Morgunblaðið - 30.11.1988, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 30.11.1988, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. NÓVEMBER 1988 mmmn ást er... . . . stundum eins og jarð- sprengjusvæði. TM Reg. U.S Pat Off — all ríghts reserved © 1989 Los Angeles Times Syndicate HÖGNI HREKKVlSI „l/lp SKUijJ/U RÆPA PAE> ViP SEPPA ptNN !f" Að njóta lífsins en ekki dauðans Fræðslufiind- ur Samtaka ’78 í félagsmið- stöð unglinga Móðir skrifar. „Kæri Velvakandi. Þann 14. nóvember sl. var hald- inn fundur, sem kallaður var fræðslufundur í einni af félagsmið- stöðvum okkar Reykvíkinga. Þessar félagsmiðstöðvar eru ætlaðar fyrir böm á aldrinum 13 - 15 ára. A þessum fundi var kynning á einu efni sem var samkynhneigð. Nú veit ég að börnin sem þama voru, hafa ekki öll fengið fræðslu um að sem kallað er eðlilegt kynlíf og þetta því fyrsta fræðslan um þessi mál hjá sumum. Því vaknar sú spurning hvaða áhrif þetta geti haft á börn sem eru í mótun og á einu viðkvæmasta skeiði ævinnar. Þetta er hlutur sem við foreldrar höfum verið að ræða eftir þennan umrædda fund og höfum áhyggjur af. Væri fróðlegt að heyra hvað aðrir foreldrar og fagfólk, t.d. sál- fræðingar, hafa um þetta að segja. Nú veit ég ekki sem foreldri, um allt sem þarna var talað um, en mér skilst að fundurinn hafi staðið í 1 1/2 klukkustund. Þar kom með- al annars fram að meðlimir í sam- tökunum væru á aldrinum 13 - 76 ára og 10% mannfólksins hefðu þessar tilhneigingar. Börnin voru að sjálfsögu fljót að reikna út hve margir væru í salnum og hvetjum bekk samkvæmt þeirratölum. Sjálf- sagt hafa þau tekið þær tölur gild- ar sem fulltrúar samtakanna gáfu upp. Gæti verið, að svo færi, eftir þennan fróðleik meðlima Samtaka ’78, að einhveijir verði fyrir striðni eða jafnvel lagðir í einelti? Ég er viss um, að samkynhneigð er hlutur sem ekkert foreldri getur óskað harni sínu og þennan fund tel ég að geti vérið af hinu illa fyr- ir óþroskuð og áhrifagjörn börn. Þess vegna vildi ég vekja athygli á þessu, sem þarna fór fram og gæti endurtekið sig þama og annars staðar. Vil ég um leið koma á framfæri, að fram að þessu hef ég treyst fólk- inu í umræddri félagsmiðstöð full- komlega og á það þakkir skildar fyrir margt sem þar fer fram.“ Til Velvakanda. Sá sem leitar sér ánægju í drápi dýra, er illa á vegi staddur and- lega. Ekkert er fjær sannri gleði, en slíkt athæfi. Samt tala sumir menn um þá miklu ánægju, sem þeir hafi af veiðum, t.d. rjúpnaveið- um. Þeir þykjast jafnvel ekki geta notið útivistar eða gönguferða um fjöll og heiðar á vetrum, nema hafa það markmið að drepa ijúpur. Ég vil beina orðum til ykkar, ijúpnaveiðimenn: Hættið þessum ómannúðlega leik. Gangið um fjöll Til Velvakanda. Ég hafði haldið að íslendingar væru orðnir lausir við fordóma eða því sem næst, eða a. m. k. fordóma á borð við þessa, en ég komst að öðru nú nýlega er ég keypti plötuna sem SAA var að gefa út með Rúna- ri Þór o. fl. Ég hlustaði á þessa plötu og mér fannst hún þrælgóð og um leið alveg furðulegt að ég skyldi ekki vera búin að heyra neitt af henni í útvarpi. Nú hlusta ég mikið á útvarp. Þar sem mér fannst platan mjög góð ákvað ég að hringja í Stjömuna og biðja um og heiðar á góðviðrisdögum, byssu- lausir. Reynið að njóta hins heil- næma fjaílalofts, og þess að sjá ijúpurnar litlu, lifandi og lífsglaðar en ekki dauðar og blóðugar. Látið ykkur skiljast að lifandi ijúpa er fegurri og meira augnayndi en dauð. Njótið lífsins en ekki dauðans. Lærið að gleðjast yfir þessu fagra lífi, sem hvarvetna gefur að líta. Þá mun ánægja ykkar