Morgunblaðið - 24.11.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.11.1988, Blaðsíða 54
54 MÖRGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988 fclk f fréttum GOLF 25 kylfíngar á Mallorka í nóvember Golfíþróttin á vaxandi vinsæld- um að fagna hérlendis og taka hópar sig gjarnan saman og reyna fyrir sér á golfvöllum erlendis. Fyr- ir skömmu fóru 25 íslenskir kylfing- ar, á vegum ferðaskrifstofunnar Atlantic til Mallorka á golfmót á Bendinant-vellinum. Var spilað við bestu aðstæður í blíðskaparveðri. Leitin að boltanum! Sigurður Hafsteinsson klifrar hér í ólífutré sem er á miðjum vellinum. Hann sýnir þarna fádæma liðlegheit en að eigin sögn leitar hann að kúlum fyrir konurnar! Efstir voru Guðmundur Ó. Guð- mundsson, Siguijón Arnarson og Víðir Jónsson og í kvennahópnum varð Erla Bjamadóttir hlutskörpust og þá Sigrún Sigurðardóttir. Hópurinn sem fór utan í nóvember. Kara Amgrímsdóttir og Jón Pétur Úlfljótsson. ATVINNUDANS Islendingar í fyrsta sinn í Evrópukeppni ■ I Iár tóku íslendingar í fyrsta sinn þátt í Evrópumeistarakeppni at- vinnudansara. Var keppnin haldin í Berlín í Þýskalandi og vom þátt- takendur frá 15 löndum. Dansar- amir Kara Amgrímsdóttir og Jón Pétur Úlfljótsson, þrefaldir Islands- meistarar í samkvæmisdönsum, dönsuðu fyrir íslands hönd. Lentu þau í 18.-20. sæti ásamt pörum frá Ungveijalandi og Póllandi. Vestur-þýska parið, systkinin Michael og Patsy Hull, báru sigur úr býtum, en þau hafa árum saman helgað sig danskeppnum og sýning- um, ásamt kennslu. í öðru sæti var einnig par frá Vestur-Þýskalandi, hjónin Horst og Andrea Beer, vel þekktir dansarar sem verið hafa atvinnudansarar í nokkur ár. Hvert land mátti senda tvö pör og hafa flestir keppendumir mikla reynslu að baki. Jón Pétur og Kara hafa rutt brautina fyrir Islendinga en þau eru einu atvinnudansaramir hérlendis. COSPER Þú ert jurtaæta. Er það ekki rétt? Díana prinsessa, Játvarður prins, Sara hertogaynja af Jórvík, drottningarmóðirin Elísabet og Anna prinsessa. MINNINGARATHÖFN •• FLISSAÐ A RONGUM STAÐ ILondon var efnt til hátíðlegrar athafnar á Trafalgartorgi 13. nóvember til að minnast þeirra sem féllu í heimstyrjöldunum tveimur á þessari öld. Þykir jafnan ahrifamik- ið að sjá þau marsera saman með heiðursorður sínar í skrúðgöngunni gömlu mennina og konumar sem lifðu af þátttökuna í hildarleiknum. Svartklædd konungsfjölskyldan gegnir að sjálfsögðu stóru hlutverki á stundum sem þessari. Elísabet drottning lagði krans frá þjóðinni að minnismerkinu um hina föllnu, Filippus pins annan og ríkisarfinn Karl hafði hraðað sér heim frá Frakklandi til að geta vottað virð- ingu sína. Forsætisráðherrann Margaret Thatcher lagði krans að minnismerkinu frá ríkisstjórninni og þannig mætti áfram telja. Allar konurnar voru svartklædd- ar með svarta hatta, enda athöfnin alvarleg og hátíðleg. Þegar kom að þagnarstundinni, tveggja mínútna þögn til minningar um þá sem týndu lífi fyrir föðurlandið, ríkti dauða- þögn á þessu stóra torgi þar sem maður stóð við mann. Og Bretar um allt landið fylgdust með því sem fram fór í beinni sjónvarpsútsend- ingu. Rétt þegar þagnarstundin var að byija beindust sjónvarpsvélamar þangað, þar sem þær stóðu Diana prinsessa, drottningarmóðirin Elísabet og Anna prinsessa og fyrir aftan þær Játvarður prins og Sara Fergusson. Sjónvarpsáhorfendur ráku upp stór augu. Sara stakk aldeilis í stúf við aðra á þessari alvarlegu minningarstund. Hún sagði eitthvað við Játvarð og fliss- aði glaðklakkalega. Anna prinsessa leit snöggt við. Og fleiri höfðu séð að Sara ein virtist ekki hafa fundið til samúðar eða skynjað andrúms- loftið sem þarna ríkti. í Daily Ex- press birtist þessi mynd, tekin rétt í þann mund sem skríkjumar höfðu verið stöðvaðar og þar sagði: Her- togaynjan af Jórvík virtist vera flissandi að segja einhvem einka- brandara í þann mund sem þagnar- stundin hófst og öll þjóðin minntist þeirra sem féllu í tveimur heims- styijöldum. Diana prinsessa kunni greinilega ekki að meta hlátur á þessari stundu, því hún leit með vanþóknun á Söru. Big Ben lauk þagnarstundinni með klukkuslætti og sunginn var sálmur. Allir á svöl- unum og torginu tóku undir - nema Sara Fergusson. Enginn er óhultur á sjónvarpsöld. Öll þjóðin sá að þarna fylgdi ekki hugur máli eða svörtum sorgarklæðnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.