Morgunblaðið - 15.01.1989, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 15. JANÚAR 1989
C 9
Afinæliskveðja:
Hallgrímur Guðjóns-
son fv. bóndi í Hvammi
Frændi minn og vinur Hallgrímur
Guðjónsson er sjötugur í dag, 15.
janúar. Hallgrímur fæddist í
Hvammi í Vatnsdal5 sonur þeirra
merku hjóna Rósu Ivarsdóttur og
Guðjóns Hallgrímssonar. Bæði voru
þau hjón af húnvetnsku bergi brot-
in, komin af traustu og dugmiklu
bændafólki. Fyrstu kynni mín af
Hvammsheimilinu voru þegar mér
ungum var boðið að dvelja þar á
meðan ég sótti skóla á næsta bæ,
Eyjólfsstöðum. Þessi tími minn í
Hvammi er mér minnisstæður.
Heimilið var mannmargt. Böm
þeirra hjóna mörg og myndarleg
og stundum fyrirferðarmikil. Þegar
átök urðu á milli þeirra sagði Guð-
jón: „Þið verðið að standa ykkur,
því að lífið er barátta." Ég tók eft-
ir því að Guðjón brosti stundum
þegar þau yngri stóðu vel í þeim
eldri.
Guðjón var í eðli sínu baráttu-
og kjarkmaður, myndarlegur á velli
og bar sterkan persónuleika. Maður
sem tekið var eftir. Rósa var hins
vegar hæglát og róleg. Hún gekk
hægt um dyr, vann verk sín í kyrr-
þey og vildi allt bæta, en gat verið
ákveðin og föst fyrir þegar því var
að skipta.
Afmælisbamið Hallgrímur finnst
mér að hafi erft kosti foreldra sinna.
Hann er hægur og yfírvegaður,
traustur og framfarasinnaður og
býr vel að sínu. Er minnugur og
segir vel frá liðnum atburðum.
Hallgrímur aflaði sér nokkurrar
menntunar. Hann var einn vetur í
Reykholtsskóla og einn vetur á
Hvanneyri. Þaðan útskrifaðist hann
búfræðingur árið 1941. Hallgrímur
mun snemma hafa hugsað sér bú-
skap sem lífsstarf og hálflenduna
af Hvammi keypti hann af föður
sínum árið 1945. Þá hafði Guðjón
keypt Marðamúp 15 ámm áður og
búið á báðum jörðunum. Hallgrímur
sýndi fljótt að hann var- búhöldur
góður. Hann ræktaði jörð sína og
byggði upp hús, svo að Hvammur
varð fljótt með best setnu jörðum
sveitarinnar.
Hallgrímur kvæntist Sigurlaugu
Fjólu Kristmannsdóttur frá Hlöð-
versnesi á Vatnsleysuströnd árið
1952.: Fjóla, eins og hún er jafnan
kölluð, er myndarleg og dugmikil
kona, sem staðið hefur fast við hlið
manns síns í blíðu og stríðu. Heim-
ili þeirra í Hvammi var hlýlegt og
myndarlegt. Þangað var gott að
koma og af fundi þeirra hjóna fór
maður glaðari og bjartsýnni en áð-
ur.
Ekki gat Hallgrímur komist hjá
því að taka að sér opinber störf
fyrir sveit sína. Hann sat lengi í
hreppsnefnd og var hreppstjóri í
mörg ár og gegndi auk þess ýmsum
öðrum nefndarstörfum. Mér er sagt
að þessi störf öll hafi hann leyst
vel af hendi og verið maður sátta
og samkomulags.
Fjóla og Hallgrímur eiga þijár
dætur. Rósu, verslunarskóla-
gengna, gifta Gísla Ragnari Gísla-
syni, prentara. Þuríði, gagnfræð-
ing, en sambýlismaður hennar er
Finnbogi Kjartansson, tónlistar-
maður, og Margréti, hárgreiðslu-
meistara, en sambýlismaður hennar
er Gunnar Jónsson, bifvélavirki.