verða marg- falt sannari, en sú gleði, sem þið hafið reynt á veiðiferðum. Ingvar Agnarsson óskalag af þessari plötu. Jú, jú, það þótti alveg sjálfsagt að spila lagið fyrir mig en aldrei kom það. Þá hringdi ég í Bylgjuna og Rás 2, en viti menn alveg sama sagan. Þó ég hringdi oftar var lagið ekki leikið. Þess í stað var spilað eitthvað diskó- raul daginn út og daginn inn. En að leika góða íslenska músík og um leið að styrkja gott málefni virtist ekki hægt. Þetta kalla ég fordóma og ekkert annað. Mér finnst að ráðamenn þessara útvarpsstöðva ættu að athuga sinn gang. Aldís Einarsdóttir Fordómar í músíkvali? Víkverji skrifar Skipulag umferðar í Reykjavík var umræðuefnið í viðtali, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, við Þorvald S. Þorvaldsson, forstöðu- mann Borgarskipulags. Þar var fjallað um þær miklu áætlanir sem eru á pijónunum um að leysa um- ferðaröngþveitið, sem er á Miklu- braut- og Oskjuhlíðarsvæðinu. Vandinn, sem þar er við að glíma, er mikill. Hann kallar á lausn til frambúðar, en því miður er öng- þveitið í umferðinni nú þegar til staðar og finna þarf leiðir til að liðka fyrir umferðinni strax. Það mun taka nokkur ár að byggja þau umferðarmannvirki, sem fyrirhug- uð eru á þessu svæði. Það er augljóst, að ekki finnst nein önnur leið til að leysa um- ferðan/andann þarna en með mikl- um og dýrum framkvæmdum. Hins vegar má ef til vill finna einhveijar leiðir til að auðvelda umferðina á meðan beðið er eftir skipulags- breytingunum. Víkveiji ekur oft Hringbrautina og upp Skógarhlíð og Bústaðaveg. Honum hefur t.d. dottið í hug, þeg- ar hann hefur sniglast eftir götun- um í bílaröðinni, hvort ekki megi liðka fyrir umferðinni með því að leggja vegarspotta til að auðvelda hægri beygju inn á veginn að Loft- leiðahótelinu. Þar verður oft löng biðröð, þar sem hægt gengur að beygja þangað og það gera margir. Með sama hætti mætti auðvelda hægri beygju við Þóroddsstaði þeg- ar komið er sunnan að. Merkja mætti tvöfalda akrein á suðurleið frá Þóroddsstöðum upp á Bústaða- veg sem hefur akreinaskiptingu. Það er nægjanlegt rými á veginum til þess. Þá mætti breikka útskot við gatnamót sem eru á Skógarhlíð. Margir ökumenn taka því miður ekki tillit til umferðarinnar og loka stundum fyrir umferð er þeir ætla að beygja. Þessar ábendingar eru hugsaðar til að auðvelda umferðina um Skóg- arhlíð, þótt þær leysi ekki vandann. En Víkveija er spurn: Eru ekki fjöl- margir staðir í gatnakerfi borgar- innar sem laga má með smávegis breytingum? Utskot hér og beygju- akrein þar. Með því einu að lengja beygjuakreinina á Kringlumýrar- braut inn á Listabraut mætti draga úr þeirri umferðartöf sem verður er bílar, sem ætla inn á Listabraut, loka annarri akreininni suður Kringlumýrarbraut. XXX Víkveiji leggur til, að borgar- yfirvöld fái borgarana í lið með sér til að finna leiðir til að auðvelda umferðina. Hvernig væri að auglýsa eftir ábendingum og hugmyndum þeirra um lagfæringar á gatnakerf- inu? Boða jafnvel til fundar með ökumönrrum. Nýta reynslu þeirra, t.d. strætisvagnastjóra, leigubíl- stjóra og annarra atvinnubílstjóra. Þótt borgin hafi marga sprenglærða verkfræðinga og skipulagsfræðinga í sinni þjónustu þá geta þeir ekki verið alls staðar. I þessu sambandi er hollt að hafa í huga, að ein mikilvægasta breyt- ing á vegakerfinu sem gerð hefur verið, tvískipting vegar yfir blind- hæðir, var gerð af vegaverkstjóra á Vestfjörðum. Hann hefur líklega komið í veg fyrir fleiri slys og meira eignatjón en nokkur annar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.