Morgunblaðið - 30.11.1988, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988
47-
FORSETI ÍSLANDS
Veisla til heiðurs forsetanum
Ameðan forseti íslands dvaldist
í Genf sem formaður dóm-
nefndar á vegum EBU — Sambands
útvarps- og sjónvarpsstöðva Evr-
ópu, sem valdi besta sjónvarpsleik-
ritið í ár, efndu sendiherrahjónin í
Genf, Guðný Aðalsteinsdóttir og
Sverrir Haukur Gunnlaugsson, til
kvöldverðar til heiðurs forsetanum,
þann 12. nóvember síðastliðinn.
Meðal gesta voru yfirmenn ýmissa
alþjóðastofnana í Genf. Frá vinstri
á myndinni eru: Régis de Kalber-
matten, aðalframkvæmdastjóri
EBU, George Reisch, aðalfram-
kvæmdastjóri EFTA, Cornelio
Sommaruga, forseti Alþjóða Rauða
krossins, forseti Islands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, Jan Martenson,
yfirmaður Evrópuskrifstofu Sam-
einuðu þjóðanna, Per Steinbeck,
aðalframkvæmdastjóri alþjóðasam-
taka Rauða kross-félaga, Sverrir
Haukur Gunnlaugsson, fastafulltrúi
íslands hjá alþjóðastofnunum í
Genf.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Leikendur eru: Ragnheiður,
Asdís, Helena, Sigurbjörn, Hólm-
fríður, Harpa, Stefán Karl,
Gunnar Axel, Björk, Hlynur,
Ingibjörg, Jóna, Fanney, Anna,
Gunnar, Guðrún, Haraldur,
Sölvi, Sólveig, Huld, og Anna og
Vilhjálmur, gestaleikarar. Leik-
stjóri er Guðjón Sigvaldason.
Frá einu atriðanna á æfíngu á „Þetta er allt vitleysa, Snjólfiir,“
í Bæjarbíói Hafnarfirði.
UNGLINGALEIKHÚS
„Þetta er kokteill um ástina ..
IHafnarfirði er starfrækt Ungl-
ingaleikhús. Það eru milli 30 og
40 unglingar úr efri bekkjum grunn-
skóla í Hafnarfirði sem þátt taka í
leikritinu „Þetta er allt vitleysa,
Snjólfur" sem frumsýnt var síðast-
liðinn sunnudag. Fjallar leikritið á
gamansaman og ýktan hátt um líf
unglinga, frá þeirra eigin sjónar-
miði. Handritið er skrifað af leik-
stjóranum, Guðjóni Sigvaldasyni,
sem lagði til söguþráð, en síðan er
leikritið unnið upp úr spunavinnu
með unglingunum sjálfum. En hvað
segja unglingarnir? Um hvað fjallar
leikritið?
„Þetta er leikrit um líf unglinga
eins og það er, líka eins og það
ætti að vera og ætti ekki að vera,“
segir Anna Sigríður Arnardóttir sem
leikur Mýslu og bætir við: „Það er
með léttu ívafi, samt er líka sorg í
því.“ Þá bætir einn úr hópnum við:
„Þetta er kokteill um ástina, sorg-
ina, vímuefni, einelti, þetta er eigin-
lega um allt unglingavandamálið“
og er lýsing þessi samþykkt einróma.
Unglingarnir hafa nóg á sinni
könnu meðan á æfingum stendur,
handritið fengu þeir í hendurnar
fyrir aðeins þremur vikum og læra
textann heima. Eru unglingarnir
uppteknir við æfingar á hverjum
degi og marga klukkutíma á dagj
Þau voru öll ákaflega hress og sögðu\
að þetta væri „æðislega“ skemmti-
legt, miklu skemmtilegra en rúntur-
inn. (Samt færu þau stundum á rúnt-
inn.)
Hvernig gengur leikstjóranum að
stjórna 30-40 unglingum? „Það er
virkilega gaman. Auðvitað er svolítil
óþolinmæði í krökkunum en leik-
gleðin er einstök. Það er mikil hreyf-
ing í leikritinu, ég nota allar út-
gönguleiðir í húsinu og þeir eru mik-
ið á ferðinni meðan leikið er. Þetta
eru mjög skemmtilegir krakkar og
hafa gaman af þessu,“ segir Guðjón
um hópinn og bætir við að þetta
leikrit höfði ekki aðeins til unglinga
heldur og fullorðinna.
Til gamans má geta þess að í
þessum stóra hóp reykir enginn
unglinganna, eða eins og Sölvi
Sveinbjörnsson sem leikur Brand
orðaði það: „Við erum öll hrein.“
HONIG
-merkið sem þú
velur fyrst.
Símar 35408 og 83033
AUSTURBÆR
Sóleyjargata o.fl.
Lindargata 39-63 o.fl.
Hverfisgata 4-62 o.fl.
Skúlagata
Laufásvegur 58-79 o.fl.
Skipholt 40—50 o.fl.
Háteigsvegur
Sæviðarsund
KOPAVOGUR
Kársnesbraut 77-139 o.fl.