lífríki sjáv-
ar á nyrztu byggilegu slóðum. Sjálft
gengur þetta fólk ekki svo að dúk
sínum og diski að það njóti ekki
bragðs af förguðu dýri. Því finnst
víst sjálfsagt að drepa naut eða svín
sjálfum sér til matar. Það þekkir
hvorki selkjöt eða hvalkjöt. Svo trú-
ir það jafn fáránlegum lygum sem
þeim, að íslendingar séu að útrýma
hvalategundunum með því að veiða
2—300 hvali árlega undir eftirliti
opinberra starfsmanna til verndar
þessum hluta lífríkis okkar. Sjálfir
drepa Bandaríkjamenn hvali í þús-
undatali árlega, en éta þá ekki —
sökkva þeim á sjávarbotninn. Og
með fáránlegum hræsnistilburðum
setja þeir svo á svið í fjölmiðlum
björgun á tveimur stórhvelum í vök,
eins og þetta væri í eina skiptið í
hundrað-milljón-ára sögu hvalteg-
undanna, að hvalir lendi í sjálfheldu
í heimskautsís. Þeir voru heppnir
þessir sýndarmennsku-fúrstar firá
USA og Sovét að ekki bar þarna
að nokkra selkópa, sem svo hefðu
lent í gini hvalanna.
Það er leiðinlegt fyrir þetta „fína
ríkisfólk" Vesturlanda að láta vand-
ræða- og glæpamenn blekkja sig í
þessum málum til að skaða og skapa
vandamál hjá saklausu fólki í sinni
lífsbaráttu og sínu sérhæfða um-
hverfi, sem einkennir lönd á norð-
urhvelinu. Það er sorglegt fýrir
okkar þjóð, að hér skuli hafa alist á
heimilum góðs fólks önnur eins fífl
og þeir menn, sem hafa látið sig
ánetjast þessari terroristadeild nátt-
úruverndarmanna. Sagt var um
íslenzkan pólitíkus fyrir nokkrum
áratugum í vísu að hann væri
„óþokkamenni en ekki flón, útlendra
flestra gerir bón“. Ég held þessum
drengjum okkar verði best lýst
öfugt: „Flón en ekki óþokkamenni",
þótt það misþyrmi þá bæði hrynjand-
inni og ljóðstöfunum.
En þetta „fína fólk“ í útlöndum
þekkir fæst nokkur dýr önnur en
kjölturakka, púðaketti og veðreiða-
Andlit íslands
eftir Guðrúnu
Brynjúlfsdóttur
Það er komið haust. Skuggarnir
famir að læsa sig í láð og lög.
Æ, skyldi nú ekki koma eitthvað
skemmtilegt í sjónvarpið í kvöld?
Vissast að hafa útvarpið opið líka,
hver veit, nema bændum á þeim
bæ detti eitthvað sniðugt í hug.
Slíkt hefur gerst.
Hana nú! Þama birtist eitthvað
á skjánum. Ha! Hvað er nú þetta?
Andlit íslands? Jú, þetta stendur
skýmm stöfum á skjánum. Kannski
er Omar Ragnarsson að koma með
fallega landslagsmynd. Ég flýti mér
að hreiðra um mig í stólnum, en
þá er skipt um mynd. Nei! Þetta
getur ekki minnt á neitt brosandi
land, heldur bijálsemi, kvöl, rotnun
og eyðileggingu. Tveir menn berjast
og reyna út af lífinu að myrða hvor
annan með til þess gerðum áhöld-
um, sem em fýrir löngu aflögð og
bönnuð hér, en þóttu fín í heiðni.
Ég slökkti á sjónvarpinu. Þetta
er ekki andlit íslands. Þetta er ekki
mynd af mér, vinum mínum eða
frændum.
Eins og geisli smýgur í gegnum
myrkur smaug nú yljandi minning
í gegnum huga minn. Ung stúlka
sagði við gamla fóstm sína:
„Alltaf þegar mér leið illa, þá tók
ég upp bréfín frá þér og las, þá
leið mér betur á eftir.“
Ég ákvað að fara líkt að. Sveifl-
aði mér heim á bernsku- og æsku-
slóðir.
