Morgunblaðið - 24.11.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 24.11.1988, Blaðsíða 63
ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS / KEFLAVÍK MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988 63 „Mikill styrkur fyrir okkur að fá Guðmund Baldursson," segir Lúðvík Andreasson NÝLIÐAR Fylkis hafa fengið góðan liðsstyrk. Guðmundur Baldursson, landsliðsmark- vörður úr Val, gekk til liðs við þá í gœr. „Koma Guðmundar er geysilegur styrkur fyrir okkur. Hann er einn besti markvörður landsins og hefur yfir mikilli reynslu að ráða sem landsliðsmarkvörður og leikmaður með Fram og Val,“ sagði Lúðvfk Andreasson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis í viðtali við Morgun- blaðið i gœr. Eftir góða umhugsun ákvað ég að fara til Fyikis. Það er mikill uppgangur hjá félaginu. Grasvöliur hefur verið tekinn í notkun og þegar er farið að und- GuAmundur Baldursson, landsliðsmarkvörður, hefur ieikið níu landsleiki. irbúa stækkun grassvæðisins. Þar er gert ráð fyrir tveimur völlum til viðbótar. Þá þjálfar Marteinn Geirsson, fyrrum félagi minn hjá Fram, Fylkisliðið. Ég þekki hann mjög vel og það er spennandi að leika undir hans stjóm," sagði Guðmundur Baldursson. „Róðurinn er alltaf erfiður hjá nýliðum í 1. deild, þar sem það tekur tíma að aðlaga sig deild- inni. Ég kviði engu. Leikmanna- hópur Fylkis er byggur upp á leik- mönnum sen hafa staðið saman í gegnum þunnt og þykkt undan- farin ár hafa unnið sig upp úr 3. deild í 1. deild," sagði Guð- mundur, sem sagði að dvöl hans hjá Val hafi verið lærdómsrík og skemmtileg. „Ég varð bæði ís- lands- og bikarmeistari með Val.“ GOLF Úlfar Jónsson GKerí öðrusæti 4T Ulfar Jónsson náði næst besta skori á fyrsta degi Evrópukeppni félagssveita í golfi, sem hófst í Marbella á Spáni í gær. Úlfar lék á 76 höggum, sem er fjórum höggum yfir pari vallarins.- V-Þjóðveiji náði bestu skori - 75 högg. Sveit Golfsklúbbs Keili er í þriðja sæti, með 154 högg, en Danir og V-Þjóðverjar léku á 153 höggum. „Strákamir léku frábærlega," sagði Sveinbjöm Bjömsson, liðs- stjóri GK-sveitarinnar. Rok og rigning var í Marbella á meðan keppnin fór fram. Guðmundur Sveinbjömsson lék á 78 höggum og er í sjöunda til tólfta sæti °g Tryggvi Traustason er í þrettánda til tuttugusta sæti - á 79 höggum, en þau töldu ekki á fyrsta deginum. Staðan er þessi eftir fyrsta keppnisdag- inn: 153: Danmörk og V-Þýskaland. 154: Island. 155: Spánn. 156: England. 158: Belgía, írland, Frakkland. 159: Ítalía. 160: Austurríki. 162: Noregur. 163: Skot- land. 165: Holland, Portugal. 166: Wales. 168: Svíþjóð, Luxemborg. 171: Sviss. 174: Finnland. Aldridge tryggði Liverpool sigur - á síðustu stundu og Arsenal er þar með úr leik í deildarbikamum JOHN Aldridge tryggði Liverpool sæti í 16. liða úrslit- um ensku deildarbikarkeppn- innar í knattspyrnu er hann skoraði sigurmark liðsins, 2:1, þremur mín. fyrir leikslok gegn Arsenal í gærkvöldi. Þetta var þriðja viðureign liðanna til að fá fram úrslit — hinum tveimur lauk með jafntefli. Leikurinn í gær fór fram á Villa Park í Birm- ingham. Aldridge var settur úr Liver- pool-liðinu fyrir leikinn, en Ian Rush meiddist í seinni hálfleiknum og Aldridge kom þá inn á. Hann skoraði svo með skaila í lokin og tryggði liðinu sigur. Liverpool byijaði mun betur og það var þvert gegn gangi leiksins er Paul Merson kom Arsenal yfir á 26. mín. Leikurinn var góður og einkenndist af mikilli baráttu. Leik- menn Liverpool náðu að halda miðjumönnum Arsenal vel niðri, en miðjan hjá Lundúnaliðinu hefur verið frábær upp á síðkastið — með þá