Morgunblaðið - 30.11.1988, Síða 43
THl AJfr/I
i:r>r
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988
43
Lárus Friðriksson
vélstjóri — Minning
Fæddur 18. febrúar 1932
Dáinn 22. nóvember 1988
Horfinn er góður drengur, kallað-
ur burtu til æðri starfa. Við sem
eftir stöndum eru harmi slegin og
spyrjum: Hvers vegna hann?
Hversu margir syrjendur hafa ekki
staðið í sömu sporum. Menn velta
vöngum og oft heyrast hljóðlátar
raddir: Hver verður næstur? Andlát
hans kom okkur öllum á óvart.
Það urðu tímamót hjá okkur
Guðna bróður og mömmu þegar
Lárus kom inn á heimilið, það tók
ekki langan tíma að venjast nær-
veru hans, prúðari, tillitssamari og
snyrtilegri manni hef ég ekki
kynnst. Lárus var orðvar maður og
þægilegur í umgengni. Allt það sem
hann tók sér fyrir hendur fórst
honum vel. Gott var að leita til
hans ef eitthvað fór úrskeiðis.
Árið 1970 eignuðust móðir mín
og Lárus soninn Víði. Lárus reynd-
ist okkur systkinunum sem besti
faðir og dætrum mínum þremur
góður afi. Blessuð sé minning hans.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V.Br.)
Megi góður Guð styrkja þig
mamma mín og Víði á þessum tíma-
mótum.
Helga Stefájisdóttir
í dag fer fram frá Fossvogskap-
ellu útför Lárusar Friðrikssonar,
vélstjóra, en hann andaðist á heim-
ili sínu, Eyjahrauni 26 í Þorláks-
höfn, 22. þ.m.
Andlát hans bar brátt að, því að
daginn áður hafði hann verið með
eiginkonu sinni í Reykjavík og ók
heim að kvöldi og kenndi sér þá
ekki meins. Um nóttina varð hann
lasinn og var látinn að morgni. Svo
óvænt, snöggt og óskiljanlegt var
þetta. Lárus fæddist 18. febrúar
1932 að Hólum í Reykhólasveit í
A-Barðastrandarsýslu.
Foreldrar hans voru Daníela
Gróa Björnsdóttir og Friðrik Magn-
ússon. Þau eignuðust fjóra syni og
var Lárus sá þriðji í röðinni. Bræð-
ur hans eru Jón bóndi á Gróustöðum
í Geiradal, Haukur fyrrverandi
símstöðvarstjóri í Króksfjarðarnesi,
nú vistmaður í Hátúni í Reykjavík
og Sigmundur, sem nú býr í
Grindavík. í desembermánuði 1935
lenti Friðrik faðir Lárusar í mann-
raunum í illviðri, er hann var að
ná fé sínu í hús. Eftir þetta áfall
missti hann heilsuna og andaðist
árið 1936.
Á þeim tíma urðu slík áföll til
þess að sundra margri fjölskyldunni
og var þá mest um vert að eiga
góða að. Lárus fór á fjórða ári til
Maríu Sumarliðadóttur að Svarf-
hóli, en hún dó af slysförum ári
síðar. Þegar hann var fimm ára
gamall, fór hann síðan í fóstur til
Valgerðar Vigfúsdóttur og Jóns
Sveinssonar á Hofstöðum, er síðar
fluttu að Klukkufelli í Reykhóla-
sveit. Hjá þessum góðu fósturfor-
eldrum sínum ólst hann upp við
almenn sveitastörf og var hjá þeim
fram undir tvítugt. Hann vann eitt
sumar í Króksfjarðarnesi og síðan
að Staðarfelli, en upp úr því fluttist
hann til Reykjavíkur og hóf sjó-
mennsku á togaranum Karlsefni.
Hann varð vélstjóri árið 1963 og
aflaði sér aukinna réttinda í vélskól-
anum í Reykjavík.
Árið 1967 réðist hann til Suður-
eyrar í Súgandafirði, sem vélstjóri
á m/s Ólaf Friðbertsson IS 34 og
var þar næstu átta árin.
I Súgandafirði kvæntist Lárus
15. ágúst 1969 Guðmundu Guð-
mundsdóttur, en foreldrar hennar
voru Guðmundur Kr. Guðnason
verkamaður og sjómaður frá
Vatnadal í Súgandafirði og Elín
Magnúsdóttir frá ísafírði.
Guðmuijda bjó þá ein með tveim
bömum sínum Helgu og Guðna.
