Morgunblaðið - 24.11.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.11.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988 Arstíðabundin lækkun á laxi - segir Friðrik Sigurðsson „ÞAÐ ER ekki um neitt verðhrun á eldisfiski að ræða, heldur aðeins hina venjulegu verðlækkun, sem alltaf er á haustin vegna mikils framboðs," sagði Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva, er Morgunblaðið bar undir hann fregnir um verðhrun á eldisfíski. Friðrik sagði að verðið lækkaði alltaf í október, en þegar komið væri fram undir jól hækkaði það að nýju. „Þeir sem framleiða lax í heiminum eru með sjókvíaeldi. Þeir slátra allir á haustin og þá kemur mjög mikið magn af físki á markaðinn," sagði hann. „Undir jól hækkar verðið aftur og fer hækkandi strax eftir áramót. ís- lendingar eiga hins vegar betri möguleika en aðrar þjóðir á að stjórna framboðinu. Við erum svo vel í sveit settir að geta selt haf- beitarlax á góðu verði á sumrin. Aðrar þjóðir stunda ekki hafbeit svo nokkru nemi. Svo höfum við líka strandeldið og getum dregið úr slátrun á þeim tíma sem fram- boð er mest og geymt laxinn fram á vorið, þegar verð er hærra. Verð- lækkunin á haustin nemur að með- altali um 10-15% og er ekki meiri nú en undanfarin ár. Ég get nefnt dæmi um að menn séu nú að selja til Bandaríkjanna 2-3 kílóa lax á 8 dali og fyrir^ 4-5 kflóa lax fá þeir 10,50 dali. í vor áttum við von á að verðið yrði lægra, því þá sáum við fram á að Norðmenn ætluðu sér að slátra 10-12 þúsund tonnum á mánuði í haust. Flutningskostn- aður Norðmanna til Bandaríkjanna er hins vegar hærri en okkar og því setja þeir þennan fisk að mestu leyti á Evrópumarkað. Við dreifum okkar viðskiptum hins vegar á Ameríku, Evrópu og Japan, svo að við etjum ekki að öilu leyti kappi við Norðmenn á sömu mörkuðum," sagði Friðrik. VEÐURHORFUR í DAG, 24. NÓVEMBER YFIRLIT I QÆR: Yfir Bretlandseyjum er 1.035 mb hæð en 975 mb lægö milli Svalbarða og N-Noregi á leið austur. Um 900 km suður af Hvarfi er 965 mb víðáttumikil lægð sem þokast norð- norðvestur. Hlýtt verður áfram. . SPÁ: Á morgun verður vindátt milli suðurs og vesturs, vi'ða gola eða kaldi. Súld verður um sunnanvert landið, en þurrt og sums staðar léttskýjað á Noröur- og Austurlandi. Hlýtt í veðri. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR A FÖSTUDAG OQ LAUGARDAG: Suðlæg eða breytileg átt og hlýtt, þó ef til vill næturfrost á Norðausturlandi. Þurrt aö mestu norðanlands og austan- en rigning eða súld um sunnan- og vestanvert landið. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað f \ Afskýjað y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * /■»/■» Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 8 skýjaS Reykjavík 8 súld Bergen 4 lágþokublettir Holsinki +8 lóttskýjað Kaupmannah. 