Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988 Sjálfsali Qarlægður vegna skemmdarfysnar FJARLÆGÐUR hefur verið gos-sjálfsali við verslunina Síðu á Akureyri. Kassinn hefur verið við verslunina í um það bil ár og að sögn Þrastar Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Dreka hf. sem er umboðsaðili Vífilfells á Akureyri, var tekin sú ákvörðun að Qarlægja sjálfsalann vegna skemmdarverka, sem unnin hafa ver- ið á honum. ast í þessa átt og hefði kassinn nú verið sendur suður til lagfær- ingar. Hann bjóst ekki við að sjálf- salinn yrði settur upp aftur að svo stöddu.„Þessi tilraun hreinlega gekk ekki. Kassinn var alltof oft stíflaður eða bilaður þegar fólk ætlaði að versla í honum. Fólk hvekktist óneitanlega við þetta. Það fékk ekki kókið sitt og það kom fyrir að kassinn hreinlega stal af fólkinu peningum fyrir vik- ið. Ég skil ekki þessa umgengni," sagði Þröstur að lokum. „Þetta gekk ágætlega framan af, en upp á síðkastið hefur alls kyns drasli verið troðið í kassann og stundum hella krakkamir kóki í peningagatið með þeim afleið- ingum að það klístrast og stíflast," sagði Þröstur í samtali við Morgunblaðið. Einhver brögð hafa verið að því að gamlir pen- ingar, sem fyrir löngu eiga að vera komnir úr umferð, hafa gengið í kassann í stað 50 krónu peninganna. Þröstur sagði að því miður hefði þessi tilraun með sjálfsalann þró- Morgunblaðið/Rúnar Þór Sjálfsalarnir geta oft á tíðum verið hentugir fyrir viðskipta- vini, en þegar þeir eru sifellt bilaðir hvekkist fólk óneitan- lega og hættir að nota þá. Morgunblaðið/Rúnar Antonsson Unnið við jarðgangagerð um Ólafsfjarðarmúla. Eins og sjá má á myndinni „fossar" vatn stöðugt úr berginu. Unnið við gangagerð allan sólarhringinn VINNA við gangagerð í gegnum Ólafs§arðarmúla gengur sam- kvæmt áætlun. Tæplega þijátíu manns vinna verkið, þar af tólf Norðmenn. Verktaki við gangagerðina er Krafttak, sem er í eigu norskra og íslenskra aðila. Unnið er á vöktum allan sólarhringinn og er hver vinnuvika fimm og hálfúr dagur. Starfsmenn vinna þijár og hálfa viku í senn og fá þá frí i tvær og hálfa viku. Norðmennim- ir fara fiugleiðis heim í frium. Sprengdir hafa verið 240 metrar inn í Múlann Ólafsfjarðarmegin og eru göngin sex metra há og fimm metra breið. Sprengdir eru fjórir metrar í einu. Vinnan fer þannig fram að boraðar eru 65 holur í bergið með ákveðnu mynstri. Sterk- ustu dínamít-sprengjuhleðslunum er komið fyrir neðst í göngunum miðjum og þeim veikustu í holunum yst. Að meðaltali er sprengt tvisvar á sólhring, eða einu sinni á hvorri vakt. Holumar, sem boraðar eru í bergið, eru fjórir metrar að lengd og þær síðan fylltar með sprengi- efni. Borun og hleðsla tekur um það bil þrjár klukkustundir. Fyrst er sprengt í miðjum göngunum og nokkrum sekúndum síðar springa lögin í röð út að ysta hringnum þar sem veikustu hleðslumar eru. Ut- mokstur eftir sprengingamar tekur um þrjá tíma og hentar efnið afar vel til vegagerðarinnar. Styrking hvelfingarinnar tekur þrjá til fímm tíma og eru tvær aðferðir notaðar við hana. Annars vegar er sements- steypu