Brian Marwood og Mithchell Thomas sem bestu menn. Marwood sást varla í gær og Thomas fékk lítið rými til að athafna sig. Það var Steve McMahon sem jafnaði á 63. mín. með bylmings- skoti af 20 m færi og Aldridge tryggði Liverpool sigurinn í lokin þegar margir voru famir að hlakka FráBob Hennessy ÍEnglandi til framlengingar! Liverpool mætir West Ham á útivelli í næstu umferð. I 1. deildinni voru tveir leikir Manchester United og Sheffield Wednesday gerðu jafntefli, 1:1, á Old Trafford og sömu úrslit urðu í leik Tottenham og Coventry á White Hart Lane í Lundúnum. Mark Hughes skoraði fyrir United á 82. mín. en Colin West jafnaði á 84. mín. Paul Stewart kom Totten- ham yfir gegn Coventry á 10. mín. og eftir að Steve Ogrizovic hafði tvívegis varið frábærlega í marki gestanna tókst Keith Houchen að jafna á 72. mín. > Kanny Dalglish Dalglish í sviðsljós- inu á Villa Park... Kenny Dalglish, stjóri Liver- pool var í sviðsljósinu á Villa Park í gærkvöldi. Hann stökk upp úr varamannaskýlinu þegar Steve McMahon jafnaði, og hljóp fagnandi inn á völlinn, eins og reyndar um 200 áhangendur Liverpool. Þegar Dalglish snéri til baka, með hendur á lofti — fagnandi — FráBob Hennessy i Englandi var aðskotahlut hent í andlit hans ofan úr áhorfendastúku. Dalglish reiddist mjög, tók hlutinn upp og virtist grýta honum til baka að áhorfendum. Lögregluþjónar voru fljótir á vettvang og róuðu stjó- rann. Stöðva þurfti leikinn um stund meðan menn voru að ná áttum. Nú er spurning hvort mál þetta dregur einhvem dilk á eftir sér fyrir stjórann... Morgunblaðið/Björn Blöndal Anna María Sveinsdóttir íþróttamaður ársins 1988 í Keflavík með verðlaunagripina sem henni voru veittir á ársþingi ÍBK. Anna María best í Keflavík HtJK Guðmundur Hrafnkelsson Breiðabliki. Bergsveinn Bergsveinsson, FH. Háfsteinn Bragason Stjörnunni. m Einar Þorvarðarson, Sigurður Sveinsson, Valdimar Grimsson og Júlíus Jónasson Val. Sigtiyggur Albertsson, Stefán Amarson, Davíð B. Gíslason Gróttu. Gunnar Beinteinsson, Héðinn Gils- son og Þorgils Óttar Mathi- esen, FH. Hans Guðmunds- son, Breiðabliki. Skúli Gunn- steinsson Sljömunni. Sigur- páll Ámi Aðalsteinsson og Guðmundur Guðmundsson KA. HANDBOLTI Leikjum ValsogFH frestað MÓTANEFND HSÍ hefurað beiðni Vais og FH frestað leikj- um liðanna í 9. umferð til 18. °9 19. desember vegna þátt- töku þeirra í Evrópukeppninni. Valur á að leika gegn svissneska liðinu Amicitia í Evrópukeppni meistaraliða og FH leikur gegn rúmenska liðinu Baia Mare í IHF- keppninni. Leikirnir í Evrópukeppn- mni eiga að fara fram 11. til 17. desember. Valur átti að leika gegn UBK og FH gegn Fram í 9. umferð. Þessum leikjum hefur verið frestað tii 18. og 19. desember. Leikur Fram og ÍBV sem fram átti að fara í gærkvöldi hefur verið settur á helgina 3.-4. desember. Anna María Sveinsdóttir var einróma kjörinn íþróttamaður ársins í Keflavík fyrir árið 1988 á ársþingi ÍBK um síðustu helgi. ■§■■■■■ Anna María Sveins- Björn - dóttir hefur um ára- Biöndai bil verið einn af sknfar bestu körfuknatt- leikskonum ÍBK, en liðið varð bæði bikar og íslands- meistari á síðasta keppnistímabiii. Anna María var stigahæsta stúlkan í 1. deild á síðasta keppnistímabili með 446 stig í 26 leikjum og hún var einnig með bestu vítanýtinguna. Anna María stundar einnig knattspyrnu og handknattleik og leikur með ÍBK í þessum greinum. Hún er fyrsta stúlkan sem kjörin er íþróttamaður ársins í Keflavík. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Guðmundur til Fylkis KNATTSPYRNA / ENGLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.