Morgunblaðið - 24.11.1988, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988
61
Mattl Nykanen
IttimR
FOLX
■ NORSKI landsliðsmarkvörð-
urinn Erik Thorstvedt, sem leikið
hefur með IFK Gautaborg, hefur
skrifað undir samning við Totten-
MRKKKKM ham. Munnlegt lof-
Sigurjón orð um atvinnuleyfi
Einarsson liggur fyrir og
skrifarfrá spumingin er aðeins
°re9‘ hvort Thorstvedt
losnar frá strax frá Gautaborgar-
liðinu eða verður að bíða fram
yfir áramót. Verðið hefur verið á
reiki en er talið vera um 50 milljón-
ir ísl. kr. Thorstvedt mun fá um
10,5 milljónir í árslaun.
■ FORRÁÐAMENN ArsenaJ
eru ekki hrifnir af samningum Tott-
enham við Thorstvedt. Liðið
reyndi í fjórar vikur að fá atvinnu-
leyfi fyrir hann en án árangurs.
Því hætti Arsenal við að kaupa
Norðmanninn. Nú hefur Totten-
ham hinsvegar fengið atvinnuleyfi
fyrir Thorstvedt án nokkurra
hindranna.
H THOMAS Ravelli mun líklega
taka við sem næsti markvörður IFK
Gautaborgar. Hann hefur leikið
með Öster og staðið sig mjög vel.
Þar til Ravelli kemur verður stólað
á varamarkvörðinn Magnus Verd-
in en hann er aðeins 18 ára.
■ SOUTHAMPTON stendur nú
í samningaviðræðum við Thor
Andre Olsen markvörð 1. deildar
liðsins Molde í Noregi. Olsen var
stigahæstur í einkunnagjöf norsku
dagblaðanna en missti af nokkmm
leikjum er hann sat inni fyrir glæfra
akstur.
■ LOTTÓMÓTIÐ í handknatt-
leik hefst í Noregi í dag. Sviar,
Frakkar og ítalir taka þátt í mót-
inu, auk A-landsliðs Norðmanna
og U-21 árs landsliðsins. íslending-
ar tóku þátt í mótinu í fyrra.
B MATTI Nykanen, skíða-
stökkvarinn frægi, á ekki sjö dag-
ana sæla um þessar mundir. Hann
hefur skilið við eiginkonu sína og
neyðst til að selja húsið sem hann
fékk frá bæjarfélaginu fyrir glæsi-
legan árangur í Calgary. Hann er
skuldum vafmn en stefnir að því
að koma sér á réttan kjöl, enda
hefur hann áður staðið tæpt í einka-
málum en staðið sig vel í skíða-
stökkinu.
■ RINAT Dasayev lék tíma-
mótaleik í fyrrakvöld, er Sevilla og
Spartak Moskva mættust ( vin-
áttuleik á Spáni. Sovéski landsliðs-
markvörðurinn kvaddi félaga sína
í Spartak Moskvu í hálfleik og
klæddist peysu Sevilla eftir hlé við
gífurlegan fögnuð áhorfenda, en
fyrir skömmu gerði Sevilla þriggja
ára samning við kappann. Sevilla
vann 2:1.
B TVÖ stærstu verkalýðsfélög
Spánar hvöttu í gær knattspymu-
menn þar í landi til að taka þátt í
almennum verkföllum 14. desember
nk. Einnig var starfsfólk á öllum
íþróttavöllum og húsum landsins
hvatt til að leggja niður vinnu.
Ekki hafa heyrst nein viðbrögð frá
félagi knattspyrnumanna.
NÚBI
JUM
VIÐ TILHINS FRÆGA
ANDA
í langan tíma höfum við KR-ingar mátt þola það,
að rétt hanga í 1. deildinni.í handboltanum
En NÚ erum við í
1. SÆTII!
Hörku barátta
framundan
VÍKINGUR
í Höllinni í kvöld
kl. 20
KR-INGAR! TROÐFYLL
NÚ ÞURFUM VID Á Y
JÍ1LH.U7J
: ' :¥s>:' >->: >
HHLMIMUlt SIMI 37737 Og 3S737
Ú^KARNABÆR
{ ^eilÍHtjuIiállin-,
íHUÓMTÆKJA- 0G HUÓÐFÆRA-
[VERSLUN STEINA HF.
Skúlagötu 61
IKRISTJÁN ó.
ISKAGFJÖRÐ HE
Slml 24120 Hólmaslóð 4 Box906 121 Reykjavlk
Tölvupappír
llll FORMPRENT
Hvorlisgolu /ö. simar 2í>960 25566
yfo TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN P
AÐALSTRÆTI 6 - 101 REYKJAVÍK - SlMI 26466
Biauðbær
Veitingahiís
V/ÓÐINSTORG