Morgunblaðið - 30.11.1988, Síða 31

Morgunblaðið - 30.11.1988, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988 31 Svíi predik- ar hjá Orði lífsins SVÍINN Robert Ekh verður í heimsókn hér á landi dagana 1.—3. desember á vegum Orðs lífsins. Hann er framkvæmda- stjóri og aðstoðarforstöðumaður Livets Ord Bibelcenter í Uppsöl- um í Svíþjóð. Robert starfaði um árabil sem prestur í sænsku þjóðkirkjunni. Hann predikar á samkomum Orðs lífsins í Skipholti 50b, 2. hæð fímmtudags-, föstudags- og laugar- dagskvöld kl. 20.30. Einnig kennir hann í laugardagsbiblíuskólanum 3. desember kl. 10.00. Þar tekur Robert Ekh hann fyrir efnið „Peningar í ljósi Biblíunnar — Hvað segir Guð um fjármál okkar?“ Regnboginn sýn- ir „Bagdad Café“ REGNBOGINN hefur tekið til sýninga kvikmyndina „Bagdad Café“ með Marianne Ságebrecht og Jack Palance í aðalhlutverk- um. Leikstjóri er Percy Adlon. I kynningu kvikmyndahússins segir m.a.: „Myndin ijallar um þýsk hjón á ferðalagi í Bandaríkjunum. Eftir mikið rifrildi skilur eigin- maðurinn hana eina eftir úti í eyði- mörk. En frúin, Jasmin, er ekkert á að gefast upp, hún röltir af stað og kemur um síðir að bensínstöð þar sem líka er módel og lítið veit- ingahús, Bagdad Café. Þar ræður ríkjum blökkukonan Brenda, sem er ekkert hrifin af útlendum flökkukvinnum. En í augum Jasmin er þarna mikið verk að vinna og nú skal tekið til hendi.. .“ Leiðrétting Með frétt um efnalaugina „Hreint og klárt“ í Kópavogi sem birtist 22. nóvember var rangur myndatexti. A myndinni voru eig- endur „Hreint og klárt", Þórmund- ur og Hólmfríður, og fyrrverandi eigandi Rullunnar, Anna Scheving. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 29. nóvember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 51,50 30,00 49,83 1,378 68.667 Smáþorskur 15,00 15,00 15,00 0,032 481 Ýsa 80,00 79,00 79,43 0,208 16.561 Ýsa(óst) 80,00 55,00 71,73 2,514 180.367 Smáýsa 17,00 12,00 13,02 0,289 3.769 Ufsi 15,00 15,00 15,00 0,104 1.568 Lúða 320,00 320,00 320,00 0,009 2.720 Keila 14,00 14,00 14,00 0,584 8.183 Samtals 55,14 5,119 282.316 Selt var aðallega úr Guðrúnu Björgu ÞH og Gullfara HF. I dag verða m.a. seld 30 tonn, aöallega af þorski, úr Ljósfara HF, 50 tonn, aöall. af þorski, úr Núpi ÞH og 2 tonn af ýsu frá KASK. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 46,00 46,00 46,00 0,369 16.974 Þorskur(óst) 45,00 43,00 44,13 1,985 87.598 Ýsa 70,00 69,00 69,40 4,083 283.381 Ýsa(óst) 76,00 31,00 65,71 1,304 85.686 Ýsa(úmálóst) 20,00 20,00 20,00 0,248 4.960 Keila(óst) 7,00 7,00 7,00 0,025 175 Samtals 59,74 8,014 478.774 Selt var aðall. úr Jóni Baldvinssyni RE. í dag verður selt úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 49,00 46,50 47,43 12,453 590.698 Undirmál 21,50 21,50 21,50 3,141 67.544 Ýsa 71,50 55,00 63,68 5,326 339.187 Sild 8,48 8,30 8,41 92,710 779.276 Ufsi 25,00 15,00 24,94 9,684 241.515 Karfi 30,00 21,00 22,09 18,549 409.726 Hýri+steinb. Hlýri 35,00 14,00 34,57 5,077 175.552 Langa Langlúra 26,50 20,50 25,58 4,223 108.041 Skarkoli 70,00 70,00 70,00 0,136 9.520 Lúða 320,00 140,00 191,86 0,438 84.034 Grálúða 15,00 15,00 15,00 0,126 1.890 Keila 15,00 13,50 13,82 2,114 29.210 Skata 146,00 10,00 50,23 0,071 3.566 Lýsa 16,00 15,00 15,00 0,050 750 Samtals 18,43 154,100 2.840.509 Selt var aðall. úr Aðalvík KE og Eldeyjar-Boöa GK. I dag verða m.a. seld 42 tonn af karfa, 14 tonn af ufsa, 2 tonn af löngu og óákveðið magn af þorski, lúðu, keilu og sólkola úr Gnúpi GK. Á morgun verða m.a. seld 44 tonn af karfa, 2 tonn af þorski, 2 tonn af ýsu, 2,7 tonn af ufsa og 5 stórlúður úr Hauki GK. SPJALLAÐ Á ASÍ-ÞINGI Brýnt að sameina verkalýðsfélög - segir Guðrún E. Ólafsdóttir „ÉG TEL skipulagsmálin vera einna mikilvægust nú. Þau eru í molum og við höfum komist mjög lítið áfiram í þeim efinum. , Eg vil að verkalýðsfélögin sam- einist meira - að það séu ekki svona margar og litlar einingar - og að það verði stefnt.að at- vinnugreinaskiptingu," sagði Guðrún E. Ólafsdóttir, formaður Verkakvennafélags Keflavíkur