Við vomm fimm systkinin
síðustu árin í sveitinni. Þama var
Guðrún Brynjúlfsdóttir
„Er það nauðsynlegt að
bæta andliti á Island
ofan á öll nöfhin, ljóðin
og — ættjarðarástina!!
Ef svo er, er þá afsak-
anlegt að sækja það
ljótasta aftur í heiðni
til að stimpla þetta and-
lit með?“
blessuð mamma okkar, allan daginn
önnum kafin, gaf sér þó alltaf tíma
til að leiðrétta og kenna okkur það,
Nefhd Jjallar um heildar-
þróun skóla í dreifbýli
Menntamálaráðherra hefur
skipað nefiid sem fjalla á um
málefni skóla í dreifbýli í þeim
tilgangi að bæta stöðu þeirra.
Verkefni nefndarinnar verða
m.a. að gera spá um heildarþróun
skóla í dreifbýli til aldamóta, gera
yfirlit um stöðu og spá um þróun
hvers skóla og skila tillögum um
hvað er hægt að gera til úrbóta
strax.
í nefndinni eiga sæti Guðmundur
Ingi Leifsson, fræðslustjóri Norður-
landsumdæmis vestra, formaður,
Alda Gísladóttir, kennari á Varma-
landi, Eiríkur Jónsson, skólastjóri á
Blönduósi, Pétur Bjarnason,
fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis,
Valgarð Hilmarsson oddviti og Ölv-
ir Karlsson oddviti. Með nefndinni
starfa Runólfur Birgir Leifsson
deildarstjóri og Sigþór Magnússon
námsstjóri, menntamálaráðuneyti.
(Úr fréttatilkynningii)
sem betur mátti fara, ef við vorum
svo nálægt, að hún heyrði til okkar.
í rökkrinu gaf hún sér þó tíma
til að sitja með prjónana sína smá
stund inni hjá okkur, raulaði, kenndi
okkur vísur, bænir eða sagði frá.
Á vetrarkvöldum las pabbi upp-
hátt sögur eins og David Copper-
fíeld, Oliver Twist og Ben Húr.
Svo voru heimboð milli bæjanna
á hátíðum.
Aldrei heyrði ég bæjarslúður eða
nágrannakrit.
Allt var glatt hið góða,
því göfuga opnaðar dyr.
Til þess að gera dálitla sögu
stutta, ætla ég að leyfa mér að
fullyrða, að svipuð menning var um
allt ísland. Til dæmis var svo í kaup-
staðnum, sem við fluttumst til; í
bamaskóla, í unglingaskóla, hér-
aðsskóla, ungmennafélaginu, á
heimilunum, og sama sagan, þegar
við unglingarnir fórum að sækja
skemmtanir, en þær voru oftast
haldnar í fjáröflunarskyni. Það
þurfti að safna fyrir byggingu sam-
komuhúss, til ræktunarfram-
kvæmda o.s.frv. Stöku hagyrðingar
fengust til að láta ljós sitt skína á
skemmtunum. En aðal gullnáman
okkar vom embættismennimir.. Á
kvenfélagsskemmtun heyrði ég
prestinn flytja ræðu, sem var sann-
kallað listaverk, hún var rímuð frá
bytjun til enda. Það þurfti ekki allt-
af að hafa svo mikið fyrir þessu.
Eitt sinn, þegar við báðum sýslu-
manninn að vera skemmtikraft hjá
okkur á ungmennafélagsskemmt-
un, byijaði hann með orðum Einars
Benediktssonar: „Eitt bros getur
dimmu í dagsljós breytt" og „Aðgát
skal höfð í nærvem sálar." Svo vel
tókst yfirvaldinu að tala um það,
hvers virði það er, „að brosa í um-
ferðinni,“ að það gleymdist ekki.
Hvað er orðið okkar starf í sexhundruð
sumur?
Höfum við gengið til góðs, götuna fram
eftir veg?
J. Hallgr.
Svo langt, sem sögur fara af,
hefur gott og illt togast á um menn-
ina. Þá sögu þarf ekki að rekja, en
frá Afríku kom nýr og betri siður
til Evrópu, smám saman alla leið
til Norðurlanda.
Árið eittþúsund var þessi nýi sið-
ur lögleiddur á íslandi. Þéssum
-4
i