Helga er nú sjúkraliði og fótasér-
fræðingur og er gift Júlíusi R. Arin-
bjarnarsyni starfsmanni hjá Land-
helgisgæslunni. Þau búa í
Reykjavík. Dætur þeirra eru Sigríð-
ur Elín, Díana og Ólöf.
Guðni hefur starfað hjá RARIK
og einnig stundað sjómennsku og
býr í Reykjavík.
Jónína S. Helga-
dóttir - Minning
Fædd 16. júlí 1894
Dáin 15. nóvember 1988
Víst ertu, Jesú, kóngur klár,
kóngur dýrðar ura eilíf ár,
kóngur englanna, kóngur vor,
kóngur almættis tiparstór.
Nú er hún amma búin að kveðja
í hinsta sinn í þessu lífi. Það var
hinn 15. þessa mánaðar sem hún
lagði aftur augun.
Ég á erfítt með að trúa því að
nú sé hún okkur horfin. Hún sem
var svo góð og gjafmild á allt hið
góða í lífinu. Mikið er sárt að horfa
á bak jafn yndislegri manneskju
eins og hún amma var, en svona
er nú lífið. Allt tekur enda og víst
var hún vel að hvíldinni komin —
hvfldinni sem hún hafði beðið eftir.
Amma kom í heiminn á Kvíavöll-
um, Miðnesi, þann 16. júlí 1894 og
var hún 94 ára er hún kvaddi. Ekki
ætla ég að rekja merka ævi þessar-
ar stórkostlegu konu. Á uppvaxt-
arárum ömmu var öldin önnur og
erfiðari. Hún þurfti að beijast í
gegnum lífið mörg erfið ár í fátækt
og kreppu ásamt manni sínum,
Emst F. Backmann. Hann varð þó
að yfirgefa konu sína og börn fyrr
en þau hefðu óskað.
Sem barn var ég ætíð fastur
gestur hjá ömmu, hvort sem var
að nóttu eða degi, og ætíð var það
hin mesta gleðistund að dvelja sam-
vistum við hana. Fljótlega kenndi
hún mér þær yndislegu bænir sem
hún fór svo oft með og lásum við
oft saman bænir og guðs orð sem
ég mun hafa í mínum huga um
ókomin ár. Þessi ár sem ég minnist
úr.bemsku minni bjó hún amma í
Skaftahlíð 22. Þar sátu amma mín
og móðir mín, Ingibjörg, oft og
töluðu um lífsins kosti og galla. Þó
mun ég helst minnast þess hve trú-
uð hún var á Jesú Krist og allt hið
góða í lífinu. Það vom ekki ófáar
bænimar og guðsorðin sem hún
færði niður á blað og varð ég svo
lánsamur að eignast sumar þeirra
í veganesti fyrir lífið.
Amma mín hafði ekki alltaf mik-
ið að bíta og brenna en ávallt taldi
hún sig vera aflögufæra er líknar-
mál vom annars vegar. Hún studdi
ávallt baráttu líknarsamtaka fyrir
bættum lífskjömm þeirra er minna
mega sín.
Með þessum fáu orðum sem ég
hef tekið saman um ömmu mína
sem ég sárast kveð nú mun ég
ávallt minnast hennar fullur sakn-
aðar. En viss er ég um það að ein-
hvem tíma munum við hittast á ný.
Ætla ég nú að enda þessi kveðju-
orð á þann hátt er ég hóf, með einni
af þeim yndislegu bænum er hún
kenndi mér í æsku. Megi Jónína
Salvör amma mín, sem horfin er
til himna föðurins, hvíla þar í friði.
Lárus reyndist þessum fóstur-
bömum sínum alla tíð sem besti
faðir og afi dætmm Helgu.
Guðmunda og Láms eignuðust
saman einn son, Víði f. 28.11. 1970.
Hann er nú 18 ára sjómaður og býr
í foreldrahúsum.
Árið 1975 flutti fjölskyldan til
Þorlákshafnar, er Láms varð vél-
stjóri á ísleifí IV VE 463, sem þá
var gerður út frá Þorlákshöfn.
Síðustu 11 árin hefur Láms verið
vélstjóri á m/s Jóni á Hofi ÁR 62
í eigu Glettings hf. í Þorlákshöfn.
Það hafa sagt mér ýmsir útgerð-
armenn, að afburðagóðum vélstjóra
sé aldrei ofborgað, því að með
hirðusemi, natni og góðu eftirliti
spari hann útgerðinni stórfé. Láms
var tvímælalaust í þessum hópi.
