Morgunblaðið - 24.11.1988, Side 4

Morgunblaðið - 24.11.1988, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988 Arstíðabundin lækkun á laxi - segir Friðrik Sigurðsson „ÞAÐ ER ekki um neitt verðhrun á eldisfiski að ræða, heldur aðeins hina venjulegu verðlækkun, sem alltaf er á haustin vegna mikils framboðs," sagði Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva, er Morgunblaðið bar undir hann fregnir um verðhrun á eldisfíski. Friðrik sagði að verðið lækkaði alltaf í október, en þegar komið væri fram undir jól hækkaði það að nýju. „Þeir sem framleiða lax í heiminum eru með sjókvíaeldi. Þeir slátra allir á haustin og þá kemur mjög mikið magn af físki á markaðinn," sagði hann. „Undir jól hækkar verðið aftur og fer hækkandi strax eftir áramót. ís- lendingar eiga hins vegar betri möguleika en aðrar þjóðir á að stjórna framboðinu. Við erum svo vel í sveit settir að geta selt haf- beitarlax á góðu verði á sumrin. Aðrar þjóðir stunda ekki hafbeit svo nokkru nemi. Svo höfum við líka strandeldið og getum dregið úr slátrun á þeim tíma sem fram- boð er mest og geymt laxinn fram á vorið, þegar verð er hærra. Verð- lækkunin á haustin nemur að með- altali um 10-15% og er ekki meiri nú en undanfarin ár. Ég get nefnt dæmi um að menn séu nú að selja til Bandaríkjanna 2-3 kílóa lax á 8 dali og fyrir^ 4-5 kflóa lax fá þeir 10,50 dali. í vor áttum við von á að verðið yrði lægra, því þá sáum við fram á að Norðmenn ætluðu sér að slátra 10-12 þúsund tonnum á mánuði í haust. Flutningskostn- aður Norðmanna til Bandaríkjanna er hins vegar hærri en okkar og því setja þeir þennan fisk að mestu leyti á Evrópumarkað. Við dreifum okkar viðskiptum hins vegar á Ameríku, Evrópu og Japan, svo að við etjum ekki að öilu leyti kappi við Norðmenn á sömu mörkuðum," sagði Friðrik. VEÐURHORFUR í DAG, 24. NÓVEMBER YFIRLIT I QÆR: Yfir Bretlandseyjum er 1.035 mb hæð en 975 mb lægö milli Svalbarða og N-Noregi á leið austur. Um 900 km suður af Hvarfi er 965 mb víðáttumikil lægð sem þokast norð- norðvestur. Hlýtt verður áfram. . SPÁ: Á morgun verður vindátt milli suðurs og vesturs, vi'ða gola eða kaldi. Súld verður um sunnanvert landið, en þurrt og sums staðar léttskýjað á Noröur- og Austurlandi. Hlýtt í veðri. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR A FÖSTUDAG OQ LAUGARDAG: Suðlæg eða breytileg átt og hlýtt, þó ef til vill næturfrost á Norðausturlandi. Þurrt aö mestu norðanlands og austan- en rigning eða súld um sunnan- og vestanvert landið. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað f \ Afskýjað y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * /■»/■» Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 8 skýjaS Reykjavík 8 súld Bergen 4 lágþokublettir Holsinki +8 lóttskýjað Kaupmannah. 