Morgunblaðið - 30.11.1988, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988
Hundar, menn og
Reykvíking-ar
Afrísk Qölskylda.
eftir EyjólfKjalar
Emilsson
Eins og flestum er kunnugt fór
núna nýverið fram einhvers konar
skoðanakönnun á afstöðu Reyk-
víkinga tl hundahalds í borginni.
Flestum munu úrslitin kunn: um
'12% atkvæðisbærra manna tóku
þátt í könnuninni, og þar af sögð-
ust um 40% vera fylgjandi hunda-
haldi samkvæmt reglum þeim sem
verið hafa í gildi, um 60% kváðust
vera andvígir. Borgarstjóri lýsti því
yfir, að borgaryfirvöld hlytu að taka
tillit til þessara úrslita, sem vart
verður túlkað á annan veg en þann
að snúið verði til fyrra horfs og
lagt algert bann við hundahaldi í
borginni. Nú er mér ekki ljóst hvaða
nauðsyn ber til að túlka þessar töl-
ur á þennan hátt. Fyrir liggur að
90% atkvæðisbærra Reykvíkinga
töldu ekki ástæðu til að láta í ljósi
vilja sinn í þessu efni. Því skyldi
álit 7% borgarbúa vega svo þungt?
Helsta leiðin til að fá vit í slíkt mat
er að gefa sér þá forsendu, að þeim
sem hlynntir eru hundahaldi sé trú-
lega meira kappsmál að fá það leyft
en hinum að fá það bannað og því
sé líklegt að stór hluti þeirra sem
hlynntir eru hundahaldi hafi tekið
þátt í könnuninni. Þar sem hunda-
fólkið hafi eigi að síður beðið lægri
hlut, bendi úrslitin til að mikill
meirihluti Reykvíkinga sé andsnú-
inn hundahaldi. En af ýmsum
ástæðum væri rangt að draga
ftokkra slíka ályktun.
í fyrsta lagi þá er alveg rétt sem
þegar hefur verið bent á í fjölmiðl-
um, að þátttakendum í könnuninni
var aðeins gefinn kostur á að taka
afstöðu með eða á móti hundahaldi
samkvæmt þeim reglum sem í gildi
hafa verið. Hver er kominn til með
að segja að atkvæði hefðu fallið
eins, ef t.d. hefði verið boðið upp á
strangari reglur eða hert eftirlit
með því að gildandi reglum sé fram-
fylgt sem sérstaka kosti? í öðru
lagi, ef nokkuð má af þessari könn-
un ráða, þá er það helst það að
öllum þorra borgarbúa stendur
nokkuð á sp.ma um þetta mál, hafa
ekki eindregna afstöðu á annan
hvom veginn. Á hvaða forsendum
er hægt að fullyrða að flest þetta
fólk sé andvígt hundahaldi í borg-
inni? Ef ég ætti að geta mér til um
þetta — og ég tek skýrt fram að
þetta em getgátur — þá þætti mér
trúlegt að fleiri kysu raunar að
vera lausir við hundana, ef þeir litu
eingöngu til sjálfra sín þegar þeir
tækju afstöðu. En það segir ekki
allt, því að sem betur fer hefur
mannfólkið þann hæfileika að geta
séð hlutina frá sjónarhomi annarra
og taka það með í reikninga sína.
Margt af þessu óráðna fólki, sem
sat yfírleitt heima í könnuninni,
mun hafa félagsþroska til að láta
afstöðu sína með eða móti leyfí til
hundahalds ráðast af svofelldri
hugsun: „Eg er svo sem ekkert
ýkja hrifin(n) af þessum hundum
og því sem þeim fylgir; ekki get
ég þó sagt að þeir séu mér til neins
tilfinnanlegs tjóns eða ama; á hinn
bóginn er það mörgum bersýnilega
mikið hjartans mál að fá að hafa
þessi dýr, og ekki vil ég vera að
leggja stein í götu þeirra, enda
skiptir þetta mig litlu en þá bersýni-
lega talsverðu." Mér þykir trúlegt
að eitthvað í þessa vem muni marg-
ir hugsa, kannski flestir, einkum
að afstaðinni vitsmunalegri um-
ræðu um málið. Engin slík umræða
fór þó fram í kringum þessa könn-
un, og kem ég þar með að þriðrju
ástæðu þess að hún sé léleg
vísbending.
