Morgunblaðið - 15.01.1989, Síða 11

Morgunblaðið - 15.01.1989, Síða 11
- MORGUNBLAÐK) MAIMNLIFSSTRAUMAR SÖSnUDAGUR 15. JANÚAR 1989 nc oti ^JXXBSWL/Skammgóður vermir við ímyndaðarglceðurf Hvað er eftir? inni, átti erindi við mig. Ég hygg að það eigi líka erindi við þig, sem lest þessar línur. -■ Hin kristnu jól eru fædd af yfir- þyrmandi áhrifum frá þeini manni, sem María fæddi í Betle- hem. Þau eru lauf í þeim sveig, sem þakklætið og lotningin hafa fléttað um höfuð hans. Þau eru andsvar við vitnisburði hans um sjálfan sig: Ég er ljós heimsins, sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa ljós lífsins. Kristin reynsla aldanna er svar við þessum vitnisburði. Svar- ið er lofgjörð, boðun og þjónusta kristinnar kirkju, hátíðir hennar, tilbeiðsla hennar á jólum og endranær, hver bæn í nafni Jesú, hvert viðbragð og viðvik í daglegu lífí, sem stjómast af anda hans. En vinur minn og margir fleiri á er allt tilstandið búið í þetta sinn. Og hvað er svo eftir?“ Það var þreytuleg ögrun í rödd- inni, sem flutti þessi orð. Margt fleira var sagt. En þetta var upp- hafíð. Og eins konar stef í því máli, sem síðan kom. Jólin voru að baki. Nýárs- nóttin var líka liðin, hvellir eftir dr. Sigurbjörn hennar og gloss- Einarsson ar týndir mn í gráan vetrar- geim. Hin margrædda kreppa árs- ins 1988, „þrengingar" fólksins í þessu landi, yfirvofandi þjóðar- gjaldþrot og annað ískyggilegt, sem setti svip á þjóðmálaumræðu liðins árs, híaut sína sérkennilegu áréttingu með sprengjuhátíð upp á hundrað milljónir um leið og þetta hallærisár var kvatt. Hvað skilur sá fagnaður eftir? Sú sppurning var reyndar ekkert rædd í því samtali, sem ég vár að vitna til. Símagestur minn var að hugsa um jólin. Hvað er eftir, þegar söngur þeirra er á enda, og ljósin þeirra slokknuð? Hvað er eftir af þeim orðum, sem voru lesin og sungin í öllum áttum: Frelsari fæddur, friður á jörðu, í myrkrum ljómar lífsins sól? Hvað er eftir af þeim andblæ annars og bjartari heims, sem hafði svif- ið um byggðir og gert flesta vara við sig á einhvern hátt? Hvað þýðir þetta árlega tilstand, sem er kennt við jól og tengt fæðingu Jesú frá Nazaret? Ég rek ekki samtalið. En það sem spyijanda mínum lá á hjarta innst spyija: Hvað er að marka þetta? Hvað eru jólin annað en „til- stand“, innihaldslaust skraut? Hvað eru þau annað en leikur til upplyftingar í þungbúnu skamm- degi, skammgóður vermir við ímyndaðar glæður, hverfult glit á hjarni lífsins, gælur við fallegt en bamalegt ævintýri, sem rétt í svip tekur hrollinn úr hröktum og köld- um í hráslagalegum heimi? Nú er ég ekki að tala um sjúklega bólgin umsvif nútímans í kringum jólin. Það er mál fyrir sig. Ég spyr í orðastað þeirra, sem kunna að velta því fyrir sér í alvöru, hvað sé satt í því máli, sem krist- in trú hefur að flytja og snýst allt um „frelsun mannanna, frels- isins lind, frumglæði ljóssins". Ég skil þá, sem spyija heilum huga. En á bágt með að skilja hina, sem geta hugsunarlítið eða sinnulaust látið boðskap kristinn- ar trúar fara sem vind um vit sín. Um leið og ég þakka það símtal, sem ég átti á dögunum, vil ég taka fram, að mér væri kært að fá spumingar til meðferðar í þess- um dálkum Morgunblaðsins. Ég á ýmislegt ósagt um það, sem hér er drepið á í þetta sinn. En þetta segi ég að lokum núna: Vakandi efi er betri en sofandi samsinning. Spyijandi, forvitinn, einlægur efí er samboðnari þér og Kristi og færir þig nær honum en átaka- laust og dautt já og