Morgunblaðið - 30.11.1988, Síða 5

Morgunblaðið - 30.11.1988, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988 5 Síldarsöltun: Búið að salta í um 222.000 tunnur Um 18.000 tunnur eftir náist ekki samn- ingar um viðbótarkaup Sovétmanna REIKNAÐ var með að búið yrði að salta í um 222.000 síldartunnur í gærkvöldi en í fyrrakvöld hafði verið saltað í 220.598 tunnur. Búist er við að saltað verði í um 240.000 tunnur á vertíðinni, náist ekki samningar við Sovétmenn um viðbótarkaup þeirra á 50.000 tunnum. ÞaT af verður saltað í uin 12.000 tunnur af sildarflökum en búið er að salta í um 8.700 tummr af flökum. Af þessum 240.000 tunnum verður saltað í 15.000 til 17.000 tunnur á innan- landsmarkað. Þar af er búið að salta í um 14.000 tunnur, að sögn Kristjáns Jóhannessonar birgða- og söltunarstjóra Síldarútvegs- nefndar. Sölusamningar hafa verið gerðir við Danmörk, Bandaríkin, Kanada, Færeyjar, Finnland, Svíþjóð og Sov- étríkin, að sögn Kristjáns. Síld veiddist í fyrrinótt og gær í Seyðisfirði, Viðfirði, Berufirði og við Ingólfshöfða. Saltað hafði verið í 37.155 tunnur á Eskifirði í fyrrakvöld, 36.329 á Utanríkisráðherra: Brot á skyld- um Banda- ríkjanna Utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, harmar ákvörðun bandarískra stjórnvalda um að neita Yassir Arafat leiðtoga PLO um vegabréfsáritun til Banda- ríkjanna, segir í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu. í yfirlýsingunni segir að með þess- ari ákvörðun sé komið í veg fyrir að Arafat geti ávarpað allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna. Þar segir enn- fremur: „Án tillits til afstöðu Banda- ríkjanna til PLO, telur utanríkisráð- herra umrædda stjórnvaldsaðgerð vera brot á skyldum Bandaríkjanna sem gistilands Sameinuðu þjóðanna og skapa hættulegt fordæmi um pólitísk afskipti af starfsemi þeirra." Höfn í Homafirði, 25.369 á Seyðis- firði, 23.834 f Grindavík og 20.958 á Reyðarfirði. Þá hafði verið saltað í 23.023 tunnur í Fiskimjölsverk- smiðju Hornafjarðar, 14.832 í Pól- arsíld á Fáskrúðsfirði, 14.447 í Strandarsíld á Seyðisfirði, 13.163 í Skinney á Höfn í Homafirði, 11.233 í Friðþjófi á Eskifirði, 10.922 í Norð- ursíld á Seyðisfirði, 10.851 í Tanga hf. á Vopnafirði, 10.415 í Hraðfrysti- húsi Eskiflarðar og 10.395 í Bú- landstindi á Djúpavogi. Morgunblaðið/Helena Kvikmyndasjóður: Umsóknar- frestur rennurút á morgun UMSÓKNARFRESTUR um styrk úr Kvikmyndasjóði rennur út 1. desember. í framlögðu fjárlaga- fiumvarpi er gert ráð fyrir að 71 miiljón króna renni til sjóðsins. Að sögn Guðbrands Gíslasonar framkvæmdastjóra sjóðsins, hefur ekki áður verið ráðgert að veita sjóðnum jafnmikið fé að krónutölu. Guðbrandur sagði að stefnt væri að því að koma gerð nokkurra leik- inna mynda af stað á næsta ári en vildi ekkert upplýsa um þær umsókn- ir sem þegar hefðu borist. NU FÆ EG MER GOODYEAR ULTRA GRIP 2 Reykjavík: 322 kærðir vegna rétt- k ' * i í * índaleysis LÖGREGLAN í Reykjavík kærði 322 ökumenn fyrir réttindaleysi við akstur fyrstu 10 mánuði árs- ins. Langflestir höfðu verið svipt- ir réttindum með dómi vegna ölv- unar- eða hraðaksturs en nokkrir höfðu ekki tekið ökupróf. Mál þeirra, sem ekið hafa sviptir réttindum, eru send dómstólum og sæta fyrstu brot sektum en við ítrek- un er oft beitt varðhaldi. Ávörðun sektarfjárhæðar er á valdi dómara í hveiju máli en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru þær iðulega um eða yfir 10 þúsund krónur við fyrsta brot en hækka verulega við ítrekun. Málum hinna, sem aldrei hafa tek- ið ökupróf, er hins vegar lokið með lögreglustjórasektum, samkvæmt ákvörðun ríkissaksóknara. Við fyrsta brot eru sektir þá tvö þúsund krón- ur, þijú þúsund krónur við næsta brot en við þriðja brot er mál sent dómstólum. EG KEMST HEIM Á GOODYEAR ULTRA GRIP2 Engin tilfinning er eins notaleg og að finna að maður hefur fulla stjórn á bílnum sínum í vetrar- færðinni. Þá er gott að vita að bíll- inn hefur staðfast grip á veginum, og þá stendur manni líka á sama um veðurspána. Goodyear Ultra Grip 2 vetrarbarðarnir eru hann- aðir með ákjósanlega eig- inleika til að veita gott hemlunarviðnám og spyrnu, hvort sem er í snjó, hálku eða bleytu, og þeir endast vetur eftir vetur. Öll smáatriði varðandi framleiðslu hjólbarðans — svo sem efni, bygging og mynstur, — hafaverið þaulhugsuð og þraut- reynd til að ná fram há- marks öryggi, mýkt og endingu. í vetur vel ég öryggið — Ég nota hina rómuðu Good- year tækni. m HEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 695500 GOODJýYEAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.