Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988
Morgunblaðið/Emilía
Auðunn Bragi Sveinsson með dagbækumar sem hann hefur sknfað í hálfa öld. Þser era 163 tals-
ins, misstórar, og raunar fleiri því fyrstu bækumar hefiir hann bundið inn saman.
Hefur skrifað
dagfoók í hálfa öld
Viðtal við Auðun Braga Sveinsson
Viðtal: Elin Pálmadóttir
Á hveijum einasta degi f
fímmtfu ár hefur Auðunn Bragi
Sveinsson skrifað f dagbókina
sína, hvar sem hann hefur verið
staddur og hvar sem hann hefur
búið. Skrifað niður hvað eina
sem vakið hefur athygli hans
þann daginn og hugleiðingar út
frá þvf. Hann segir þetta hafa
orðið sér góður skóli, burt séð
frá gagnseminni. Það hafí frá
upphafí aukið áhuga hans á
fróðleik sem á vegi hans varð,
einkum varðandi fólk og
mannlff, og fest það f minni.
Hversu stór sem þáttur dag-
bókanna er, þá fer ekki á milli
mála að Auðunn Bragi er með
fróðustu mönnum. Það sannast
rækilega um þessar mundir f
spuraingakeppni útvarpsins á
sunnudagsmorgnum, „Veistu
svarið?“, þar sem hann heftir
sigrað verðuga keppinauta 5
sinnum og heldur enn þegar
þetta er skrifað velli f sjötta
þætti. Ekki raunar f fyrsta skipt-
ið sem Auðunn Bragi lætur
þannig á reyna þekkingu sína
frammi fyrir alþjóð, þvf f einum
af fyrstu spurningaþáttum
rikisútvarpsins undir stjóra
Sveins Ásgeirssonar gekkst
hann inn á að svara hveiju einu
sem varðaði æviatriði þekktra
fslenskra manna og kvenna og
stóð sig með afbrigðum vel.
Auðunn Bragi er mjög fjöl-
fróður og fæst við margt. Hann
hefúr skrifað mikið og þýtt í
blöð, tfmarit og útvarp og séð
um útgáfur bóka. Nú fyrir þessi
jól er hann að gefa út Ijóðasafn
föður sfns, Sveins frá Eiivogum,
með æviágripi hans, undir heit-
inu Andstæður, og er þriðjung-
urinn áður óbirt Ijóð. En f fyrra
kom út fyrir jólin bók hans
sjálfs,- „Með mörgu fólki“ og
jafiiframt gaf hann þá út þýð-
ingar sfnar á hinum vinsælu
smáljóðum Danans Piets Heins.
Þar sem Auðunn Bragi verður
f Ameríku hjá Þóru Kristfnu
systur sinni um jólin þegar hann
færir inn sfðustu daga fimmtug-
asta dagbókarársins, tókum við
svolftið forskot. Ljósmyndari
Morgunblaðinu smellti af hon-
um mynd með öllum dagbókun-
um og við spjölluðum við hann
vítt og breitt um leið.
Auðunn Bragi var 15 ára gam-
all þegar hann sunnudaginn 1. jan-
úar 1939 hóf að skrifa dagbók
með smáu þéttu letri, enda þurfti
að fara vel með pappírinn. Þá var
hríðarveður á Laxárdal í Austur-
Húnavatnssýslu, á þeim afskekkta
bæ Refsstöðum þar sem systkinin
tvö áttu heima með foreldrum
sínum, Sveini Hannessyni frá Eli-
vogum og Elfnu Guðmundsdóttur
frá Tungu. Dagbókin átti sér að-
draganda, því drengurinn var fyrr
farinn að punkta hjá sér eitt og
annað og gera vísur um skólafélag-
ana, þótt ekki væru þær allar sem
fegurstar, segir hann. Ekki gat
hann þá séð fyrir að hann ætti
eftir að halda þessari iðju áfram
viðstöðulaust í hálfa öld, skrifa
daglega allt frá einu orði „hríð"
og upp í 40 síður. Fylla 163 bæk-
ur. Þótt bærinn væri afskekktur,
engar vegasamgöngur, ekkert út-
varp og ekkert rafmagn, þá bar
strax í æsku á þvf að drengnum
þætti eftirsóknarvert að vita margt
og kunna skil á mörgu, að hans
sögn. Á unglingsárunum las hann
um sinn skáldsögur, mest reyfara,
en eftir það nær eingöngu fróð-
leiksbækur. Mestan áhuga kveðst
hann alltaf hafa haft á fróðleik sem
bundinn er fólki, lifandi manneskj-
um.
