Morgunblaðið - 30.11.1988, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 30.11.1988, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988 Vm, Tokýó, London. Reuter. SÉRFRÆÐINGAR í olíumálum eru efins um að nýtt samkomulag Samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, dugi til að hækka verðið á fatinu af hráoliu upp í 18 dali á fyrri hluta næsta árs eins og sam- tökin hafa einsett sér. Samkomulag náðist um 20% samdrátt í olíu- framleiðslu en ólíklegt er talið að það nægi til að auka eftirspurn og koma í veg fyrir að einstök ríki fari fram úr framleiðslukvótum sinum. Saudi-Arabar, stærstu olíuút- flytjendur OPEC, eru ekki hrifnir af 18 dala takmarkinu þótt þeir hafi dregið til baka tillögu sína um 15 dala viðmiðun á fatinu á fundin- um. í Vínarborg. Því er talið að þeir og ef til vill fleiri ríki fari fram úr kvótum sínum og heildarfram- leiðsla OPEC-ríkja verði meiri en 18,5 milljónir fata á dag eins og stefnt er að eftir 1. janúar. Til dæmis þykir ólíklegt að Sameinuðu Hans-Dietrich Genscher arabísku furstadæmin sætti sig við að minnka olíuútflutning um 50% eins og samningurinn kveður á um. Sem stendur framleiða OPEC-ríkin 23 milljónir tunna á dag með þeim afleiðingum að olíuverð hefur lækk- að jafnt og þétt. Takist OPEC- ríkjum hins vegar að halda sér við framleiðslukvótana þá eru líkur á að tekið verði að ganga svo á olíu- birgðir um mitt næsta ár að verðið komist upp í 18 dali á fatið. Olíusérfræðingar í Japan segjast ekki hafa trú á að olíuverðið fari upp fyrir 15 dali og haldist frekar nálægt 13 dölum á fatið. „Nokkur hækkun næstu vikur er líkleg en síðan ekki söguna meir,“ segir einn þeirra. A hádegi í gær seldist fatið af Norðursjávarolíu, sem afgreidd verður í janúar, á 14,10 dali í Lon- don. Það hafði selst á 14,40 dali við lokun markaðar á mánudag og hvorki meira né minna en 14,95 dali skömmu eftir að samkomulag OPEC-ríkja náðist þann sama dag. Skýringin á þessari verðlækkun ol- íunnar eru efasemdir um að OPEC- samkomulagið haldi. Utanríkisráðherra V-Þýskalands sækir írani heim: Viðskipti og frelsun gísla í Líbanon efst á baugi Bonn, Teheran. Reuter. HANS-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands, hefixr undanfarna daga dvalist í íran og átt viðræður við þarlenda ráðamenn. í fór með Genscher eru um 30 vestur-þýskir kaupsýslu- menn en viðræðumar hafa, að sögn aðstoðarmanna utanríkisráð- herrans, einkum snúist um viðskipti og erlenda gísla í Líbanon, sem öfgafullir fylgismenn írana hafa á valdi sínu. Ólíkt öðrum vestrænum ríkjum hafa Vestur-Þjóðveijar átt allgóð samskipti við klerkastjómina í ír- an. Genscher kom í opinbera heim- sókn til Irans árið 1984 og varð þar með fyrstur vestrænna_ ut- anríkisráðherra til að sækja írani heim eftir valdatöku öfgafullra múhameðstrúarmanna í landinu árið 1979. Heimildarmenn í röðum vestur- þýskra stjórnarerindreka sögðu að ráðamenn í Iran hefðu reynst fúsir til að ræða málefni erlendra gísla í Líbanon. Hinir ýmsu hópar öfga- manna í landinu sem fylgja klerka- stjóminni í Iran hafa ekki færri en 18 vestræna gísla á valdi sínu. Frá því vopnahléi var komið á í Persaflóastríðinu í ágústmánuði hafa íranskir ráðamenn gefið til kynna þeir séu tilbúnir til að beita sér fyrir því að gíslamir verði leyst- ir úr haldi í þeirri von að vestræn ríki reynist þá reiðubúin til að leggja fram fjármagn til að endur- reisa efnahag landsins. Útvarpið í_ Teheran sagði á mánudag að íranir vonuðust eftir aukinni samvinnu við Vestur- Þjóðverja bæði á efnahags- og stjómmálasviðinu en utanaðkom- andi*þrýstingur á vettvangi mann- réttinda yrði ekki liðinn. I fréttum útvarpsins var vitnað til ummæla Alis Akhbars Velayatis, utanríkis- ráðherra írans, þess efnis að Vest- ur-Þjóðveijar gætu gegnt mikil- vægu hlutverki við endurreisn landsins en efnahagur þess er í rústum sökum stríðsrekstursins. Velayati sagði hins vegar að vest- rænir fjölmiðlar hefðu hafíð ófræg- ingarherferð gegn írönum og kvað fréttaflutning af mannréttinda- brotum í Iran einkennast af „pólitískum fordómum“. Yrðu ut- anaðkomandi afskipti af innanrík- ismálum írana