3 þokumóöa Narssarssuaq 8 atskýjaft Nuuk +2 1 o t Ostó +1 léttskýjaft Stokkhólmur +1 skýjað Þórahöfn vantar Algarve 14 súld Amsterdam 8 skúr Barcelona 8 heiftskfrt Chlcago 1 alskýjað Feneyjar 1 heiðskfrt Frankfurt +2 skýjaft Glasgow S mlstur Hamborg S skýjað Las Palmaa vantar London 4 mistur Los Angeles 12 þokumóða Luxemborg 1 þokumóða Madrid S heiðskfrt Malaga 14 alskýjað Mallorca 1111 Montreal +6.3 léttskýjað New York 6 tóttskýjað Parfs 7 léttskýjað Róm 7 léttskýjað San Diego 12 þokumóða Winnipeg +4 þokumóða Allt að 5 milljarða rekstrarhalii hjá A-hluta ríkissjóðs: Minni tekjur af söluskatti vega þyngst -segir Halldór V. Sigurðsson, ríkisendurskoðandi RÍKISENDURSKOÐUN telur að að öUu óbreyttu stefiii í 4,7 til 5 miUjarða rekstrarhaUa hjá A-hluta ríkissjóðs á árinu 1988 og rekstrar- afkoma A-hluta ríkissjóðs tíl loka septembermánaðar 1988 sýndi haUa að Qárhæð 5,252 miUjarðar króna. 1 áætlun, sem Ríkisendurskoð- un gerði í ágúst síðastUðnum, var gert ráð fyrir að rekstrarhaUi A-hluta ríkissjóðs á árinu 1988 yrði 1,8 milljarðar króna að öUu óbreyttu. Þessi mismunur á áætlunum Rikisendurskoðunar stafar af því að samdráttur í efiiahagslífinu skall á fyrirvaralaust i haust, að sögn HaUdórs V. Sigurðssonar rikisendurskoðanda. „Vegna samdráttarins eru tekjur ríkissjóðs af söluskatti, aðflutnings- gjöldum og tekjuskatti minni en áætlað var og minni tekjur af sölu- skatti vega þar þyngst," sagði Hall- dór V. Sigurðsson í samtali við Morgunblaðið. í nýútkominni skýrslu Ríkisend- urskoðunar um framkvæmd fjár- laga til septemberloka 1988 segir meðal annars: Orsakir fyrir þeim veigamiklu breytingum á einstökum tekjuliðum, sem orðið hafa á árinu miðað við forsendur, má einkum rekja til eftirfarandi þátta: í fyrsta lagi til veltusamdráttar sem gætt hefur sérstaklega eftir mitt þetta ár. í öðru lagi virðast þær umtals- verðu breytingar, sem gerðar voru á helstu tekjustofnum ríkissjóðs, ekki hafa skilað þeim tekjum sem að var stefnt. í þriðja lagi hefur innheimta ríkissjóðstekna á árinu gengið erfiðlega. Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar Frá því að áætlun Ríkisendur- skoðunar var gerð í ágústmánuði síðastliðnum hafa komið til efna- hagsráðstafanir hinnar nýju ríkis- stjómar sem hafa áhrif á afkomu ríkissjóðs í ár til hins verra og eru þær metnar á um 500 milljónir króna vegna samdráttar á tekna- hlið. Auknum útgjöldum að fjárhæð 255 milljónir króna er mætt með lækkun launa og framlaga til lífeyr- istrygginga vegna þess að hækkan- ir, sem áformaðar voru 1. septem- ber og 1. desember, falla niður en það er ámóta fjárhæð og viðbótarút- gjöld nema. Tekjur ríkissjóðs dragast veru- lega saman, frá því sem áætlanir frá miðju ári gera ráð fyrir, eða um 2,9 milljarða króna. Þessi samdrátt- ur hefur fyrst og fremst komið til á síðustu mánuðum. Þróun verðlags hefur verið önnur en ráð var fyrir gert í forsendum fjárlaga. Almennt verðlag hefur hækkað um 8% um- fram forsendur og gengi að meðal- tali um 15% frá síðastliðnu ári. Að teknu tilliti til þessara breytinga og miðað við afkomuhorfur í árslok 1988 má ætla að eftirtaldir liðir skýri hvers vegna ríkisíjármál þessa árs hafa farið á annan veg en reikn- að var með í ársbyijun og fjárlög gerðu ráð fyrir: Meta má samdrátt tekna á um 3,1 milljarð króna umfram verðlags- forsendur flárlaga fyrir árið 1988. Gjöld hafa hækkað um 1,7 milljarða króna umfram verðlagsforsendur þessa árs. Innlausn spariskírteina