Þama í Laxárdalnum er Auðunn
Bragi fæddur, í Selhaga, þar sem
hann var með fjölskyldu sinni til
11 ára aldurs. Eftir þriggja ára
fjarveru flutti faðir hans aftur
fram á dalinn, kunni ekki við sig
í fjölmenninu á Skagaströnd, eins
og kemur fram í vísum hans:
Auðnusól ég aldrei leit,
eða við mig kunni
á höfuðbóli í breiðri sveit
beint í þjóðgötunni.
Fötum breyta æviár,
eðli mannsins síður.
Þangað leitar klakaklár
kvalir mest sem líður.
Á Refstöðum var Auðunn Brági
heimilisfastur þar til hann fór í
skóla, fyrst í Reykjaskóla og svo
í Kennaraskólann 1945. Þá var
faðir hans látinn og hann flutti
með móður sinni til Reykjavíkur.
í 35 ár var Auðunn Bragi kennari
á ýmsum stöðum á landinu. Lengst
var hann skólastjóri í Þykkvabæn-
um, í 15 ár, í 3 ár kenndi hann í
Fljótum í Skagafirði, 2 ár dönsku
í Kópavogi, á Breiðdalsvík í 2 ár
og Borgarfírði eystra í 3 ár. Hann
er einmitt að skrifa æviminningar
sínar frá Borgarfjarðarárunum,
sem eiga að birtast þar eystra.
Koma dagbækumar sér þá eflaust
vel. Víðar hefur Auðunn Bragi
komið við. Var til dæmis kennari
í Skálholtsskóla fyrsta árið sem
hann starfaði. En þá fór hann út
til Danmerkur og kenndi í Ballerup
í einn vetur. I Danmörku hafði
hann komist í kynni við hin
hnyttnu smáljóð Piets Heins. Lekt-
or við danska kennaraháskólann
lét nemendur læra þessi ljóð, sem
Auðuni Braga fundust hreinustu
perlur og fór að þýða þau á
íslensku að gamni sínu. Hann fer
með nokkur þeirra:
Þeir sem taka spaugið spaug
og alvömna eins.
aðeins líta yfir borð
en ekki kjama neins.
Klaufinn reiðir hamar hátt
hittir eigin fyrir þrátt.
„Ég las þetta stundum fyrr nem-
endur, sem höfðu gaman af,“ seg-
ir Auðunn Bragi. „Og svo kynntir
þú þessar vísur svo rækilega
seinna í Morgunblaðinu að ég varð
þjóðfrægur. Fólk var alltaf að
hringja og spyrja hvar það gæti
fundið þær þar til ég gaf þýðing-
amar út í litlu kveri í fyrra.“ Þama
vísar Auðunn Bragi til þess er
hann kom eitt sinn færandi hendi
til Gáruhöfundar, sem kvartað
hafði undan vanhæfni að þýða
grúkkur Piets Heins, og bauð sínar
þýðingar til fijálsra afnota. Var
oft gripið til þeirra af ýmsu til-
efni. Enda kom fljótt I ljós að fólk
kunni að meta þessi bráðfyndnu
og spöku smáljóð. Meðan við erum
að spjalla I íbúð Auðuns Braga á
Hjarðarhaganum, hringir skóla-
stýran á Löngumýri í Skagafirði
til að spyija hvort hann geti ekki
útvegað sex bækur til jólagjafa,
þær séu uppseldar í Varmahlíð og.
hann kveðst geta fengið þær
sendar úr bókabúð austur á landi.
Þótt Auðunn Bragi sé hættur
kennslu fyrir þremur árum, kveðst
hann hafa meira en næg verkefni
og leiðast aldrei. Viðfangsefnin eru
mörg og margvísleg. Fyrir utan
skriftir og útgáfuverkefni bindur
hann inn bækur, stundum fyrir
aðra, syngur í esperantistakór,
enda áhugamaður um esperanto,
grípur í þýðingar og svo brá hann
sér í háskólanám í dönsku þegar
hann fór á eftirlaun, á þar aðeins
eftir BA-ritgerðina og nokkra
punkta sem hann tekur í norsku.
