Morgunblaðið - 24.11.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.11.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988 43 Árstíð eldflugnanna Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: Fljót eldflugn- anna — Hotarugawa Leikstjóri Sugawa Eizo. Hand- rit Eizo og Nakaoka Kyohei. Kvikmyndatökusljóri Himeda Shinsaku. Aðalleikendur Sakazuma Takayuki, Sawada Tamae, Mikuni Rentaro, Toake Yuldyo, Naraoka Tomoko. Jap- önsk. Kinema Tokyo/Nichiei Films 1987. í þessari fallegn, epísku mynd, fylgjumst við með viðburðaríku tímabili í ævi 14 ára unglingsins Tatsuo. Meðbyr og mótlæti þar sem fyrsta ástin verður sterkasta aflið er yfir lýkur. Sú þjóðsögn lifir á eyjunni Hokkaido, nyrsta hluta Japans, að ef mikið snjóar í apríl verði geysimikið um eldflugur í júní og hver sá maður og kona sem upp- lifí að líta sverminn augum, muni að endingu bindast. Og vindamir gnauða um Tatsuo og fjölskyldu hans síðla vetrar 1962. Ekki nóg með að snjónum kyngi niður held- ur er atvinnurekstur heimilsföður- ins í kaldakoli, í ofanálag veikist hann lífshættulega. Einkabamið Tatsuo stundar gagnfræðaskól- ann og er ástfanginn upp fyrir haus af bekkjarsystur sinni, Eiko. Líkt og jafnaldrar hans um víða veröld er hann ákaflega hræddur við þessar nýju, sterku tilfinning- ar — og Eiko. En myndinni lýkur þó á þann veg að þau verða vitni að hinum fáséða, ægifagra dansi eldflugnanna. Það er mikill fengur í Fljóti eldflugnanna svo ágæta mynd sem hún gefur af hversdagsiífi japanskrar fjölskyldu og innsýn í tilfinningalíf þarlendra unglinga. Hún er líka fallega tekin, vel skrif- uð og leikin. Mikuni Rentaro fer einkar vel með hlutverk heimilis- föðurins sem má muna tímana tvenna, það er brostinn mikilleiki í fari hans. í austri, engu siður en . í vestri, virðast menn gleyma gömlum greiðum. Á meðan Rent- aro sigldi fyrir fullum seglum var hann örlátur á fé sitt, en í fátækt- inni flestum gleymdur. Móðurí- myndin er sterk og falleg, hún reynir að fegra hlutina, stappa stálinu í eiginmann og son, þó tæpast sé til fyrir flösku af saké. Unglingamir em þekkilegir, upp- eldið gjörólíkt því sem við þekkj- um, en feimnin og hrifningin koma ekki ókunnuglega fyrir sjónir. Margar aukapersónur fylla útí heildarmyndina; smiðurinn, fyrri konan og ekki síst Keita, besti vinur Tatsuos, sem fyrirfer sér er faðir hans ákveður að binda enda á námsferil hans. Allt vel skrifaðar og leiknar persónur. Einstök náttúrufegurðin er listi- lega fönguð, ekki síst orðlögð feg- urð blómstrandi kirsubeijatránna og tákn vonarinnar, hátíðahöld eldflugnanna. Vestrænar myndir eru ekki ja&i óalgengar í Japan og þær jap- önsku hérlendis. Hér má sjá biðröð fyrir utan japanskt kvikmynda- hús sem er að sýna Á hverfanda hveli. Unglingaástir á japanska vísu Katzuko Katu fer með hlutverk i Ungum ástum. Koisuru Onnatachi Leikstjóri og handritshöfúndur Omori Kazuki. Kvikmynda- tökustjóri Takarada Takehisa. Aðalleikendur Saito Yuki, Takai Maiko, Sagara Haruko, Kobayashi Satomi, Harada Kiwako. Japönsk. Toho 1986. Ungar ástir er sögð frá sjónar- hóli menntaskólastúlkunnar Tak- ako og fjallar um fyrstu og ólík kynni sem hún og bestu vinkonur hennar og skólasystur hafa af ástinni. Takako, sem er lokuðust