sprautað í loftið sem harðn- ar á tíu mínútum. Ef bergið er hins- vegar lélegt má blanda miklu magni af stálnálum í sementssteypuna sem virkar þá eins og nokkurs kon- ar jámabinding. Á hinn bóginn er hægt að styrkja hvelfínguna með því að bora þrjár til fjögurra metra langar holur upp í hvelfinguna á þeim stöðum þar sem hugsanleg sprunga gæti verið í berginu. I holumar eru svo settir inn berg- boltar með skálum á endunum sem heldur þá lofthvelfingunni betur saman. Að sögn Björns A. Harðarsonar, staðarverkfræðings Vegagerðar ríkisins, hefur bergið verið gott og í samræmi við þær rannsóknir, sem áður voru gerðar í Múlanum. Vatns- halli verður á göngunum og er gert ráð fyrir drenlögnum í göngunum. Vatn mun þá ekki séytla eftir ak- reininni, ems og tíðkast í öðrum göngum á íslandi. Ein akrein verð- ur í göngunum og geta tveir smá- bílar mæst þar ef farið er varlega. Hinsvegar er gert ráð fyrir útskot- um með 160 metra millibili í göngunum þar sem bílar geta auð- veldlega mæst. Að meðaltali eru sprengdir um 40 metrar inn í göng- in á viku hverri. Það gæti þó farið upp í 50 metra og allt eins hrapað niður í 20 metra á viku, að sögn Bjöms. Að meðaltali fara 180 bílar um Múlann daglega, dreift á allt árið, en 250 að sumri til. Á Ólafsfirði búa um 1.150 manns. Jarðgöngin gegnum Múlann verða lengstu jarð- göng landsins, eða 3.130 m og um 3.400 með vegskálunum. Til sam- anburðar má geta þess að Stráka- göng eru 783 m og Öddsskarðsgöng 635 m. Áætlað er að framkvæmd- um verði að mestu lokið í árslok 1990. Ljóst er að göngin munu auðvelda mjög samgöngur á þess- um slóðum og á áætlun Vegagerðar ríkisins er gert ráð fyrir upphækkun Lágheiðarinnar, sem liggur á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Ekki hefur þó verið veitt fé í það verk ennþá. Til gamans má geta þess að fjórir vistmenn á elliheimilinu Dalbæ á Dalvík voru spurðir um ferðalög til Ólafsfjarðar á liðnum árum. Þá kom í ljós að þrír af þess- um fjórum aðilum, sem allir höfðu átt heima á Dalvík frá bamsaldri, höfðu aldrei til Ólafsfjarðar komið. Morgunblaðið/Rúnar Þór Við opnun Sunnubóls á Akur- eyri. Forstöðukonan, Björg Sig- urvinsdóttir, er lengst til hægri á myndinni. Snæbjörn Þórðarson, formaður Sjálfsbjargar, tekur við gjafabréfi frá Þorsteini Konráðssyni, forseta Kaldbaks. Kaldbakur 20 ára Kiwanisklúbburinn Kaldbakur á Akureyri er tuttugu ára um þessar mundir. Klúbburinn var stofiiaður 14. september árið 1968 og voru stofiifélagar 26 talsins. Frá upphafi hefúr meginmarkmið klúbbsins verið að þjóna öðrum, en í leiðinni að byggja klúbbfélaga upp. Fjáraflanir hafa verið með ýmsu móti og má þar nefna kartöflurækt, páskaeggjasölu, auglýsingasölu á klukkutumi og fleira. Ágóði þessara fjáraflana hefur runnið til styrktar- verkefna, til dæmis til Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, Tónlistar- skólans, æskulýðsmála og fleira, en hæst ber þó stuðningur klúbbsins við Sjálfsbjörg á Akureyri. Fyrir skömmu afhenti klúbburinn Sjálfs- björg gjafabréf að upphæð 200.000 kr. til tækjakaupa. Þá hafa klúbb- félagar selt