Það er nefnilega svo að fylgis-
menn hundahalds gerðu ekkert til
að kynna málstað sinn fyrir könn-
unina. Ástæðan er líklega sú að
þeir héldu það koma málstað sínum
best að könnunin færi sem hljóð-
ast, þá myndu líklega einkúm
hundaeigendur taka þátt í henni.
Þetta sýnist klókt, en var þó að
líkindum misráðið. Að minnsta kosti
fór könnunin ekkert hljótt, en næst-
um allir sem tjáðu sig um málið í
fjölmiðlum voru andstæðingar
hundahalds. Ekki vil ég segja að
málflutningur þeirra hafi ráðið úr-
slitum, og það skal játað að þarna
voru kvörtunarraddir sem höfðu
nokkuð til síns máls. Ábyrgðarlaus-
ir hundaeigendur bera mesta sök á
því hversu mörgum virðist vera í
nop við hundahald. En ýmislegt sem
kom fram sýnir að enn vaða uppi
alls kyns hleypidómar um hunda
og eigendur þeirra sem ef til vill
hefði verið hægt að uppræta. Einn
af snillingum blaðaritgerðanna hélt
því til dæmis fram, að því er virðist
í fúlustu alvöru, að eitt af því sem
hundaeigendum gengi til sé að hafa
einhvem til að níðast á. Þennan
mann hefði mátt upplýsa um það
að þó að þetta kunni að vera svo í
stöku tilvikum og ef til vill meðal
þeirra sem hann hefur helst sam-
neyti við, þá er slíkt fáheyrð undan-
tekning — eins og þvílíkur málflutn-
ingur er vonandi líka. Það virðist
einnig nokkuð útbreidd skoðun að
borgin sé í þann veginn að fyllast
af hundaskít. Ég heyrði þetta sagt
af fólki sem ég hélt að færi ekki
Góður vinur, ef til vill sá eini.
með neitt fleipur og ákvað því að
athuga þetta lítillega sjálfur. Auð-
vitað reyndust þetta hreinar ýkjur,
ímyndun verð ég að segja, þó svo
að lítið sé of mikið í þessum efnum.
En sumir hafa að vísu afskaplega
næmt auga fyrir hundaskít — sjá
hann jafnvel í gegnum hrúgur af
glerbrotum, bréfarusli og plasti,
sem ég fann talsvert af við þessa
leit mína og vissi raunar vel af fyrir.
Hvað sem þessari afar sérkenni-
legu könnun annars líður, þá valda
aðrar staðreyndir um hunda og
menn því að það væri afskaplega
fávíslegt af borgaryfirvöldum að
banna hundahald í borginni nú. Sú
mildi sem nefnd hefur verið að leyfa
þeim hundum að vera sem fyrir eru
breytir engu um þetta, það væri
fávíslegt eigi að síður. Það hefur
verið reynt að banna hunda í
Reykjavík, og það gekk ekki. Það
hefiir verið reynt í fleiri kaupstöð-
um, t.d. í Kópavogi, með vafasöm-
um árangri. Bannið var ýmist
hundsað og því ekki framfylgt af
yfirvöldum eða af því hlaust ómælt
tjón sem seint verður metið til fjár.
Hversu mörg börn í Kópavogi
skyldu hafa grátið sig í svefn svo
vikum skipti vegna þess að vonda
löggan tók hundinn þeirra? Hversu
John Tchicai í
Duus-húsi í kvöld
Jazzviðburður vetrarins í Reykjavík
MEINLEG mistök urðu við
tæknivinnslu á grein eftir Lisu
von Schmalensee, sendikennara
í dönsku, um jazzistann John
Tchicai í blaðinu í gær. Beðist
er velvirðingar á mistökunum,
en vegna þrengsla í blaðinu verð-
ur aðeins unnt að endurbirta hér
þær efnisgreinar, sem verst urðu
úti.