Fyrir rúmum tuttugu árum tók
Auðunn Bragi upp á því að taka
stúdentspróf. Las þá með fullri
vinnu og stóru heimili á sumrin til
prófsins, sem hann tók utanskóla.
Las hann meira að segja af eigin
rammleik latínu, frönsku og þýsku
og stóðst prófin. „Stúdentsprófið
hefur ekki skapað mér neitt verald-
argengi, en það veitti mér sálar-
frið og andlega fullnægju að hafa
komist í gegnum þetta. Og viljinn
dregur hálft hlass," segir hann.
„Og nú hefi ég verið í þijú ár í
Háskólanum, fyrst og fremst í
dönskum bókmenntum, sem ég
hefi alltaf haft áhuga á. Málið
hefi ég nokkuð á valdi mínu, hefi
verið 14 sinnum í Danmörku. Ulla,
seinni kona mín, sem ég missti
nýlega, var dönsk. Ég er bara í
þessu námi fyrir sjálfan mig. Mest
til að ljúka markmiði sem ég hafði
ekki tíma eða teekifæri til fyrr en
ég hafði velt af mér reiðingnum.
Og ég hefi ákaflega gaman af
þessu námi í Háskólanum. Ekki
síst að kynnast öllu þessu yndis-
lega fólki sem þarna er. Mér finnst
ég hafa yngst við það. Þarna skipt-
ir aldur ekki máli, við erum öll að
vinna að sama markmiði."
Ekki ætlar Auðunn Bragi að
sitja auðum höndum, þótt hann sé
nú að leggja upp í sína fyrstu
Ameríkuferð. Hann hefur tekið að
sér að flytja í Sjónvarpi fjórar
sunnudagshugvekjur, sem hann er
farinn að undirbúa. Ætlar að nefna
þær Að lifa ábyrgu lífi, Að vera
vakandi maður, Að standa við orð
sín og Að eiga sér takmark. Þetta
ætlar hann að hugleiða og setja á
blað í ferðinni, er raunar byijaður
að skrifa fyrstu hugvekjuna. Og
lýsir viðfangsefnið kannski betur
en mörg orð lífsviðhorfum hans.
Og ekki mun hann fremur en
fyrri daginn í sl. 50 ár láta niður
falla að skrífa í dagbókina sína.
„Ég skrifa alls staðar, í bílum,
flugvélum og hvar sem er. Efnið
verður að vera ferskt. Mér fínnst
ég vera í meira sambandi við
líðandi stund með þvi að skrifa
þetta niður," segir hann. En hvað
verður um þessar 163 útskrifuðu
dagbækur og raunar fleiri, því
fyrstu bækumar hefur hann bund-
ið inn nokkrar saman? Hann segir
að hugmyndin hafi verið að þær
færu á Landsbókasafnið, en nú
hafi Kristmundur Bjamason safn-
vörður á Héraðsskjalasafni Skag-
firðinga látið í ljós áhuga á þeim,
svo það sé óráðið. En eitt er víst,
Auðunn Bragi Sveinsson ætlar að
halda áfram að skrífa dagbókina
sína.
Búminj asafii
á Hvanneyri
eftirlnga. Björn
Albertsson
Á síðustu árum hefur öðru hvoru
skotið upp þeirri hugmynd að koma
á fót búminjasafni á Hvanneyri, en
einhverra híuta vegna hefur aldrei
komist verulegur skriður á það mál
þótt engum dyljist hve þarft og
nauðsynlegt þar er. Því var það að
mér undirrituðum og tveim öðrum
þingmönnum Vesturlands, þeim
Skúla Alexanderssyni og Danfríði
Skarphéðinsdóttur, þótti það orðið
löngu tímabært að tekin yrði stefnu-
markandi ákvörðun um þetta mál
og að ákveðið yrði að setja á stofn
slíkt safn á Hvanneyri. Með það í
huga höfum við þijú sett fram þings-
ályktunartillögu sem kveður á um
að sett verði á stofn slíkt safn við
Hvanneyri.