amen. TÆKNI/ Geta tölvumar ekið fyrir okkur? Bíll næstu áratuga Bíll næstu áratuga verður fyrst og fremst bensínbíll, drifinn áfram af kerfi sem var í grundvall- aratriðum hannað um 1860. Það er fjórgengisvélin sem er kennd við Daimler hinn þýska. Bensín úr jarðolíu verður að öllum líkindum fyrir hendi fram undir miðja næstu öld, þannig að sé horft tiltölulega skammt fram á við, verða breyt- ingar fyrst og fremst bundnar við rafkerfí, sem vinnur að því að auka öryggi og þægindi. Einnig verður beiting vélaraflsins miklu nákvæm- ari en nú er. Meginhluti vagnsins bflum. En við þetta bætist að tölvu- stýrð fjöðrun verður til að létta á þunga þess hjóls sem hæst er und- ir hvetju sinni. Með slíkri fjöðrun geta bílar hreinlega „vippað sér yfír“ ójöfnur, svo sem gijót. Væri ekki þörf fyrir slíkt á íslenskum malarvegum? Sé ekið hratt eftir þannig vegi í dag, kann að vera að bílstjórinn geti varla haldið um stýri bílsins. Með hinni nýju fjöðrun finnur hann aðeins nema vægan titring. Hins vegar er það fjarlægur og óraunhæfur draumur að geta sest inn í bfl, matað tölvu á upplýsingum um ákvörðunarstað og látið hana um að aka. Til þess er áhættan of mikil. Eigi það kerfi að starfa rétt, þarf tækið að vera í lagi og upplýs- eftir Egil Egilsson verður áfram úr stáli. Fjögur hjól á gúmmíhjólbörðum, en án vara- hjóls, því að í hjólbörðunum verða að líkindum efni sem fylla í minni- háttar skemmdir. Öryggið og þægindin felast fyrst og fremst í stjórnun afls, hemla og fjöðrunar. Tvennt getur orðið til að hjól missi grip á undirlagi. Annars vegar að afl vélarinnar verði til að hjólið „spóli“. Hins vegar ef hemlað er of snöggt. Hvort tveggja verður komið í veg fyrir framvegis. Full- komið kerfí nema í tengslum við tölvu stýrir aflinu á þau hjól sem best grip hafa. Eins verður það til að draga úr hemlun hvenær sm hjól nálgast að „skrensa". Reyndar eru hlutar þessara kerfa þegar fyr- ir hendi í nýjum og fullkomnum ingarnar sem það fær, að vera rétt- ar. Ef ekki, er áhættan of mikil. Eigi það kerfi að starfa rétt, þarf tækið að vera í lagi og upplýsing- arnar sem það fær, að vera réttar. Ef ekki, er áhættan of mikil. Örugg- ara verður lengi enn að láta ekilinn um að aka. A hinn bóginn getur rafeindatæknin orðið til að hjálpa honum við aksturinn. Innrauð myndavél getur gefið honum betri sýn til vegarins en augun, sé skyggni slæmt. Eins getur tölvan tekið við upplýsingum frá gervi- tunglum, um ástand umferðar, og valið bestu akstursleiðina. Hún get- ur einnig kippt í hemlana ef ekillinn nálgast næsta bíl fyrir framan um of. Hvar finnur þú pappírinn? VELKOMINN TIL ASIACO ÞJÓNUSTU MIÐSTÖÐVAR FYRIR TORK VÖRUR! Asiaco hf, er alltaf reiöubúiö að þjóna þeim sem á uíll ' ' ' wiuvv IBI? v 1 uniui ivivuuuiu uv m vi iu pvun oviii u jurfa aö halda. Viö státum af fuílkomnu úrvali af og bægilegum TORK-pappír og skommturum fyrir allar atvinnugreinar og einstakl- inga, ekki einungis fyrir núverandi viöskiptavini kkar heldur einnig fyri /rir nýja sem vilja reyna okkar heldur einnig &jónustuna. anti þig pa viö okkur a< lega á óvart. Víð getúm afgreitt pappír: handburrkur, í rúllum og samanbrotnar; wc- {tappír og aílar geröir af iðnaðarþurrkum. Nú er ækifæri til aö reyna hinn eina sanna TORK-pappír frá Asiaco hf, þjónustumiöstöö TORK á Islandi. iaco hf Vesturgötu 2, Pósthólf 826, 121 Reykjavík. Sími: 91-26733. Telex: 2164 ASIACO IS. Fax: 91-623696

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.