Morgunblaðið - 24.11.1988, Page 5

Morgunblaðið - 24.11.1988, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1988 5 Attunda þing BHM hefst á morgun 8. ÞING Bandalags háskóla- manna verður haldið dagana 25. og 26. nóvember í Borgartúni. Þingið sitja um 150 fulltrúar frá 27 aðildarfélögum bandalagsins, en í bandalaginu eru um 7.000 félagsmenn. Þingið verður sett kl. 13.30 á föstudag og að lokinni þingsetningu ávarpar Svavar Gestsson mennta- málaráðherra þingið. Bandalagið er 30 ára um þessar mundir og verður fyrsti hluti dag- skrár þingsins helgaðar afmælinu. í þeim hluta dagskrárinnar ræðir Ólafur Steinar Valdimarsson um fyrstu starfsár bandalagsins og Halldór Guðjónsson, kennslustjóri Háskóla íslands, ræðir um alþjóða- samstarf háskóla. Starfshópur á vegum bandalags- ins hefur á síðustu vikum unnið greinargerð um spuminguna: „Hvers vegna virðist menntun og menning í varnarstöðu í íslensku samfélagi?" Niðurstöður starfs- hópsins verða kynntar á þinginu. í sumar og haust hefur farið fram jafnréttiskönnun meðal félags- manna í BHM. Þorgerður Einars- dóttir félagsfræðingur hefur haft umsjón með könnuninni og gerir hún grein fyrir helstu niðurstöðum á þinginu. Auk framangreindra dagskrár- liða verða föst þingstörf á dagskrá s.s. skýrsla stjómar, reikningar, stjórnarkjör og lagabreytingar. Þá er gert ráð fyrir sérstökum umræð- um um framtíðarhlutverk banda- lagsins. Formaður Bandalags háskóla- manna er Grétar Ólafsson, læknir og varaformaður Páll Bjamason, menntaskólakennari. (Fréttatilkynning) Þjóðvinafélagið: Almanak Þjóðvina- félagsins komið út ALMANAK Hins íslenska þjóð- vinafélags um árið 1989 er kom- ið úr. Útgefandi er Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafé- lagsins. Aðalhluti ritsins er Al- manak um árið 1989, sem dr. Þorsteinn Sæmundsson sljarn- fræðingur hefur reiknað og búið til prentunar. Annað efni ritsins er Árbók ís- lands 1987 sem Heimir Þorleifsson menntaskólakennari tók saman. Þetta er 115. árgangur Þjóðvina- félagsalmanaksins. Ritið er að þessu sinni 216 blaðsíður að stærð og prentað í Odda. Umsjónarmaður þess er Jóhannes Halldórsson, for- seti Þjóðvinafélagsins. Forstöðu- menn félagsins em kosnir af Al- þingi. Þeir em, auk Jóhannesar: dr. Jónas Kristjánsson, sem er varafor- seti; dr. Guðrún Kvaran orðabókar- ritstjóri; Heimir Þorleifsson sagn- fræðingur og Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður. Höfðar til .fólksíöllum starfsgreinum! Sæmileg loðnuveiði SÆMILEG loðnuveiði var í fyrri- nótt og síðdegis í gær höfðu 8 skip tilkynnt um afla, að sögn Ástráðs Ingvarssonar starfsmanns loðnunefiidar. Víkurberg tilkynnti um 520 tonn til Þórshafnar, Skarðsvík 640 til Raufarhafnar, Börkur 1.200 til Nes- kaupstaðar, Erling 550 tii Siglufjarð- ar, Guðmundur 800 til Vestmanna- eyja, Helga II 1.000 óákveðið hvert, Beitir 350 til Neskaupstaðar og Þórs- hamar 380 til Siglufjarðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.