ekki liðin. í fréttum útvarpsins var þess getið að 112 kaupsýslumenn og stjómarerindrekar væru í för með Hans-Dietrich Genscher. Auk Velayatis hefur vestur-þýski ut- anríkisráðherrann rætt við Ali Khameini, forseta írans, og Ali Akbar Hashemi Rafsanjani, for- seta þingsins. Reuter Síberíumammút Vísindamenn hjá náttúrufræðiakademíunni í Leníngrad mæla steingerving af forsögulegum mamm- út, sem nýlega fannst í vesturhluta Síberíu. Sakharov í Bandaríkjunum: Frumkvöðlar vetnis- sprengjunnar á fundi FUNDUR sem hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum, átti sér stað í síðustu viku á hótelherbergi í Washington. Sovéski eðlisfræðingurinn og mannréttindafrömuðurinn Andrej Sakh- arov, er átti mestan þátt í smíði fyrstu sovésku vetnissprengjunn- ar, ræddi í tuttugu mínútur við Edward Teller, er gegndi svip- uðu hlutverki í bandarískum kjarnorkuvísindum. Sakharov er nú 67 ára gamall Er Sakharov flutti ávarp til en Teller áttræður. Þeir ræddu heiðurs Teller sagði hann að þeir um sameiginleg áhugamál, s.s. friðsamlega nýtingu kjamorkunn- ar og veltu fyrir sér hugmyndum um að koma kjamorkuverum fyr- ir neðanjarðar til að auka örygg- ið. Sakharov beindi þá umræðunni að afvopnunarmálum og áréttaði þá skoðun sína að vamarflaugar úti í geimnum myndu geta sett valdajafnvægið úr skorðum. Tell- er átti hugmyndina að geim- vamaáætlun Reagans Banda- ríkjaforseta og sagði hann að gera yrði frekari tilraunir með þessa tækni; það væm mistök að varpa henni fyrir róða. hefðu báðir lent í iðu þjóðemis- kenndar sem valdið hefði því að litið var á smíði vetnissprengjunn- ar sem úrslitamál. „En nú held ég að smíðin hafi verið hörmuleg mistök," sagði Sakharov. Frammi fyrir hópi fólks þar sem flestir voru ákafir fylgjendur geim- vamaáætlunarinnar, sagði hann að nýtt skeið væri hafið í sögu mannkynsins og hann væri sann- færður um að nauðsynlegt væri að beita nýjum aðferðum við lausn mála. Teller sagði að framfarir í tækni væm helsta von mannkyns. Samkomulag OPEC-ríkja: V esturbakkinn: Sérfræðingar ef- ast um að olíufat- ið hækki í 18 dali Athafiialíf lamast vegna verkfalla Edward Teller (t.v) og Andrej Sakharov Margt væri líkt með lífshlaupi þeirra Sakharovs en hann benti á að honum sjálfum hefði verið leyft að starfa á rannsóknastofum og fylgj'ast með helstu nýjungum en Sakharov hefði hins vegar verið bannaður aðgangur að viðkvæm- um upplýsingum. dugleysis ísraelska hersins, óku vopnaðir um götur Ramallah á Vesturbakkanum með ísraelska fánann blaktandi á bílum sínum. Félagar í andspymuhreyfingu múhameðstrúarmanna, sem er þekkt undir nafninu HAMAS, þyrptust út á götur í Ramallah þeg- ar morgunbænum lauk og bönnuðu kaupmönnum að opna verslanir sínar, að sögn borgarbúa. „Um 60 félagar úr HAMAS voru á báðum aðalverslunargötunum. íbúamir eru flestir reiðir en það þorir enginn að opna verslanir," sagði skósali einn í samtali við fréttamann Reuters. Með verkfallinu var þess minnst að 41 ár er liðið frá samþykkt Sam- einuðu þjóðanna um skiptingu Pal- estínu í gyðingaríki og arabaríki. Frelsissamtök Palestínu, PLO, féll- ust fyrst á þessa samþykkt í Alsír í síðustu viku á fundi Þjóðarráðs Palestínu, hins útlæga þings Pa- lestínumanna. Að auki lýstu fundar- menn yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna á hemámssvæðum ísraels. Andspyrnuhreyfing múhameðs- trúarmanna, HAMAS, gagnrýndi niðurstöður fundarins en hreyfingin er andvíg öllum málamiðlunum gagnvart Isráelum. Frá borginni Nablus á Vestur- bakkanum bárust þau tíðindi að skorist hefði í odda milli Þjóðfrelsis- fylkingar Palestínumanna og Fatah-samtaka Yassers Arafats. ísraelsher lýsti því yfir að helming- ur palestínskra ibúa á Gaza-svæð- inu væru í útgöngubanni og einnig væri útgöngubann í gildi í átta flóttamannabúðum á svæðinu. Ramallah. Reuter. VERKFÖLL sem strangtrúaðir múslímar og palestínskir marx- istar hvöttu til í trássi við vilja leiðtoga Frelsissamtaka Pal- estínumanna lamaði athafnalíf á Vesturbakka Jórdanár og Gaza- svæðinu i gær. ísraelskir land- nemar, sem kváðust reiðir vegna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.