Aldei hef ég á undanfömum
ámm hitt svo vin minn Björgvin
Jónsson útgerðarmann eða talað við
hann í síma, að hann hafi ekki
minnst á Láms og hvílíkt happ það
hafi verið í útgerðinni að fá þennan
mann sem vélstjóra á bátinn.
Ef allir sinntu störfum sínum
með sama hugarfari og samvisku-
semi og Láms, og ef allar vélar
þjóðlífsins væm jafnvel smurðar og
hirtar eins og vélarnar hans Láms-
ar, þá væm engin vandamál til með
þessari þjóð.
Láms var einstakur sómamaður,
hæglátur og fámáll, en einlægur
og traustur og sérstætt snyrti-
menni.
Þótt hann væri hlédrægur og
hefði sig lítt frammi, hafði hann
mikla ánægju af því að gleðjast
með glöðum og gestrisni þeirra
hjóna var jafnan viðbmgðið.
Þau komu sér upp myndarlegu
og fallegu heimili í Þorlákshöfn og
vom samhent um að gera það hlý-
legt og vistlegt. Láms var oft lang-
dvölum á sjónum og því oft íjarri
ástvinum sínum, en hann naut þess
þeim mun betur að koma heim,
enda móttökurnar eftir því.
Munda mín, nú er missirinn sár
og erfitt að skilja lífsins gátu. Lár-
us þinn gaf þér bestu ár ævi þinnar
og þú átt bömin þín og barnabörn-
in og íjársjóð minninga, sem enginn
tekur frá þér. Við Kristrún, systkini
þín og venslafólk sendum ykkur
innilegar samúðarkveðjur. Fari
hann í friði, minningin um góðan
dreng lifir.
Högni Þórðarson
Mikið var mér bmgðið þegar
Munda hringdi í mig að morgni
þess 22. nóvember sl. og tjáði mér
að Láms hefði látist þá um nóttina.
Fáeinum dögum áður hafði ég
farið með hann í land, svo hann
Ó, heima er gott að vera, já, heima, já,
heima er
allra best, og heima vil ég vera,
því heima
á ég mest. Þar pabba minn og mömmu
°g
mörg ég systkin á og afa líka og
ömmu
sem allt mér vildu ljá. Heima, já
heima er
best og heima vil ég vera því heima
á ég mest.
Ó ljóssins faðir lof sé þér
að líf og heilsu gafstu mér
og fóður minn og móður.
Nú sest ég upp því sólin skín.
Þú sendir ljós þitt inn til min.
Ó, hvað þú, guð, ert góður.
(M. Joch.)
Agnar Ellert Sverrisson
gæti fylgt móður sinni til grafar.
Daginn áður en hann lést hafði
hann, eins og vélstjóra er siður,
tekið olíu á skipið.
Fyrstu kynni okkar Lalla, en svo
var hann kallaður, voru haustið
1978, þegar ég færði það í tal við
hann hvort hann vildi koma til mín
sem vélstjóri. Að vel athuguðu
máli ákvað hann að láta slag standa
og ráðast í skipsrúm hjá mér. Hófst
þá samstarf okkar, mín sem skip-
stjóra en hans sem vélstjóra og
kölluðum við hvorn annan „kallinn".
Hann var orðvar maður og aldrei
sá ég hann skipta skapi, sama hvað
á gekk. Á fyrstu vertíðinni okkar
saman gerðist það að við fengum
á okkur ólag svo að báturinn lagð-
ist á hliðina og aðalvél drap á sér.
Meðan á þessu gekk var ég í brúnni
hálfsmeykur. Kom Lalli þá upp
sallarólegur og sagði: „Jæja, er
bræla, á ég ekki að setja í gang
aftur?" Þá sá ég að þama fór ekki
neinn meðalmaður. Hann var einn
af þessum alvöru vélstjórutn, vél-
arnar og velferð skipsins sátu í fyr-
irrúmi hjá honum og var allt gljá-
andi hreint og fínt í vélarrúminu
hjá honum. Þegar hann var í fríi
milli sjóferða fór hann sjálfur til
að lagfæra, frekar en fá viðgerðar-
menn úr landi. „Ef ég geri hlutina
sjálfur veit ég að þeir eru örugglega
í lagi,“ sagði hann.