og Njarðvíkur, þegar rætt var við hana á dögunum. Guðrún sagði að nú væri verið að reyna að sameina félagið Verka- lýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, en hún teldi að kynja- skipting í þessum efnum væri úr- elt. Hún sagðist ánægð með ný- kjörna forystu ASÍ og vonaði að henni tækist að sameina verkalýðs- hreyfinguna. Flokkspólitísk sjónar- mið væru á undanhaldi og hæfileik- ar manna skiptu meira máli í kosn- ingum. „Það er mikið framundan í kjara- Vil fá fólk beint af gólf- inu í forystusveitina - segir Elín Björg Mag-núsdóttir „Skipulagsmálin eru kannski það sem mér finnst vera alvar- legasta málið," sagði Elín Björg Magnúsdóttir frá Akranesi i samtali við Morgunblaðið á þingi ASÍ, en Elín vinnur í frystihúsi og var þetta í annað sinn sem hún sækir þing ASÍ. Hún sagðist vilja halda óbreyttu formi á þinginu, en tillaga kom fram um að fækka þingfulltrúum í framtíðinni. EJín Björg kvaðst ánægð með að Ásmundur Stefánsson gaf kost á sér til'áframhaldandi forseta- starfa. En hvemig breytingar vill hún sjá á forystusveitinni að öðru leyti? „Eg vil fyrst og fremst sjá þar fólk sem er í tengslum við viðkom- andi atvinnugrein. Ekki forystu- sveit sem er fyrir mörgum árum úr tengslum og jafnvel starfar ekk- ert innan sinnar greinar. Ég vil fá fólk hreint af gólfinu, konur úr frystihúsinu, aðalatriðið að þetta fólk sé í tengslum við umbjóðendur sína.“ —Áttu von á að eitthvað ákveðið komi út úr svona þingi, sem er til hagsbóta fyrir verkafólk? „Já, það sem kemur fyrst og fremst út úr svona þingum, að mínu viti, er að þetta fólk alls stað- ar að af landinu úr öllum greinum innan ASÍ hittist, ræðir sín mál og skiptist á skoðunum. Mér finnst það vera mikið atriði. Þessi þing eru á þriggja ára fresti og ég vil halda þeim eins og þau eru. Ég vil skilyrðislaust eiga kost á að hitta þetta fólk.“ Morgunblaðið/Bjami Guðrún E. Ólafsdóttir málum og ég held að það myndi laga málin ef farið væri út í ein- hveija atvinnugreinasamninga. Helst krafan eftir að við fáum samningsréttinn aftur verður að auka kaupmátt. Það skiptir ekki öllu máli að við fáum sem flestar krónur, heldur að við höldum því sem við fáum.“ -Getur verkalýðshreyfingin gert eitthvað til að koma i veg fyrir kjaraskerðingu og afnám samn- ingsréttar? „Það þarf að vera meiri sam- staða og jafnvel að koma á kjara- sáttmála á milli ríkis og verkalýðs- hreyfingar eins og talað var um fyrir mörgum árum,“ sagði Guð- rún. Elín Björg Magnúsdóttir Kaupmáttur verði aukinn á næsta ári - segir Guðmundur Ingvarsson „MÉR líst vel á nýja forystu- sveit en hún á erfitt verk fyrir höndum,“ sagði Guðmundur Ingvarsson, formaður Félags garðyrkjumanna. „Launamál verða erfið næsta árið, það er gefið mál. Grunntónninn er að kaupmáttur í einhverri mynd verði aukinn eftir að samning- arnir verða gefnir frjálsir aft- Guðmundur sagði lífeyris- og kjaramál einna mikilvægust nú, en þau mál væru álltaf í brenni- depli hjá verkalýðshreyfingunni. Þá væri einnig hægt að nefna húsnæðismál og skipulagsmál. Óhjákvæmilegt væri að stokka kerfið upp og skipuleggja verka- lýðsfélög meira eftir starfsgrein- um. „Verkalýðsbarátta verður alltaf pólitík sama í hvaða flokki menn eru, en ég held að pólitísk styrk- leikahlutföll skipti ekki orðið jafn miklu máli eins og áður,“ sagði Guðmundur Ingvarsson er hann var spurður um hvort flokkspólitík Morgunblaðið/Bjami Guðmundur Ingvarsson hefði sett minni svip á ASÍ-þingið en áður. Laugarásbíó: Kvikmyndin „Hundalíf' frumsýnd LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til sýninga kvikmyndina „Hundalíf* (My life as a dog). Með aðalhlut- verk fara Anton Glanzelius, Tom- as V. Brönson og Melinda Kinna- man. í kynningu kvikmyndahússins segir m.a.: „Myndin segir frá hrak- förum pilts sem er að komast á tán- ingaaldurinn. Er þá tekið upp á mörgu sem allir muna eftir frá eigin reynslu frá þessum árum. (Fréttatilkynning) Atriði úr kvikmyndinni Hundalífi sem sýnd er í Laugarásbíói.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.