Á Hvanneyri er, eins og allir vita,
rekinn bændaskóli og svo hefur ver-
ið í 99 ár. Því væri það vel við hæfi
að Alþingi samþykkti slíka tillögu í
tilefni af þeim tímamótum sem þar
verða næsta ár, þ.e. á 100 ára af-
mæli skólans.
Á Hvanneyri er m.a. kennd saga
búskapar á Islandi og því væri eðli-
legt að búminjasafnið risi þar, enda
er þegar kominn vísir að slíku safni
við skólann. í því sambaudi ber að
geta þess að forustumenn skólans
eiga hefður skilið fyrir það starf sem
þeir hafa innt af hendi við að koma
því safni upp við þröngan kost og
erfið skilyrði. Með þessu framtaki
sínu hafa þeir vafalaust bjargað all-
nokkrum munum og tækjum frá
glötun.
Ingi Björn Albertsson
„Því er það skylda okk-
ar að bregðast skjótt
við og gera okkar besta
til þess að stöðva þá
raunalegu þróun sem
orðið hefiir, snúa Vörn
í sókn og ge ra myndar-
legt átak til verndar
þjóðminjum okkar.“
Fyrstu þúsund ár íslandsbyggðar
héldust búskaparhættir landsmanna
lítt breyttir. Allir landsmenn stund-
uðu bústörf, hver kynslóð lærði af
annarri og breytingar voru litlar í
timans rás. Menning þjóðarinnar er
samofin atvinnu hennar og segja
má að íslensk menning sé sprottin
upp úr menningu bænda. Nægir að
benda á hve þekking á hefðbundnum
búskaparháttum hlýtur að glæða
skilning á mörgum helstu bók-
menntaverkum þjóðarinnar.
Á síðustu hundrað árum hafa
tengsl við fortíðina rofnað mjög, sá
lærdómur t.d. í vinnubrögðum, sem
kynslóðir höfði tileinkað sér mann
fram af manni, er nú samtíðarfólki
framandi. Hlutir sem allir höfðu á
milli handanna á degi hvejum öld
fram af öld þekkir nútímafólk ekki.
Á þessari öld hafa breytingar orðið
það miklar og hraðar að áhöld og
tæki sem notuð voru á fyrri hluta
þessarar aldar sjást ekki lengur,
nema e.t.v. sem ryðhrúgur víða um
land.
Á sama tíma og tæknin hefur
aukist hafa gífurlegir búferlaflutn-
ingar átt sér stað og með þéttbýlis-
myndun hafa tengsl við landið og
sveitastörf rofnað enn frekar. Tengsl
við land sitt eru þjóðinni nauðsynleg
og hefðbundin sveitastörf eru mjög
til þess fallin að styrkja slík tengsl
auk þess sem mörgum, ekki síst
börnum, þykja þau mjög skemmti-
leg. Stöðugt fækkar þeim sem hafa
bein fjölskyldutengsl við sveitir
landsins og gefst fólki því lítill kost-
ur á að kynnast og sýna börnum
sínum inn í heim hinnar hefðbundnu
bændamenningar.
Víða um land liggja tæki með
verulegt sögulegt gildi undir
skemmdum og því miður hefur
margur góður gripur orðið fúa, ryði
og brotajárnskaupmönnum að bráð.
Það er sorglegt að við skulum á
þann hátt hafa glatað jafnvel heilum
köflum úr menningar- og atvinnu-
sögu landsins. Því er það skylda
okkar að bregðast skjótt við og gera
okkar besta til þess að stöðva þá
raunalegu þróun sem orðið hefur,
snúa vörn í sókn og gera myndar-
legt átak til vemdar þjóðminjum
okkar.
Flutningsmenn tillögunnar hafa
rætt við þjóðminjavörð um efni henn-
ar. Hann hefur lýst áhuga og stuðn-
ingi við málið og telur að sérstaklega
vel fari á því að búminjasafn rísi á
Hvanneyri þar sem það gæti jafn-
framt komið að rtotum við kennslu.
Höfundur er alþingismaður fyrir
Borgaratlokkinn á Vesturlandi.