Oft kom það sér vel hve veður-
glöggur Lalli var og græddum við
oft róður á því. Eitt sinn komum
við seint að landi með góðan afla
og ætlaði ég strax út aftur, en þeg-
ar búið var að landa drap hann á
aðalvélinni. Ég fór og spurði hann
hvort eitthvað væri að. Ekki fékk
ég nein svör við þeirri spumingu
en hann sagði aðeins „við emm í
auganu". Ég áttaði mig á þvi við
hvað Lalli átti þegar við eftir
þriggja tíma siglingu lentum í vit-
lausu veðri og urðum að halda sjó
í sólarhring. Það kom í ljós að við
höfðum verið í lægðarmiðju, eða
því sem Lalli kallaði „augað“. Eftir
á hló hann dátt að þessu atviki, en
ég rengdi ekki spámar hans eftir
þetta.
Lárus var drengur góður og skil-
ur eftir sig vandfyllt skarð. Eftirlif-
andi kona hans er Guðmunda Guð-
mundsdóttir. Vom þau samrýnd
hjón og áttu fallegt heimili í Þor-
lákshöfn þar sem gott var að koma.
Við fjölskylda mín viljum senda
Lámsi hinstu kveðju okkar og inni-
legar samúðarkveðjur til Mundu,
Víðis, Guðna, Helgu og fjölskyldu
og ástvina allra. Blessuð sé minning
hans.
Jón B. Björgvinsson
I dag kveðjum við skipsfélaga
okkar, Láms Friðriksson, vélstjóra,
sem svo snögglega var kallaður
brott héðan úr heimi langt fyrir
aldur fram. Kallið kom óvænt, en
það er víst alltaf þannig að sláttu-
maðurinn slyngi gerir sjaldnast boð
á undan sér. Orfáum dögum áður
hafði hann sjálfur fylgt aldraðri
móður sinni til grafar svo það var
stutt á milli þeirra mæðgina.
Láms heitinn var búinn að vera
1. vélstjóri á skipinu okkar í um
það bil 10 ár. Margir okkar hafa
verið með honum til sjós megin-
hluta þessa tímabils og þar af leið-
ir honum allvel kunnugir. En einu
viljum við koma að í þessu fátæk-
legu minningarkorni, að öll sam-
skipti við Láms vom ákaflega þægi-
leg og viðfelldin. Öll störf sín um
borð rækti hann af einstakri trú-
mennsku og það var hvorki ætm
né skræmt þótt eitthvað óvænt
kæmi uppá, helstu verk unnin þar
til hlutirnir vom komnir í samt lag
aftur. Láms var ekki skrafhreyfínn
maður, þó ekki fálátur, en hann fór
sparlega með orð og orðaði vand-
lega hugsun sína þegar hann vildi
leggja eitthvað til málanna. í þess-
um sama anda má segja að öll hans
störf um borð hafí verið unnin, það
er að segja án hávaða og gaura-
gangs, heldur fumlaust og vel af
hendi leyst. Enda var hann prýði-
lega verkfær maður og fór orð af
honum sem slíkum.
Það er sjónarsviptir af mönnum
eins og Lámsi og við teljum okkur
hafa misst mikið við burtför hans.
En samt er missirinn mestur og
sárastur hjá fjölskyldu hans og
dvelur hugur okkar hjá þeim í dag.
Að lokum viljum við þakka Lár-
usi heitnum samfylgd og samvinnu
öll þessi ár og óskum honum góðrar
heimkomu á nýjum slóðum.
Elsku Munda, Víðir, Guðni og
Helga við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð. Blessuð sé minning-
in um góðan dreng.
Áböfn mb. Jóns á Hofí ÁR62
t
Útför
SÉRA JÓNS ÁRNA SIGURÐSSONAR
fer fram frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 3. desember kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Grindavíkurkirkju.
Jóna Sigurjónsdóttir,
Valborg Ó. Jónsdóttir, Börkur Þ. Arnljótsson,
Guðlaug R. Jónsdóttir, Margeir Á. Jónsson,
Árni Þ. Jónsson, Guðrún Halla Gunnarsdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin-
konu minnar, móður, tengdamóöur, ömmu og langömmu,
GUÐRÍÐAR O. VESTMANN,
Álfhólsvegi 4,
Kópavogi.
Daníel Vestmann,
Lilja D. Vestmann, Svavar Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Þökkum hjartanlega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vin-
áttu við andlát og jarðarför mannsins míns, föður, tengdaföður
og afa,
KRISTINS NIKULÁSAR ÁGÚSTSSONAR.
Kristfn Stefánsdóttir,
Erla Kristinsdóttir,
Halldór Svavarsson
og barnabörn.