Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.11.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988 41 Tónleikar gegn alnæmi Bubbi, Megas og Hörður í Háskólabíói á miðöldum og það hefur vantað umfjöllum um örlög þess í alla alnæmisumræðuna. Eg tek þátt í þessum tónleikum fyrst og fremst til að sýna þessu fólki samstöðu og samúð. Ég get ekki ímyndað mér neitt hryllilegra en hægfara dauðdaga í algerri ein- angrun og fyrirlitningu. Mór finnst þetta eins og að vera kvik- settur, að vakna í kistu ofan í jörðinni. Viðhorf krakka er gjarnan það að alnæmi komi þeim ekk- ert við þar sem þeir sóu hvorki eiturlyfjasjúkiingar eða homm- ar. Hörður: Þetta hefur ekkert með homma að gera. Á svæðum í Vestur-Afríku er kannski fjórð- ungur íbúanna með alnæmi og ekki er það allt hommar. Þetta sýnir bara hve grunnt er á for- dómunum þegar á reynir og hvað fólk er í raun þröngsýnt. Þeir sem sýkjast eru flestir einhleypir karl- menn og þetta sýnir bara það að einhleypir karlmenn eru virk- ari en aðrir í kynlffi. Það skiptir engu máli hvort þeir eru hommar eða ekki, burt með svoleiðis kjaftæði. Er nóg að tala um hlutina? Hörður: Umræðan hefur byggst svo mikið á hræðslu. Hrædd manneskja er ekki fær um að taka við upplýsingum eða bregðast rétt við. Hugsið ykkur öll börnin sem horfa á auglýs- ingar landlæknisembættisins í sjónvarpi og tengja saman kynlíf og dauða. Hvaða fordóma eiga þessi börn eftir að eiga við þegar þau verða eldri? Megas: Fólk þarf að átta sig á því að kynlíf er bara kynlíf og það er sama hver gerir hvað með hverjum. Þegar við höfum áttað okkur á því getum við kannski farið að gera eitthvað við al- næmi. Er alnæmi ekki orðið eitt af þessum óþægilegu málum sem fólk vill ekki tala um og fælir það ekki fólk frá þvf að koma á tónleikana? Bubbi: Ef allt væri með felldu ættum við að geta fyllt Há- skólabíó í þrígang. Hörður: Það gefur okkur góða mynd af ástandinu hvernig tón- leikarnir verða sóttir. Megas: Það verður mjög gam- an að sjá hvað það koma margir á alnæmistónleika. Ætli fólk eigi eftir að óttast það að það smitist á alnæmistónleikum? Ljósmynd/BS Hörður Umræða um alnæmi hefur verið mikil f fjölmiðlum sem vonlegt er, en meiningar eru deildar um það hvort sú um- ræða hafi verið til góðs eða ills. Fyrir dyrum stendur að stofna samtök áhugafólks um alnæmi næsta mánudagskvöld og f kvöld kl. 22.00 verða tónleikar gegn alnæmi f Háskólabíói. Atónleikunum koma fram þeir Bubbi Morthens, Megas og Hörður Torfason, en Hörður átti hugmyndina að tónleikunum. Blaðamaður mælti sér mót við Bubba, Megas og Hörð á heimili Bubba vestur í bæ og ræddi við þá um ástæðu þess að þessir tónleikar eru haldnir og hvort yfirleitt sé þörf á frekari umfjöllun um alnæmi. Af hverju alnæmistónleikar, er ekki nóg komið af umræðu um alnæmi? Hörður: Nei, það er alls ekki komið nóg af umræðu um al- næmi. Það verður að koma um- ræða með léttara yfirbragð í staðinn fyrir kjánalegan hræðsluáróður. Það er ekkert sorglegt að það sé að vera að forða fólki frá því að það fái ban- vænan sjúkdóm. Ef þú ert hins- vegar sjúkur þá verður að hjálpa þér að taka því. Bubbi: Mér finnst að umræðan hafi snúist um það að ná til fólks sem á að baki alla ævintýra- mennsku í kynlífi. Unglingar sem eru á fullu í næturlífinu hlusta ekkert á það þegar þeim er sagt að nota smokka. Hörður: Það er verið að tala við afa og ömmu. Megas: Og pipraðar frænkur sem búa saman, þannig að þær geti skilið og verði ekki sjokker- aðar. Ég held að alnæmisum- ræðunni og áróðrinum hafi verið meðvitað hagað þannig að það stuðaði ekki þetta fólk, sem kom Megas málið minnst við, á kostnað skiln- ings þeirra sem kom málið mest við. Hörður: Sú leið sem hefur ver- ið farin er vonlaus. Við vitum að unglingar á aldrinum tólf til þrett- án ára eru farnir að fikta við kynlíf og við megum ekki loka augunum fyrir því. Það verður að koma þessum krökkum inn á Ljósmynd/BS það að líta á sjálfa sig sem hugs- anlegan smitbera og alla aðra í kring um sig. Megas: Eitt helsta vandamálið sem við eigum við að etja er að siðferðiskennd (slendinga er svo rík, þeir hafa svo sterka tilfinn- ingu fyrir því hvað megi gera og hvað ekki, að þessi tilraunastarf- semi, þessi ævintýramennska og reynslusöfnun, fer voða mikið fram í ölæði. Þetta er svo sið- prútt fólk að það getur ekki stundaó tilraunastarfsemina án þess að losa sig við rænuna, en tilraunirnar verður að gerá, nátt- úran krefst þess. Þar sem tilraun- irnar eru gerðar í rænuleysi gefur það. augaleið að þá er mikil áhætta tekin. Hvað með þá sem hafa sýkst? Hörður: Fólk sem smitast hef- ur hér landi hefur átt ömurlegt hlutskipti. Bubbi: Meðferðin á því fólki minnir á meðferð á holdsveikum Bubbi Gljáandi HARKA mcð Kópaí Geisla Þvottheldni og styrldeiki í hámarhi. Vddu Kópal með gljáa við hæfi. Seven Seas VÍTAMÍN DAGLEGA GERIÐ GÆÐA SAMANBURÐ LESITÍN (^torenco HEILDSÖLUDREIFING Laugavegi 16, sími 24057. Áskriftarshnim er 83033
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.