3 þokumóöa Narssarssuaq 8 atskýjaft Nuuk +2 1 o t Ostó +1 léttskýjaft Stokkhólmur +1 skýjað Þórahöfn vantar Algarve 14 súld Amsterdam 8 skúr Barcelona 8 heiftskfrt Chlcago 1 alskýjað Feneyjar 1 heiðskfrt Frankfurt +2 skýjaft Glasgow S mlstur Hamborg S skýjað Las Palmaa vantar London 4 mistur Los Angeles 12 þokumóða Luxemborg 1 þokumóða Madrid S heiðskfrt Malaga 14 alskýjað Mallorca 1111 Montreal +6.3 léttskýjað New York 6 tóttskýjað Parfs 7 léttskýjað Róm 7 léttskýjað San Diego 12 þokumóða Winnipeg +4 þokumóða Allt að 5 milljarða rekstrarhalii hjá A-hluta ríkissjóðs: Minni tekjur af söluskatti vega þyngst -segir Halldór V. Sigurðsson, ríkisendurskoðandi RÍKISENDURSKOÐUN telur að að öUu óbreyttu stefiii í 4,7 til 5 miUjarða rekstrarhaUa hjá A-hluta ríkissjóðs á árinu 1988 og rekstrar- afkoma A-hluta ríkissjóðs tíl loka septembermánaðar 1988 sýndi haUa að Qárhæð 5,252 miUjarðar króna. 1 áætlun, sem Ríkisendurskoð- un gerði í ágúst síðastUðnum, var gert ráð fyrir að rekstrarhaUi A-hluta ríkissjóðs á árinu 1988 yrði 1,8 milljarðar króna að öUu óbreyttu. Þessi mismunur á áætlunum Rikisendurskoðunar stafar af því að samdráttur í efiiahagslífinu skall á fyrirvaralaust i haust, að sögn HaUdórs V. Sigurðssonar rikisendurskoðanda. „Vegna samdráttarins eru tekjur ríkissjóðs af söluskatti, aðflutnings- gjöldum og tekjuskatti minni en áætlað var og minni tekjur af sölu- skatti vega þar þyngst," sagði Hall- dór V. Sigurðsson í samtali við Morgunblaðið. í nýútkominni skýrslu Ríkisend- urskoðunar um framkvæmd fjár- laga til septemberloka 1988 segir meðal annars: Orsakir fyrir þeim veigamiklu breytingum á einstökum tekjuliðum, sem orðið hafa á árinu miðað við forsendur, má einkum rekja til eftirfarandi þátta: í fyrsta lagi til veltusamdráttar sem gætt hefur sérstaklega eftir mitt þetta ár. í öðru lagi virðast þær umtals- verðu breytingar, sem gerðar voru á helstu tekjustofnum ríkissjóðs, ekki hafa skilað þeim tekjum sem að var stefnt. í þriðja lagi hefur innheimta ríkissjóðstekna á árinu gengið erfiðlega. Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar Frá því að áætlun Ríkisendur- skoðunar var gerð í ágústmánuði síðastliðnum hafa komið til efna- hagsráðstafanir hinnar nýju ríkis- stjómar sem hafa áhrif á afkomu ríkissjóðs í ár til hins verra og eru þær metnar á um 500 milljónir króna vegna samdráttar á tekna- hlið. Auknum útgjöldum að fjárhæð 255 milljónir króna er mætt með lækkun launa og framlaga til lífeyr- istrygginga vegna þess að hækkan- ir, sem áformaðar voru 1. septem- ber og 1. desember, falla niður en það er ámóta fjárhæð og viðbótarút- gjöld nema. Tekjur ríkissjóðs dragast veru- lega saman, frá því sem áætlanir frá miðju ári gera ráð fyrir, eða um 2,9 milljarða króna. Þessi samdrátt- ur hefur fyrst og fremst komið til á síðustu mánuðum. Þróun verðlags hefur verið önnur en ráð var fyrir gert í forsendum fjárlaga. Almennt verðlag hefur hækkað um 8% um- fram forsendur og gengi að meðal- tali um 15% frá síðastliðnu ári. Að teknu tilliti til þessara breytinga og miðað við afkomuhorfur í árslok 1988 má ætla að eftirtaldir liðir skýri hvers vegna ríkisíjármál þessa árs hafa farið á annan veg en reikn- að var með í ársbyijun og fjárlög gerðu ráð fyrir: Meta má samdrátt tekna á um 3,1 milljarð króna umfram verðlags- forsendur flárlaga fyrir árið 1988. Gjöld hafa hækkað um 1,7 milljarða króna umfram verðlagsforsendur þessa árs. Innlausn spariskírteina