Morgunblaðið - 30.11.1988, Side 46

Morgunblaðið - 30.11.1988, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988 félk f fréttum HJÓNABAND Brúðkaup Mónakó- prinsessu í júní? Ljósmynd/Gunnar Om Fjöldi unglinga og kennara fylgdist með keppni og er úrslit lágu fyrir brutust út gífurleg fagnaðarlæti hjá áhangendum sigurliðsins. Heyrst hefur að Stefanía Món- akóprinsessa muni gifta sig í júní á næsta ári. Sá heppni heit- ir Ron Bioom og er hljómplötuút- gefandi. Rainer faðir hennar hafði víst ýmis ófögur orð um samband- ið á sínum tíma og þótti honum sem Ron væri ekki félegri tengda- sonur en fyrrverandi vinur Stef- aníu, Mario Jutare. En Rainer prins skipti um skoðun eftir að hafa hitt piltinn og rabbað við hann í tvo tíma og er sagt að þeir hafi orðið perluvinir. Prinsinn hefur víst oft á tíðum haft áhyggj- ur af hinni „villtu" dóttur sinni sem gjaman lét ekki líða meira en viku á milli nýrra kærasta hér áður fyrr. En nú er sagt að brúð- kaup sé framundan og verður það eflaust eitt það glæsilegasta f Evrópu á næsta ári. SPURNINGAKEPPNI GRUNNSKÓLANNA: Hlíðaskóli bar sigur úr býtum NÚ ER nýlokið spurninga- keppni grunnskólanna í Reykjavík, „Þrautalending ’88“. Keppnin var nú haldin þriðja árið í röð og er framkvæmd keppninnar í höndum starfsmanna íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Aðal- markmiðið með Þrautalendingu er að gefa unglingum kost á að taka þátt í spennandi og skemmtilegri keppni og sá skóli sem ber sigur úr býtum hlýtur titilinn „vitrasti grunnskólinn í Reykjavík". Allir grunnskólar sem eru með nemendur í 7., 8., og 9. bekk tóku þátt í keppni, alls 18 skólar og mættu þrír fulltrúar frá hveijum skóla til leiks. Úrslitakeppnin fór fram í félagsmiðstöðinni 'l’ónabæ þann 18. nóvember síðastliðinn. Þá kepptu til úrslita lið Hlíðaskóla og Hólabrekkuskóla og var mjótt á munum. Eftir alla hluta keppninnar voru liðin nákvæmlega jöfn að stig- um og þurfti bráðabana til þess að skera úr um sigur. Loks kom að því að Hólabrekkuskóli svaraði rangt og var það því Hlíðaskóli sem hlaut þann eftirsótta titil, „vitrasti grunnskólinn í Reykjavík". í ár fór keppnin fram með friði og spekt en þess má geta að í sömu keppni fyrir ári síðan brutust út mikil ólæti og slagsmál og var það fréttaefni dagblaðanna hér í borg. Ljósmynd/Gunnar Om Sigurlið Hlíðaskóla. Frá vinstri á myndinni eru Benedikt Gíslason, Ragnar Guðmundsson og Herdís Schopka. s vasasími Myndin var tekin f Köln í Vestur- Þýskalandi og sýnir stúiku með þráðlausan vas- asíma, sem var meðal hins nýj- asta í skrifstofutækni, sem kynnt var á vörusýningu þar fyrir skömmu. Meðal annarra muna má nefna skrifstofustóla sem smfðaðir eru í samráði við sér- fræðinga og eiga að draga úr likum á brjósklosi. Tölvuskjái með hvftum fleti og svörtum stöf- um og fleira sem á að auðvelda þeim lífið er skrifstofustörf stunda. TÆVAN Hreint gull H ún er heilluð af gull- inu þessi stúlka á eyjunni Tævan. Hún hefur þá atvinnu að selja gull og þarna hefur hún raðað stöngunum þannig að þær mynda töluna 999.9. Talan sýnir hve gullið er hreint. Talið er að innan skamms kaupi Tævanir þjóða mest af gulli og taki við því öfundsverða forystuhlutverki af Jap- önum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.