K-lykilinn eins og aðrir kiwanismenn um land allt og hefur hluti þeirrar söfnunar komið til styrktar geðdeild FSA. Laugardag- inn 5. nóvember sl. hélt klúbburinn upp á 20 ára afmælið á Jaðri. Kiwan- isfélagar víða af landinu ásamt mök- um fjölmenntu á hátíðina. Sunnuból tekið í notk- un formlega DAGHEIMILIÐ Sunnuból var formlega vígt sl. laugardag. Sunnuból er til húsa í Sunnuhlið 15, en bærinn keypti þar einbýlis- hús og breytti því í dagheimili. Forstöðukonan, Björg Sigurvins- dóttir, sagði að finna mætti bæði kosti og galla á húsinu. Kostirnir væm þeir að húsið væri mjög heim- ilislegt og hefði mörg herbergi. Gallamir væm þeir helstir að sal- emin væm þröng og lítil og nokkur skortur væri á geymslurými. Heim- ilið tók til starfa þann 1. júní sl. og er þar rými fyrir 25 böm. Auk Bjargar starfa átta manns á heimil- inu, þar af em sumir í hlutastörf- um. Að lokinni formlegri opnun dagheimilisins var opið hús á Sunnubóli og notuðu þá margir tækifærið og skoðuðu heimilið og fengu sér kaffisopa í leiðinni. Sanitas hf.: Löwenbráu bruggaður á Akureyri SANITAS hefúr gert samning við þýska bjór- framleiðslufyrirtækið LöwenbrSu um fram- leiðslu á Löwenbrau-bjór. Að öllum líkindum verður framleiðslan fyrst tilraunaprófúð á Akureyri á fostudaginn og er þá von á fúlltrúa frá þýsku verksmiðjunni. Ef prófúnin lofar góðu, verður farið að framleiða af fúllum krafti eftir tvær til þijár vikur til að eiga góð- an Iager þegar salan hefst 1. mars á næsta ári, að sögn Ragnars Birgissonar, forsfjóra Sanitas. Löwenbráu-verksmiðjan er í Mönchen í Bayem í Vestur-Þýskalandi og er fyrirtækið rúmlega 600 ára gamalt, stofnað árið 1383. „Við fáum fram- leiðsluleyfí frá verksmiðjunni, en bmggum bjórinn alfarið á íslandi og fara öll framleiðsluþrepin fram hér á landi. Við emm ekki að flytja inn neitt nema hráefnið, maltið og humlana. Við fáum formúluna frá þýsku verksmiðjunni og kaupum hráefnið eftir þeirra uppskrift. Vatnið ætlum við hinsvegar að hafa íslenskt," sagði Ragnar. PALE HELL • BLONDE • CHIARA • RUBIA 7iadilwn íKitœ Mtmt >•»" ■ LDWENBRÁU II i BEER BIER BIEIIE BIRRA CERVEZA Ragnar sagði að einungis mætti vera vatn, malt og humlar í bjómum. Engin aukaefni mættu koma nálægt framleiðslunni. Mörg hundmð ára gömul þýsk lög, sem kölluð væm Rheinheitzgebot- lög, segðu svo. Framleiðsluleyfinu fylgir ákveðinn kvöð um lágmarksframleiðslumagn á ári. Ekki vildi Ragnar segja hvert það lágmarksmagn væri né heldur hvað Sanitas greiddi fyrir framleiðslu- leyfi bjórsins. Verðið væri ákveðið á hvern fram- leiddan lítra. „Við teljum að Sanitas sé búið að styrkja stöðu sína mikið með því að geta bæði boðið íslenskan bjór og erlendan bjór. Markmiðið er að bjóða upp á pilsner, sem er um það bil 4,5%. Síðan viljum við bjóða upp á gullbjórinn, sem er um 5,6% og síðan framleiðum við Löwenbráu, sem er millistig, eða 5,3% að styrkleika. Við vitum hinsvegar ekk- ert hvernig að þessum málum verður staðið á meðan bjórstefna lítur ekki dagsins ljós hjá ráða- mönnum,“ sagði Ragnar Birgisson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.