og minni innheimta af veittum lán- um ríkissjóðs veldur auknum greiðsluhalla að fjárhæð 440 millj- ónir króna. Viðbótarlántökur á árinu nema um 660 milljónum króna. Þeir teknaliðir sem sýna frávik í tekjum ríkissjóðs, frá því sem fjárlög gerðu ráð fyrir, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga umfram forsend- ur fjárlaga 1988, eru: Tekjur af sölugjaldi eru nú áætlaðar um 30 milljarðar króna sem er 2,7 milljörð- um króna lægri fjárhæð. Vörugjald, sem áætlað var að gæfi tæplega 1,8 milljarða króna, mun skila um 1.1 milljarði króna eða um 700 millj- ónum króna lægri fjárhæð. Inn- heimta beinna skatta mun hins veg- ar skila um 600 milljónum króna hærri fjárhæð. Áætlað er að aðrir tekjuliðir gefí nettó um 200 milljón- um króna meiri tekjur. Greiðsluafkoma nei- kvæð um 7 milljarða Greiðsluafkoma A-hluta ríkis- sjóðs í septemberlok 1988 var nei- kvæð um 6,922 milljarða króna sem er 4,865 milljörðum króna verri af- koma en upphaflegar ðétlanir gerðu ráð fyrir. Helstu frávik frá greiðsluáætlun fjárlaga, að teknu tilliti til efnahagsráðstafna frá þvi í mars síðastliðnum, eru eftirfar- andi: í fyrsta lagi að rekstrarhalli A-hluta ríkissjóðs er hærri sem nem- ur rúmlega 3,5 milljörðum króna. Áætlanir gerðu ráð fyrir rekstrar- halla að fjárhæð 1,7 milljarðar króna. Innheimtar tekjur hafa orðið 118 milljónum króna lægri en áætl- anir áformuðu en gjöld aftur á móti 3,396 milljörðum króna hærri. í öðru lagi hafa útgreiðslur vegna innlausnar spariskírteina orðið 1,261 milljarði króna hærri en áætl- að var. Sala spariskírteina er 927 milljónum króna lægri að meðtalinni sölu bankabréfa. í þriðja lagi hafa erlendar nýjar lántökur, að teknu tilliti til skuldbreytinga á eldri lán- um, ásamt breytingum á stöðu velt- ilánareikninga, valdið útgreiðslum að fjárhæð 386 milljónir króna mið- að við áætlanir. í fjórða lagi hafa aðrar hreyfíngar á lána- og við- skiptareikningi sýnt nettó minni útgreiðsiur en áætlanir gerðu ráð fyrir að fjárhæð 295 milljónir króna. Ríkissjóður fjármagnaði greiðslu- hallann með því að auka skuldir sínar hjá Seðlabanka íslands um 7,4 milljarða króna. Heildarskuldir ríkissjóðs við Seðlabankann í sept- emberlok námu 11,2 milljörðum króna, sem er 7,5 milljörðum króna hærri fjárhæð en í ársbyijun. Ríkisendurskoðun hefur gert sér- staka úttekt á eftirstöðvum inn- heimtu vegna söluskatts, tekju- skatts í staðgreiðslu og reiknaðra dráttarvaxta. Eftirstöðvar nema alls 4.2 milljörðum króna. Stofnunin vekur athygli á að við mat á eftir- stöðvum verður að taka tillit til þess að hluti þeirra muni ekki innheimt- ast. Fjármálaráðuneytið hefur á þessu ári gert átak í því að herða innheimtu eftirstöðva og samfara því mun koma f ljós hversu stór hluti þeirra er ekki innheimtanlegur. Stofnunin telur mikilvægt að inn- heimta tekjuskatts í staðgreiðslu verði hert. Á fyrsta framkvæmdaári hins nýja staðgreiðslukerfis er ljóst að vanskil eru að myndast á inn- heimtu tekjuskatts í staðgreiðslu. Eftirstöðvar á innheimtu námu í lok septembermánaðar 1988 um 9% af álagningu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.