og minni innheimta af veittum lán- um ríkissjóðs veldur auknum greiðsluhalla að fjárhæð 440 millj- ónir króna. Viðbótarlántökur á árinu nema um 660 milljónum króna. Þeir teknaliðir sem sýna frávik í tekjum ríkissjóðs, frá því sem fjárlög gerðu ráð fyrir, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga umfram forsend- ur fjárlaga 1988, eru: Tekjur af sölugjaldi eru nú áætlaðar um 30 milljarðar króna sem er 2,7 milljörð- um króna lægri fjárhæð. Vörugjald, sem áætlað var að gæfi tæplega 1,8 milljarða króna, mun skila um 1.1 milljarði króna eða um 700 millj- ónum króna lægri fjárhæð. Inn- heimta beinna skatta mun hins veg- ar skila um 600 milljónum króna hærri fjárhæð. Áætlað er að aðrir tekjuliðir gefí nettó um 200 milljón- um króna meiri tekjur. Greiðsluafkoma nei- kvæð um 7 milljarða Greiðsluafkoma A-hluta ríkis- sjóðs í septemberlok 1988 var nei- kvæð um 6,922 milljarða króna sem er 4,865 milljörðum króna verri af- koma en upphaflegar ðétlanir gerðu ráð fyrir. Helstu frávik frá greiðsluáætlun fjárlaga, að teknu tilliti til efnahagsráðstafna frá þvi í mars síðastliðnum, eru eftirfar- andi: í fyrsta lagi að rekstrarhalli A-hluta ríkissjóðs er hærri sem nem- ur rúmlega 3,5 milljörðum króna. Áætlanir gerðu ráð fyrir rekstrar- halla að fjárhæð 1,7 milljarðar króna. Innheimtar tekjur hafa orðið 118 milljónum króna lægri en áætl- anir áformuðu en gjöld aftur á móti 3,396 milljörðum króna hærri. í öðru lagi hafa útgreiðslur vegna innlausnar spariskírteina orðið 1,261 milljarði króna hærri en áætl- að var. Sala spariskírteina er 927 milljónum króna lægri að meðtalinni sölu bankabréfa. í þriðja lagi hafa erlendar nýjar lántökur, að teknu tilliti til skuldbreytinga á eldri lán- um, ásamt breytingum á stöðu velt- ilánareikninga, valdið útgreiðslum að fjárhæð 386 milljónir króna mið- að við áætlanir. í fjórða lagi hafa aðrar hreyfíngar á lána- og við- skiptareikningi sýnt nettó minni útgreiðsiur en áætlanir gerðu ráð fyrir að fjárhæð 295 milljónir króna. Ríkissjóður fjármagnaði greiðslu- hallann með því að auka skuldir sínar hjá Seðlabanka íslands um 7,4 milljarða króna. Heildarskuldir ríkissjóðs við Seðlabankann í sept- emberlok námu 11,2 milljörðum króna, sem er 7,5 milljörðum króna hærri fjárhæð en í ársbyijun. Ríkisendurskoðun hefur gert sér- staka úttekt á eftirstöðvum inn- heimtu vegna söluskatts, tekju- skatts í staðgreiðslu og reiknaðra dráttarvaxta. Eftirstöðvar nema alls 4.2 milljörðum króna. Stofnunin vekur athygli á að við mat á eftir- stöðvum verður að taka tillit til þess að hluti þeirra muni ekki innheimt- ast. Fjármálaráðuneytið hefur á þessu ári gert átak í því að herða innheimtu eftirstöðva og samfara því mun koma f ljós hversu stór hluti þeirra er ekki innheimtanlegur. Stofnunin telur mikilvægt að inn- heimta tekjuskatts í staðgreiðslu verði hert. Á fyrsta framkvæmdaári hins nýja staðgreiðslukerfis er ljóst að vanskil eru að myndast á inn- heimtu tekjuskatts í staðgreiðslu. Eftirstöðvar á innheimtu námu í lok septembermánaðar 1988 um 9% af álagningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.