Fjóla átti dreng áður en þau Hallg-
rímur giftust, Hafstein Gunnarsson,
sem er stúdent og vinnur hjá Hag-
virki.
Árið 1984 fann Hallgrímur fyrir
heilsubresti sem leiddi til þess að
hann varð að hætta búskap. Þau
hjón seldu jörð sína og bú árið 1985.
Það voru Hallgrími þung spor að
geta ekki lengur stundað lífsstarf
sitt. En honum var það viss gleði
í þeirri raun að geta litið yfir jörð
sína og bú og séð hverju hann hafði
fengið áorkað á búskaparárum
sínum, hve framkvæmdimar höfðu
verið miklar og allt skuldlaust.
Þau hjónin Fjóla og Hallgrímur
fluttu til Reykjavíkur og keyptu
stóra og bjarta íbúð á Flyðrugranda
14. Þessari íbúð hafa þau breytt
og lagfært hana. Það er eðli sumra
að bæta allt og fegra. Þama eiga
þau fallegt og hlýtt heimili eins og
í Hvammi. Þangað er gott að koma
og jjar er gestkvæmt.
Eg veit að hugur Hallgríms leitar
oft norður yfir fjöllin, en hann á
stórt bókasafn sem þekur marga
veggi og hugur hans dvelur oft við.
Þá hefur Hallgrímur látið mála tvö
málverk af Hvammi. Þau hvfla líka
ferðaþrá hugans. Bækur Hallgríms
em vel innbundnar og margar
þeirra geyma fróðleik sem gefur
innsýn í fyrri tíma. Já, Hallgrímur
hefur átt mörg áhugamál.
Eins og ég sagði fyrr hugsar
Hallgrímur oft norður. Við frændur
höfum farið saman margar göngu-
ferðir. Á síðastliðnu vori gengum
við á Valhúsahæð á Seltjamamesi.
Sól skein í heiði og andblær var af
norðri. Hugur okkar leið yfir fjöll
og heiðar og niður í Vatnsdal þar
sem vagga okkar stóð.
Heill þér sjötugum, Hallgrímur.
Guðlaugur Guðmundsson
Hallgrímur og Fjóla taka á móti
gestum í dag í Átthagasal Hótels
Sögu frá kl. 16.00 til 19.00.
VERSLUNARHUSINU MIÐBÆR
HÁALEITISBRAUT 58-60 S: 38050 105RVK.
Sopho K12 símakerfið:
Ekki of lítið — ekki of stórt
Shopho K12 símakerfið frá Philips gerir stórum og smáum fyrirtækjum
kleift að festa kaup á fullgildu símkerfi sem er hvorki of lítið né
óþarflega stórt. Sopho K12 býður upp á réttu útfærsluna sem hentar
hverjum og einum.
• Allt að 5 bæjarlínur.
• Allt að 12 innanhússlínur.
• Samtenging á innanhússlín-
um og einni bæjarlínu
(símafundur)
• 80 númera minni með
skammvali
• Flutningurá bæjarsímtali
milli innanhússlína.
Hátalari og hringing án
heyrnartóls
Rafhlaða fáanleg sem heldur
kerfinu gangandi þrátt fyrir
straumrof
Fjöldi annarra möguleika
sem vert er að kynna sér hjá
sölumönnum okkar.
Skjásímar, er sýna skilaboð.
Sopho K1
Lítið en öflugt
Hér er simakerfiö fyrir verslanir, skrifstofur og lítil fyrirtæki.
1 bæjarlína og 3 innanhússlínur. Sopho K1 býður marga
möguleika sem stærri og mun dýrari símakerfi hafa aðeins
boðið hingaðtil.
Bjóðum mikið
úrval
vandaðra
símakerfa og
símstöðva í
öllum
stærðum og
gerðum
Heimilistæki hf
Tæknideild • Sætúni8
SÍMI.69 15 00
l/tie/uwoSveájya/tÉegikí saMouttgtm,
Áskriftarsíminn er 83033
85 40