þeirra þriggja, er ástfangin af Masaru, en er jafnframt farin að gefa Kanzaki gaum. Þegar hún kemst svo að ótryggð Masarus gefur hún tilfinningum sínum til Kanzakis lausan tauminn. Það er fyrsta ástin. Svipaða reynslu ganga vinkonur hennar þijár í gegnum og lýkur myndinni á hefðbundnu teboði þar sem stúlk- urnar ræða reynslu sína. Nokkuð langdregin og orðmörg mynd en einkar forvitnileg til samanburðar þeim ógrynnum vestrænna unglingamynda sem ekkert lát var á um langt skeið. Af henni má draga þann fróðleik helstan að Japönsk æska sé mun platónskari en sú sem við þekkjum af eigin raun og samtímamynd- um. En hjörtun slá ekkert öðruv- ísi hinumegin á hnettinum. Frásagnarmáti Japana er ærið ólikur þeim sem við eigum að venjast. Unglingavandamálin eru krufin og þau fílósóferuð fram og til baka af austurlenskri rósemi. Hætt er við að hún fari fyrir bijóstið á mörgum Vestur- landabúanum, alvönum hraðsoðn- um patentlausnum á rannsóknar- efnum tilverunnar. En hvað sem öðru líður er Ungar ástir forvitni- leg mynd um framandi mannlíf í menningarlegu umhverfi svo gjör- ólíku því sem við búum við. Ágæt- ur þáttur í markvissri viðleitni' Regnbogans að bjóða uppá mynd- ir víðar að en frá Vesturheimi, og er það einkar lofsvert. GEGN STREITU Vitundartækni Maharishi, INNHVERF ÍHUGUN, er einföld, huglæg aðferð sem vinnur gegn streitu og spennu. Almenn kynning verður haldin í kvöld fimmtudag kl. 20.30. I Garðastræti 17. Aðgangur ókeypis. íslenska íhugunarfélagið, s. 16662. r Top Class 10 ára Við höldum upp á afmælið og gefum 10% afslátt af öllum vörum fram að helgi. Gaman væri að fá sem flesta í afmælisheimsókn. Hjá okkur verður sannkölluð hátíðarstemming, því jólavörurnar eru komnar. Snyrtivörubúðin Top Class Laugavegi51. S. 12128 og 22128. V. Almennir stjórnmálafundir Sjálfstæðisflokksins í kjölfar f lokksráðsfundar ATHAFN AFRELSI í STAÐ SKÖMMTUNARSTJÓRNAR STYKKISHÓLMUR: Sunnudaginn 27. nóvember - Hótel Stykkishólmur, kl. 16.00 Málshefjendur: Pálmi Jónsson, Friðrik Sophusson og Sigríður Þórðardóttir. EGILSSTAÐIR: Fimmtudaginn 24. nóvember - Hótel Valaskjálf kl. 20.30 Málshefjendur: Ragnhildur Helgadóttir, Friðrik Sophusson og Kristinn Péturs- son. í kvöld KEFLAVÍK: Fimmtudaginn 24. nóvember - Flughótelinu, Hafnargötu, kl. 20.30 Málshefjendur: Matthías Bjarnason, Guðmundur H. Garðarsson og Salome Þorkelsdóttir. í kvöld DALVÍK: Laugardaginn 26. nóvember - Bergþórshvoli, kl. 16.00 Málshefjendur: Ólafur G. Einarsson, Halldór Blöndal og Friðjón Þórðarson. ÓLAFSFIRÐI: Sunnudaginn 27. nóvember - Tjarnarborg, kl. 16.00 Málshefjendur: Ólafur G. Einarsson, Friðjón Þórðarson og Tómas Ingi Olrich. AKRANES: Mánudaginn 28. nóvember - Sjálfstæðishúsinu, Heiðagerði 20, kl. 20.30 Málshefjendur: Guðmundur H. Garð- arsson, Friðrik Sophusson og Sturla Böðvarsson. MOSFELLSBÆ: Mánudaginn 28. nóvember - Hlégarði, kl. 21.00 Málshefjendur: Pálmi Jónsson, Guð- mundur H. Garðarsson og Salome Þor- kelsdóttir. Brjótum á bak aftur skattaáform vinstri flokkanna! Sjá nánar auglýsingar um féiagsstarf Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu. Hljóðkútar— púströr — pústklemmur Allt í pústkerfið BORGARTUNI 26, SÍMI 62 22 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.