Þar sem vonlaust var að afla sér
menntunar í jazzmúsík í Danmörku
á sjötta áratugnum, fór Tchicai í
tónlistarskóla og lærði á klarínettu
í tæp þijú ár. En áhugann vantaði
og hann hætti námi, enda hafði
hann þá þegar stofnað eigin kvint-
ett og hafði ærið að starfa fyrir
hann á hinum nafnkennda jazzstað
Vingarden í Minefeltet á sunnu-
dagseftirmiðdögum og á Montmar-
tre á mánudagskvöldum, auk þess
sem atvinnutilboð létu ekki á sér
standa og undirtektir voru ævinlega
góðar. Og Tchicai fór til New York
til þess að hressa upp á andann.
Þar var hann í sex ár í byrjun sjö-
unda áratugarins, þar til samkvæm-
islíflð með hassi og öðru tilheyrandi
ýtti við samvisku hans, svo að hann
ákvað að hreyfa sig úr stað. Hann
hélt heim til Danmerkur og jók við
þekkingu sína í jóga, en komst að
raun um, að jazzlífið í Kaupmanna-
höfn, sem áður hafði fyllt hann inn-
blæstri og sköpunarþrá, heyrði nú
sögunni til.
Þetta fékk á hann. Hann taldi,
að tækifæri ungra jazztónlistar-
manna í Danmörku væru af of
skomum skammti. 0g hann hélt
fyrstu uppákomuna af mörgum,
sem á eftir fylgdu (og runnu saman
við æskulýðsuppreisnina), í mat-
stofu útvarpshússins, þar sem hann
lét bakka með glösum á detta á
gólfíð, hélt ræðu og mölbraut saxó-
fóninn sinn. Þetta kann að hljóma
eins og þama hafi farið einn af
þessum ungu, reiðu mönnum, sem
blésu í dómsdagslúðra, en frýjun
hans er sem sagt ævinlega grund-
völluð á svo innilegri hlýju, að hún
verkaði ekki eins og sú reiði, sem
egnir upp í manni mótþróann. Svo
þessi sögulega uppákoma hafði í för
með sér, að ný jazzbylgja vaknaði
og tækifærunum fjölgaði ört, ekki
síst hjá Tchicai sjálfum.
í byijun áttunda áratugarins
gerði Tchicai meðal annars tilraun
John Tchicai
með hundrað manna hljómsveit í
danska ríkisútvarpinu. Áskell Más-
son tónskáld, sem var í Kaup-
mannahöfn um þessar mundir, ung-
ur að árum, og langaði mikið til
að spila með Tchicai, sagði mér eitt
sinn, að hann hefði gert sér ferð í
útvarpshúsið, .þegar hljómsveitin
átti að koma fram og spurt hvort
hann mætti slást í hópinn. „Já,
blessaður vertu með!“ á Tchicai að
hafa svarað og það varð úr. Það
mátti heyra á undruninni í rödd
Áskels, sautján árum eftir að atvik-
ið átti sér stað, að þetta hafði verið
óvenjuleg upplifun fyrir hann.
Þeir áttu þó eftir að spila saman
aftur, meðal annars í Djúpinu í
Reykjavík 1980, Tchicai á saxófón-
inn og Áskell á slagverkið. Ég hef
heyrt upptöku af hluta tónleikanna
og get ekki ímyndað mér, að at-
burðurinn hafi liðið neinum þeirra,
sem viðstaddir voru, úr minni.
Þama lék Tchicai sér að því sem
endranær að snúa því upp, sem
venjulega snýr niður. Jafnvel hið
þekkta lag, „Det var en lördag aft-
en“, sem allajafna er með því hátt-
bundnasta, sem til er, varð honum
tilefni til að leika sér með svokall-
aða falska kadensu eða gabbendi
(kadensu d'inganno), þar sem stefnt
er að fullkomnum lokasamhljómi,
en raunin verður önnur og í stað
lokahljómsins, sem búist er við, er
endað á óvæntum, leikandi hljóm-
óróa. Kannski rís frelsunin hæst
þar. Það hefði verið skemmtilegt
að fá að heyra þá Tchicai og Áskel
leika saman á ný, því að það er
eitthvað svo einstaklega kröftugt
við samleik þeirra.
Ég sagði áðan, að gamli hús-
gangurinn „Det var en lördag aft-
en“ hefði endað á hljómóróa, en í
rauninni er það ósatt, því að Tchicai
endar aldrei á einum hljómi, heldur
hljómaklasa sem ómar allur í einu.